Þjóðviljinn - 26.07.1986, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 26.07.1986, Qupperneq 12
MENNING Stjörnugjöf: ★ ★★★ frábær, ★★★ mjög góð, ★★ sæmileg, ★ uppfyllir lágmarks kröfur, 0 léleg Fjölskyldubönd ★ ★ ★ í návígl (At Close Range). Regnboginn. Bandarísk, 1985. Lelkstjórl: James Foley. Handrlt: Nicholas Kazan (byggt á sönnum atburðum). Framleiðendur: Don Guest og Elliot Lewitt. Kvikmyndataka: Juan Ruiz Anchia. Helstu leikarar: Sean Penn.Christopher Walken, Mary Stuart Masterson og Christopher Penn. í návígi er amerískt fjölskyldu- drama uppá nútímavísu. Sagan ku vera sönn og ekki skal það rengt hér, enda er það alkunna að raunveruleikinn er lygilegri en nokkur lygi. En í raun er ekkert ótrúlegt við innbyrðis - sem út- byrðisátök Whitewood-fjöl- skyldunnar; þetta er einfaldlega fremur óheflað fólk úr kjallara samfélgsins í Arizonafylki, sem notar helst bakdyrnar til þess að verða sér útum nauðsynjar. í ná- vígi eru fyrst og fremst feðgarnir Brad eldri og yngri, snilldarlega túlkaðir af Christopher Walken og, að því er manni skilst, einni skærustu ungstjörnu Bandaríkj- anna um þessar myndir: Herra Madonnu, Sean Penn. Það er nú einu sinni þannig að góður leikur getur lyft meðal- mynd uppúr meðalmennskunni og gert hana áhrifaríka og eftir- minnilega. Ekki veit ég hversu eftirminnileg kvikmyndin í ná- vígi verður, en víst er að fyrr- nefndir félagar ná að lyfta henni svo um munar. Christopher Walken gerir senjornum slík skil, að langt er síðan ég hef augum litið jafntrú- verðugt fúlmenni. Hann verður í meðförum Walken einn af þess- um allra forhertustu hrottum, sem halda fésinu hversu svart sem útlitið er (það er einna helst að þeir glotti útí annað sé málið komið á óvenju alvarlegt stig). Samt ná áhorfendur aldrei að átta sig fullkomlega á þankagangi þessa viðskotailla þjófs og morð- ingja; um leið og maður stendur sig að því að hafa vissa samúð með honum, er hann samstundis búinn að framkvæma einhvern óskundann og andúðin blossar Sean Penn og Mary Stuart í kvikmyndinni „At Close Range' upp að nýju, mun sterkari en fyrr. Sean Penn er einkar áhuga- verður leikari, enda hefur honum tekist að geta sér mjög góðs orð- stírs á stuttum ferli. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum slúður- dálka dagblaðanna, er hann á fleygiferð eftir framabrautinni, umtalaður og umdeildur, og það sem meira er; kvæntur sjálfri Ma- donnu, söngkonunni smellnu, sem hyggst nú hasla sér völl á hvíta tjaldinu. Stjörnusköpun í Bandaríkjun- um er að mörgu leyti áhugavert fyrirbæri. Til þess að hægt sé að gera ungt og efnilegt fólk (eins og Sean Penn og Madonnu) að frambærilegum stjörnum, verður það helst að minna örlítið á ein- hverja stórstjörnuna sem fyrir er. Svo sakar ekki að vera af ítölsku bergi brotinn, nema viðkomandi geti státað af júðsku blóði. Lítið dæmi: Dustin Hoffman varð þekktur fyrir góðan leik og ekki síður sérstakt útlit (sem ýmsir héldu reyndar að myndi standa honum fyrir þrifum). Hann var ekki borinn saman við neinn, vegna þess að fyrirmyndirnar vantaði. Hann var einfaldlega Dustin Hoffman. Síðan kynntumst við Al Pacino, ágæ- tum leikara sem leið fyrir saman- burðinn við Hoffman. Snillingur- inn Robert De Niro var annar kvistur af sama meiði og Richard Gere var svo enn eitt afbrigðið. De Niro setti stundum upp óviðj- afnanlegan prakkarasvip, og þann svip hefur einmitt Sean Penn. Ekki er þó ætlun mín að draga þessa tvo heiðursmenn í sama dilk, því hvað sagði ekki konan fyrir aftan mig að sýningu lokinni: Merkilegt hvað hann minnir oft á James Dean. Svo er nú margt sinnið sem skinnið. En það er ekki aðeins í kvikmynda- heiminum sem vart hefur orðið við fyrirmyndasýkina, svo mikið er vist. Annars var ætlunin að skrifa eitthvað fallegt og viðkunnanlegt um Sean Penn: Sem sagt, hvað sem öðrum gæðingum hvíta tjald- sins (og gráa skermsins) líður, þá stendur Sean Penn fyllilega fyrir sínu, í umræddri kvikmynd, og vel það. Við fylgjumst með hon- um fikra sig eftir einstiginu sem liggur frá óþroskuðum gelgju- krimma til ábyrgðarfulls ungs manns sem tekur að greina mun- inn á réttu og röngu. Samband Bradfeðganna er óvenjulegt og því erfitt að henda reiður á þá strengi sem bærast í brjóstum þeirra. Föðurást Brads eldri er afgirt hagsmunum, en sonurinn elskar takmarkalaust. Pess vegna snýst ást sonarins í andhverfu sína er hagsmunir eru teknir framar föðurástinni. í því felst kraftur heiftarlegs lokaupp- gjörs Bradfeðganna. Faðirinn fer fögrum orðum um ást og fjöl- skyldubönd, en gegnt honum stendur ástkær sonurinn og beinir að honum stílvopni ættarsögunn- ar, fjölskylduskammbyssunni. Apropos fjölskyldubönd: Yngri bróðir Sean, Christopher i Penn leikur einmitt bróður Brads unga og skilar því hlutverki af stakri prýði. í návígi er fyrst og fremst glæpamynd (svo ég noti gamalt og gott hugtak), þrátt fyrir á- hugaverðar fjölskylduflækjur, ágætlega gerð og mjög spennandi á köflum. James Foley segir frá á raunsæjan og áhrifamikinn hátt. Myndmálið gefur frásögninni vissan road-movie-blæ, og það er nú aldeilis í lagi. Ýmislegt kom á óvart í hljóðrásinni, en þar sem hér er um erlenda mynd að ræða fer ég auðvitað ekki að gera hljóðvinnslu að umtalsefni. Að lokum langar mig að minn- ast aðeins á tónlistina (sem mér fannst reyndar ekkert merkilegri en gerist og gengur), því hún er að mörgu leyti dæmigerð fyrir móðinn í kvikmyndatónlistinni á þessum síðustu og verstu tímum klassískrar kvikmyndalistar. Formúlan er einföld: Lag, líklegt til vinsælda, er gefið út á hljóm- plötu um svipað leyti og kvik- mynd er frumsýnd. Það er kynnt sem aðalstef ákveðinnar myndar. Nái lagið vinsældum ungmenna er líklegt að þau mæti vel í bíóin. Þannig auglýsa lagið og myndin hvort annað. Kúnstin er svo að leika búta úr laginu, í ýmsum út- setningum, af og til alla myndina. f lokaskotinu, þegar myndramm- inn annað hvort frýs eða víkkar út, heyrast svo fyrstu hljómar þeirrar útsetningar sem við könnumst best við. (Jú, víst hafa íslenskir kvikmyndagerðarmenn brúkað svipaðar aðferðir, við nefnum engin nöfn...). Lokalag kvikmyndarinnar í návígi hefur þreytt vinsældalista Rásar tvö í efstu hæðir. Það heitir Live to tell og hver skyldi svo syngja það önnur en Madonna (Penn). Að- eins eitt enn: Þessi fjölskyldu- mynd er ekki fyrir alla fjölskyld- una. H.O. „Ekkert mál“ fær góðar viðtökur í Finnlandi Skáldsagan Ekkert mál eftir þá feðga Njörð P. Njarðvík og Frey Njarðarson kom í mars sl. í finnskri þýðingu Juha Peura hjá bókaútgáfunni Otava í Helsinki. Bókin hefur vakið mikla athygli og fengið lofsamlegar viðtökur. Hingað til lands hafa borist 12 ritdómar og eru þeir allir mjög jákvæðir. Hér fylgja fáein sýnis- horn: Harri Nordell skrifar í Turun Sanomat og segir þar m. a. að sag- an sé miskunnarlaus lýsing á lífi eiturlyfjaneytandans Freddys í heróín-hverfinu í Kaupmanna- höfn og -tilraun til lækninga á ís- landi. Ekki sé boðið upp á neina happy ending lausn og höfundar forðist rækilega þær hættur sem oftast fylgi lýsingum af þessu tagi, annars vegar predikanir og hins vegar væmni. „Bókin er sigur fyrir höfundana, einkum vegna þess að ekkert er dregið undan og vegna þess sjónarhorns sem valið er, sem ævinlega er innan marka eiturlyfjaheimsins, þar sem veru- leikinn er blóðug sprautan og sú vitneskja að dauðinn bíður þeirra sem ánetjast heróíni innan þriggja til fjögurra ára. í bókinni eru ekki miklar bollaleggingar um orsakir eiturlyfjaneyslu - enda ástundar eiturlyfjaneytand- inn ekki heldur slíkar bollaleg- gingar - heldur einkennir hana hröð og nakin lýsing allt til sögu- loka, þar sem ekkert bíður nema eintómar spurningar.“ Marja Ala-Ketola skrifar í Kai- eva og segir að við lestur bókar- innar hafi farið fyrir sér líkt og heróínistanum sem bókin lýsi: að þegar hún var einu sinni byrjuð, gat hún ekki hætt. En hún sé meira en vel skrifuð bók, hún sé raunsönn lýsing á lífi ungs manns og veki upp fleiri spurningar en svör, og það á mörgum sviðum. „Um helvíti heróínsins veit ég miklu meira en áður, eftir lestur bókarinnar. Ég finn að blæbrigð- in eru miklu margbrotnari og mun erfiðara að finna svör við þeim spurningum sem vakna, heldur en ég hafði nokkurn tíma gert mér í hugarlund. Hvernig á ég að mæla með þessari bók? Ef til vill með þessum orðum: í henni er að finna allt það sem þú hefur viljað vita um heróín en ekkert af predikunum allra þeirra vandlætara sem þú hefur aldrei nennt að hlusta á.“ Ritdómur Karri Kokke í Uusi Suomi ber yfirskriftina Þrælahald eiturlyfjanna. Sjokkbók frá ís- landi. Þar segir höfundur í upp- hafi að Ekkert mál sé bók sem framkalli fráhvarfseinkenni þeg- ar við lesturinn. Eins og flestar bækur af þessu tagi, sé Ekkert mál skrifuð til að vara við ógnvaldi eiturlyfjanna, en bókin búi yfir einkennilegu áhrifavaldi: „Hún veldur því að kaldur sviti sprettur fram á lesandanum og maginn í honum herpist saman, jafnvel þótt ekki sé gengið eins langt í óhugnaði og til dæmis í Naked Lunch eftir William Burr- oughs... Þegar bókinni lýkur er allt í óvissu um framtíð Freddys. Hann fer í meðferð, en það boðar ekkert gott að hann rýfur hana. Þegar heróín á í hlut, er ekkert öruggt. Þetta atriði undirstrikar raunsæið í bók þeirra feðga. Og í Ijósi lífsreynslu undirritaðs þá getur hann fullyrt að lýsingin á ógæfu Freddys er hvorki fegruð né ýkt.“ Aarne Palttala skrifar í Lapin Kansa og leggur áherslu á að Ekkert mál geri enga tilraun til predikana og útskýringa og reyni ekki heldur að þvinga ákveðnum lausnum upp á Iesendur eða leita orsaka. Samt gefi bókin tilefni til margháttaðra hugrenninga og umræðna og geti menn komist að ýmsum niðurstöðum. Þýðingar- mesti boðskapur bókarinnar sé ef til vill ekki persónuleg harmsaga Freddys, heldur sú veröld sem hann veiti lesandanum innsýn í. „Kannski er mesti kostur bókar- innar lýsingin á þeirri sjálfsblekk- ingu og þeim tálsýnum sem um- lykja Freddy og þjáningarbræður hans. Sú lýsing sýnir vel ógnar- vald eiturlyfjaheimsins. Tilraunir þeirra til að losna þaðan eru eins og berjast um í kviksyndi... Freddy er svo djúpt sokkinn, að hann á litla von um undankomu- leið. Enginn miskunnar sig yfir hann, og sjálfur sér hann enga aðra leið en að notfæra sér eymd þeirra sem eru enn verr á sig komnir en hann, meðan það er hægt. Ekkert mál sýnir vel að eiturlyfjasalan er einn miskunn- arlausasti þátturinn í mannlegri breytni í nútíma þjóðfélagi, þar sem velgengnin byggist á eymd hinna glötuðu. Ég get ekki dæmt um áhrif þessarar bókar, hver þau eru og hvert þau beinast. Það er ekki heldur nauðsynlegt að velta því mikið fyrir sér. Bókin réttlætir sig sjálf með viðleitni sinni til heiðarleika og skrum- lausum lýsingum sínurn." í mánaðarritinu Kotiláákári (Heimilislæknirinn) skrifar Sir- kka Keskinen m.a. að í bókinni sé dregin upp raunsönn mynd af heróínistanum og íesandinn sjái hann flögra um eins og flugu sem hefur verið stungin í gegn með nál. í Pohjalainen segir Pirjo Fra- nssila að Ekkert mál sé tæpi- tungulaus frásögn, sem geri efni sínu skil á hlutlægan og sannverðugan hátt án siðapredik- ana, og einmitt þess vegna verði boðskapur bókarinnar sérlega áhrifamikill. L.A. skrifar í Kodin Kuvalehti að Ekkert mál sé harkaleg bók, eins miskunnar- laus og sú átakanlega veröld sem hin heróínsjúka söguhetja lifi í ásamt stúlkunni sinni. „Áhrifa- máttur þessarar skáldsögur er fólginn í því að hún byggir á innri reynslu og er skrifuð innan frá. Rithöfundurinn, sem kómst að ógæfu sonar síns þegar hann var orðinn verulega illa staddur, hef- ur lagt fram ritfærni sína, og son- urinn reynslu sína. Þeir sneiða með öllu hjá væmni og siðapre- dikunum. Veruleikinn nægir og sögulok eru óviss. Einnig í því efni sannar frásögnin heiðarleik sinn.“ Skáldsaga Njarðar P. Njarðvík Dauðamenn (1982) sem kom út hjá sama forlagi á finnsku í fyrra og fékk mikið lof gagnrýnenda, verður á næsta ári gefin út á þýsku hjá Aufbau Verlag í Austur-Berlín og á sænsku hjá Wahlström & Widstrand í Stokk- hólmi, en það forlag hyggst einn- ig gefa út Ekkert mál. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.