Þjóðviljinn - 26.07.1986, Qupperneq 13
HEIMURINN
Indland
Fjöldamorð Síkha í Punjab
Öfgasinnaðir Síkhar drápu 14 manns íPunjab ígœr og er nú
búist við að átökfari þar vaxandi á ný eftir nokkurt hlé
Síkhar í baráttuhug. Nýjum lögreglustjóra í Punjab hafði tekist að lægja nokkuð öldurnar í fylkinu en eftir fjöldamorðin í
gær má búast við átökum á ný milli Hindúa og Síkha.
Chandigarh, Indlandi - Eftir eitt
mesta blóðbað ársins í Punjab
á Indlandi þar sem 14 manns
létust, óttast menn nú að átök
milii Hindúa og Síkha aukist að
mun.
Fjórir ungir Síkhar stöðvuðu
langferðabíl rétt fyrir dögun í gær
sem var á leið til Chandigarh,
höfuðborgar Punjab, og skutu 14
menn til bana og særðu átta
manns alvarlega. Meðal hinna
látnu var einn Síkhi en árásar-
mennirnir virðast hafa talið hann
vera Hindúa þar sem hann var
ekki með skegg eins og tíðkast
meðal Síkha. Lögreglan í
Chandigarh tilkynnti í gær að ótt-
ast væri um líf þriggja til við-
bótar. Nú hafa 57 manns látist í
Punjab í óeirðum og skotárásum í
þessum mánuði og 455 manns
hafa látist þar á þessu ári.
Fimm stærstu stjórn-
málaflokkarnir í Punjab
hafa tilkynnt mótmælaverkfall í
Svíþjóð
Ríkisfyrir-
tæki
hættir
viðskiptum
við S-Afríku
Stokkhólmi - Sænska stálfram-
leiðsiufyrirtækið Svenskt Stál
AB sem er í ríkiseign, tilkynnti í
dag að það hefði ákveðið að
stöðva öll kaup á mangan frá
S-Afríku.
Talsmaður fyrirtækisins til-
kynnti í gær að framvegis myndi
fyrirtækið kaupa sitt mangan frá
Brasilíu. Fram til þessa hefur
Svenskt Stál flutt 7-10.000 tonn
inn frá S-Afríku. Talsmaðurinn
sagði að ákvörðunin hefði verið
tekin „vegna almennrar andúðar
varðandi verslun við S-Afríku.“
Sænska stjórnin er ekki tilbúin
ein og sér til þess að hætta öllum
viðskiptum við S-Afríku líkt og
norska ríkisstjórnin íhugar nú.
Ingvar Carlsson hefur lýst því yfir
að Sameinuðu Þjóðirnar eigi að
beita sér fyrir viðskiptabanni á S-
Afríku.
dag vegna atburðanna í gær. Par
á meðal er flokkur Síkha sem nú
heldur um stjórnvölinn í Punjab,
Akali Dal. Ríkisstjórn Indlands
og fylkisstjórn Síkha í Punjab
hvöttu í gær bæði Síkha og Hind-
úa til að gæta hófs og forðast
ofbeldisaðgerðir. Fulltrúar fylk-
isstjórnarinnar í Punjab sögðu í
gær að morðin væru „óhæfuverk
gegn mannkyninu" og báðu íbúa
að forðast „blóðug bræðravíg",
eins og það var nefnt.
Öfgasinnaðir Síkhar sem berj-
La Paz - í dag fer fram þjóðar-
atkvæðagreiðsla í Bólivíu á
vegum verkalýðssamtaka um
greiðslu þjóðarskulda við er-
lenda einkabanka og hafa her
og lögregla verið sett í við-
bragðsstöðu.
Erlendar skuldir Bólivíu eru
nú um 3,5 milljarðar dollara.
Verkalýðssamtökin vilja með
þjóðaratkvæðagreiðslunni fá
fram vilja almennings um þetta
mál en ríkisstjórnin hefur for-
ast fyrir sjálfstæði Punjab sem
þeir nefna „Khalistan" (Land
hinna hreinu), hafa áður gert
svipaðar árásir á langferðabíla en
árásin í gær var hin blóðugasta til
þessa. Fyrri morð á þessu ári hafa
leitt til átaka milli Hindúa og Sík-
ha og hafa þúsundir Hindúa flúið
Punjab að undanförnu. Útgöng-
ubann var þegar sett á í bænum
Mukhtsar þar sem Hindúar eru í
meirihluta. Langferðabíllinn
lagði af stað þaðan fyrir dögun í
gær.
dæmt fyrirhugaða atkvæða-
greiðslu og sagt hana vera farsa.
Árið 1984 lýsti ríkisstjórn Bólivíu
því yfir að skuldir landsins við er-
lenda einkabanka yrðu ekki
greiddar að svo stöddu. Þær
skuldir eru nú um það bil 1/5 af
heildarskuldunum. Sú ríkisstjórn
mið- og hægrimanna sem tók við
völdum í ágúst síðastliðinn hefur
undanfarið verið að semja við
þessa einkabanka um endur-
greiðslur.
Fjöldamorðin voru mikið áfall
fyrir hinn nýja lögregluforingja í
Punjab, Julio Ribeiro. Hann var
settur lögreglustjóri í Punjab eftir
að öfgasinnaðir Síkhar drápu 14
Hindúa í mars síðastliðnum í
borginni Ludhiana. Ribeiro virt-
ist hafa náð nokkrum árangri á
síðustu vikum við að kveða niður
ofbeldi í Punjab. 70.000 manna
lögreglulið hans hafði handtekið
fjölda leiðtoga öfgasinnaðra Sík-
ha og hafði lítið verið um morð og
átök, þar til í gær.
í maí síðastliðnum samdi Bóli-
vía við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
um 108,5 milljóna dollara lán
eftir að hafa lögleitt söluskatt í
landinu í fyrsta skipti í sögu þess.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti
söluskattinn sem skilyrði fyrir
veitingu lánsins. Verkalýðssam-
tökin í Bólivíu hafa boðið er-
lendum eftirlitsaðilum til lands-
ins til að fylgjast með þjóðarat-
kvæðinu, stjórnin segist hins veg-
ar munu virða það að vettugi.
og
þetta
líka...
Jerúsalem - Varaforseti Banda-
ríkjanna, George Bush, hefur
boðist til að hitta leiðtoga Palest-
ínumanna á herteknum svæðum
ísraelsmanna þegar hann kemur
til ísraels í næstu viku. Líklegt er
þó talið að leiðtogarnir mæti ekki
til fundar við hann.
Beirut - Mótmælendur brutu sér
leið inn í sendiráð Marokkó-
manna í Vestur-Beirut í gær og
ollu miklum skemmdum á húsn-
æðinu. Fólkið var að mótmæla
fundi Hassans Marokkókonungs
og Peresar forsætisráðherra Is-
raels um ástandið í Mið-
Austurlöndum.
Madrid - Forsætisráðherra
Spánar, Felipe Gonzalez, til-
kynnti nýja ríkisstjórn sína í gær,
við upphaf nýs fjögurra ára
stjórnartímabils síns. Hann skipti
um fimm menn í ráðherraemb-
ættum í stjórn sinni.
Washington - Reagan Bandaríkj-
aforseti er aö sögn háttsettra
bandarískra embættismanna að
hugsa um að beita S-Afríkustjórn
takmörkuðum refsiaðgerðum.
Gaborone - Breski utanríkis-
ráðherrann, Geoffrey Howe sem
nú er á ferð um nokkur Afríkuríki,
lýsti í gær í fyrsta sinn svartsýni á
að samkomulagsumleitanir hans
í S-Afríku skili árangri. Hann
sagði að líklega þyrfti einhvern
annan til að koma þar á friði.
Lundúnum - Heimsmeistarinn í
skák, Garrí Kasparof og áskor-
andi hans héldu í gær blaða-
mannafundi hvor í sínu lagi en
einvígi þeirra um heimsmeistar-
atitilinn í skák hefst í Lundúnum á
mánudaginn. Þeir hafa báðir
samþykkt að gefa verðlaunaféð í
sovéskan sjóð til hjálpar þeim
sem eiga um sárt að binda eftir
kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl, 26.
apríl síðastliðinn.
París - Fulltrúar Frakka og V-
Þjóðverja ákváðu í gær að halda
áfram viðræðum um sameigin-
lega smíði herþyrlu.
Bólivía
Þjóðaratkvæði um er-
lendar skuldir
Andófsleiðtogi
Seoul - Leiðtogi stjórnarand-
stæðinga í S-Kóreu, Kim Dae-
Jung, var settur i stotutangelsi
í gær í þriðja sinn á einni viku,
hann hefur sagt að heit forseta
landsins, Chun Doo Hwan, um
að stefna að lýðræði, væri
fyrirsláttur einn.
Mörg hundruð lögreglumenn
umkringdu heimili Kim í gær til
að hindra hann í að komast til
fundar með flokksbræðrum sín-
um í Nýja kóreanska lýðræðis-
flokknum (NKDP) en þeir ætl-
uðu að ræða um fyrirhugaðar
stj órnarskrárbreytingar. Kim gaf
frá sér yfirlýsingu eftir að hann
var lokaður inni á heimili sínu.
Þar sagði ma.: „Ég held að þjóðin
og umheimurinn allur geri sér
grein fyrir því hvað loforð
stjórnvalda um viðræður og mál-
amiðlun er mikill uppspuni.“
Kim vísaði þarna til athugasemda
Chun forseta á þriðjudaginn um
að hann ætlaði sér að hvetja til
þess að viðræður yrðu haldnar
sem fyrst milli stjórnar og stjórn-
arandstöðu um nýja stjórnarskrá
til að tryggja raunverulegt lýð-
ræði í landinu.
Chun bannaði fyrr á þessu ári
S-Kórea
í stofufangelsi
ERLENDAR
FRÉTTIR
INGÓLFUR
HJÖRLEIFSSON R E (J j E R
stjórnarandstæðingum að gang-
ast fyrir áróðursherferð fyrir
endurskoðun stjórnarskránar.
Nýlega hvatti hann hins vegar
alla flokka til að koma sér saman
um uppkast að nýrri stjórnarskrá
sem lögð yrði undir þjóðarat-
kvæði áður en hann segði af sér
sem forseti. Það segist Chun ætla
að gera 1988.
Leiðtogar NKDP hafa hins
vegar sakað ríkisstjórnina um að
hafa aukið ofsóknir gegn andófs-
mönnum og hefur krafist afsagn-
ar ríkisstjórnarinnar.
Kim Dae Jung, lengst til vinstri ásamt öðrum stjómarandstöðuleiðtogum.
Treystið ekki forsetanum, eru skilaboð þeirra.
Laugardagur 26. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13