Þjóðviljinn - 26.07.1986, Side 15
AFMÆU
Sjötugur á sunnudag
Sigurður Hafstað
Nú mun vera liðinn eitthvað
aldarfjórðungur síðan viðkynn-
ing mín hófst við þau Ragnheiði
og Sigurð Hafstað. Sigurður var
þá nýkominn að sendisveit ís-
lands í Osló, og Jón vinur minn
og svarabróðir Eiríksson, sem þá
hafði numið þar staðar skamma
hríð á leið sinni í annað ljós, eggj-
aði mig á að binda við hann vin-
áttu; kvað mér myndi þykja
meira varið í lífið eftir en áður.
Því er ekki að neita að ég var
hálftortrygginn í fyrstunni.
Hvorttveggja er að ég er mið-
aldamaður í þeli niðri og því van-
ur að skýr takmörk eigi að vera
milli veraldlegs embættisvalds og
klerklegs valdleysis, enda hafði
ég allt síðan hernámið dundi yfir
og öll þau ósköp sem af því leiddi,
tamið mér tómlæti í samvistum
við umboðsmenn utanríkismála-
stjórnarinnar; þóttu og ráðherr-
arnir lengstaf gallagripir, en fornt
mál að eftir höfðinu dansi limirn-
ir. Pað sagði Jón mér til marks
um mannkosti Sigurðar að hann
væri aldavinur Steins Steinars, en
Steinn var í þá tíð mestur ógnar-
bfldur lögboðinnar meðalhegð-
unar á íslandi, svo að jafnvel
Kiljan komst ekki með tærnar
þar sem hann hafði hælana, enda
sá íslendinga sem um mína daga
hefur komist næst því að vera tek-
inn í guðatölu. Svo vænt þótti
Steini um Sigurð að þegar hann
hafði um síðir tyllt einhverjum
fótum undir fjárhag sinn og kom-
ið sér upp bankareikningi, gaf
hann út sinn fyrsta tékka á nafn
Sigurðar. Væri þeim í bönkunum
gefin andleg spekt til jafns við
gengisfellingarvitið, héngi þessi
tékki nú í fordyri Landsbankans í
fagurri umgerð.
Og er nú ekki að orðlengja það
að hér fór fyrir mér sem einatt
verður, að kreddurnar tvístrast í
viðkynningu einstaklinganna. Ég
kannast heldur ekki við fólk öllu
fjarkomnara þeirri menningar-
deyfð og hugarslyðru sem for-
sprakkar þjóðfélagsins hafa verið
að innræta okkur síðasta
mannsaldurinn, en Sigurð Haf-
stað og þau Ragnheiði bæði og
börn þeirra. Ekki efast ég um að
Sigurður kunni öðrum mönnum
betur allar þær íþróttagreinar
sem diplómatíinu heyra; um það
munu vonandi aðrir fjalla. Sjálf-
um er mér minnisstæðast hvflík
hjálparhella hann hefur reynst ís-
lenskum stúdentum í þeim borg-
um þar sem hann hefur gegnt
embætti; líklega hefðu sumir orð-
ið að liggja úti vetrarlangt ef Sig-
urður hefði ekki vitað af húsa-
skjóli einhvers staðar, og er lygi
líkast hversu útsjónarsamur hann
hefur margsinnis reynst. Stund-
um er ég hræddur um að Sigurður
hafi orðið að taka á honum stóra
sínum í viðskiptum við suma yfir-
boðara sína, og þá komið sér vel
að hafa fengið þeirrar listar sem
sumir kalla ironíu en Konráð
lætur duga að nefna háð og skop,
og kunna að brosa í huga inni, að
baki hæversklegum orðum.
Allt fyrir það leggst einhvern
veginn í mig að Sigurður kunni
þar best við sig sem eru skáld og
spekingar og aðrir andagiftar-
menn. Mér er til efs að ég hafi á
öðru heimili hitt fyrir mér fleiri
fróðleiksmenn og snillinga en hjá
þeim Ragnheiði og Sigurði, og
voru ekki allir löggiltir af há-
skólum eða á fjárlögum. Mér er
heldur ekki grunlaust að vinfengi
Sigurðar við utanþjóðfélags-
menn í bragarstétt hafi stuðlað að
því að honum hefur aldrei verið
falin forstaða sendisveitar, sem
honum þó bar bæði vegna emb-
ættisaldurs og kunnáttu og lang-
vinnrar lífsreynslu.
í þessum skrifuðum orðum
rifjast upp fyrir mér einkum og
sér í lagi það fulltingi margvíslegt
og ténaður sem Sigurður hefur
veitt mér í andlegum efnum þann
aldarfjórðung sem við höfum
þekkst. Ég minnist þess t.a.m. að
ég lá andvaka og bylti mér sitt á
hvað heila nótt og reyndi að
koma fyrir mig hendingum úr
Jesú rímum Krists og sveina hans
eftir Tryggva Magnússon, and-
legu kvæði sem mér hefur einlægt
þótt vænt um. Að dagmálum
kvaddi ég dyra á skrifstofu Sig-
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum
í díesel vararafstöð 240 kW.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
26. ágúst nk. kl. 11 fyrir hádegi.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800
Útboð
Sementsverksmiðja ríkisins óskar eftir tilboðum í
að brjóta niður og flytja í burtu rúml. 60 m af
færibandshúsi verksmiðjunnar. Húsið er úr járn-
bentri steinsteypu og stendur á bryggju við verk-
smiðjuna á Akranesi.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. des. 1986.
Útboðsgögn verða afhent hjá Almennu verk-
fræðistofunni h.f., Fellsmúla 26 í Reykjavík.
Tilboðum skal skila til Sementsverksmiðju ríkis-
ins á Akranesi eigi síðar en kl. 11.30 þriðjudaginn
19. ágúst n.k.
Sementsverksmiðja ríkisins.
urðar, hófst orða fyrirvaralaust
og mælti af munni fram:
Blessað vesin hátt til hnés,
himna deshúss gróður.
En hér fór allt eins og þegar Kilj-
an og Þórbergur voru að kveðast
á í mýrinni: Sigurður svarar um
leið og ég læt aftur á eftir mér:
Líknartrésins frítt með fés,
frelsarinn Jesús góður.
Líklega eru fá sendiráð í heimin-
um þess umkomin að veita betri
þjónustu.
Þó held ég að Sigurði láti betur
veraldlegur kveðskapur en guð-
rækilegur. Það var hér á árunum
að lögregluþjónn í Reykjavík,
hagmæltur maður, orti drápu um
Noregskonung, og þótti einsætt
að hann flytti konungi drápuna
að fornum sið. En þetta var tíma-
skekkjumaður eins og ég, og sá af
lagður að íslensk skáld steðjuðu
inn í borðstofu hjá konungum,
nýkomnir af skipsfjöl og vísast
ekki búnir að strjúka framan úr
sér sjóveikina, og ryddu úr sér
tíræðum drápum með reknum
kenningum og heitum svo forn-
um að ekki hafa skilist síðan á
steinöld, meðan Ólafur Haralds-
son tíndi í sig steikina. En Sigurð-
ur kunni ráð við því, og kom þar
saman skáldskaparvit hans, dipl-
ómatísk lipurð og íþróttagrein sú
íronía sem Konráð gefst upp við
að gefa íslenskt nafn. Kvæðið var
sent konungi samkvæmt réttum
hirðsiðum, og fenginn til þjóð-
kunnur prófessor í fornskálda-
máli að snara því á tungu innan-
landsmanna sem næst frumkvæð-
inu bæði að orðafari og bragar-
hætti. Þótti þýðingin takast svo
vel að þýðandinn var skrýddur
heiðursmerki í þakklætis skyni.
Einhvern veginn gleymdist þó
skáldið, og fór orðulaus fram af
heiminum, hvað sem síðan tók
við; en það var ekki Sigurði að
kenna.
Upp úr þessu hófst sú grein
skáldskapar sem nefnd hefur ver-
ið grindarsnúningsvísur af kunn-
áttumönnum, og er Sigurður
frumkvöðull hennar. Mér hefur
verið sagt að þeir hafi stundum
kveðist á grindarsnúningsvísum
Sigurður og kollegar hans í utan-
ríkisráðuneytinu og sent á dul-
máli stofnunar sinnar; ég sel það
ekki dýrara en ég keypti það.
Mér er heldur en ekki dillað í
þeli niðri þegar ég hugsa til þeirra
gaura í CIA eða KGB, eða hvað
þau heita þessi skammstöfuðu
snuðrarafélög, þar sem þeir strit-
ast við að lesa úr þessum skeyt-
um. Svo br við að kona teygði Jón
heitinn Eiríksson á flærðir, og
varð Jóni alltíðrætt um sem von
var til, en þó náði hann sér aftur
um síðir. Þá kvað Sigurður:
Snúnings þindarlausum leik
lauk í synd og trega.
Hœla tinda bikkjan bleik
brá mér skyndilega.
Bændur athugið
Frestur til aö skipta réttindastigum áunnum til
ársloka 1983 meö maka eöa sambýlismanni,
sbr. lög nr. 50/1984, rennur út 1. ágúst 1986 og
verður ekki framlengdur frekar.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu sjóösins og
formönnum búnaðarfélaganna um land allt.
Lífeyrissjóður bænda,
Bændahöllinni v/Hagatorg,
sími 91-18882.
Grunnskóli
Siglufjarðar
Enn vantar okkur kennara í eftirtaldar greinar:
Stærðfræöi og eðlisfræði 7.-9. bekk.
Samfélagsgreinar 7.-9. bekk.
íþróttir drengja.
Almenn kennsla í yngri bekkjum.
í skólanum eru um 300 nemendur og yfir 20
kennarar.
í boöi er húsnæðisstyrkur.
Frekari upplýsingar gefa formaður skólanefndar í
síma 96-71616 (96-71614) og skólastjóri í síma
96-71686.
Skólanefnd
Vísast að hæla tinda bikkja
hafi reynst þeim skammstöfuðu
fullstrembin kenning; hvað þá
himnadeshússgróðurinn góði.
Sigurður Hafstað er víðförull
maður, hefur séð borgir og þekk-
ir skaplyndi margra manna, eins '
og Sveinbjörn Egilsson segir um
Odysseif: polýtropos anér. f at-
vinnustétt Sigurðar veitist mörg-
um erfitt að varðveita menning-
arlegt sjálfstæði sitt og uppruna,
og verða að síðustu svo sem ekki
neitt í neinu, hugurinn eins og rek
hvað úr sinni áttinni. Þau Ragn-
heiður og Sigurður hafa efalaust
vitað af þessari hættu þegar þau
fóru á stað í fyrsta skipti. En þeim
hefur auðnast að geyma bæði inn-
borinnar menntunar og arfgeng-
inna siða, og ávaxta svo með
nýrri lífsreysnlu í ókunnum stöð-
um sjálfum sér og börnum sínum
til þroska og náungum sínum til
nytsemdar og ánægju. Dætur
þeirra og synir hafa vanist gersku
máli, frakknesku, norsku og
ensku, svo nokkuð sé talið, í
þeim borgum þar sem þau ólust
upp, og hafa með tilhjálp þeirrar
kunnustu unnið gagnsamleg störf
heima á ættlandi sínu. Aldrei
man ég þó til þess að ég hafi orðið
þess var í málfari þeirra að þau
hafi nokkru sinni farið út fyrir
Lýtingsstaðahrepp; það væri þá
helst að íslenskt tungutak hafi
eflst og liðkast í glímunni við fjöl-
tyngið að orðum og hugtökum.
Og er eitt með öðru til marks um
þá menningarlegu samvisku og
hugsjón sem uppeldi þeirra var
grundvallað á.
Þau Sigurður og Ragnheiður
eru nú flutt búferlum til íslands,
jafnung í hugum og þegar við
kynntumst fyrir fjórðungi aldar.
En hér í Osló þar sem þau hafa átt
heima síðustu árin, er þvflíkast
sem stykki hafi verið skorið úr
tilverunni og verði ekki aftur bætt
í skarðið. Þau hafa fundið húsi
sínu stað þar sem víðsýnast er á
Seltjarnarnesi og áveðrasamast,
og þangað sendi ég nú Sigurði
kveðjur mínar og heillaóskir á af-
mælisdaginn; og eru þó ómur
einn af því sem mér býr í huga.
Og mætti ég bera fram við hann
enn eina bæn öllu fyrra kvabbi til
viðbótar, þá væri hún sú að hann
setti nú saman minningar sínar
um víðförla ævi og kynni sín af
skapferli manna, og héldi svo
hátíðlega heimkomuna.
Friðrik Þórðarson
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15