Þjóðviljinn - 15.08.1986, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 15.08.1986, Qupperneq 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA GLÆTAN HVALIR ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Loðnuveiðarnar Dræm veiði 14 skip komin á miðin. SR á Siglu firði hefur opnað fyrir loðnumóttöku Hafskip Eimskips Skaftá keypt Enginn bátur tilkynnti loðnu- nefnd um afla í gær, en Súlan EA og Fífill tilkynntu daginn áður um 750 og 300 lesta afla sem þau væru með á leið til lands. Nú eru 14 skip komin á loðnumiðin við Jan Mayen. Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði hefur opnað fyrir loðnumóttöku og hafa þá 3 verk- smiðjur opnað. Þá mun Alli ríki á Eskifirði fara að taka við í sinni verksmiðju innan skamms, a.m.k. af sínu skipi. Talið er að fleiri verksmiðjur opni fljótlega og þá um leið fjölgar á loðnumið- unum en um 50 skip hafa leyfi til loðnuveiða. -S.dór Mun heita Múlafoss Eimskip hefur keypt m/s Skaftá af Útvegsbankanum fyrir um 21 miljón króna, á svipuðu verði og bankinn greiddi fyrir skipið á uppboði í Hollandi í lok júlí. Eimskip tekur við skipinu þar- sem það liggur í Antwerpen, en það var kyrrsett þar þegar Haf- skip fór að sökkva í desember, og verður skipið látið sigla þegar að lokinni standsetningu. Skaftáin fær hjá nýjum eigend- um nafnið Múlafoss og verður skipstjóri þess Guðmundur Kr. Kristjánsson. -m Þeim Steingrími Hermannssyni og Halldóri Ásgrímssyni líkaði kosturinn vel einsog sjá má á þessari mynd. Við birtum uppskriftina að réttinum í Sunnu- dagsblaðinu. Mynd E.ÓI. r r » . , Hvalaveisla Heiramannsmatur Þjóðviljinn býður forsœtis- og sjávarútvegsráðherrum í hval. Steingrímur: gottað leggja kjötið írauðvín. Halldór: velta ber kjötinu uppúr raspi r Igær þáðu þeir Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra matarboð Þjóðviljans á veitingahúsinu Óðinsvéum og var matseðillinn svolítið sérstakur. I tilefni af hvalafári síðustu vikna fannst okkur vel við hæfi að þessir menn sem hvað mest hafa staðið í eld- línunni sýndu nú landsmönnum gott fordæmi við neyslu hval- kjöts. Rétturinn sem boðið var upp á var grilluð langreyður með sér- staklega lagaðri sósu og kart- öflum. Ráðherrarnir létu hið besta af matnum og mæltu ein- dregið með því að fleiri færu að dæmi þeirra. „Það vantar fisk til Bandaríkj- anna“ sagði Halldór, „og það er ágætt ef íslendingar éta hvalinn og senda Bandaríkjamönnum fiskinn!“ Báðir kváðust þeir hafa borðað hval áður og lumuðu báðir á ýms- um skemmtilegum ráðum til þess að matreiðslan tækist sem best. Að sögn Steingríms er ntjög gott að leggja kjötið í mjólk eða rauðvín yfir nótt. Halldór tók undir það og bætti því við að börnum sínum þætti óskaplega gott að velta kjötinu upp úr raspi áður en það fer í þunnum sneiðum á pönnuna. Við segjum nánar frá þessum hádegisverði með ráðherrunum í næsta Sunnu- dagsblaði. I opnu blaðsins í dag er hins- vegar gefið greinargott yfirlit um hvalamálið síðustu vikur og mán- uði. -vd Sérkennsla Beðið eftir ráðheira Ráðuneyti menntamála í fríi Það er algengt að ekki sé hægt að fullnægja lögum vegna þess að fjárveitingar fáist ekki, cn þetta mál er enn á tillögustigi þar sem enn á eftir að semja fjárlaga- frumvarpið. Ráðherra á eftir að fjalla um þetta þegar hann kemur úr fríi á laugardag, sagði Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins, þegar hann var spurður að því hvort von væri til þess að fræðslu- stjórar fengju leiðréttingu sinna mála vegna niðurskurðar á áætl- unum þeirra um sérkennslu fyrir grunnskólabörn. Að öðru leyti gat Knútur ekki tjáð sig um málið, en hann er í fríi frá störfum, einsog reyndar fleiri í ráðuneytinu, þar á meðal Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri skóla- máladeildar, Örlygur Geirsson skrifstofustjóri áætlana- og fjármáladeildar, Reynir Krist- jánsson aðstoðarmaður ráð- herra, Magnús Magnússon sér- kennslufulltrúi ráðuneytisins og ráðherra sjálfur, Sverrir Her- mannsson. -vd. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Embættismönnum falin athugun Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda var tillagan um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd afgreidd þannig að embættismönnum var falið að kanna stofnun embœttismannanefndar. Nefnd þingmanna vinstriflokka Norður- landa mun í lok mánaðarins funda um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd í gær lauk fundi utanríkisráð- herra Norðurlanda í Kaup- mannahöfn og var eitt helsta um- ræðuefni fundarins tillaga um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Tillaga Dana um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd var ekki afgreidd en það var samþykkt að fela forstöðumönnum stjórnmáladeilda utanríkisráðu- neyta Norðurlanda að kanna stofnun embættismannanefndar sem gert væri að skila áliti fyrir næsta fund utanríkisráðherranna sem haldinn verður í mars á næsta ári. Utanríkisráðherra íslands, Matthías Á. Mathiesen, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær- kvöldi að hann hefði ekki séð sér fært að styðja tillögu Dana í þeirri mynd sem hún var lögð fram, þar eð hann taldi hana ekki samræm- ast samþykkt Alþingis frá því í fyrra um kjarnorkuvopnalaust svæði í Norður-Evrópu. Utan- ríkisráðherrar Svíþjóðar og Finn- lands höfðu áður samþykkt til- lögu Dana en utanríkisráðherra Norðmanna óskaði eftir því að leggja tillöguna fyrir norska þing- ið. Það virðast því blása jákvæðari vindar frá Noregi eftir stjórnar- skiptin, en á síðasta fundi utan- ríkisráðherranna féll það í hlut ráðherra hægri stjórnarinnar þar að andmæla áformum um kjarn- orkuvopnalaust svæði. Nefnd þingmanna frá öllum Norðurlöndum, kennd við Ank- er Jörgensen forustumann danskra krata, kemur saman í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn 26. ágúst, og ræðir framhald á starfi um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Nefndin er skipuð fimm þingmönnum frá hverju þjóð- þinganna, úr öllurn flokkum nema hægri flokkunum. íslend- ingar í nefndinni eru Guðrún Agnarsdóttir, Ingvar Gíslason, Jón Baldvin Hannibalson, Stefán Benediktsson og Svavar Gests- son. -K.ÓI./m Dómskerfið Bogi yfir rannsóknar- löggu Að tillögu dómsmálaráðherra skipaði forseti í gær Boga Nilsson, bæjarfógeta á Eskifirði, nýjan rannsóknarlögreglustjóra í stað Hallvarðs Einvarðssonar sem orðinn cr saksóknari. Bogi tekur við störfum 1. október. Aðrir sem um sóttu voru Arn- grímur ísberg fulltrúi lögreglu- stjóra, Ásgeir Friðjónsson saka- dómari í ávana- og fíkniefnamál- um og Þórir Oddsson vararann- sóknarlögreglustjóri og settur rannsóknarlögreglustjóri frá því Hallvarður fór í vor. Bogi ísak er 45 ára, fæddur á Siglufirði, sonur Nils ísakssonar og Steinunnar Stefánsdóttur. Hann var fulltrúi sýslumanns og bæjarfógeta á Akureyri 1968-75, síðan bæjarfógeti á Eskifirði og sýslumaður Sunnmýlinga. _m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.