Þjóðviljinn - 15.08.1986, Side 6
GLÆTAN
Peninga-
lyktin
yfirgnœfandi
„Reykjavík er eins og barn.
Paö er fallegast þegar það sefur.
Á daginn sérðu svo marga bíla.
En kl.6 á morgnana sérðu hve
borgin er falleg," sagði Össur
Hafþórsson, 17 ára nemi í skó-
smíðum og bassaleikari í hljóm-
sveitinni Röddin.
„Ég bý út á Nesi en er þar bara
yfir nóttina. Ég kann best við
gamla miðbæinn og er þar alltaf.
Mér finnst lífið í Lækjargötu
mjög lifandi. En það vantar
meira af óvæntum skemmtunum.
Fólk með kassagítar o.fl.“
Aðspurður um hvort nóg væri
gert fyrir unglinga í Reykjavík
sagði Össur að flestir haldi að
ungiingar þurfi að hafa það svo
flott. „En útiitið er ekki allt. Ég
fór inn á unglingaskemmtistað-
inn Topp 10 á föstudagskvöldið
og þar var peningalykt af öllu.
Það kostar 400 kr. inn og það er
allt keyrt áfram. Eigendurnir eru
bara bissnismenn og hugsa um
það eitt að troða sem flestum inn
til að græða. Krakkarnir koma
þarna inn og fatta ekki neitt, því
þau eru í því. Gróðasjónarmiðið
má ekki vera yfirgnæfandi.
Krakkarnir eiga að fá að vera
þátttakendur. Ég var t.d. í skóla
út á Nesi og var í nemendaráði
ásamt 9 öðrum. Við réðum alveg
sjálf hvað við vildum gera, hvaða
skemmtiatriði yrðu o.s.frv.
Kennarinn var bara með lykla-
völdin. Svona einhvernveginn á
þetta að vera. Mér líst vel á fé-
lagsmiðstöðvarnar í Reykjavík,
því krakkarnir ráða sjálfir mjög
miklu.“
Verðurðu mikið var við dóp-
ista í Reykjavík?
„Ég þekki sjálfur ekki mikið af
svoleiðis liði. Ér á móti þessu. En
það er enginn vandi fyrir fólk að
nálgast þetta. Mér finnst nokkuð
mikið af krökkum sem finnst töff
að vera á götunni, þurfa að redda
sér sjálf. Segja: „Mamma og
pabbi eru að skilja og ég er á
götunni. Þau drekka mikið“ o.fl.
En mér finnst mikið vera gert
Össur Hafþórsson, 17 ára bassaleikari í Röddinni og nemi í skósmíðum: Reykjavík er fín borg en ekki
endilega besti staðurinn á landinu. Maður verður bara að leggja sig fram um að kynnast staönum sem maður
er á.
fyrir svona krakka. T.d. hafa Úti-
deildin og Neyðarathvarfið gert
góða hluti.
Davíð Oddsson
Hvað á ég að spyrja þig um að
lokum?
„Spurðu mig um hvernig mér
finnist Davíð Oddsson. Hann er
örugglega góður karl. En ég hef
það á tilfinningunni að hann
klappi unglingum á kollinn þegar
hann hittir þá en þegar á reynir
eru unglingar ekki ofarlega á'
blaði hjá honum. Ég hitti hann á
einni unglingahátíð og er viss um
að hann var þarna meðal ungling-
anna einungis til að talað væri um
það að borgarstjórinn umgengist
nú unglingana," sagði Össur
bassaleikari, um leið og hann hélt
á brott tii að tryggja að Reykvík-
ingar væru fínir til fótanna. SA.
Kaffihúsin
og götulífið frábært
„Mér fannst það alveg hræði-
leg sorg þegar gamli Iðnskólinn
brann og þegar Fjalakötturinn
var rifinn, því þetta voru svo fall-
eg hús og ég er mjög hrifin af
gamla miðbænum. Að vísu finnst
mér hús eins og Moggahöllin
skemma mikið svipinn á bænum
og vil alls ekki fá fleiri svoleiðis
háhýsi. Mér finnst mjög gaman
\að vera niðri í miðbæ. Utimark-
þðurinn er svo skemmtilegur og
svo er gaman að fara á kaffihúsin.
Ég fer mikið á Hressó og Hornið
og ég held að ungt fólk í dag geri
mjög mikið af því að fara á kaffi-
hús. Það er mjög gaman hvað
kaffihúsum og veitingastöðum
hefur fjölgað á allra síðustu
árum,“ sagði Selma Bjarnadóttir
21 árs, nemi í Fjölbraut í
Selma Bjarnadóttir: Fólk hefur ekki
tíma til að tala saman hérna.
Breiðholti og vinnur hjá Skóg-
ræktinni í sumar.
„Ég er mjög hrifin af Reykja-
vík og mér finnst alltaf nóg að
gera hérna. Þegar ég á frí sest ég
t.d. í brekkuna hjá taflinu og
horfi á fólkið. Svo fer ég t.d. nið-
ur að sjó og horfi á sólsetrið.
Gallinn við Island er hve fólkið
þarf að vinna mikið. Það hefur
ekki tíma til að tala saman. Það
ætti að stytta vinnuvikuna svo
fólk lærði að ræða málin í ró og
næði og vera innan um aðra.“
Ætti maður
að búa hér?
Heldur þú að það sé gert nóg
fyrir unglinga?
„Ég veit það ekki. En ég hef
verið að velta því fyrir mér að það
er dálítið leiðinlegt að ef mikið er
gert fyrir unglinga er það bara
fyrsta kynslóðin sem kann að
meta það. Hinir sem koma á eftir
telja þetta bara sjálfsagt eða taka
ekki eftir því. Vilja bara meira.
Þegar ég var yngri var ég mjög
heimakær og fór aldrei á ungling-
astaði. Á sumrin var ég svo í
sveit. En mér finnst þessar félags-
miðstöðvar bráðnauðsynlegar og
mjög sniðugar.“
Hvað finnst þér um húsnæð-
ismál ungs fólks?
„Það er algjör geggjun í sam-
bandi við húsnæðismál. Ef ungt
fólk ætlar að koma yfir sig þaki,
hvort heldur það er leigu- eða
kaupíbúð, þá er það svo mikið
basl að maður veltir því fyrir sér
hvort maður eigi yfirleitt að vera
að búa hér á landi. Þetta er í raun
orðið svo asnalegt að það er bara
ekki annað hægt en að hlæja að
þessu.“ SA.
Vinsældalistar Þjóðviljans
Fellahellir
Grammið
1. (-) Some candy talking -
The Jesus and Mary Chain.
2. (1) Blús fyrir Rikka - Bubbi Morthens.
3. (3) The Queen is dead - The Smiths.
4. (-) London O-Hull 4 - House Martins.
5. (-) Stutter - James.
6. (7) Contenders - Easterhouse.
7. (-) Love kills - Joe Strummer.
8. (-) No guru, no method, no teacher -
Van Morrison.
9. (-) Go to Bolivia - Daintes.
10. (-) Sweet bird of truth - The The.
Rás 2
1. ( 2) Hesturinn - Skriðjöklar
2. ( 3) Götustelpan-Pálmi Gunnarsson, Gunnar
Óskarsson
3. ( 7) Glory of love — Peter Cetera
4. ( 4) Papa don’t preach - Madonna
5. ( 1) Útihátíð - Greifarnir
6. (13) What’s the color of money - Hollywood
Beyond
7. (12) Með vaxandi þrá - Erna og Geirmundur
8. ( 8) 15 ára á föstu - Bjartmar og Pétur
9. (18) Lady in red - Chris De Burgh
10. ( 9) Hunting high and low - A-ha
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. ágúst 1986