Þjóðviljinn - 15.08.1986, Side 9

Þjóðviljinn - 15.08.1986, Side 9
M 1 -*r WM. W «IilÍÍÍM mmm mmá ■MyýX-yy. vXrXrf* lÍfáÍl á eftir áttu svo þeir Hörður Bjarnason sendiráðunautur og Guðmundur Eiríksson þjóðrétt- arfræðingur nokkra fundi um málið með dr. Calio í viðskiptar- áðuneytinu bandaríska og starfs- mönnum hans. Greinilega voru svör íslensku sendimannanna ekki nægilega greinargóð, - að minnsta kosti vildi sá góði dokt- or, Calio, fá Halldór aftur utan. Og Halldór beislaði fákinn einn ganginn enn og mætti til fundar við Calio þann 16. júlí. Þar var Bandaríkjamönnum gerð frekari grein fyrir áformaðri ráðstöfun hvalafurða sem vísindaveiðarnar gætu af sér. En Calio var ekki sáttur við svör íslenska sjávarútvegsráð- herrans. Hann fann þef af mis- jöfnu og vildi frekari sundur- greiningu á ráðstöfun afurðanna. Teningunum var kastað - Banda- ríkjamenn lýstu því strax yfir að loknum lestri hinna nýju upplýs- inga að þetta gætu þeir einfald- lega ekki sætt sig við. Strax á þessum fundi hótaði dr. Calio viðskiptaþvingunum, nema því aðeins að hvalveiðarnar yrðu stöðvaðar strax. Beinaskýrslan Á fundinum með dr. Calio hafði áður ríkt „mjög góður andi“, að sögn forsætisráðherra. Bandaríkjamenn tóku hins vegar gagngerum sinnaskiptum þegar þeir fengu hina svokölluðu „beinaskýrslu" í hendur. Þar kom nefnilega augljóslega fram, að Halldór Ásgrímsson var í heldur barnalegum blekkingaleik við þá. Einsog áður sagði var samþykkt á þinginu í Malmö að meginhluti hvalafurðanna skyldi fara til neyslu innanlands. Á furðu bernskan hátt ætlaði Hall- dór ráðherra að fara í kringum þetta með því að segja að beinin (sem skýrslan dró nafn sitt af hér í Þjóðviljanum), spikið, blóð og innyfli væru um 53 prósent af þunga hvalsins og þarmeð meiri- hluti afurðanna! Þetta yrði eftir innanlands „til neyslu" (!!) en allt kjötið yrði flutt út til Japans! í reynd þýddi þetta að hinar nýtan- legu afurðir yrðu allar fluttar út einsog fyrir veiðibann, en draslið og úrgangurinn, sem ekki er nýtt, yrði eftir innanlands. Auðvitað var þetta ekkert annað en fárán- legur feluleikur, og mistök af hálfu Halldórs. Með.engu móti er hægt að teygja Malmö samþykk- tiná 1 til að réttlæta þetta. Þessi mjög svo frjálslega túlk- un sjávarútvegsráðherra á sam- þykktinni réttlætir hins vegar á engan hátt hin fordæmanlegu viðbrögð Bandaríkjamanna. Þeir gátu með gildum rökum haldið því fram að íslendingar færu ekki að alþjóðasamþykkt urn málið. En rísi ágreiningur milli ríkja er fyrst reynt að leysa hann með við- ræðum, reynt að sætta sjónar- mið. í tilviki þjóða sem hafa „sér- stakt vináttusamband" sín á milli - einsog Bandaríkjamenn tönnl- ast sífellt á við okkur íslendinga þegar þeir þurfa pláss fyrir frek- ari hernaðarumsvif - er auðvitað enn sjálfsagðara að freista lausnar með viðræðuleiðinni. Bandaríkjamenn sýndu hins veg- ar sitt rétta eðli. Þeir tóku þann kost að hundsa allar eðlilegar samskiptareglur og beittu hótun- arvaldi á fyrsta stigi deilunnar. Sá góði doktor Calio gaf íslending- um tveggja daga frest í upphafi til að fresta veiðunum. Ella myndi viðskiptaráðherra Bandaríkj- anna neyðast til að leggja til við forsetann að þvingunum yrði beitt á íslendinga. Svona fram- koma er auðvitað fáheyrð í milli- ríkjaviðskiptum. Gersamlega án tillits til þess hvort menn eru með eða á móti hvalveiðum hljóta allir að mót- mæla svona vinnubrögðum. Samninga: já. En að beygja sig fyrir hótunum: NEI! Sjálfstæð þjóð lætur ekki uppivöðslusama stórþjóð beygja sig mótstöðu- laust með hótunarvaldi. Þess- vegna átti ríkisstjórnin að mót- mæla þvingunarhótunum Banda- TÍkjamanna harðlega þegar í stað. En hún hefði jafnframt átt að bjóða upp á viðræður unt mál- ið þar sem hefði mátt leggja til breytingar þannig að útflutningur afurðanna væri betur í samræmi við alþjóðasamþykktir. Upphaflega voru viðbrögð ríkisstjórnarinnar, fyrst og fremst Steingríms og Halldórs, mjög af hinu góða. Halldór kvað nauðsynlegt að endurskoða öll samskipti ríkjanna létu Banda- ríkjamenn ekki af derring sínum. En stuðningur kom enginn frá Sjálfstæðisflokknum. Ráðherrar hans þögðu þunnu hljóði. Matt- hías utanríkisráðherra fór í felur og bókstaflega lét málið ekkert til sín taka. Framsóknarráðherrarnir þorðu ekki að standa einir - án ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Blaðinu var snúið við á einni nóttu. Þvert ofan í stólpakjaft fyrstu daga deilunnar var veiðun- umfrestað. Ogeftir viðræður dró ríkisstjórn niður fánann og gafst upp fyrir nær öllum kröfum Bandaríkjamanna. Við sátum eftir með óbragð hins barða þræls í munninum - en að vísu snöggt- um betri skilning á eðli og „vin- áttu" Bandaríkjamanna. Hroki Bandaríkjanna Yfirgang einsog þann sem Bandaríkjamenn sýndu íslend- ingum er ekki hægt að þola. Sam- úð eða andstaða við hvalveiðar skiptir þar engu máli, - heldur er hér spurt hvort, stórþjóð eigi að takast að leysa deilur með hreinni valdbeitingu - eða viðræðum. Hroki Bandaríkjamanna er hins vegar slíkur, að þeir töldu sér ekki skylt eða þarft að ræða málið við fslendinga. Þeir börðu fram lausn með hótunum. En ef til vill er afstaða þeirra skiljanleg. Núverandi ríkis- stjórnarflokkar hafa ævinlega beygt sig fyrir öllum kröfum sem koma að vestan. Þegar Banda- ríkjamenn hafa þurft landrými undir nýjar herstöðvar, ratsjár- stöðvar, olíuhafnir eða önnur mannvirki hefur þessum flokkum aldrei dottið annað í hug en láta þeim allt eftir. Þetta fordæmi um undirlægjuhátt og linku til margra ára setur að sjálfsögðu mark sitt á samskipti ríkjanna, og í því ljósi er hægt að skýra hinn dæmafáa ruddaskap Bandaríkja- manna. Þeirerueinfaldlegavanir að setja fram kröfur í viðskiptum við íslendinga - og fá þeim fram- gengt án málalenginga. Hræsni Bandaríkjamanna birt- ist einnig vel í því, að sama dag og þeir settu fram hótanir um við- skiptaþvinganir gegn íslending- um, þá afneitaði Reagan forseti í ræðu að setja þvinganir sama eðl- is á suður-afrísk stjórnvöld sem drepa menn í hundraðatali árlega - en láta að vísu hvali í friði. Hvernig má skilja svona fram- ferði? Japanska leiðin Bandaríkjamenn lofuðu við lausn deilunnar að beita íslend- inga ekki beinum viðskiptaþving- unum. En það var hins vegar aldrei ætlan þeirra. í samtali milli íslensks sendinefndarmanns og eins af stafsmönnum Baldrigde viðskiptaráðherra kom fram, að Bandaríkjamenn hugðust fara þá óbeinu leið að láta Japani hafna kaupum á kjötinu, og væri þá veiðum íslendinga sjálfhætt. Bandaríkjamenn geta hins vegar ennþá farið þessa króka- leið gegn hvalveiðum íslendinga, án þess að hún brjóti í bága við samkomulagið á dögunum. Og nú bendir margt til að japanska leiðin verði farin. Margir öldungadeildarþing- menn eru hvalveiðunum mjög öndverðir. Fyrir þeim flokki fer Packwood öldungadeildarþing- maður, en fimnt aðrir kollegar hans eru einnig framarlega í andófinu. Packwood er formaður þingnefndar sem fer með þessi mál. Baldridge viðskiptaráð- herra skelfist ntjög nefnd Pac- kwood og allar gerðir hans í mál- inu niiðuðust við að komast hjá því að vera kallaður til yfir- heyrslu hjá henni. En andúð al- mennings í Bandaríkjunum á hvalveiðunum er slík, að enginn stjórnmálamaður vill láta bendla sig við stuðning við þær. Pack- wood hefur látið svo urn mælt að hann muni kanna þetta mál ofan í kjölinn, og finnur samkomulag- inu allt til foráttu. Til marks um hvesu grannt liann fylgdist með viðræðunum milli íslendinga og Bandaríkjanna má nefna, að samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans sat fulltrúi hans alla fundi sendinefndanna. Kosningar verða til þingsins í haust, og friðunarmenn eru þeg- ar farnir að knýja frambjóðendur til að lofa andófi við hvalveiðarn- ar. í ofanálag er ljóst að embætt- ismenn bandarískir eru veiðun- um afar móthverfir.' Þess vegna er líklegt að bandarísk stjórnvöld láti að lokum undan þrýstingi og fái Japani til að loka á kjötkaup- in. Formaður samtaka 14 náttúr- uverndarhópa (Monitor) hefur raunar sagt, að Baldridge við- skiptaráðherra hafi þegar fengið munnlegt loforð Japana til að verða við slíkri beiðni. Þarf að drepa? Þurfi íslendingar að gera upp á milli hagsmuna heillar atvinnu- greinar eins og sjávarútvegs á annað borð og á hitt borðið hagsmuna eins fyrirtækis, Hvals hf., þá er niðurstaðan sjálfgefin. Meiri hagsmunir hlóta forgang yfir minni. Friðunarhópar hyggjast nú fara í herferð gegn fiskmörkuð- um okkar í Bandaríkjunum og gætu haft erindi sem erfiði. Hjá því verður að komast. Það er yfir- lýst af íslendinga hálfu, að vís- indaveiðarnar eigi fyrst og fremst að meta veiðiþo! með því að afla upplýsinga um stofnstærð. Því má velta fyrir sér: er hægt að afla þessara upplýsinga án þess að drepa hvalina og komast þannig hjá því að bandarískur almenn- ingur sniðgangi íslenskar vörur? Þessu má nær örugglega svara játandi. Nýlega upplýsti Haf- rannsóknastofnun að talningar á hrefnu úr flugvél hefðu tekist mjög vel og sýnt að stofninn er sterkari en menn hugðu. Hvers vegna er ekki hægt að meta stærð stórhvelastofnanna eins? Má ekki telja þá á svipaðan hátt frá flugvélum, úr skipum, jafnvel um gervihnetti? Auðlind og lögsaga Hvalir eru auðlind, - alveg einsog þorskstofninn. Hvala- deilan varðar því rétt okkar til að ráðstafa auðlindum í íslenskri lögsögu alveg eins og landhelgis- deilan á sinni tíð. Það er spurt um sjálfstæði þjóðar. Það breytir því hins vegar ekki að við verðum að hlíta alþjóðasamþykktum. Brjóti hvalveiðarnar í bág við þær er sjálfgefið að við hættum þeim. Sekt okkar í því máli verður hins vegar ekki ákvörðuð á skrifborð- um í viðskiptaráðuneyti Band- ríkjanna. Össur Skarphéðinsson Föstudagur 15. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.