Þjóðviljinn - 15.08.1986, Síða 3
FRETTIR
Guöni Jóhannesson: enn er hægt að
skrá sig í síma 17500.
Sumarferð ABR
Munið eftir
gönguskóm!
Síðustuforvöð að skrá
sig í sumarferð ABR
Pað er vaxandi áhugi fyrir þess-
ari ferð og ekki sakar að geta
þess að veðurspáin fyrir morg-
undaginn er aldeilis ágæt, sagði
Guðni Jóhannesson formaður Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík, en
sumarferð ABR verður farin um
Reykjanes á morgun.
Guðni vildi benda öllum á að
vera vel klæddum til útiveru, en
þó í góðu samræmi við hina ágætu
spá. „Við hyggjumst fara í marg-
ar en stuttar gönguferðir og þess
vegna er nauðsynlegt að ferða-
langar verði vel búnir til fót-
anna“, sagði Guðni ennfremur.
„Nesti hafa menn auðvitað með
sér og svo góða skapið eins og títt
er í ferðum Alþýðubandalags-
ins“.
„Ég vil hvetja þá sem hafa
áhuga á þessari ferð með okkur
að skrá sig strax til þátttöku í sínta
17500, en ennþá eru nokkur sæti
laus. Við ntunum safnast saman
við Umferðarmiðstöðina við
Vatnsmýrarveg (gamla Laufás-
veginn sunnan við Hringbraut)
kl. 9 í fyrramálið en ætlunin er að
vera kominn aftur til borgarinnar
um kl. 19.00“, sagði Guðni að
lokum.
Eins og áður sagði er ætlunin
að fara í stuttar gönguferðir um
Reykjanesið í fylgd góðra
leiðsögumanna. Margt verður og
til annarrar skemmtunar, m.a.
happdrættið sívinsæla, söngur og
grín, sérstök dagskrá fyrir börnin
o.s.frv.. - v.
Skák
Jafntefli
Karpoff og Kasparoff sömdu
um jafntefli í gær án þess að setj-
ast að biðskákinni. Staðan er nú
31/2-31/2 eftir sjö skákir. Hvor hef-
ur unnið eina skák, jafnteflin
orðin fimm. Biðleikur Kaspa-
roffs var kóngur g8.
Áttunda skákin verður tefld í
dag nema annar fresti, og hefur
heimsmeistarinn Kasparoff hvítt.
Skákirnar í einvíginu í London og
Leníngrad verð mest 24. Einvígið
vinnst með 121/2 vinningi eða sex
unnum skákum. Kasparoff held-
ur titlinum á jöfnum vinningum.
Áttrœður
Benjamín
Markússon
Benjamín Markússon fyrrver-
andi bóndi í Ystu-Görðum í
Kolbeinsstaðahreppi verður átt-
ræður þann 18. ágúst
næstkomandi. Hann tekur á móti
gestum laugardaginn 16. ágúst kl.
4 síðdegis í Félagsheimilinu Lind-
artungu í Kolbeinsstaðahreppi.
Leiðrétting
Pau leiöu mistök urðu í blaðinu í gær
að í fyrirsögn á minningargrein var
nafn hinnar látnu rangfært. Við biðj-
umst velvirðingar á þessu og vottum
aðstandendum samúð vegna fráfalls
Oddrúnar Oddsdóttur.
BHM
Stjóraráðningu mútmælt
Landbúnaðardoktor hafnað hjá Búnaðarfélagi Suðurlands. Kjartan
Ólafsson ráðunauturframkvæmdastjóri „fyrst um sinn “
Gengið hefur verið frá ráðn-
ingu nýs framkvæmdastjóra
Búnaðarsambands Suðurlands, í
stað Hjalta Gestssonar, sem nú
lætur af þvt starfi. Var Kjartan
Ólafsson ráðinn til þess að gegna
framkvæmdastjórninni „fyrst um
sinn“. Auk Kjartans sótti Gunnar
Guðmundsson, tilraunastjóri ’í
Laugardælum, um starfið.
Birgir Björn Sigurjónsson hjá
Bandalagi háskólamanna sagði
að bandalagið hefði sent Búnað-
arsambandi Suðurlands, Búnað-
arsambandi íslands og landbún-
aðarráðuneytinu bréf þar sem
ráðningu Kjartans er mótmælt og
þess farið á leit að ráðningin verði
endurskoðuð. Svar við bréfinu
hefur enn ekki borist.
Kjartan Ólafsson stundaði
nám við Garðyrkjuskóla ríkisins
að Reykjum í Ölfusi en síðan var
hann tvö ár við nám erlendis.
Hann hefur um árabil verið ráðu-
nautur hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands.
Gunnar Guðmundsson er
kandidat frá Búvísindadeildinni á
Hvanneyri og með doktorsgráðu
frá Landbúnaðarháskólanum í
Ási í Noregi. Hann er nú til-
raunastjóri við tilraunabúið í
Laugardælum.
Hjalti Gestsson á að baki langt
og ákaflega farsælt starf hjá Bún-
aðarsambandi Suðurlands. Hann
réðst til þess sem ráðunautur árið
1946, þá nýkominn heim frá bú-
vísindanámi erlendis. Við fram-
kvæmdastjórn Búnaðarsam-
bandsins tók hann síðan árið
1959. Hefur Hjalti Gestsson
þannig Verið í þjónustu Búnaðar-
sambands Suðurlands í 40 ár.
Mun lengi gæta starfa hans á
þeim vettvangi.
- mhg/K.ÓI.
Fjördagarnir fara fram á sama svæöi og Hundadagahátíðin sem haldin var í fyrra og á þessari mynd þaðan má sjá nokkur
leiktæki skátanna fremst á myndinni. Mynd: Karl Ingólfsson.
Fjördagar á Akureyrí
Um næstu helgi gangast skátar
fyrir miklu húllumhæi á Akureyri
og nefnist hátíðin Fjördagar.
Hátíðarhöldin verða á flötinni
fyrir framan Samkomuhúsið og
verður mikið um dýrðir. Tívolí,
Helstu forystumenn í
verkalýðshreyfíngu eru ekki á
horriminni ef marka má álagn-
ingu opinberra gjalda. Við hand-
ahófsleit keniur í Ijós að þeir voru
flestir mcð um og yfir eina milljón
í árstekjur á síðasta ári.
Þjóðviljinn hefur undanfarið
gluggað í skattskrána sem nú
liggur frammi og glöggvað sig á
kjörum frammámanna og starfs-
hópa. Margur sá sem vel má
halda á spöðunum til að greiða
Tekjusk.
Ásmundur Stefánsson Njörvasundi 38 213.657
Magnús Geirsson Viöjugeröi 11 183.655
Björn Þórhallsson Brúnalandi 17 405.301
Guömundur J. Guöm. Fremristekk 2 294.803
Guðmundur Þ Jónss. Kríuhólum 2 216.047
Guömundur Hallv.s. Stuölaseli 34 213.506
Guðjón Jónsson Breiöagerði 23 104.388
Magnús L. Sveinss. Geitastekk 6 514.057
Aðalh. Bjarnfr.d. Kleppsvegi 134 50.113
Karl St. Guðnason Heiöarbrún 8 123.267
kaffisala, hljómsveitakeppni,
grillveisla, flugeldasýning, ung-
lingadansleikur og ýmislegt
fleira.
Tívolíið er sett upp og stjórnað
af ungum skátum og þar eru lang-
flest atriði frumsamin og heima-
sitt hefur sjálfsagt glaðst við þeg-
ar séð var að ekki þurftu allir að
binda á sig klafann. Hinsvegar er
greinilegt að verkalýðsleiðtog-
arnir hafa talið vel fram og greiða
sjálfsagt af ánægju það sem keis-
arans er.
Leiðtogarnir hafa greinilega
sumir hverjir dágóðar tekjur af
ýmsu snatti og nefndastússi utan
eiginlegs starfs, - aðéins einn
þeirra sem hér eru taldir virðist
búa við lík kjör og flestir umbjóð-
Eignask. Útsvar Aðst.gj.
33.359 99.266 0
23.906 94.160 0
8.878 142.680 3.240
6.796 112.260 0
0 103.510 0
6.806 107.740 0
0 66.720 0
13.794 142.680 0
0 43.650 0
2.390 76.420 0
smíðuð. Nú verður Tívolíið
stærra og fjölbreyttara en nokkru
sinni fyrr.
Sérstakur gjaldmiðill verður
gefinn út og seldur þeim sem
koma íTívolíið gegn vægu gjaldi.
endanna, Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir.
Verkalýðsforkólfarnir eru
afturámóti ekki nema hálfdrætt-
ingar á við helstu brodda hinu-
megin við samningaborðið. Sá
verkalýðsleiðtoganna á töflunni
sem greiðir mestan skatt er meira
en helmingi lægri en sá hæsti á
VSÍ-töflunni sem birtist íblaðinu
í gær, og tekjuskattur forseta ASÍ
er rétt rúmur þriðjungur af tekju-
skattinum hjá formanni LÍÚ.
Önnur gj. Frádr. - v. Samtaís
19.138 12.750 323.282
17.691 0 319.412
30.152 0 590.251
22.310 0 436.169
20.082 0 339.639
21:335 5.100 344.287
10.685 0 181.793
37.792 0 708.323
3.697 0 97.460
12.530 12.750 201.857
Akureyri
Styrkja
Athvarfið
100 þúsund kr. styrkur
samþykktur
Bæjarráð Akureyrar samþyk-
kti á fundi sínum í gær að
veita Kvennaathvarfinu í Reykja-
vík 100 þúsund króna fjárstuðn-
ing.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
mælti Sigríður Stefánsdóttir,
bæjarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins, fyrir tillögu þess efnis að Ak-
ureyrarbær styrkti Kvennaat-
hvarfið með lOOþúsund krónum,
og voru aðrar konur í bæjarstjórn
meðflutningsmenn tillögunnar.
Rökstuðningur þeirra var sá að
Kvennaathvarfið þjónaði konum
af öllu landinu, meðal annars frá
Akureyri, en hingað til hefur það
engan fjárstuðning fengið frá Ak-
ureyri, og ekki eftir honum
leitað.
Hópur kvenna á Akureyri
gerði tilraun með rekstur kvenn-
aathvarfs í bænum og studdi
Akureyrarbær myndarlega við
bakið á þeim með því að leggja til
húsnæði og fjárstyrk. Þeim
rekstri var hætt fyrir um ári síðan
þarsem aðstandendum þótti sýnt
að hann gengi ekki. Ekki vegna
þess að konur væru betur haldnar
á Akureyri en annars staðar held-
ur vegna þess að konur sem á því
þurftu að halda veigruðu sér við
að leita skjóls í athvarfinu vegna
smæðar bæjarins. -yk.
Fullt hús
matar
Nýsvínalæri 245 kr. kg.
Nýrsvínabógur 247 kr. kg.
Svínakótelettur 490 kr. kg.
Ódýru
lambaskrokkarnir
rúllupylsurfylgjameð 182 kr. kg.
Lambahryggir 253 kr. kg.
Lambalæri 258 kr. kg.
Nautagullasch 460 kr. kg.
Nautabuff 550 kr. kg.
Nautahakk 10 kg.pk. 250 kr. kg.
Ódýra
hangikjötið læri 348 kr. kg.
Ódýrir
hangiframpartar 225 kr. kg.
opið laugardaga
kl. 7-16
Verið velkomin.
SS' Laugalæk 2 — S: 686511
-yk-
Gluggað í skattskrána
Dágott hjá leiðtogunum
Verkalýðsforingjar ekki á horriminni, en tæplega hálfdrœttingar á við
VSl-menn
Föstudagur 15. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3