Þjóðviljinn - 15.08.1986, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 15.08.1986, Qupperneq 13
HEIMURINN Galdralæknar í Swazilandi vilja ekki lengur kallast galdralæknar. Þeir segja nafngiftina niðurlægj- andi og vilja fá annað nafn. „Samband þjóðlegra lækna í Swazilandi ' hafa skrifað yfir- völdum bréf þar sem þeir fara fram á að lög, sem Bretar settu á nýlendutímanum um að þeir væru galdaralæknar og mættu því ekki sýna þau tól sem þeir nota, verði afnumin. Á Swazi- máli nefnast þeir nú Sangom- as og eru vel yfir 5000 slíkir í landinu. Læknarnir njóta þar mikillar virðingar, fólk kemur til þeirra í veikindum og fær lækningu með aðstoð jurta- lyfja og dýrainnyfla. Þeir ráða í framtíð fólks með beinakasti og senda fólki ill skeyti eftir æðri leiðum, eftir pöntun. Veðmál ganga nú um það í Hong Kong meðal stjórnenda hestaveð- reiða að fólk verði innan skamms farið að notast við vasatölvur til að veðja á hesta. Óttast fulltrúarnir að fólk muni jafnvel geta tengt vasatölvurn- ar við flóknari tölvur í gegnum síma og látið reikna út mögu- leika ákveðins hests. Vasaþjófar í París hafa nú orðið fyrir áfalli. Lögreglan þar í borg hefur handtekið fjóra Júgóslava sem taidir eru vera í forsvari fyrir hópum unglingaflokka sem ræna ferðamenn í París. Þjófaflokkarnir eru taldir stela tugþúsundum af japönskum jenum, bandarískum dollurum og frönskum og svissneskum frönkum á dag af ferða- mönnum við helstu umferð- argötur borgarinnar. Franska útvarpið sagði að þessir þjófa- flokkar næðu aðeins 10 prós- entum af því sem daglega væri stolið í Parísar en sagði rán þeirra mjög áhrifarík þar sem þeir kæmust yfirleitt upp með 40 prósent þjófnaðanna. Lausar skrúfur hindruðu fyrir stuttu að kjarnorkuver í Bavaríu í V- Þýskalandi yrði sett í gang að nýju eftir árlega skoðun. Skrúfurnar voru fimm, innan í kjarnakljúfnum sjálfum í kæli- kerfinu. Fjórar af þessum skrúfum hafa nú fundist en yf- irmenn kjarnorkuversins eru æstir í að koma verinu i gang og vilja nú starta því án þess að fimmta skrúfan finnist. „Það er allt í lagi þó skrúfan sé á þeytingi innan í kljúfnum", sagði einn þeirra. Konur í vestur-þýskum háskólum eru mun framkvæmdasamari í kynlífinu heldur en kariar í há- skólum þar í landi. Svo segir í niðurstöðum rannsóknar sem háskóli einn í Hamborg lét framkvæma. Ulrich Clement heitir sá sem stóð fyrir þessari rannsókn. Hann segir að kven- stúdentar hafi á þeim áratug sem nú er rumlega hálfnaður öðlast mun meiri kynl- ífsreynslu en karlstúdentar í vestur-þýskum háskólum á þessum tíma. Auk þess hafi þær hafið fyrrnefnda iðju mun fyrr. Clement sagðist hafa heimsótt 13 háskóla í landinu og spurt 1106 karlmenn og 861 kvenmann um kynlífsreynslu þeirra. ERLENDAR FRÉTTIR HJÖRLEIFSSON R E Ul E R S-Afríka/Norðurlönd Boltanum kastað til S.Þ. Kaupmannahöfn - Utanríkis- ráðherrar Norðurlandanna fimm tilkynntu í gær að Norð- urlöndin myndu þrýsta á um frekari aðgerðir til að afnema kynþáttaaðskilnaðarstefnuna í S-Afríku með því að fá Sam- einuðu þjóðirnar til að beita sér af alefli. Með þessu er ljóst að Svíar hafa haft sitt í gegn með að Norð- urlöndin fimm skuli beita sér á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna frekar en að lýsa einhliða yfir efnahagslegum refsiaðgerðum á hendur S-Afríku. Ingvar Carls- son forsætisráðherra Svíþjóðar hefur verið gagnrýndur harka- lega í Svíþjóð fyrir afstöðu sína til S-Afríku. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt hann fyrir að fara sér allt of hægt við að lýsa yfir refsiaðgerðum og hafa sakað hann um að svíkjast undan merkjum fyrirrennara síns í starfi, Olofs Palme. Svíar eiga mun meiri hagsmuna að gæta í S-Afríku en aðrar Norðurlandaþjóðir, sér- staklega hvað varðar vélbúnað til námuiðnaðarins í S-Afríku. Út- flutningur Svía Til S-Afríku nam á síðasta ári 980 milljónum sænskra króna og innflutningur þaðan til Svíþjóðar nam 412 milljónum sænskra króna. Danir lýstu í maí yfir algjöru verslunarbanni við S-Afríku, fyrir þrýsting stjórnarandstöð- unnar, og Norðmenn hafa lýst því yfir að þeir muni sömuleiðis banna alla verslun við S-Afríku í haust. V-Þýskaland/ Geislavirkni Minni en talið var . -v Átök við kjarnorkuver í V-Þýskalandi var ein afleiðinga kjarnorkuslyssins í Tsjernóbíl. Bonn - Ágiskanir v-þýskra vís- indamanna um geislavirkni í V- Þýskalandi vegna kjarnorku- slyssins íTsjernóbíl voru alltof miklar, sagði í yfirlýsingu frá umhverfismálaráðuneyti V- Þýskalands í gær. í tilkynningunni sagði að landsmeðaltal geislavirkni væri aðeins einn tíundi þeirrar geisla- virkni sem v-þýskir vísindamenn gerðu ráð fyrir að væri í V- Þýskalandi eftir að hennar varð vart þar í landi. í tilkynningunni var það haft eftir forstöðumanni ríkisstofnunar sem sér um að mæla geislavirkni frá kjarnorku- verum, Erich Oberhausen, að V- Þjóðverjar hefðu orðið fyrir 10 til 15 milliremum meiri geislavirkni en þau 200 millirem af efninu ses- íum 137 sem venjulega finnast í V-Þýskalandi. Þá sagði einnig áð mögulega fyndust hærri tölur í kjöti og rnjólk ef dýr fengju hey sem unn- ið var þegar geislavirkni var sem mest. Umhverfismálaráðuneytið til- kynnti að í undirbúningi væru lög sem tryggja rnyndu betri og hrað- virkari söfnun, samhæfingu og mat á upplýsingum um geisla- virkni. Þá yrðu einnig í lög leidd ný mörk um hámark geislavirkni fyrir allt landið. Grenada Bandarikjastjóm sökuð um undirróður St. George, Grenada-Ásakanir hafa nú komið fram á Grenada í Karabíska hafinu um að Bandaríkjamenn hafi lagt grunninn að fjöldamorðum á Grenada þar sem 100 manns létust og fyrir að hafa undirbú- ið ýmsar aðgerðir til að steypa ríkisstjórn Maurice Bishops. Fjöldamorðin áttu sér stað í valdaráni harðlínumanna í The New Jewel Movement gegn vinstri sinnaðri ríkisstjórn Bis- hops. Bandaríkjamenn gerðu síðan innrás í október árið 1983 og hrifsuðu stjórnartaumana af hreyfingunni. Það var fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Bernard Co- ard, sem kom fram með þessar ásakanir í réttarhöldum yfir hon- um og 18 öðrum mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir að hafa myrt Maurice Bishop. f varnar- ræðu sinni sagði Coard að Banda- ríkjamenn hefðu fyrir alla muni viljað skipta um ríkisstjórn og koma Bishop og hans fylgis- mönnum frá. Coard ásakaði Bandaríkjastjórn um að hafa í því augnamiði skipulagt ýmiss konar undirróðursstarfsemi gegn ríkis- stjórn Bishops. Nefndi hann dæmi frá 1981 þegar sprengja sprakk í þann mund sem útifund- ur var að hefj ast með þeim afleið- ingum að þrír létust. Allir fyrrum hermennirnir sem ákærðir hafa verið fyrir morðið á Bishop og ýmsir leiðtogar vinstri manna, sem nú eru fyrir rétti, eru nú án lögfræðinga sér til varnar eftir að lögfræðingar þeirra gengu úr rétti til að mótmæla aðstæðum við réttarhöldin. Persaflóastríði ð Nutu írakar aðstoðar? Teheran - Talsmaður æðsta- ráðs varnarmála írans sagði í gær að írakar hefðu notast við aðstöðu í nágrannalöndunum þegar þeir gerðu loftárásirnar á Sirri eyju á þriðjudaginn. Talsmaðurinn sagði að upp- tökur á samtölum írakskra flug- manna, ásamt upplýsingum frá írönskum radarstöðvum, sönnu- ðu að írakar hefðu notast við stöðvar í nálægum löndum þegar þeir gerðu árásina. Hann nefndi hins vegar engin lönd. Talsmað- urinn sagði að árásin hefði verið „sýning sem fjölmiðlar hefðu blásið út“. Pakistan Bhutto handtekin Karachi - Leiðtogi Stjórnar- andstöðunnar í Pakistan, Ben- azir Bhutto, var handtekinn á fréttamannafundi sem hún hélt. Þrjár vopnaðar lögreglukonur gengu inn á fréttamannafundinn og afhentu Bhutto tilskipun um að hún skyldi sæta 30 daga varð- haldi. Hún var síðan leidd á brott í öflugri lögreglugæslu. Lögregla í borginni Karachi hóf fyrr um daginn skothríð í loft upp til að dreifa fólki sem gekk um götur borgarinnar til að mót- mæla ríkisstjórn landsins. Fyrir göngunni var Benazir Bhutto. Lögreglan skaut úr haglabyss- um og notaði táragas til að dreifa göngu 5000 manna, hún notaði einnig táragas fyrr um daginn til að dreifa hópum unglinga sem börðust við lögreglu í gamla hverfi borgarinnar. Bhutto var í fyrradag meinað að fara til Lahore þar sem hún ætlaði að tala á útifundi í gær. Mótmælin gegn ríkisstjórninni komu í kjölfar umfangsmestu að- gerða stjórnvalda gegn stjórnar- andstöðunni í 16 mánaða sögu lýðræðisins sem nú er í landinu. Bhutto sagði við fréttamann Re- uter fyrir fréttamannafundinn í gær að um það bil 1000 stuðnings- menn fylkingar stjórnarand- stöðuflokkanna 10 hefðu verið handteknir í gær til að kæfa and- spyrnu við ríkisstjórnina á þjóð- hátíðardegi landsins. Fleiri fund- ir voru skipulagðir í gær og höfðu þeir allir verið bannaðir af yfir- völdum. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Kúba/Sovétríkin Þrengt að viðskiptum Moskvu - í gær var haft eftir diplómatískum heimildum í Sovétríkjunum að sovésk yfir- völd hefðu sett Kúbumönnum stíf skilyrði í samningum þjóð- anna í milli. Samkvæmt þessum heimildar- mönnum munu Sovétmenn m.a. borga Kúbu lægra verð fyrir syk- urtonnið en áður, 850 rúblur á tonnið í stað 915 rúbla á tonnið á síðasta ári. Þetta nýja verð mun gilda fyrir 1986-1990. Opinber- lega kostar rúblan nú 1,50 doll- ara. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum verða olíuvið- skiptin með öðrum hætti en þau hafa verið. Kúbanir hafa keypt olíu af Sovétmönnum á lágu verði og síðan selt hluta hennar aftur á markaðsverði og bætt þannig gjaldeyrisstöðu sína. Samkvæmt nýja samningnum mun olíverðið í þessum viðskiptum þjóðanna verða óbreytt, 26 rúblur á tonnið, þrátt fyrir mikið verðfall á olíu að undanförnu. Reuter fréttastofan hefur eftir kúbönskum embættis- mönnum að þeir vilji hvorki játa né neita þessum fregnum. Samkvæmt hinum ónefndu diplómötum fóru Kúbumenn fram á hærra sykurverð en Sovét- menn neituðu því. Þá munu So- vétmenn ekki vilja hefja nýjar framkvæmdir á Kúbu heldur ljúka þeim sem nú eru í gangi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.