Þjóðviljinn - 15.08.1986, Qupperneq 5
Sigrún Benedikz, 18 ára: Borgin býöur bæði upp á rólegheit og stórborgarbrag.
Föstudagur 15. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Umsjón:
Sigríður
rdóttir
Maður þarf að vera
sjálfum sér nógur
„Mér finnst yfirleitt mjög þægi-
legt að búa í Reykjavík. Borgin
er falleg og hæfilega stór. Ég er
mjög fegin að hún er ekki stærri,“
sagði Sigrún Benedikz 18 ára
nemi í MR og starfsmaður hjá
Skógræktinni á sumrin.
„Eg bý í Breiðholti og mér
finnst það mjög gott. Maður get-
ur verið mikið út af fyrir sig þar.
Það er kannski heldur rólegt þar
og því leitar maður talsvert í mið-
bæinn. Þar er allt að gerast. Þá er
komið að því sem mér finnst vera
helsti gallinn á þessari borg og
það er strætisvagnakerfið. Mér
finnst vanta tengingu milli hverfa
í borginni og svo gengur hann svo
stutt fram á kvöld. Það er mjög
dýrt að fara í leigubíl. Strætó
gengur bara á hálftíma fresti í
mitt hverfi og það finnst mér lé-
legt.
í svona góðu veðri eins og er í
dag á maður erfitt með að sjá
annað en góðu hliðarnar á þessari
borg. Þó finnst mér vanta fleiri
opin svæði eins og t.d. Elliðárdal-
inn. Þar fær rnaður örlítið sýnis-
horn af náttúrunni. Mér finnst
svona opin svæði skipta miklu
máli í borginni.
Það er eitt sem mér finnst svo
miðbæinn
á að varðveita
„AUt mitt félagsstarf er í vest-
urbænum í kringum KR og að-
staðan er alltaf að batna,“ sagði
Þorsteinn Guðjónsson, 17 ára
nemi í Versló og mikill íþrótta-
maður. Hann hefur verið í
drengja- og unglingalandsliðinu í
fótbolta og er að eigin sögn að
berjast fyrir því að komast í ung-
lingalandsliðið í handbolta.
Hvað viljið
þið kaupa?
Finnst þér vera mikil óregla á
reykvískum unglingum?
„Ekki hjá þeim sem eru ntikið í
íþróttum, því það fer ekki saman.
Við höldum mikið hópinn sem
erum í þessu og maður sér að þeir
sem hætta í íþróttum eignast
fljótt annan vinahóp og oft eru
þeir unglingar komnir út í alls-
kyns vitleysu síðar. Það er til fullt
af dópi á íslandi. Ég var um
Verslunarmannahelgina uppí
Þjórsárdal og það kom 18 ára gæi
inn í tjald og spurði: „Hvað viljið
þið kaupa? Ég sel allt“ Svo sér
maður það líka niðri á Hlemmi að
í borginni er mikið af unglingum
sem eru í allskonar vitleysu og
eiga mjög bágt. Mér finnst að það
ætti að hjálpa þessu fóiki meira.
Ég spurði gæjann úppí Þjórsárdal
af hverju hann hætti ekki þessari
vitleysu og hann sagðist ekki geta
það, enda væri ekki til nein stofn-
un til að hjálpa fíkniefnaneytend-
um að hætta."
Finnst þér vera nóg gert fyrir
unglinga?
„Ég hef nóg að gera, íþróttir
taka allan minn tíma. En það
hafa ekki allir áhuga á þeim.
Minn aldur er svona millibilsald-
ur, við komumst ekki inn á
skemmtistaðina, og það mætti
laga. Mér finnst að staðir eins og
t.d. Hollíwood ættu stundum að
lækka aldurstakmarkið. Svo
finnst mér að það mætti gera
meira af því að halda tónleika
eins og gert var 16. og 17. júní.
Það var frábært. Ég var 2 sumur á
reiðnámskeiði í Saltvík og það
verður að segjast eins og er að
það eru einu kynni mín af sveit.
Ég er algjört malarbarn. Þetta
var mjög skemmtilegt og mér
finnst að það ætti að bjóða ung-
lingum upp á meira af slíku. það
hafa ekki allir tækifæri á að kom-
ast í sveit.
Skóburstarar
og gítar-
spilarar
Mér finns að sögu bæjarins eigi
að varðveita. Það á ekki að rífa
gömlu húsin í miðbænum. Ferða-
menn koma ekki og segja: „Hvar
er Hús Verslunarinnar. Mig lang-
ar svo til að skoða það.“ Fólk vill
sjágömlu húsin, miðbæinn. Upp-
áhaldshverfin mín eru Vestur-
bærinn, Miðbærinn og Grjóta-
þorpið. Svo finnst mér lífið á
Lækjartorgi skemmtilegt. Það
yljar manni um hjartarætur að
koma þangað. Um daginn var
maður að spila á gítar og fólk lét
pening í kassann hans. Svo fer að
koma farandskóburstari, þannig
að það er smátt og smátt að koma
smá stórborgarbragur á Reykja-
vík,“ sagði Þorsteinn að lokum
og hélt áfram að vinna sem „Alt
muglig mand“ í fyrirtækinu
Steinavör.
SA.
Þorsteinn Guöjónsson, 17 ára: Ég hef nóg að gera. íþróttir taka allann minn
tima. En það hafa ekki allir áhuga á íþróttum og þaö þarf að gera meira fyrir þá.
gott við borgina og það er að af
því hún er svo lítil þá getur ntaður
losnað við læti þegar maður vill.
Reykjavík býður upp á bæði ró-
legheit og dálítinn störborgar-
brag. Svo finnst mér götulífið
vera orðið svo skemmtilegt. Á
síðustu 2-3 árum hefur allt lifnað
við í gamla miðbænum. Ég hef
enga trú á því að það breytist með
tilkomu nýja miðbæjarins í
Kringlunni. Sá staður verður
kannski mjög vinsæll fyrst en ég
held að það verði bóla sem
springur.“
Finnst þér vera gert nóg fyrir
ungt fólk í borginni?
„Það er ekki mikið af skemmti-
stöðum sem unglingar geta farið
á en það er bara svo margt fleira
hægt að gera en að fara á
skemmtistaði. Maður bara
skapar sér það sjálfur. Ég hef
alltaf nóg að gera. Það er t.d.
hægt að ferðast heilmikið í ná-
grenni höfuðborgarinnar. Þetta
fer bara eftir því hvað fólk er
sjálfusérnóg. Mér leiðist aldrei.“
Verður þú vör við mikið af
„unglingavandamálum" í borg-
inni?
„Það snýr ekki að mér. Ég verð
ekki vör við svoleiðis. En þegar
borgin stækkar þá koma upp
fleiri og fleiri vandamál sem
fylgja mörgunt stórborgum. Dóp
og glæpir og svoleiðis hjá ung-
lingum.Núna er maður svo ör-
uggur hér, kannski of öruggur.
Það gerist eflaust fleira vont
hérna en maður fréttir af. Ég er
t.d. aldrei hrædd að vera ein úti á
nóttinni, en ég held að glæpum
fari fjölgandi. Maður er bara
alltaf svo blár hér. Þangað til
maður lendir í einhverju. Ég sá
t.d. mann liggjandi í blóði sínu
fyrir frantan Hótel Borg um síð-
ustu helgi. Hann hafði verið lam-
inn í spað. Manni krossbrá."
Hvað finnst þér um skólakerf-
ið?
„Ég þekki nú ekki nema minn
eigin skóla, MR. Og mér i'innst
skandall hvernig þessi gamli skóli
er látinn drabbast niður. Það er
ekkert gert fyrir hann. Kennt er í
5 húsurn og það er engin félagsað-
staða nema í kjallara sem hefur
ekki samþykki fyrir því að vera
notaður sem verustaður fyrir
fólk. Mér finnst að það þurfi að
hugsa betur unt þennan gamla
skóla.“
Kosningatrix
Hvað finnst þér um afniæli
Reykjavíkur?
„Ég hef verið að spá í það að nú
er afmælisár og þá vaknar allt til
lífsins. Gert er mikið út af öllu og
margt lagað og fegrað. Ég held að
allt þetta tilstand sé að miklu leyti
út af borgarstjórnarkosningun-
um nýafstöðnu. Þegar afmælið er
afstaðið held ég að fegrun borg-
arinnar og ýmsar betrumbætur
gleymist. Það er eitt sem mig
langar til að koma á framfæri að
lokum og það er að mér finnst
vera mikill skandall að trjálund-
urinn fyrir framan Borgarbók-
hlöðuna sem borgin fékk að gjöf
frá Skógræktinni fyrir stuttu er
látinn drabbast algjörlega niður.
Það er ekkert hugsað um
lundinn. Tré og opin svæði finnst
mér skipta miklu máli í borgum,“
sagði Sigrún Benedikz að lokunt.
SA
Ný rödd í Röddinni
Örstutt frétt af hljómsveitinni Röddin.
Röddin hefur fengið til liðs við sig nýjan söngvara. Hann
heitir Þórður Bogason og var áður í Þrek og hljómsveitinni F.
Einnig var hann í Hjálparsveitinni.
Röddin mun spila í Austurbæjarskólaportinu á afmælisdag
borgarinnar einhverntímann milli 2 og 6. Þar gefst fólki kostur á
að heyra í Röddinni í fyrsta sinn eftir mannabreytingarnar.