Þjóðviljinn - 15.08.1986, Síða 4
LEIÐARI
Sverð og skjöldur samviskufangans
„Á hverjum degi, alla daga vikunnar, má lesa í
dagblöðunum um einhvern sem hefur verið
fangelsaður, pyntaður eða líflátinn einhvers
staðar í heiminum vegna þess að ríkisstjórn
hans hefur verið andvíg boðun skoðana hans
eða trúarbragða". - Þetta eru orð breska lög-
fræðingsins Peters Berenson í grein sem hann
skrifaði í stórblaðið Observer fyrir réttum aldar-
fjórðungi. Grein Berensons bar yfirskriftina
„Gleymdi fanginn". Hún var rituð til að vekja
athygli fólks á ömurlegu hlutskipti alls þess
fjölda sem valdhafar um heim allan varpa í dýfl-
issur fyrir það eitt að láta ekki að skoðunum
þeirra sem hafa stjórnartaumana í sínum hönd-
um.
í grein sinni skoraði breski lögfræðingurinn á
alla góða menn að má þennan smánarblett af
ásjónu siðmenningarinnar. Ákalli hans var
svarað tveimur mánuðum síðar, þegar hópur
manna frá fimm löndum ákvað að stofna al-
þjóðasamtök til verndar mannréttindum hinna
gleymdu fanga. Samtökin hlutu nafnið Amnesty
International og eru aldarfjórðungsgömul á
þessu ári. Síðan hafa þau verið sverð og skjöld-
ur samviskufanga um alla veröld.
Höfuðmarkmið samtakanna er að vinna að
því að látnir verði lausir allir þeir sem svarthol
gistasökumskoðanasinna, litarháttar, kynferð-
is, þjóðernis, tungu eða trúarbragða að því til-
skildu að þeir hafi hvorki beitt né hvatt til ofbeld-
is. Amnesty International hefursérstaklega haft
sig í frammi fyrir hönd fanga sem eru hafðir í
haldi vegna stjórnmálaskoðana sinna, hvort
sem er austan hafs eða vestan. Sér í lagi hafa
samtökin lagt sig í líma við að tryggja þeim
réttláta meðferð fyrir dómstólunum.
Nú eru félagar í Amnesty International hálf
miljón talsins. Þeir eru búsettir í 161 þjóðlandi
og sérstakar landsdeildir eru starfandi í 40 þjóð-
löndum. Á íslandi var stofnuð deild úr Amnesty
árið 1974, og hér á landi eru nú yfir 800 félags-
menn. Það er sérstök ástæða til að hvetja alla
þá sem fylgja vilja fram þeim markmiðum Amn-
esty sem hér hafa verið tíunduð, til að Ijá sam-
tökunum stuðning sinn með því að gerast þar
félagar og efla þau með ráðum og dáð.
Auk þess sem Amnesty International berst
fyrir frelsi og réttlæti til handa einstökum föng-
um, þá skipuleggja samtökin einnig herferðir til
að knýja fram ástandsbót í löndum þar sem
stjórnvöld standa sig einstaklega illa. Með þeim
hætti hafa nýlega verið tekin fyrir lönd einsog
Pakistan, Chile, Júgóslavía og síðast Suður-
Afríka.
Herferðarstjóri Amnesty á íslandi hefur til
skamms tíma verið séra Jón Bjarman. í viðtali
við Þjóðviljann fyrr í vikunni sagði séra Jón að
árangurinn af starfi samtakanna væri tvímæla-
laust vel merkjanlegur. Fyrir þrýsting frá sam-
tökunum er samviskuföngum sleppt úr haldi, en
það eru þó aðeins hin beinu áhrif sem sjá má af
starfinu. Séra Jón telur að hin óbeinu áhrifin séu
ekki síður mikilvæg. Stjórnvöld í ýmsum
löndum, þar sem mannréttindi eru ekki í háveg-
um höfð, myndu eflaust ganga enn lengra í
valdníðslu sinni ef samtakanna nyti ekki við.
Á þessu ári hefur hæst borið í starfi Amnesty
International herferð samtakanna gegn
stjórnvöldum Suður-Afríku og mannréttinda-
brotum þeirra. í þeirri herferð er hvatt til þess að
komið verði á fót óháðri rannsókn á ásökunum
um að lögreglan hafi vegið óbreytta borgara í
mótmælaaðgerðum gegn aðskilnaðarstefn-
unni. Lagt er kapp á að stöðva, að fólk sé fang-
elsað að geðþótta ráðamanna, og að frelsa þá
sem teknir hafa verið til fanga vegna trúarskoð-
ana eða uppruna síns.
Herferðin gegn mannréttindabrotum suður-
afrískra stjórnvalda er einungis eitt dæmi um
gott starf á vegum Amnesty International. Það
er engum vafa undirorpið að samtökin hafa
unnið geysilega þarft starf. Ótrúlega margir ein-
staklingar um víða veröld geta þakkað þeim
frelsi sitt, - jafnvel líf. Amnesty International
hefur mikilvægu hlutverki að gegna, en til að
samtökin geti náð sem bestum árangri þurfa
sem flestir að leggjast á sveif með þeim,- ÖS.
KUPPT OG SKORIÐ
Brauð þitt þurrt
sem bréf
„Við okur reisir etiginn hús úr
traustum steini" er upphafið á ok-
urljóði Ezra Pound í þýðingu
Sverris Hólmarssonar:
við okur, synd gegn eðli,
er brauð þitt sem morkin tuska
er brauð þitt þurrt sem bréf,
án fjallahveitis, án safaríks korns
við okur breikka drœttirnir
við okur engar skýrar línur
og enginn maður finnur húsi
sínu stað.
í vikunni féll fyrsti höfuðborg-
ardómurinn í okurmálunum
kringum peningamanninn Her-
mann Björgvinsson. Lögfræðing-
ur nokkur var fundinn sekur um
að hafa grætt 350 þúsund krónur
með því að fela Hermanni að
okra á almenningi, taka himin-
háa vexti af fólki sem vítahringur
sívaxandi skulda hefur komið í
öngstræti.
Við okur
fer ull ekki á markað
sauðfé gefur engan arð við okur.
Okrið er drepsótt, okrið
sljóvgar nál í stúlkuhendi
og stöðvar snilld spunakvenna...
Og hver skyldi nú vera úr-
skurður SakadómsReykjavíkur í
þessu glæpamáli? íslensk lög um
okur kveða á um að svona menn
skuli sekta um okurgróðann
margfaldaðan með fjórum til
tuttugu og fimm, enda hér á ferð
það verk sem
...deyðir barn í móðurkviði
það dvelur biðilsför yngissveins
leiðir uppdráttarsýki til sœngur,
liggur
milli ungrar brúðar og brúðguma
CONTRA NATURAM
segir Pound, - gegn náttúrlegu
eðli, - og er síst kátur.
Etur alltíð,
alltíð soltinn
Jú, - Sakadómur komst að
þeirri niðurstöðu að það væri
„harkalegt" og „ósanngjarnt“ að
dæma manninn eftir landslögum.
Minnugir vorkunnarorða Morg-
unblaðsins um erfiðleika Haf-
skipsforkólfa við að rata um
frumskóg laga og reglna í við-
skiptum komu borgarjúristarnir
sér saman um að dæma kollega
sinn í minnstu sekt hugsanlega,
hina fjórföldu. Og drógu að auki
frammúr hillum sínum rykfallið
fordæmi um skilorð við sekta-
greiðslu, þannig að lögfræðingur-
inn okurgjarni þarf ekki að
greiða nema tæpan þriðjung sekt-
arinnar svo fremi hann stilli
braski sínu í hóf næstu þrjú árin.
Þeir hafa ekki setið undir Vída-
línsprédikun þessir gæjar:
En þegar satan finnur að hann
ekki neitt orkar með efaseminni
eður oftraustinu ... þá tekur hann
til þess sem hann vissi að sterkast
var, sem er óleyfileg girnd til
auðœfa og metorða ... Eg með-
kenni að góss og peningar eru stór
guðs gáfa þegar þau eru af guðs
hendi meðtekin og ekki hrifsuð af
munni síns náunga, hins fátœka,
ekkjunnar og hins föðurlausa. En
eigi eru þau þess verð að falla á
kné fyrir andskotanum ... Hin
grimmu villidýrin á mörkinni
hafa sinn vissati skammt, og þau
taka ekki bráðin.a nema hungruð.
En græðgi hins fégjarna tekur
aldrei enda. Hann etur alltíð og er
þó alltíð soltinn.
Rétt lög sem
rituð finnast
Því verður þó engan veginn
neitað að í sakadómnum um ok-
urmanninn felst svosem einsog
ein skreppa réttlætis. Lögfræð-
ingurinn fégjarni er nefnilega
sýknaður af fjórum ákæruliðanna
vegna þess að hann gerir ekki
annað en ganga í fótspor valds-
manna; Seðlabanki íslands var
hinsvegar í Sakadómi Reykjavík-
ur fundinn sekur um að brjóta lög
um auglýsingu hámarksvaxta, og
bankastjórar hans með sjálfan
Jóhannes í brodd' fylkingar eru
þarmeð á óvæntan hátt komnir á
sakabekk við hliðina á Hermanni
og félögum. Og ákærandinn er
íslenskur almenningur:
Sakborningi er spöruð há fjár-
hœð vegna vanrækslu bankans,
en hinn almenni borgari í
landinu, í langflestum tilfellum
fólk sem er að kaupa íbúð, verður
að sœta því að greiða háar fjár-
hœðir umfram það sem þeim bar
vegna þessarar sömu vanrœkslu
Seðlabankans,
segir Guðrún Helgadóttir í
Þjóðviljanum í gær, og lýsir
ábyrgð á hendur bankastjórum
Seðlabankans og á hendur Þor-
steini Pálssyni, „sem setti þetta
svokallaða vaxtafrelsi á stað. “
Raunar er sakadómurum í
Reykjavík vorkunn. Það er ekki
langt síðan forsætisráðherra og
fjármálaráðherra landsins lýstu
því yfir í sameiningu að umbylt-
ing fjármálakerfisins í markaðs-
hyggjuátt krefðist endurskoðun-
ar og mildunar á þeim okurlögum
sem dæmt er eftir, - og bætast nú
æ fleiri í Hermannshóp. Loka-
dómurinn er drottins, segir
Hallgrímur, en það væri þar fyrir
ekki úr vegi að okurlögfræðing-
um, okurdómurum og okurráð-
herrum yrði í yfirbótaskyni gert
að læra utanbókar fjórða vers úr
25. Passíusálmi um aðra dómara
og aðra höfðingja:
Rétt lög sem rituð finnast
rangfœrðu Júðar hér.
Oss ber þar á að minnast.
III dœmi forðumst vér.
Dómurinn drottins er.
Hinn þó með heiftum klagi
og hreinan sannleik aflagi,
sjái valdsmenn að sér. _m
DJOÐVIIJINN
Máigagn sósíalisma, þjóðfrelsís
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi; Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Frótta8tjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaöamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs-
dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, Sigur-
dórSigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir),
Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir.
Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
t Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
f Helgarbiöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 450 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. ágúst 1986