Þjóðviljinn - 16.08.1986, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.08.1986, Síða 2
FRETTIR Landlœknir Þar mætti spara Ólafur Ólafsson landlæknir: Á síðustu 10 árum hafa 120 lœrbrot og 340framhandleggsbrot komið til meðferðar á slysadeild Borgarspítalans. Hálka á gangstéttum áþarna stœrstanþátt Eg skrifaði Borgarráði þetta bréf til að benda mönnum á að með því að hætta að ryðja snó af götum yfir á gangstéttar yfir vet- urinn mætti spara stórfé. Og ég segi þetta í ljósi þess að á Er ekkitilvalið að gerast áskrifandi? DJÓÐVIIJINN sl. 10 árum hafa átt sér stað 120 lærbrot og 340 framhandleggs- brot, sem lang flest má rekja til hálku á gangstéttum yfir vetur- inn. Þegar það er svo skoðað að hver sá sem lærbrotnar liggur í 3 vikur á sjúkrahúsi, þar sem da- gurinn kostar 10 þúsund krónur, þá hygg ég að það sé sparnaður að því að fjarlægja snjóinn í stað þess að ryðja honum uppá gangs- téttar. Þetta sagði Ólafur Ólafsson landlæknir aðspurður um bréf sem hann sendi borgarráði og var til umfjöllunar hjá því nýlega og var vísað til heilbrigðisráðs. Ólafur sagðist raunar hafa skrif- að forráðamönnum nágranna- sveitarfélaganna samskonar bréf. Ólafur sagðist ekki vita hvað það kostar að moka snjo af göt- um á bíla, en menn þyrftu að huga að því hvort ekki væri ódýr- ara að gera það, þegar eitt lær- brot kostar ekki undir 200 þús- und krónum bara í sjúkrahús- legu. Þá er eftir að reikna vinnut- ap og tryggingabætur, jafnvel endurhæfingu og fleira. -S.dór Hlaðvarpinn Nýstáriegt happdrætti Liður í styrktarsjóðifyrir unga listamenn r | Hlaðvarpanum hefur verið stofnaður styrktarsjóður fyrir unga listamenn. Til fjármögn- Stjórnunarfélag íslands hefur ákveöiö aö efna til alhliða endurmenntunarnám- skeiös. Námskeiðið er einkum hugsað fyrir þa sem hyggjast breyta um starf eða eru að hefja störf að nýju eftir lengra eða skemmra hlé. Fjölbreytt námsefni og mjög hæfir leiðbeinendur sem eru sérfræðingar hver á sínu sviði. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja afla sér hagnýtrar þekkingar á sviði verslunar og viðskipta. Æskilegt er að þátttakendur hafi góða grunnmenntun og/eða starfsreynslu. Kennsla skiptist í 4 svið: a. Sölu- og markaðssvið 2. Stjórnunarsvið Sölutækni a. Stjórnun og samskipti við starfsmenn Markaðssókn b. Stjórnun fyrir nýja stjórnendur Skjalagerð c. Viðtalstækni íslensk haglýsing d. Verðútreikningar og tilboðsgerð e. Bókfærsla Tölvusvið f. Skjalavistun Grunnnámskeið á tölvur Ritvinnsla 4. Málasvið Gagnagrunnur a. Ensk verslunarbréf Áætlanagerð b. Enska í viðskiptum og verslun MEGINÁHERSLA VERÐUR LÖGÐ Á TVÖ FYRSTU SVIÐIN Kennsla hefst 8. september nk. og stendur til 24. október, alls 7 vikur. Kennt verður alla virka daga frá kl. 8.00 til 15.00 í húsakynnum SFÍ að Ánanaustum 15. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEiTIR STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS ÍSÍMA 91-621066 Stjórnunðrfélag íslðnds Ánanaustum 15 - Simi: 6210 66 unar er nú hafið nýstárlegt happ- drætti og er vinningur glæsileg bifreið af gerðinni Nissan Sunny, árgerð 1987. Súsanna Svavarsdóttir og Guð- rún Jónsdóttir kynntu happ- drættið og sögðu frá hinum ný- stofnaða styrktarsjóði, en þær eiga sæti í nefnd hans. Happ- drættið fer þannig fram að aðeins eru seldir 1000 miðar í senn og þegar sölu þeirra er lokið er dreg- ið, þannig að aðeins kemur vinn- ingur á seldan miða. Vinningsvon er því harla góð og vonast for- svarsmenn sjóðsins eftir góðum viðtökum fólks. Aðspurður um fyrirkomulag hins nýja styrktarsjóðs, sögðu þær að fyrirhugað væri að veita tveimur listamönnum á ári styrk úr sjóðnum, eða sem nemur 20% af fjármagni hans en 80% verður varið til að reka vinnu- og sýning- arsvæði. Mögulegir styrkhafar verða að hafa unnið að list sinni í a.m.k. fimm ár. Útbúin verður vinnu- og sýningaraðstaða í Hlaðvarpanum þar sem lista- menn geta fengið inni gegn vægri leigu. Miðasala er hafin og fer fram í Hlaðvarpanum og víðar í bænum og stendur yfir þar til allir miðar hafa selst. Miðaverð er 1000 kr. -GH Háskólinn Geysileg fjölgun Nemendum hefurfjölgað um helming á sex Igær sögðum við frá því að nefnd sem skipuð var af menntamálaráðherra til að gera tillögur um fjárlaga- og þróunar- áætlun fyrir háskólann næsta ár hefur skilað áliti sínu og tillögum. í skýrslu þessari sem telur yfir 30 síður er margt fróðlegt að finna Meðal annars kemur fram að fjölgun nemenda í Háskólanum hefur verið jafnmikil á síðustu sex árum og á sextíu árum áður. Hefur nemendum fjölgað um 1500 frá 1979 eða um 50%. Þró- unarnefnd háskólaráðs sem skipuð var 1983 telur að nemend- um muni enn fjölga á næstu árum en þeir voru 4.394 á vormisseri arum 1985. Spáð er fjölgun nemenda um 1.000 manns á næstu þremur árum og að heildarfjöldi þeirra verði því um 5.500 árið 1988. Eftir það er gert ráð fyrir að ne- mendafjöldi verði nokkurn veg- inn óbreyttur næstu þrjú árin. Ástæður þessarar miklu fjöl- gunar eru helstar þessar: Stærð fæðingarárganga, mikil fjölgun þeirra er taka stúdentspróf, aukin innritun nemenda sem hlekkist á í prófum og fjölgun nemenda með eldri stúdentspróf. Þess má geta að þriðji hver tví- tugur íslendingur lýkur nú stú- dentsprófi. -vd. Útboð Niðurfelld loft og lampar Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir tilboði í niðurfelld loft og lampa fyrir verslanir á 1. og 2. hæð norðurhúss í verzlanamiðstöð í Kringlumýri í Reykjavík. Tilboð óskast í eftirtalið efni: A. Málmpanilloftfyrirl.hæð 2000 m2 B. Málmplötuloftfyrir2. hæð 1525 m2 C. Lampa fyrir 1. hæð 333 m2 D. Lampafyrir2. hæð 78 m2 Útboðsgögn verða afhent hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Ármúla 4, Reykjavík frá og með þriðjudeginum 19. ágúst 1986 gegn 3.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Hagkaups hf., Lækjargötu 4, Reykjavík fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 23. sept- ember 1986 en þá verða þau opnuð þar að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. HAGKAUP HF., Lækjargötu 4, Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.