Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Samningar HP dæmt í Hafskipsskuld Greinar HP um Hafskipsmálið olluþvíað Hafskip rifti munnlegum auglýsingasamningi ogfór ískulda- mál við blaðið. HP dœmt á tœknilegumforsendum til að borgaþrotabúinu um 250þúsund. Björgólfur reyndiað stöðvafyrstuHP- greinina með tilvísun til samkomulagsins Helgarpósturinn skuldar þrota- búi Hafskips 250 þúsund krónur eftir að dómur féll í sumar fyrir undirrétti í Reykjavík í máli sem Hafskip höfðaði á hendur blaðinu um greiðslu fyrir papp- írsflutning. Upphaflega hatði ver- ið samið munnlega um greiðslu með auglýsingum í blaðinu en eftir að HP hóf fræg greinaskrif um Hafskipsmálið ákváðu for- ráðamenn skipafélagsins að fara innheimtu- og dómsleið í þessum viðskiptum. Helgarpóstsmenn hafa enn ekki ákveðið hvort mál- inu verður áfrýjað. í undirrétti var útgáfufyrirtæki Helgarpóstsins, Goðgá hf., dæmt til að greiða Hafskip 160 þúsund Kaupið Hækkun um 3,39% Þann 1. september hækka al- menn laun um 3,39%. Sam- kvæmt kjarasamningum í febrú- ar sl. áttu laun félaga í BSRB og ASÍ að hækka um 3% 1. septemb- er en vegna 0,38% hækkunar framfærsluvisitölu umfram það sem ráð var fyrir gert bætist sú hækkun við hin umsömdu 3%. Að teknu tilliti til 3,39% hækk- unar launa frá 1. september benda áætlanir til þess að á 3. ársfjórðungi verði kaupmáttur taxtakaups svipaður eða lítið eitt lakari en gert var ráð fyrir í febrú- ar. - G.Sv. Háskólinn Bókarými á þrotum Það kemur fram í skýrslu nefndarinnar um fjármál há- skólans að bókakaupafé Há- skólans er naumt skammtað og aðstaða öll til rekstrar bókasafns og lestrar bágborin. Ljóst sé að Háskólabókasafn flytjist ekki í Þjóðarbókhlöðu fyrr en að nokkrum árum liðnum og verði því að huga að bráðabirgða- lausnum því allt bókarými sé á þrotum. Nefndin telur að lágmarks- aukning í öflun bóka í samræmi við vöxt háskólastarfseminnar verði áætluð 200 bækur á ári til 1989, þannig að keyptar verði allt 3.400 bækur það ár. Æskilegt markmið er hins vegar að mati nefndarinnar að keyptar verði 6.200 bækur á árinu 1989, eða aukning bókakaupa um 600 bækur á ári fram til 1989. Einnig er mælt með mikilli aukningu tímaritakaupa. _ vd. Reykjavíkurflugvöllur Listflug Franska listflugsveitin sem væntanleg var til landsins í gær- kvöldi tafðist vegna bilunar í einni vélinni, en mætir galvösk í kvöld klukkan sjö á Reykjavíkur- flugvöll og sýnir listir sínar yfir vellinum. króna skuld sem nú er með vöxt- um og málskostnaði orðin um 250 þúsund. Hákon Hákonarson framkvæmdastjóri Goðgár frá ársbyrjun 1985 sagði Þjóðviljan- um að fyrir tveimur árum hefðu Helgarpóstsmenn farið að íhuga eigin innflutning á pappír. Vorið 1984 hittust forstjóri Hafskips, Björgólfur Guðmundsson, og rit- stjóri Helgarpóstsins, Ingólfur Margeirsson, senr einnig er stjórnarmaður í Goðgá, og gerðu með sér munnlegt samkomulag um að Hafskip flytti pappír fyrir Helgarpóstinn og fengi greitt með auglýsingaplássi í blaðinu. Hákon segir að slík vöruskipti hafi verið forsenda þess að inn- flutningurinn reyndist hag- kvæmur, með beinum peninga- greiðslunt hefði innflutt pappírs- kíló reynst fjórum krónum dýr- ara en hjá íslenskri heildsölu. í stórurn dráttum er gangur málsins síðan sá að Hákon fram- kvæmdastjóri stöðvar innflutn- inginn eftir að hann tekur við og vill fá skriflegan hinn munnlega samning, enda höfðu engar auglýsingar birst, og innheimtu- deild Hafskips sent blaðinu reikning án tillits til samkomu- lags ritstjórans og forstjórans. I mars ’85 er haldinn fundur um málið, og kom þar fram að Haf- skipsmenn hefðu ákveðið að rifta öllum auglýsingasamningum vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Um það hafði Helgarpósturinn ekki verið látinn vita, en á fund- inum voru höfð uppi góð orð um lausn. Helgarpósturinn hóf greina- skrif sín um Hafskipsmálið í júní 1985, og að birtum þremur Haf- skipsgreinum barst HP inn- heimtubréf frá lögfræðingi Haf- skips. Þessu bréfi var svo fylgt eftir með stefnu. Eftir að Helgarpóstinum barst bréf lögfræðingsins hringdi fram- kvæmdastjóri Goðgár, Hákon Hákonarson, í yfirmann mark- aðsdeildar Hafskips, Jón Hákon Magnússon, til að ræða þessi mál, og sagði Jón þá við Hákon að ef aðeins ein grein hefði birst hefðu Hafskipsmenn sennilega staðið við fyrra samkontulag, en úr því að um. framhaldsskrif væri að ræða yrði málið að ganga þessa leið, þ.e. til dómstóla. Hákon Hákonarson sagði einnig í samtali við Þjóðviljann að daginn áður en fyrsta HP- greinin birtist hefði hann verið boðaður á fund Hafskipsmanna til að ræða skuldamálin. Björg- ólfur forstjóri hefði þá rifjað upp fyrra samkomulag sitt við HP, og jafnframt beðið Hákon að reyna að stöðva greinina. Dómur féll í málinu fyrir rétt- arhlé í sumar, og þótti dómurum að sönnunarbyrði um hið munn- lega samkomulag hvíldi á Helg- arpóstinum, og hefðu HP-menn ekki sannað nægilega samkomu- lagsatriði, þótt víst væri að um samkomulag hefði verið að ræða. Útgáfufélag Helgarpóstsins tap- aði síðan málínu á þeint tækni- legu forsendum að fyrrverandi framkvæmdastjóri hafði ekki formlega mótmælt fyrsta rukkun- arbréfinu frá innheimtudeild Hafskips. Er þrotabú skipafélagsins nú kvartmilljón ríkara úr óvæntri átt. -m Skákþáttur Hraðskák Allt velturá veðrinu 15. mótið í útitaflmóti tímarits- ins Skák fór fram við útitaflið í Lækjargötu í gær en keppnin er á milli bæjar- og sveitafélaga á landinu sem senda fulltrúa á stað- inn. Jóhann Þórir Jónsson, sem staðið hefur að skipulagningu þessara móta sem og ýmissa ann- arra skákmóta, sagði að þátt- takan hefði verið mjög góð. Alls hefðu 40 manns skráð sig og að það væri mjög gott miðað við það að þátttakendur eru ekki boðaðir með fyrirvara heldur er boð látið út ganga samdægurs. Þetta veltur jú allt á veðrinu. Jóhann sagði jafnframt að skákmótið færi fram alla góðviðrisdaga fram á haust. - K.ÓI. Þátttakan á útiskákmótinu var góð og margt manna var mætt á staðinn til þess að fylgjast með. Neðst til vinstri á myndinni má sjá Jóhann Þóri drepa peð og leggja drög að stórsókn sinni. Mynd: KGA. Illt er að eggja obilgjaman í áttundu skákinni hefði Karpoff betur minnst þessa spakmælis Grettis Ásmundarsonar forðuin. Áskorand- inn hugðist fella heimsmeistarann með hans eigin vopnum og valdi af- brigði sem Kasparoff hafði teflt gegn honum í síðasta einvígi þeirra félaga. Kasparoff beið ekki eftir endurbót Karpoffs í eigin taflmennsku heldur stýrði taflinu út í lygnari sjó. En þá hlcypti Karpoff taflinu upp og hirti hættulega peðsfórn heimsmeistarans. Kasparoff nýtti vel færi sín í skiptum fyrir peðið og náði óstöðvandi sókn. Karpoff féll þannig sálfræðilega á eigin bragði og það getur orðið hon- um dýrkeypt ef hann ætlar að ögra Kasparoff aftur með að láta Kaspa- roff hafa geigaf eigin vopnum, a.m.k. varð íslcnskum fornkappa hált á því. Hvítt: Kasarpoff Svart: Karpoff Drottningarbragð 1. d4 - d5 4. cxd5 - cxd5 2. c4 - e6 5. Bf4 - ... 3. Rc3 - Be7 Þessa stöðu hafa þcir félagar oft haft fyrir framan sig og stýrt hvíta og svarta liðinu á víxl. Þeir taka nú upp þráðinn frá einvíginu í Moskvu þar sem þrjár skákir í röð tefldust einmitt svona, 20.-22. skákin. 5. ... - Rf6 Karpoff gengur núna í smiðju hjá heimsmeistaranum nýja en áður hef- ur hann jafnan leikið 5. - c6 eins og t.d. í 21. skákinni í fyrra. Kasparoff lék hins vegar eins og Karpoff gerir núna í 20. og 22. skákinni. Leikurinn 5,- c6 leiddi til snarpra átaka í 21. skákinni þar sem Karpoff mátti þakka sínum sæla fyrir jafntefli. Áskorandinn og hinn fallni heims- meistari, Karpoff, hefur greinilega lært sitt af hverju af heimsmeistaran- um nýja því að nú ætlar hann sér greinilega að koma honum á kné með eigin vopnum. Sálfræðilega er því erf- itt fyrir Kasparoff að þurfa að tefla gegn sjálfum sér í bessari skák. 6. e3 - 0-0 7. Bd3 - c5 Kasparoff víkur strax út af tafl- mennsku Karpoffs í 22. skákinni en þar varð framhaldið 7. Rf3 Bf5 8. h3 c6 9. g4 Bg6 og staðan varð flókin og hvítur (Karpoff) vann að lokum. Það er engu líkara en Kasparoff kæri sig ekkert um að fá að sjá endurbót Karpoffs á taflmennsku svarts því rær hann nú á rólegri mið. í því fellst að vísu örlítill sálfræðilegur ósigur. Leikurinn er vitaskuld alls ekki slæm- ur þvíað hann hindrar flækjurnarsem koma upp eftir 7. Rf3 Bf5. BRAGI HALLDÓRSSON 8. Rf3 - Rc6 ii. h3 - BxO 9. 0-0 - Rb4 12. Dxf3 - d4 10. dxc5 - Bxc5 Karpoff er fljótur að grípa tækifærið til að losa sig við staka peðið. 13. Re4 - Be7 15. rk3 . 14. Hadl - Da5 Þessi leikur er peðsfórn. Fyrir hana fær hvítur sóknarfæri og skjótari lið- skipan. 15. ... - dxe3 16- fxe3 - Dxa2 Karpoff er greinilega í miklum víga- hug. í fyrri einvígjunum var hann ávallt ragur við að þiggja peðsfórnir Kasparoffs en nú ætlar hann sér að láta Kasparoff standa fyrir máli sínu og sanna réttmæti fórnarinnar. 17. Rf5 - De6 19. Dh5! - g6 18. Bh6! - Re8 Eini Ieikurinn. Hvítur hótaði 20. Bxg7 og síðan rnáti á h7. Hrókurinn á f8 er núna í uppnámi. 20. Dg4 - Re5 21. Dg3 - Bf6 22. Bb5!! - ... Snilldarlegur leikur. Kasparoff hirðir ckkert um skiptamuninn heldur vill hann halda sókninni áfram. Svartur mætti sæmilega vel við una eftir 22. Bxf8 því að þá hefur hann peð upp í skiptamuninn og trausta stöðu en hvítu peðin á b2 og e3 eru veik og líklegt er að svartur hafi þá lítið að óttast. Með textaleiknum hrekur hvítur drottninguna á e6 úr vörninni. 22. ... - Rg7 25. Rxg7 - Dxb5 23. Bxg7 - Bxg7 26. Rf5 - Had8 24. Hd6 - Db3 27. Hf6 - Hd2 Örvænting, en ekki er auðvelt að benda á vörn í stöðunni. Til þess eru veilurnar í kóngsstöðunni of miklar. 28. Dg5 - Dxb2 29. Khl - ... Þegar svona hæglætislegir kóngsleikir eru sóknarleikir segir það ekki nema eitt: Staðan er gjörunnin. 29. ... - Kh8 30. Rd4 - Hxd4 31. Dxe5 Og í þessari vonlausu stöðu féll Karp- off á tíma. Staðan í einvíginu er nú þannig að Kasparoff hefur náð foryst- unni að nýju. Eftir hclgi tekur Jón félagi rninn að nýju við þættinumeftir þetta frumhlaup mitt. Laugardagur 16. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.