Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 7
Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur með hina nýju bók, (Mynd: E.ÓI.). Frœði Island er gósenland sagnfræðingsins Spjallað við Þórunni Valdimarsdóttur um nýja bók hennar um búskaparhœtti ÍReykjavík 1870-1950 Síðustu dagana fyrir afmælis- helgina gaf Sögufélagið út sjötta ritið í ritröðinni „Safn til sögu Reykjavíkur". Sú bók er eftir Þór- unni Valdimarsdóttur sagn- fræðing og ber heitið Sveitin við sundin og fjallar um búskapar- hætti í Reykjavík á árunum 1870- 1950. Þórunn var spurð um bók- ina og hvernig aðdragandi henn- ar væri: „Hugmyndina að þessari bók á Eðvald B. Malmquist, sem nú er látinn. Hann var formaður Jarð- ræktarfélags Reykjavíkur, sem eitt sinn var voldugt félag. Eð- vald datt í hug að það þyrfti að skrifa jarðræktarsögu og hafði samband við Sagnfræðistofnun. Ég var þá að leita mér að efni í kand.mag. ritgerð og Björn Þor- steinsson fann á sér að þetta væri eitthvað fyrir mig. Það varð úr að ég skrifaði urn þetta, hafði gaman af þessu þegar ég fór að skoða þessi mál og ritgerðinni lauk ég 1983. Síðan var minnst á að gera úr þessu bók í ritröðina, Jón Guðnason leiðsögukennari ntinn stakk upp á því og síðan fékk ég tvisvar styrk úr Vísindasjóði og vinnan við þessa bók hefur tekið á þriðja ár. Ég byrjaði mína athugun á jörðinni sjálfri. Skoðaði lóðir og erfðafestulönd og landsins gæði. Þar næst leit ég á ræktunina, hverjir ræktuðu og hvernig, og síðast skoðaði ég afurðirnar og það er lengsti og skemmtilegasti kafli bókarinnar. Þar fjalla ég um mjólk, kjöt, hunda, hesta, hænsni, garðyrkju, mótekju og salernisáburð.“ - Ha? „Já, salernisáburður var álitinn besti áburðurinn og hér var stofn- að Áburðarfélag Reykjavíkur sem sótti þetta í kamrana. Síðan þegar bærinn tekur að sér þessa hreinsun, svona um 1912, voru mjög margir á móti því og töluðu um nauðungarhreinsanir. Fólk vildi gera þetta sjálft ókeypis. Þetta var hreinsað vikulega og farið með í gryfju utan við bæinn þannig að þeir sem vildu áburð gátu nálgast hann á vísum stað. Þá voru einnig miklar deilur um salernisaðstöðu. Verkafólk við höfnina hafði til dæmis enga að- stöðu, og það eru til ýmsar mynd- rænar lýsingar á því þegar karl- arnir voru að kasta af sér vatni við bryggjurnar. Valgarð Breið- fjörð, sá sem byggði Fjala- köttinn, gagnrýndi þetta harka- lega og um 1910 var sett upp sal- erni við höfnina. Mjólkin of dýr Það má bæta við upptalning- una að framan um landsins gæði, að þá taldist grjót til lífsgæða. Á fyrri hluta vetrar var oft atvinnu- leysi og þennan tíma unnu menn í grjótnámi og komu því í verð. Það var notað í hús, garða, leg- steina, ballest skipa og margt fleira og drjúg tekjulind fátækum heimilum.“ - Efþú segðir mér aðeins meira um afurðirnar? „Búskapur í Reykjavík fyrir aldamót snerist að mestu um mjólk. Vegna ýmissa aðstæðna, meðal annars þeirrar að ekki var hægt að fara með mjólk á hestum yfir Hellisheiði, áttu margir heldri borgarar í Reykjavík kú. Þá var mjólkursala ekki hafin og tómthúsmenn neyttu hreinlega ekki mjólkur. Hún var of dýr ef eftir henni var falast. Þeir höfðu hins vegar hross, sem gengu sjálf- ala og leigðu bænum, ferða- mönnum eða mótekjumönnum. En verkamenn á þessum tímum hlupu á milli í alls kyns vinnu, en gátu bjargað sér á landsins gæð- um, til dæmis skorið mó og selt. Uppúr 1930 verða eiginlega tímamót. Þá verður offramboð á mjólk sem leiðir til skipulagning- ar á sölu mjólkur. Annars var mikill búskapur í Reykjavík al- veg fram á seinna stríð og mestur á kreppuárunum, en menn fóru að gefa hann upp á bátinn þegar bretavinnan kemur til sögunnar. Skil dreifbýlis og þéttbýlis verða þá gleggri. Nokkrir halda áfram, en smám saman fer landið undir hús. En það má ekki gleymast að ræktun þessa fólks sem stóð í bú- skap, gerði landið í Reykjavík byggilegt. Það þurrkaði það upp vegna ræktunar og tíndi grjótið. Borgariandið skiptist nánast jafnt í mýrar og grjótholt og mýr- arnar varð að rækta. Á kreppuár- unum voru handgrafnir miklir skurðir, mannhæðaháir í at- vinnubótavinnu. Hanar og skólapiltar Útlendingur sem kom til Reykjavíkur um 1890 sagði eink- um tvennt einkennilegt við bæ- inn: skólapilta og liana. Hænsnarækt var töluverð í Reykjavík, en það ber að minn- ast þess að hvorki garðyrkja né hænsnarækt voru á þessum tím- um hefðbundnar landbúnaðar- greinar. Árið 1920 eru tólf þús- und hænur á landinu, þar af tvö þúsund í Reykjavík. Þetta marg- faldast á kreppuárunum og var komið uppí sjö þúsund í Reykja- vík. Fram að því hafði verið inn- flutningur á eggjum og margir hneyksluðust þá á því. En eins og oft kemur fram, þá er eins og neyðin kenni mönnum alltaf eitthvað. í þessu tilfelli að rækta þau hænsn sjálf sem við þurfum. Eggin eru á þessum tímum þéttbýlismatur og hænsnakjöt álitið argasta óæti. Það er ekki fyrr en á þriðja áratugnum, með stórbúum og aukinni siðmenn- ingu sem ntenn fara að fá lyst á þvíkjöti. Hænurnar voru hafðar í húsagörðum manna. Þeim var hins vegar bannað að ganga lausurn frá 14. maí til 1. ágúst, vegna þess að þær voru taldar vinna spjöll á görðum, en máttu ganga lausar á veturna. Hrossin fóru of hratt Hrossin voru líka sett undir lög. Þau voru talin hættuleg um- ferð og stundum vegfarendum. Viðkvæmu fólki stóð ekki á sama og Þorsteinn Erlingsson skáld lýsir í blaðagrein, þegar hann sá lítið barn missa boltann sinn af hræðslu við tvo hesta sem voru að gantast eitthvað rétt hjá. Svona atriði sér maður mikið í bréfum bæjarbúa til bæjarfógeta, þau eru alveg dásamleg lesning. Búendur við Laugaveg þurftu oft að bera inn börn vegna þess hve hestarnir fóru hratt niður götuna. Þetta þykir eflaust ótrúlegt á bílaöld, en svona var þetta. Það þurfti að setja aukalögreglu við Laugaveg tilþess að hægja á hestunum. Þeir voru kannski langt að komnir og galsi í þeim, þannig að þeir hafa sprett úr spori síðasta spölinn. Kaupmenn byggðu hestatorg við verslanir sínar, einkabílastæði þess tíma, og þessi hestaport kaupmanna fylltust mjög oft, sér- staklega yfir lestamannatímann þegar bærinn var fullur af bænd- um. Kattaskinn til sölu Mér sýnist líka að ég hafi fund- ið viss rök með hundahaldi. Hundar virðast hafa orðið óvin- sælir vegna sullaveikinnar, því þeir báru sull sökurn hins sér- stæða sambands hunda, fjár og manna. Menn reyndu alltof lítið að setja ormalyf í hundana, en árið 1890 voru hækkaðir liunda- tollar sem fáir höfðu efni á, hund- um snarfækkar og 1924 var hund- ahald svo bannað. Nú er sullur úr sögunni og hundarnir komnir aft- ur. En það er merkilegt að kett- irnir komast hvergi í skjölin. Ég fann engar heimildir um þá nema auglýsingu um kattaskinn til söiu. Reykvíkingar þurftu hins veg- ar ekki sauðfé, en keyptu sér á haustin kind í matinn og henni var slátrað við bæjardyrnar. Sér- stakir slátrarar gengu á milli. Bæjaryfirvöld banna árið 1879 að skurðurinn megi sjást og smám saman hverfur þetta úr augsýn. Heilbrigðiseftirlit kemst á og al- mennt eftirlit með kjötsölu. Það má líka minnast á að útflutningur á smjöri og kjöti hófst snemma á öldinni og hafði góð áhrif. Þessar vörur voru ómarkaðshæfar fram til aldamóta, en með smjörverð- launum og fleiru slíku auk stýr- ingar Búnaðarfélags íslands batnaði þetta. Þessi bók er má segja hvers- dagssagnfræði. Það eru tínd fram smáatriði hins daglega lífs. Ég tek upp allt sem ég fann um búskap, sem er vítt hugtak. Þetta er saga sem menn höfðu fyrir augunum en var of sjálfsögð til að lýsa. Fólk veit oft lítið um bæjarlífið á þessum tímum. Kannski vita fleiri hvernig London leit út um aldamót en Reykjavík, því við eigum svo lítið af kvikmyndum. Fólk þekkir sveitalífið og torfbæ- ina en byrjunarár Reykjavíkur eru meira í myrkri. Annars er ísland gósenland sagnfræðingsins. Við erum svo fá. Maður er að opna heilu skjal- apakkana, sem maður fær á til- finninguna að enginn hafi opnað í heila öld og verður skítugur upp að olnboga af ryki.“ - pv. Laugardagur 16. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.