Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 8
Afmæli Ólafur Friðriksson Hundrað ár frá fæðingu hans - Var „uppkastið“ mikið rætt í Kaupmannahöfn? - Já, það var mikið rætt. Frið- rik VIII. hafði í ræðu á Kolviðar- hóli minnst á „mine to riger“. Við héldum þess vegna, að við ættum að fá nokkuð mikið frelsi. Um kvöldið, er ég heyrði fyrst um uppkastið, var ég ákaflega mikið á móti því. En þegar daginn eftir, sem var sunnudagur, er ég sá undirtektir íhaldsblaðanna, sá ég, að það var stórbót að því. Þá snerist ég. Ég hafði eiginlega fylgt gamla Sjálfstæðisflokknum, en þá fylgdi ég engum flokki. - Gekkstu í einhver félög í Kaupmannahöfn? - Ég gekk í danskt þjóðmála- félag, Oplysningsselskab. Fé- lagið rak lestrarstofu, málfunda- félag og setustofu. Þarna komu alls konar menn, en mest þó verkamenn. Margir voru sósíal- demókratar. Fundirvoru haldnir vikulega nema á sumrin. Þá lágu þeir niðri. Ég kynntist því þann- ig, að það stóð fyrir fyrirlestrum á vetrum. Þeir voru auglýstir og ég sótti þá. Þar kynntist ég snemma dönskum prentara, sem verið hafði á íslandi og víðar, t.d. í Argentínu. Ég gekk síðan í fé- lagið. Mér til mikillar undrunar var ég eitt árið kosinn formaður málfundafélagsins, sem var undirfélag þess. Þá var það, að ég fékk eitt sinn nokkuð kunnan jafnaðarmann, sem var forystu- maður ungra jafnaðarmanna, til þess að tala um jafnaðarstefn- una. Þegar ég heyrði hann skýra jafnaðarstefnuna, sá ég, að ég var jafnaðarmaður, eins og hann skilgreindi hann. Og ég var að frétta, að íslenska þjóðin væri að ganga í þá áttina, að það væri að verða meiri munur á ríkum og fátækum en áður hafði verið. Það þótti mér illa farið. Ég sá, að ís- lendingar gætu ekki fengið fjár- magn, nema með ábyrgð ríkisins. Þá væri réttara, að ríkið ætti þau fyrirtæki, sem peningarnir gengju til, heldur en að stofnuð yrðu hlutafélög. - Að þessu vék ég í grein í Eimreiðinni 1910. - Reyndirðu að telja aðra ís- lendinga á þitt mál? - Éghélteitterindiumjafnað- arstefnuna í félagi íslenskra stú- denta í Kaupmannahöfn. Þar voru tveir bræður, sem tóku mikið fram í fyrir mér. Þeir hétu Ólafur og Kjartan. Eftir fundinn kom til mín ungur maður, sem sagðist vera jafnaðarmaður. Hann gekk heim á leið með mér. Hann kvaðst heita Héðinn Valdi- marsson. - Gekkstu í danska sósíal- demókrataflokkinn? - Nei, nei. Ég sá fram á það, að það yrði sagt, þegar ég kæmi heim og boðaði jafnaðarstefn- una, að Danir hefðu sent mig, ef ég gerðist handgenginn dönskum sósíaldemókrötum. Ég sótti fundi hjá þeim og heyrði marga forystumenn þeirra halda ræðu, meðal þeirra Stauning og Borg- bjerg. - Fékkstu fljótlega áhuga á að boða jafnaðarstefnuna á íslandi? - Nei, það kom smátt og smátt. Ég bjóst satt að segja við, að allir almennilegir menn yrðu á sama máli og ég. - Hvenær fórstu að hugsa til heimferðar? - Síðsumars 1914 skall heimsstyrjöldin á. Öll blöð fylltust af stríðsefni. Það varð ekki pláss fyrir mínar greinar. Þar með var farinn grundvöllurinn undan starfi mínu. Ég var ekki undir það búinn að fara að verða fréttaritari í stríði. Ég afréð að fara heim til íslands og ætlaði mér fdag eru liðin 100 ár frá því Ólafur Friðriksson fœddist austur á Eskifirði. Ólafur Friðriksson var einn af baráttuglöðustu forvígismönnum verkafólks íReykjavík íáraraðir; einn afforgöngu- mönnum um stofnun Alþýðuflokksins og Alþýðusambands íslands og var lengi i stjórn þess sambands auk annarra samtaka launafólks t.d. Dagsbrúnar og Sjómannafélags Reykjavíkur. Ólafur var einnig bæjarfulitrúi í Reykjavík í20 ár og ritstjóri Alþýðublaðsins um skeið. Auk félagsmálabaráttunnar var Ólafur Friðriksson mikill náttúruathugandi og sinnti þeim málum mikið. Við birtum hér kafla úr viðtalsbók HaraldarJóhannssonar við ÓlafFriðriksson Klukkan var eitt sem kom út árið 1964. Við grípum niður íþriðja kafla þegar Haraldur er að spyrja Ólaf útí dvöl ■ hans í Danmörku frá árinu 1906: að fræða íslendinga um, hvernig þeir ættu að fara að haga málum sínum í framtíðinni, skulum við segja. IV Stofnun Alþýðu- sambands íslands og Alþýðuflokksins - Viðerum komnirað heimför þinni. - Skipið, sem ég fór með til íslands, átti að hafa fyrstu við- komu á Seyðisfirði. Komudaginn fórum við á fætur um dagmál og drukkum kaffi. Fórum síðan upp á þiljur og sáum hvít fjöll alllangt frá okkur. Það voru fjöllin kring- um Seyðisfjörð. Það var kalt á sjónum. Viðfórum niðuraftur og sátum nokkra klukkutíma yfir umræðum yfir kaffinu. Vindur stóð af landi og það var lítið í sjó. Þegar við komum upp aftur, var hlýja, jöklaþeyr. Okkur þótti það taka vel á móti okkur.landið. Við blasti höfðinn milli Loðmundar- fjarðar og Seyðisfjarðar. Þar er berg með líparíti í, bæði rauðu og grænu. Saman styrkja þessir litir hvor annan. Meðan við vorum að dást að þessu, kom upp hvalur rétt hjá okkur og blés. Allir vor- um við hrifnir af þessum mót- tökum. Danskur maður, sem með okkur var, hreifst líka. Þegar við komum inn til Seyðisfjarðar, fórum við í land í báti. Samferðamaður minn brá sér inn í búð, og kom út með eitthvað, sem um var vafið áprentuðum blöðum, tveimur eða þremur. „Líttu á þetta. Þú hefur gaman af að lesa það“, sagði hann við mig. Þar sagði frá því, að landstjórinn í Efesus, - að mig minnir, - heyrði háreysti á götu úti, og lét senda menn út til að athuga, hverju það sætti. Þeir komu aftur og sögðu, að menn bæru spjölcj, sem á stæði: Lengi lifi Afrodite Efesus-manna. - Seinna komst ég að því, að mynd- ir af Afrodite Efesus-manna eru öðru vísi en aðrar myndir af Afr- odíte. Á myndum þeirra er Afro- díte með sex brjóst. Myndskurð- armeistararnir óttuðust út- breiðslu kristninnar, því að þá tæki fyrir sölu styttnanna. Næsti viðkomustaður var Siglufjörður. Þar fór ég af skipinu. Ég spurðist fyrir, hve lengi væri verið að fara fótgang- andi til Haganessvíkur. Mér var sagt, að það væri tveggja til þrig- gja tíma gangur, en færð ógreið og ósinn ófær nema á ferju. Ég hringdi upp bróður minn, Eð- vald, sem var verzlunarstjóri við Sameinuðu verzlanirnar í Hagan- esvík. Hann bað mig að koma til sín. Og það varð úr, að ég gekk einn yfir heiðina. Heiðin var greiðfarin. Mér var ráðgáta, hvers vegna menn höfðu latt mig fararinnar. Nokkra Siglfirðinganna, sem ég hafði tal- að við, hitti ég síðar á Akureyri. Kom á daginn, að reimt þótti í skarðinu. Furðaði ég mig á trú- girni manna. Þessi hjátrú var landlæg um allt land. Þegar ég hafði verið nokkra daga í bezta yfirlæti hjá bróður mínum, fórum við ríðandi yfir Lágheiði til Ólafsfjarðar. Næsta dag fór ég með báti til Akureyrar. - Var það í nóvember eða des- ember? - Seint í nóvember. - Varstu lengi á Akureyri? - Ég var á Akureyri fram til vors 1915. Á Akureyri stofnaði ég jafnaðarmannafélag. - Fyrsta jafnaðarmannafé- lagið hér á landi? - Já, það held ég. Ég veit ekki til þess, að annað jafnaðar- mannafélag hafi starfað áður. í Jafnaðarmannafélagi Akureyrar voru ekki margir, en það voru góðir menn. Einn þeirra var Er- lingur Friðjónsson, mjög greindur maður. Annar var lið- lega tvítugur piltur, sem vann í pósthúsinu hjá föður mínum, Finnur Jónsson. Við buðum fram í bæjarstjórnarkosningunum eftir nýárið. Við kölluðum það fram- boð verkamanna. Við settum upp spjald, sem hneykslaði yfir- stéttina, sem enginn kannaðist þó við að væri til. Á spjaldinu stóð: Verkamenn, kjósið verkamenn. Erlingur náði kosningu. Við sem sagt komum einum að. Andstæð- ingarnir kærðu kosningarnar. Það var víst hálft ár, sem þeir ætl- uðu ekki að hleypa Erlingi inn. Erlingur settist ekki í bæjar- stjórnina fyrr en í júlí, held ég. - Var þetta fyrsta framboð jafnaðarmanna á íslandi? - Já, verkamenn í Reykjavík höfðu raunar tvisvar fengið mann kosinn í bæjarstjórn. I hvorugt sinnið var um eiginlegt jafnaðar- mannaframboð að ræða. - Gáfuð þið út blað á Akur- eyri? - Nei, um vorið fór ég að hugsa til Reykjavíkurferðar. - Hafðirðu samband við menn í Reykjavík? - Já, það hafði ég. Um vorið lagði ég upp frá Akureyri. Til Reykjavíkur kom ég 14. eða 15. maí. Þá hafði mér verið séð fyrir svefnstað, en í kosti var ég hjá tengdamóður séra Bjarna. Áður en ég fór til íslands, hafði ég sam- ið prógram, - stefnuskrá, - fyrir nýjan flokk á Akureyri, og lét ég fjölrita það, hektografera það, eins og það var kallað. Það var ekki langt, en gott, að mér fannst. Ritstjóra Isafoldar, Ólaf Björnsson, þekkti ég frá Kaup- mannahöfn. Til hans fór ég nú og spurði hann, hvort hann vildi taka prógrammið til birtingar. Ég sagði, að ég ætlaði að stofna stjórnmálaflokk. Það stæði efst í prógramminu. „Já, þetta er fróð- legt“, sagði hann. Ékki man ég, hvort hann birti prógrammið. Jafnaðarmenn voru þá ákaf- lega fáir í Reykjavík, en samt nokkrir. Sumir höfðu staðið að stofnun Báru-félaganna. Einn þeirra var Ottó Þorláksson. Aðr- ir höfðu verið í Danmörku og kynnzt þar jafnaðarstefnunni. Það voru iðnaðarmenn. Einn þeirra var Ágúst Jósepsson. Enn aðrir höfðu lesið sér til um jafn- aðarstefnuna. Einn þeirra var Pétur Guðmundson, sem um þetta leyti var þó ekki í bænum. f fyrstu varði ég tíma mínum til að ganga á milli þeirra og ræða við þá um flokksstofnun. Sumir voru meðmæltir flokksstofnun, en aðrir voru henni mótfallnir. Um sumarið stofnuðum við þó jafn- aðarmannafélag, Gamla jafnað- armannafélagið, eins og það var kallað. Skömmu eftir að ég kom til Reykjavíkur, var haldinn fundur í Dagsbrún, og gekk ég þá inn. Á fundinum kom fram tillaga um hækkun tímakaupsins um fimm aura. Mótbárum var hreyft. í Dagsbrún voru þá nokkrir at- vinnurekendur minni háttar. Þeim leizt illa á tillöguna, sáu öll vandkvæði á kauphækkun. Ég tók þá til máls og reyndi að sýna fram á, að hægt væri að hækka kaupið. Samþykkt var að hækka kaupið um fimm aura. Og það gekk fram. - Varð verkfall? - Nei, það varð ekki verkfall þá. Það var þó ekki lágt tíma- kaup, sem olli mestum ugg hjá mér, heldur hitt, hve mjög verka- menn voru látnir vaka. Ég kom suður með áform um að gefa út blað. Hugmyndir mín- ar um blaðaútgáfu lagði ég fyrir stjórn Dagsbrúnar og fór fram á fjórðung hennar til blaðaútgáf- unnar. Dagsbrúnarstjórnin féllst á hugmyndir mínar. Blaðið var látið heita Dagsbrún, og tók að koma út þá um sumarið einu sinni í viku. Dagsbrúnarstjórnin lét skipa fimm manna blaðnefnd, en ég var ritstjóri. Auk þess að skrifa blaðið þurfti ég oft að sjá um söluna, póstunina og inn- heimtu iðgjalda, 1 krónu 25 aura á árshelming, minnir mig, að það hafi verið. Blaðið fór víða. Blað- ið var prentað í Gutenberg, og kom ég þangað nær daglega. Þar kynntist ég Jóni Baldvinssyni, sem í fyrstunni hafði enga trú á jafnaðarstefnunni. Hann var sá eini, sem andinælti í Gutenberg. Þegar ég hafði talað dálítið við hann, skipti hann um skoðun. - Hvenær var sjómannafé- lagið stofnað? - Þegar ég kom suður, hafði ég ekki gert upp við mig, hvort væri heppilegra, að sjómenn hefðu með sér sérstakt félag eða gengju í Dagsbrún. Eftir að ég hafði ráðgast við ýmsa menn, varð það að ráði að stofna sjó- mannafélag. Um haustið, þegar menn komu í land, ákváðum við að stofna hásetafélag. Kallaður var saman fundur, sem á komu um fjörutíu menn. Þar komu fram ýmsir, sem ég hef ekki séð síðan. Þar var einn maður í yfir- frakka, en að öðru leyti ber niður á brjóst. Hann hét Jósep Hún- fjörð. Hann þurfti ekki að brýna. Kosnir voru menn til að semja lög fyrir félagið. Uppkast að þeim hafði ég gert, og ég held; að því hafi lítið verið breytt. Á næsta fundi voru lögin samþykkt. Þá skrifaði ég í snatri á blað þarna á fundinum: „Við undirritaðir ger- umst hér með meðlimir í Háseta- félagi Reykjavíkur". Ég fékk menn til að fara með það um sal- inn. Þeir fengu engan til að skrifa sig á, hafa sennilega ekki haldið því nógsamlega að mönnum. Ég sendi þá boð til þess, sem sá um Templarahúsið, Felix Guð- mundssonar, sem síðar varð góð- kunnur jafnaðarmaður, og spurði, hvort við mættum ekki koma daginn eftir, sem var sunn- udagur. Hann leyfði það. Ég bað 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.