Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI „Vinaþjóðin“ og við Þaö er svo sannarlega kominn tími til aö taka öll samskipti Bandaríkjanna og íslands til gagngerrar endurskoðunar. Því fyrr - því betra. Um þaö eru nú fleiri íslendingar sammála en nokkru sinni frá því samskipti þjóöanna hófust að einhverju marki. Bandaríkjamenn hafa sjálfir veriö iönir við aö klifa á því sem í munni þeirra heitir „hiö sérstaka vináttu- samband" á milli þjóðanna. Þessi fagurgali hinna bandarísku „vina“ er auövitað aldrei jafn hátt kveð- inn og þegar enn þarf að fala af okkur sneiö af landinu - undir nýja herstöð, olíuhöfn, ratsjárstöö, varaflugvöll eöa ný hernaðarmannvirki á umráða- svæöi þeirra í Keflavík. íslendingar hafa hins vegar fengiö smjörj}efinn af hinu bandaríska réttlæti og hinu sérstaka „vinarþeli" þeirra gagnvart smáþjóö norður á hjara veraldar. Við höfum hvaö eftir annað reynt þá aö yfirgangi og uþþivöðslu og í hnotskurn má segja aö viðhorf þeirra gagnvart hinni íslensku þjóö mótist af viðhorfi herr- ans til þjónsins: Þeir skipa - viö eigum að hlýöa. Framkoma þeirra í hvalamálinu var nefnilega síður en svo einangrað dæmi. En þaö var að vísu eitt alversta dæmiö um fautahátt þeirra. Þar sýndu þeir hiö rétta eðli sitt, hina réttu „vináttu". Menn þurfa ekki aö hafa neina skoðun á hvalveiðum til aö vera sammála um aö hótanir þeirra um valdbeitingu sem fram komu í hvaladeilunni voru dæmi um hroka og lítilsvirðingu stórveldis gagnvart smáþjóð. Engin þjóð getur sætt sig viö valdbeitingu einsog þá sem birtist í hvaladeilunni. Allra síst íslendingar, sem hafa nánast verið aldir upp í þeirri villu, aö Bandaríkja- menn teldu sig sérstaka vini okkar. Skiptir þá litlu, hvort menn eru meö eða móti hvalveiðum - heldur hitt, hvort menn sætta sig viö þá leið sem Banda- ríkjamenn velja til aö jafna deilur viö „vinaþjóö": vald og hótanir í staö hefðbundinna viöræöna. Sjálfstaeö þjóö getur aldrei sætt sig viö slíkt. Hávaöinn af Is- lendingum er þeirrar skoöunar, og þar skipta stjórn- málaskoðanir nákvæmlega engu. Því miöur er yfirgangur Bandaríkjanna í hvala- deilunni ekkert einsdæmi. Á síöustu árum hefur ofríki þeirra gagnvart íslendingum aukist, - stööugt eru aö koma í Ijós fleiri dæmi um hvernig þeir hundsa ís- lenskar reglur, íslensk lög, íslenskar óskir. Ratsjárstöövarnar eru nýlegt dæmi. Þeir byrjuöu að kanna byggingarstaði fyrir ratsjárstööina í Bol- ungarvík áður en áætlanir þeirra voru kynntar lands- mönnum. Og aö sjálfsögöu áöur en tilskilin leyfi fengust í héraði. Verri sögu er að segja af framgangi þeirra viö byggingu ratsjárstöövarinnar á Gunnólfsvíkurfjalli. Þar voru stórspjöll unnin á fjallinu, og tilskilinna leyfa aldrei leitaö hjá náttúruverndarráði. Bandaríkja- menn öfluöu sér ekki einu sinni framkvæmdaleyfis frá skipulagsyfirvöldum áöur en lagt var á fjallið. Hvers vegna? - Vegna þess aö þeim er nákvæm- lega sama um íslensk lög og íslensk viöhorf. Þeir fara því fram sem þeim þóknast. Hiö sorglega í mál- inu er aö íslensk yfirvöld leyfa þeim aö komast uþp með bókstaflega allt sem þeir æskja. Hvernig stendur til dæmis á því, að Bandaríkja- mönnum leyfist aö flytja inn nautakjöt til lándsins á meöan landslög banna þaö gersamlega, af ótta viö búfjársmit? Ergin- og klaufaveikin eitthvaö betri fyrir bændur ef hún kemur frá Kananum? Og því ekki að lögbanna þaö, skylda þá til aöéta hvalkjöt í öll mál? Hvernig stendur á því aö Bandaríkjamenn komast án vegabréfsáritunar til íslands, á sama tíma og íslendingar þurfa sjálfir aö gangast undir lítilsvirð- andi spurningar áður en þeir fá leyfi til aö fara til guðseiginlands? Þaö þarf ekki aö minna á Rainbow málið. Um þaö eru skiptar skoðanir, ekki síst á meðal vinstri manna. En þaö sýnir þó í hnotskurn viöhorf Bandaríkja- manna til Islendinga. Þeirra hagsmunir hafa undir öllum kringumstæöum forgang gagnvart okkar. Kjarni málsins er sá, að þrátt fyrir tuö Bandaríkja- manna um „sérstakt vináttusamband" milli þjóö- anna þýöir það í reynd ekki annað en aö Bandaríkja- menn vilja fá allt sitt fram, og eru ekki einu sinni til viðræöu. Þeir beita valdi. Þeir hóta. Þeir þvinga. Um þetta segir Jónatan Þórmundsson, prófessor, í grein í Morgunblaðinu í gær, þar sem hvaladeilan er reifuö: „Meginatriöi málsins er aö stórveldi hefur sýnt af sér ótrúlegt ofríki miöaö viö lítið tilefni, látiö freistast til aö knýja annað ríki til aö lúta sínum lögum í stað þess aö fara viðurkenndar leiðir í alþjóöasam- skiptum svo sem að semja um lausn með hliðsjón af mismunandi lagareglum og ólíkri túlkun alþjóða- reglna eöa meö því að leita úrskurðar alþjóðastofn- unar, samtaka eöa geröardóms.1' Framkoma Bandaríkjamanna í garö íslendinga er einfaldlega komin á þaö stig, aö allir réttsýnir lands- menn vilja aö nú fari sem fyrst fram gagngert endur- mat á samskiptum ríkjanna - á öllum sviöum. -ÖS. LJOSOPIf) Mynd: Einar Ól. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, Sigur- dórSigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljó8myndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit8teiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Augiýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.