Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 6
UNGLINGA-
KNATTSPYRNAN
Nokkur
lið með
örugga
stöðu
FH í5. flokki,
Breiðablik og Fylkir í
4. og Víkingarí3.
flokki
Línurnar skýrðust mjög í úrsl-
itakeppni 3. 4. og 5. flokks í gær. I
5. flokki er all öruggt að FH
leikur til úrslita, gegn Fram eða
Þór frá Akureyri sem mætast í
dag. í 4. flokki verða það greini-
lega Brciðablik og Fylkir sem
mætast í úrsiitaleik og Víkingar
komast örugglega í úrslitaleik 3.
flokks. Mesta spennan er um
hvort það verður IA eða Stjarnan
sem mætir þeim, liðin gerðu jafn-
tefli í gærkvöldi og allt bendir til
þess að markatala ráði milli
þeirra þegar upp verður staðið.
5.flokkur
1. riðill:
FH-ÞórV.......................6-1
Þróttur N.-Stjarnan...........2-2
FH 4 stig, Þór V. 2, Þróttur N. 1,
Stjarnan 1.
2. riðill:
KFt-Þór A.........................3-3
Fram-Bolungarvík.................13-0
Fram 4, Þór A. 3, KR 1, Bol-
ungarvík 0.
4. flokkur
1. riðill:
Austri E.-Haukar..................3-1
Breiöablik-Týr....................5-2
Breiðablik 4, Týr 2, Austri E. 2,
Haukar 0.
Ekkert virðist geta stöðvað hið
sterka lið Breiðabliks og það er sem
fyrr lang sigurstranglegast í 4. flokki.
2. riðill:
Fylkir-KA.........................6-0
lA-lBl'..........................15-1
Fylkir 4, ÍA 2, KA 2, ÍBÍ 0.
Búist var við jöfnum og spennandi
leik hjá Fylki og KA. Annað kom á
daginn og Fyjkisstrákarnir þurfa bara
jafntefli við ÍBÍ.
3. flokkur
1. riðill:
lA-Stjarnan.....................2-2
Haukar-Höttur...................6-4
ÍA 3 (13-3), Stjarnan 3 (11-2),
Haukar 2, Höttur 0.
Stjarnan var mun betri framanaf en
ÍA komst síðan meira inní leikinn og
náði 2-1 forystu. Stjarnan jafnaði síð-
an á lokamínútunni, 2-2, og liðin
munu því reyna að skora án afláts
gegn Haukum og Hetti í dag.
2. riðill:
Víkingur-ÞórA...................3-1
Valur-ÍBÍ.......................9-2
Víkingur 4, Valur 2, Þór A. 2, ÍBÍ
0.
Þórsarar gerðu harða hríð að marki
Víkinga seinni hluta leiksins, staðan
þá 2-1 fyrir Víking. En heilladísirnar
voru þeim ekki hliðhollar og á lokam-
ínútunni innsigluðu Víkingar sigur
sinn og þurfa bara jafntefli gegn ÍBÍ í
dag til að komast í úrslit.
1 dag verður leikin lokaumferðin í
riðlunum en á morgun verður síðan
leikið um einstök sæti. í dag er keppt
á völlunum þremur í Laugardal og á
KR-vellinum og hefst fyrsti leikur kl.
9.30 en sá síðasti kl. 14.30. Úrslita-
leikirnir hefjast síðan kl. 9 í fyrramál-
ið. Sjálfurúrslitaleikur5. flokks verð-
ur kl. 12.10 á aðalleikvanginum, kl.
13.30 verður þar úrslitaleikur 4.
flokks og loks kl. 15.00 úrslitaleikur
3. flokks. -v.stef.
Völsungar
Húsavík nötraði!
Völsungur-Þróttur R. 1-0 (1-0) ★ ★ ★
Leika Húsvíkingar í 1. deild að
ári? Það er kannski of snemmt að
fullyrða eitthvað um það en eftir
sigurinn í gærkvöldi sitja þeir ein-
ir á toppi 2. deildar þegar aðeins
fjórar umferðir eru eftir. Sex
sigrar í röð, og Völsungur hefur
aidrei áður náð svo langt að kom-
ast í efsta sætið.
„Það voru áhorfendur sem
unnu þetta fyrir okkur með gífur-
legum stuðningi," sagði Björn
Olgeirsson fyrirliði Völsunga
eftir leikinn. Orð að sönnu því að
Húsavík hreinlega nötraði á með-
an á leiknum stóð og enn meir
Kristján Olgeirsson tryggði Völs-
ungum sigurinn.
eftir hann þegar fréttist að Selfoss
hefði tapað.
Völsungar byrjuðu leikinn af
krafti og fyrstu 20 mínúturnar
voru þeir mun betri aðilinn.
Kristján Olgeirsson komst inní
sendingu varnarmanna Þróttara
á 14. mín. en gott skot hans fór
þumlungi framhjá fjærstönginni.
Mínútu síðar var hann aftur á
ferð með skalla afturfyrir sig af
markteig en hinn snjalli mark-
vörður Þróttar, Guðmundur Erl-
ingsson, sá við honum.
Á 18. mín. fóru Völsungar á
kostum. Jónas Hallgrímsson fékk
boltann á miðjum vellinum, lék á
tvo andstæðinga og skaut bylm-
ingsskoti af 20 m færi sem Guð-
mundur bjargaði naumlega í
horn. Uppúr horninu kom sigur-
markið. Boltanum rennt útá
Kristján sem skaut lúmsku skoti
gegnum varnarvegg Þróttara og í
netmöskvana, 1-0.
Völsungar gáfu furðu mikið
eftir og Þróttarar fengu færi til að
jafna, Sverrir Brynjólfsson og
Sigurður Hallvarðsson tvívegis.
Guðmundur varði laglega frá
Kristjáni Olgeirssyni í besta færi
leiksins á 42. mín. Seinni hálf-
leikur var barátta útí gegn. Þrótt-
arar voru nær því að jafna en
Völsungar að bæta við og sýndu
þeir fyrrnefndu að þeir eiga fylli-
lega heima í 2. deildinni. Dauða-
færi þeirra fóru forgörðum og
umdeilt atvik gerðist er Þróttarar
vildu vítaspyrnu. Finnur Pálma-
son kom inná hjá Þrótti og færði
mikið líf í sóknarleik þeirra án
þess að ná að jafna.
Maður leiksins: Kristján Ol-
geirsson, Völsungi.
-ab/Húsavík
Stadan
í 2. deildarkeppninni í knattspyrnu:
Völsungur.......14 9 2 3 33-12 29
KA..............14 8 4 2 34-13 28
Selfoss.........14 8 4 2 28-10 28
Víkingur........13 7 3 3 36-14 24
Einherji........12 6 2 4 14-17 20
KS..............14 5 3 6 23-21 18
iBl.............14 3 6 5 23-26 15
UMFN............13 4 2 7 23-31 14
Þróttur R.......13 3 2 8 21-24 11
Skallagrímur....13 0 0 13 4-71 0
Markahæstir:
TryggviGunnarsson, KA...........18
Andri Marteinsson, Víkingi......12
Jón Gunnar Bergs, Selfossi.....11
Kristján Olgeirsson, Völsungi..10
í dag leika Einherji og Skallagrím-
ur en á mánudagskvöldið Víkingur og
UMFN.
Akureyri
KA í 2. sæti
KA-IBI 3-0 (1-0) * * ★
KA rétti sinn hlut á ný eftir
skellinn gegn Þrótti og er í öðru
sæti 2. deildarinnar. Leikurinn
gegn Isfirðingum í gærkvöldi var
mjög fjörugur lengi vel og eftir
korter hefði staðan alveg eins get-
að verið 4-4.
En fyrsta markið kom ekki fyrr
en á 20. mínútu. Bjarni Jónsson
var felldur í vítateig Þróttar og úr
vítaspyrnunni skoraði Tryggvi
2.
Siglufjörður
Toppliðið fellt
KS-Selfoss 2-1 (2-0) ★ ★ ★
Lið Siglfirðinga er loksins farið
að smella saman. Það vann mjög
sanngjarnan sigur á Selfyssingum
í gærkvöldi og velti þeim þar með
af toppnum, niður í þriðja sæti.
Þriðji sigur KS í röð og hætta á
falli í 3. deild er tæpast fyrir hendi
lengur.
KS náði góðum tökum á
leiknum strax í Byrjun og boltinn
fór vart af vallarhelmingi Selfyss-
inga. Leikurinn var hraður og op-
inn en heimamenn áttu auðvelt
með að verjast einhæfum sóknar-
aðgerðum gestanna.
Hafþór Kolbeinsson skaut
framhjá marki Selfoss úr dauða-
færi á 15. mínútu. KS sótti áfram
og eftir mikla pressu kom mark á
23. mín. Björn Ingimarsson sendi
Fatlaðir
Haukur með brans
á heimsleikunum
Jónas fjórði í baksundi
Haukur Gunnarsson, íþrótt-
afclagi Fatlaðra í Reykjavík,
hlaut bronsverðlaun í 400 m
hlaupi á heimsleikum fatlaðra
íþróttamanna sem nú standa yfír í
Gautaborg í Svíþjóð. Hann hljóp
vegaiengdina á 1 mínútu, 4,1 sek-
úndu sem er góður árangur.
Haukur varð fimmti í 100 m
hlaupi á 13,5 sekúndum en féll út
í undanrásum 200 m hlaupsins,
varð fjórði í sínum riðli eftir að
hafa leitt hlaupið lengst af.
Jónas Óskarsson keppti í sundi
og náði best 4. sæti af 28 kepp-
endum í 100 m baksundi. Hann
varð 9. af 23 í 100 m bringusundi,
14. af 24 í 100 m skriðsundi og 18.
af 24 í 200 m fjórsundi.
Keppendur á mótinu eru yfir
1000 frá 38 löndum þannig að
frammistaða Hauks og Jónasar er
með mestu ágætum.
-VS
fyrir, Óli Agnarsson kastaði sér
fram og skallaði af miklu harð-
fylgi í netið, 1-0. Á 34. mínútu
einlék síðan Hafþór að vítateig
Selfyssinga og skaut góðu skoti í
stöngina og inn, 2-0.
KS var betra framanaf seinni
hálfleik og Óli skoraði fallegt
mark sem var dæmt af vegna
rangstöðu á annan sóknarmann.
Selfoss kom síðan meir inní
leikinn, aðallega eftir að Hilmar
Hólmgeirsson kom inná sem
varamaður. Hann var stórhættu-
legur, átti þátt í flestum sóknum
og lagði upp mark á 65. mín.
Hann lék upp völlinn og sendi á
Tómas Pálsson sem skoraði af ör-
yggb 2-1.
Mikil barátta ríkti eftir það,
Selfyssingar sóttu og fengu eitt
dauðafæri fljótlega sem ekki
nýttist en annars fjaraði leikurinn
út og þegar upp var staðið var
sigur KS fyllilega sanngjarn.
Maður leiksins: Colin Thack-
er, KS.
-RB/Siglufirði
Gunnarsson sitt 18. mark
deild af miklu öryggi, 1-0.
KA var betri aðilinn í fyrri hálf-
leik, ísfirðingar voru þó oft
hættulegir, ekki síst eftir löngu
innköstin hjá Jóni Oddssyni, og í
eitt skiptið björguðu KA-menn á
línu.
Á 52. mínútu skallaði
Steingrímur Birgisson boltann
eftir innkast til Bjarna Jónssonar
sem skoraði fallegt mark úr
þröngu færi, 2-0. Úrslitin réðust
síðan endanlega á 67. mínútu.
Tryggvi Gunnarsson fékk send-
ingu innfyrir vörn ÍBÍ en Jakob
Tryggvason varði skot hans.
Hann hélt ekki boltanum,
Steingrímur fylgdi vel og skoraði
af öryggi, 3-0. Eftir það var allt
púður úr ísfirðingum og leiknum.
Bjarni Jónsson lék vel með KA
og var bestur í annars jöfnu liði.
Erlingur Kristjánsson var mjög
sterkur í vörninni og hinum
megin var það Benedikt Einars-
son miðvörður sem lék best ís-
firðinga.
Maður lciksins: Bjarni Jóns-
son, KA.
-K&H/Akureyri
3. deild
Fylkir
á
enn von
Fylkir á enn von um að komast uppf
2. deild eftir 3-1 sigur á Reyni í Sand-
gerði í gærkvöldi. Staðan í hálfleik
var 1-1. Ævar Finnsson gerði mark
heimamanna sem áttu síst minna í
leiknum en Óskar Theodórsson, Bald-
ur Bjarnason og Ólafur Jóhannesson
svöruðu fyrir Fylki. Þegar tvær um-
ferðir eru eftir er ÍR með 23 stig, ÍK
21 og Fylkir 19 og næsti leikur er ein-
mitt milli ÍR og Fylkis.
-VS
3. deild
Austri sloppinn
Austri frá Eskifirði er sloppinn
úr fallhættu í NA-riðli 3. deildar-
innar í knattspyrnu eftir 3-1 sigur
á Leikni á Fáskrúðsfirði í fyrra-
kvöld. Staðan var 0-0 í hálfleik.
Steinþór Pétursson skoraði fyrir
Leikni en þeir Sigurjón Krist-
jánsson, Hilmir Ásbjörnsson og
Kristján Svavarsson svöruðu
fyrir Austra. Leiknir er fallinn í 4.
deild en Valur Reyðarfirði og
Magni frá Grenivík bítast um að
halda sér uppi og mætast á Greni-
vík á morgun. -VS
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. ágúst 1986
Kvennaknattspyrna
Stjaman í
1. deildina
Hrund með 17 mörk í 2. deild
Stjarnan er komin í 1. deildina
eftir 7-0 sigur á Selfyssingum
fyrir austan fjall í fyrrakvöld.
Sigurinn var sá níundi í
jafnmörgum lcikjum hjá Garða-
bæjarliðinu og árangur þess í
sumar er glæsilegur.
Stjarnan náði aðeins að skora
eitt mark í fyrri hálfleik en bætti
síðan sex við í þeim síðari. Guðný
Guðnadóttir og Hrund Grétars-
dóttir skoruðu 3 mörk hvor og
Ragnheiður Stephensen eitt.
Hrund er nú markahæst í 2. deild
með 17 mörk. Þjálfari Stjörnunn-
ar er Ásgeir Pálsson. -VS