Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 5
Meingallað skattakerfi Afnema ber tekjuskatt einstaklinga. Skattleggjum gróða stórfyrirtœkja. Burtmeð virðisaukaskattinn. Innheimtum söluskattinn hjá heildsölunum. Tryggjum afkomu ríkissjóðs Skattakerfið íslenska er meingallað. Það er ekki aðeins hriplekt og gefur þeim sem að- stöðu hafa til tækifæri til að svíkja undan heldur er það sérstaklega hannað með það í huga að stóru fiskarnir sleppi í gegnum netið með löglegum hætti. Megin at- orka skattyfirvalda og löggæsl- unnar beinist að seiðunum á meðan golþorskurinn syndir um lygnan sjó. Og hér er ekki neitt náttúrulögmál á ferðinni heldur afleiðing af pólitískum vilja. fslenskur almenningur furðar sig á því hvers vegna stóru fyrir- tækin í landinu sleppa alltaf undan því að greiða skatta til ríkisins. Hann furðar sig einnig á því að maðurinn í næsta húsi sem á nýjan bfl, sumarbústað og fór í heimsreisuna í fyrra borgi vinnu- konuútsvar. Og hann furðar sig á því hvers vegna hann sjálfur greiðir 20-30% tekna sinna í beina skatta og trúlega helmingi meira í óbeina skatta. Niðurstað- an er því sú að launamaðurinn stendur undir kostnaði við samneysluna en þeir sem meira mega sín sleppa. Hér er á ferðinni sósíalismi andskotans. Gífurlegur hallarekstur Margar greinar eftir lærða og leika hafa verið á þrykk settar þar sem skeytunum er beint að skattsvikurunum. Hér skal ekki á þann bagga bætt en bent á ýmis dæmi í skattakerfinu þar sem mönnum og fyrirtækjum er gef- inn kostur á að losna undan skatt- heimtunni sem auðvitað þýðir að almenningur verður að greiða æ hærri toll. Fjármálaráðherra hef- ur ekki neitað þeirri staðhæfingu að tekjur ríkisins hafi rýrnað um eina 3 miljarða í tíð núverandi ríkisstjórnar með þeim afleiðing- um að hallarekstur ríkissjóðs verður meiri í ár en nokkru sinni í sögu lýðveldisins. Ekki stafar þessi slæma staða af því að launa- menn hafi sloppið betur en áður. Þvert á móti virðist ljóst að hækk- un á tekjuskatti einstaklinga ætl- ar að verða meiri í ár en við höf- um mátt þola síðustu áratugina og er gert ráð fyrir 650 miljóna króna aukningu tekna ríkissjóðs vegna þess arna. Ótal leiöir til Allir vita að stærstu fyrirtæki landsins með miljarða veltu greiða ekki eyri í tekjuskatt. Ástæðan er m.a. sú að þeim er heimilt að flytja hagnað af sölu tiltekinna eigna sinna yfir á fjár- festingar í öðrum þáttum og kont- ast þar með undan skattheimtu. Þessu þarf auðvitað að breyta skilyrðislaust og með því mætti auka tekjur ríkisins um hundruð miljóna. Fyrirtækjum er einnig heimilt að leggja '/4 rekstrarhagnaðar síns í sérstakan varasjóð, en það þýðir á mæltu máli að fjórðungi hagnaðar er skotið undan skatt- inum. Miljarðar liggja þar. Arður af hlutabréfum er skattfrjáls á íslandi. Auðvitað eru það fyrst og fremst efnaðir menn sem kaupa og eignast hlutabréf. Þessir menn hafa þar leið til að losna undan greiðslu skatta vegna þess að hlutabréfa- kaup eru dregin frá skattskyldum hagnaði að verulegu leyti sam- kvæmt íslenskum skattalögum. Við sjáum í skattskránni að menn sem eiga miklar eignir greiða óverulegar upphæðir, að- eins brot af tekjum, í eignaskatt. Ástæðan er sú að eignaskatturinn er sk. flatur skattur, þ.e. hann stighækkar ekki eftir því sem eignir eru meiri. Þessu þarf auðvitað að breyta þannig að eignaskattar falli algerlega niður af húsnæði til nauðþarfa en hann hækki stigmagnað eftir því sem eignin er stærri. Hlutaf élagalögin gölluð Nú vitum við öll að það eru ekki aðeins þeir stóru sem sleppa í gegnum net skattheimtunnar. Alls kyns smáatvinnurekendur og einstaklingar mez rekstur komast undan greiðslu opinberra gjalda. Algengasta leiðin til þess er sú að menn stofna hlutafélag. Tökum sem dæmi 5 manna fjöl- skyldu. Allir eru hluthafar og öll vinnaþau hjáfyrirtækinu. Rekst- urinn gengur vel. Eigendurnir telja fram lúsarlaun og greiða skatta í samræmi við það en fyrir- tækið, sem í raun og veru er ekk- ert annað en gervifyrirtæki til að svíkja undan skatti, hefur ótal leiðir til að koma hagnaðinum undan eins og áður hefur verið rakið. Þessu þarf að breyta. Burt með tekjuskattinn Tekjuskattur einstaklinga er hugsaður sem leið til að jafna tekjum á milli manna. Því miður hefur þetta mistekist og það ásamt ýmsu öðru leiðir hugann að því hvort ekki sé tímabært og raunar sjálfsagt að afnema skatt- inn í því formi sem hann er nú. í nágrannalöndum okkar er tekjuskatturinn aðaltekjustofn ríkissjóðs. Hér er allt annað uppi á teningnum. Aðeins 10% af tekjum íslenska ríkisins koma í gegnum tekjuskatt einstaklinga og innheimta af fyrirtækjunum er með þeim hætti sem áður hefur verið lýst. Stundum hefur það verið reiknað út að mun dýrara sé fyrir ríkissjóð að innheimta þessa tíund en hún gefur í aðra hönd. Þess vegna liggur beint við að af- nema tekjuskattinn af tekjum einstaklinga og ná inn margfalt meiri tekjum í ríkissjóð með þeim breytingum á skattalögum sem áður hefur verið minnst á. Virðisaukaskattur fráleitur Dæmi um þau fálmkenndu vinnubrögð sem einkenna lög- gjafann þegar á að taka á skatt- amálunum eru hugdetturnar um virðisaukaskatt í stað söluskatts. Reynslan af virðisaukaskattinum í nágrannalöndunum er afar slæm. Skattinum er miskunnar- laust skotið undan auk þess sem allt vöruverð ntyndi stórhækka nteð tilkomu hans. Matvæli eru í dag undanþegin söluskatti en eftir virðisaukaskatt myndu þau hækka um 20% í verði. Þarf ekki að ræða frekar um afleiðingar þess fyrir afkomu heimilanna. í stað þess að gefast upp á sölu- skattinum sem slíkum þarf að breyta innheimtu hans. í stað þess að taka skattinn af smásölu er hægt að innheimta hann af heildsölunum að svo miklu leyti sem tollurinn getur ekki annast það verkefni. Heildsalar í landinu eru að vísu of margir en örfáir þeirra flytja inn bróðurpart þeirrar vöru sem ber söluskatt. Með þessu væri hægt að auka inn- heimtuna um miljarða á ári. Það þýddi ekki hærra vöruverð því al- menningur greiðir þennan skatt í dag, sem að miklu leyti verður eftir í vösum þeirra sem eiga að innheimta hann. Þessi aðferð dygði að sönnu ekki til að inn- heimta söluskattinn af þjónust- unni, en honum er hvort eð er skotið undan að mestu leyti. Með því að afnema skattinn af þjón- ustu myndi hún lækka um fjórð- ung án þess að tekjur ríkisins minnkuðu að verulegu marki. Heímatilbúinn vandi Það er hverjum manni Ijóst að hin hörmulega staða ríkisfjár- mála nú er af heimatilbúnum or- sökum. Þorsteinn Pálsson hefur litið á það sem sitt hlutverk að ganga erinda stórfyrirtækjanna, verðbréfabraskaranna og eigna- manna en hert á sultaról almenn- ings með óhóflegri og magnaðri skattheimtu en áður hefur verið. Þótt okkur launamönnum þyki nóg um 650 miljóna króna tekj- uskattsaukann í ár er það þó eins og dropi í hafið á móti þeim af- slætti sem skjólstæðingar Sjálf- stæðisflokksins í stóreignamann- astétt haf fengið á síðustu árum. Ætli menn sér að takast á við þann vanda af dug og djörfung þarf að gera uppskurð á skatta- kerfinu í heild með það fyrir augum að létta álögum af nauðþurftartekjum almennings en búa svo um hnúta að þessir með breiðu bökin gjaldi samfé- laginu það sem þeini ber. Valþór Hlöðversson Laugardagur 16. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.