Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA REYKJAVIK 200 ÁRA SUNNUDAGS- BLAÐ Nú liggur Ijóst fyrir að það var íslenski utanríkisráðherrann, Matthías Á. Mathiesen, sem kom í veg fyrir að Norðurlöndin skipuðu embættismannancfnd til að kanna möguleikana á sam- eiginlegri yfirlýsingu um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd. Á sameiginlegum fundi utanríkis- ráðherra Norðurlanda nú í vik- unni var tillaga þess efnis lögð fram af hálfu Danmerkur og reyndist íslenski utanríkisráð- herrann sá eini sem henni var andvígur. í samtali við Þjóðviljann í gær kvaðst Matthías Á. Mathiesen ekki hafa getað fellt sig við tillögu Dana. Það er rétt, sagði Matthí- as, að ég átti þátt í því að hún var ekki samþykkt. - Var einhver annar andsnúinn tillögunni? Nei, ég var sá sem stöðvaði það að gengið væri frá samþykkt þess- arar tillögu á fundinum í gær. Til- laga Dana er alls ekki í samræmi við það sem Alþingi hefur sam- þykkt. Að sögn Matthíasar Á. Mathiesen kveður tillaga Dana á um einhliða yfirlýsingu um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd. Matthías kveðst ekki sjá til- ganginn með slíkri yfirlýsingu þar sem Norðurlöndin séu þegar kjarnorkuvopnalaus. Hann vek- ur athygli á því að tillagan tekur einungis til landanna en ekki hafsins umhverfis þau. Af íslands hálfu er gerð krafa til þess að málið sé skoðað í mun víðara samhengi og þá sem liður víðtækari samningum austurs og vesturs um gagnkvæma afvopnun og slökun spennu í Norður- Evrópu eða allt frá austurströnd Grænlands til Úralfjalla og þá jafnt í lofti, á láði og legi. • G.Sv. Ármann Guðnason afhenti Davíð Oddssyni hliðið í tilefni afmælis Reykjavíkur. Hliðið var upphaflega rifið niður í Gúttóslagnum fræga, þegar reykvískt verkafólk atti kappi við lögregluna. Reykjavík 200 ára Afmælishliðið opnað Gefandinn Armann Guðnason kolasali: Fann hliðið íbrotajárnshrúgu fyrir aldarfjórðungi. Fimm daga afmæli framundan Eg flutti út brotajárn á árunum milli ’60 og ’70 og árið 1962 sá ég hliðið eitt sinn í brotajárns- hrúgunni, þekkti það strax og kippti því frá, sagði Ármann Guðnason kolasali þegar hann af- henti borginni járnhliðið sem var á girðingu umhverfís Austurvöll á sínum tíma. Girðing þessi var rifin af lög- reglunni eftir Gúttóslaginn árið 1932, þar eð lögreglan taldi að hætta væri á að fólk notaði staur- ana sem vopn í óeirðum. Enginn veit hvar hliðið hefur legið á þessu þrjátíu ára tímabili en lík- legt er að það hafi legið í brota- járnshaug einhvers staðar í borg- inni. Það var Davíð Oddsson borgarstjóri sem veitti hliðinu viðtöku fyrir hönd borgarinnar og sagði hann að það færi á Ár- bæjarsafn. Þess má geta að Ár- mann á einnig gömul póstkort af bæjarlífi Reykjavíkur á sýning- unni á Kjarvalsstöðum sem verð- ur opnuð í dag. Sjálft Reykjavíkurafmælið verður svo á mánudaginn, - en alls stendur hátíðin í fimm daga. -vd. Viðskipti HP skuldar Hafskip Helgarpósturinn var nýlega dæmdur til að greiða þrota- búi Hafskips um 250 þúsund krónur vegna ógreiddra reikninga fyrir pappírsinnflutn- ing. Upphaflega hafði verið gerður samningur um að greiða flutning- inn með auglýsingaplássi í blað- inu, en eftir að HP hóf greinaskrif um Hafskipsmálið í fyrra sendu Hafskipsmenn lögfræðinga af stað til að innheimta féð. HP tap- aði málinu í undirrétti á tæknileg- um forsendum. Að sögn Hákons Hákonar- sonar framkvæmdastjóra útgáfu- félags HP sagði yfirmaður mark- aðsdeildar skipafélagsins í símtali að greinaskrif HP um Hafskip væru ástæða þess að í stað fyrra samkomulags væri farið að Helg arpóstinum dómstólaleiðina. Sjá síðu 3 Kartöfluframleiðendur Enim ekki svindlarar Páll' Guðbrandsson: Innflytjendur sömdu umaðflýta uppskeru. Nokkrir verslunareigendur selja ólíkar kartöflutegundir á sama verðiþráttfyrir mismunandi söluverð hjá okkur Aðalástæðan fyrir hinum mikla verðmun á fyrstu uppske- runni í ár og í fyrra stafar af því að fyrsta uppskeran í ár er fyrr á ferðinni, sagði Páll Guðbrands- son formaður Félags kartöflu- bænda um kartöfluhækkunina. Að sögn Páls er yngri uppskera dýrari fyrir það að kartöflurnar eru ekki fullvaxnar þegar þær eru teknar upp. Aðspurður hvers vegna fyrsta uppskeran var svo fljótt á ferðinni í ár þar eð enginn sjáanlegur skortur hefði verið á kartöflum, sagði Páll að innflytj- endur á erlendum kartöflum, sem jafnframt sjá í flestum tilvik- um um sölu á íslenskum kart- öflum, hefðu farið þess á leit við íslenska framleiðendur að flýta uppskerunni. Ástæðan væri hag- stæðari viðskiptakjör fyrir inn- flytjendur, en að sögn Páls þurfa innflytjendur ekki að staðgreiða íslenskum kartöfluframleiðend- um vöruna en geta beðið með greiðslu þar til kaupmenn hafa greitt þeim sem er allt upp í 75 daga. Páll sagði að hann vildi ekki ásaka milliliðina fyrir of háa álagningu. „Hins vegar,“ sagði Páll „erum við ákaflega óhressir með ýmsa verslunareigendur, en margir þeirra hafa selt premier- kartöflurnar á sama verði og gull- augað og rauðu kartöflurnar, en kílóið af premierkartöflunum fá þeir 10 krónum ódýrara frá okkur en kílóið af hinum kartöflunum.“ -K.Ól. Skák Kasparoff vann Karpoff féll á tíma í 8. skákinni í vonlausri stöðu eftir aðeins 31 leik en þá átti hann eftir að leika tíu leiki áður en tímamörkunum væri náð. Heimsmeistarinn hefur nú náð forustu á ný í einvíginu. Staðan er nú þannig að Kasparoff hefur V/i vinning en Karpoff 3Vi vinning. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Matthías stöðvaði málið / / , Matthías A. Mathiesen: Eg stöðvaðiþað að gengið vœrifrá samþykktþessarar tillögu. Island eitt á móti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.