Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 14
MINNING Forstöðumaður Bókasafns Staða forstöðumanns Bókasafns Vestmanna- eyja er laus til umsóknar. Áskiiið er að umsækjandi hafi lokið námi í bóka- safnsfræðum. Bókasafn Vestmannaeyja er í rúmgóðum húsa- kynnum og hefur að geyma um 40.000 bindi. • Forstöðumaður Bókasafns hefur jafnframt yfirumsjón með Safnahúsi sem hýsir auk Bókasafnsins, Byggðasafn og Skjalasafn Vestmannaeyja. • Hann annast öll bókakaup safnsins og skal í því sambandi fylgjast vel með útgáfu bóka. • Hann sér um að allar bækur séu skipulega skráðar. • Hann sér um útlán úr safninu. • Hann sér um ráðningu starfsfólks svo sem heimild er til hverju sinni og skiptir verkum • Hann skal á hverjum tíma, í samráði við menn- ingarmálanefnd leitast við að hafa starfsemi safnsins á þann hátt að hún komi bæjarbúum að sem mestum notum, og skal í því sambandi hafa frumkvæði um ýmiskonar bók- menntakynningar og annað er vakið getur aukinn áhuga bæjarbúa á bókmenntum og notkun safnsins. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og aðrar sem að gagni mættu koma, sendist undir- rituðurn, sem veitir nánari upplýsingar um starfið, merktar „forstöðumaður Bókasafns'1 fyrir 1. sept- ember n.k. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum Flensborgarskóli Öldungadeild Innritun í öldungadeild fer fram dagana 25.-27. ágúst kl. 14-18 á skrifstofu skólans. Innritunar- gjald er kr. 3.400.-. Kennsla í öldungadeild hefst skv. stundaskrá mánudaginn 1. september. Stöðupróf í dönsku, ensku, frönsku, þýsku og vélritun verða haldin dagana 28.-30. ágúst og fer innritun í þau fram sömu daga og innritun í öld- ungadeild. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans, sími 50092. Skólameistari Kennari góður! Við viljum vekja athygli þína á því að til Vestmannaeyja vantar 3 almenna kennara til kennslu við Grunnskólann. Einnig vantar tónmennta-, myndmennta- og sérkennara. Margskonar fyrirgreiðsla er í boði svo sem flutn- ingur á búslóð til Eyja, útvegun húsnæðis og barna- og leikskólaaðstöðu. Upplýsingar veita skólastjórar í síma 98-1944 eða 98-2644, einnig skólafulltrúi í síma 98-1088. Skólanefnd Grunnskóla Vestmannaeyja BSRB Félagsmenn B.S.R.B. Skrifstofa Bandalags starfsmanna ríkis og bæja verður lokuð frá hádegi mánudags 18. ágúst n.k. vegna 200 ára afmælis Reykjavíkur. Framkvæmdastjóri Margaret Schlauch fœdd 25. september 1898 — dáin 19. júlí 1986 Margaret Schlauch prófessor og heiðursforseti í Pólsk-íslenska vináttufélaginu í Varsjá andaðist þar í borg 19. júlí sl. Með henni er gengin kona sem við íslendingar ættum að minnast með mikilli virðingu og þakklæti. Margaret Schlauch fæddist í Bandaríkjunum 25. september 1898. Hún lagði stund á málvís- indi og bókmenntir, varð doktor við Columbia University í New York 1927 og síðar prófessor við bandaríska háskóla fram til ársins 1951. Prófessor Schlauch var raunsæ kona og frjálslynd og fór ekki dult með skoðanir sínar. Fyrir bragðið litu liðsmenn hins al- ræmda mannaveiðara, Mc Cart- hy, hana illu auga, en um þessar mundir réð hann miklu í banda- rísku þjóðlífi. Hún var af tilviljun stödd í Englandi þegar henni bár- ust til eyrna fregnir um að í Bandaríkjunum gæti hún ekki lengur búið óhult. Þá urðu mikil þáttaskil í lífi hennar. Hún hélt til Varsjár og fetaði þá í fótspor systur sinnar, Helen. Helen var gift pólska eðl- isfræðingnum Leopold Infeld. Þau hjónin höfðu búið í Banda- ríkjunum en þar var hann einn nánasti samstarfsmaður Alberts Einstein. Meðal annars höfðu þeir tveir unnið að merku vísind- ariti, The Evolution of Physics (1938). Þrátt fyrir frama sinn vestra varð Infeld að hverfa úr landi og kom þar enn við sögu ofstækis- maðurinn Mc Carthy. Héldu þau hjónin til Varsjár, en hann var pólskur eins og áður sagði. Þegar þau hjónin komu til Pól- lands og Margaret Schlauch nokkru síðar var ástandið þar í landi óhugnanlegt í einu orði sagt. Örfá ár voru liðin frá lokum styrjaldarinnar, þýsku nasistarnir höfðu farið eldi um landið, lagt borgir og bæi í rúst en drepið sex miljónir Pólverja, sérstaklega höfðu þeir lagt sig í líma við að taka af lífi Gyðinga og alla þá aðra sem notið höfðu einhvers- konar menntunar. Uppbyggingarstarfið í Póllandi var því bæði brýnt og margþætt. Meðal þess sem gera þurfti var svo að segja að mennta pólsku þjóðina á nýjan leik. Prófessor Schlauch lá ekki á liði sínu í því þýðingarmikla starfi, hennar skerfur varð drjúgur. Fyrir tæpum tveim áratugum lét prófessor Schlauch af störfum fyrir aldurs sakir, en hélt lengi vel áfram kennslustörfum sem gesta- prófessor, bæði í Varsjá og við bandaríska háskóla. Prófessor Schlauch var þekkt víða um lönd sem gagnmerk fræðimanneskja. Hún ritaði margar bækur og eftir hana liggur fjöldi vísindaritgerða. Þegar hún varð sjötug var gefin út bók henni til heiðurs: Studies in language and literature in Honour of Margaret Schlauch. í bók þessari birtust ritgerðir samdar af fræði- mönnum í ýmsum löndum, Snemma fékk Margaret Schlauch mikinn áhuga á íslandi og íslenskri menningu. Hún kom fyrst hingað til lands á árinu 1930 og vann hún þá að ákveðnu verk- efni í tengslum við fornbók- menntir okkar íslendinga. Nokkru síðar kom út eftir hana bókin Romance in Iceland. Fræðimenn hafa sagt mér að þetta verk sé stórmerkilegt, beri það glöggt vitni um frábæra vís- indamennsku og aðdáun á forn- bókmenntunum. Þá skrifaði pró- fessor Schlauch margar ritgerðir um íslenskar bókmenntir og flutti auk þess fyrirlestra um sama efni í fjöida landa. Pólsk-íslenska vináttufélagið í Varsjá var stofnað 1957 og var prófessor Schlauch aðalhvata- maðurinn og um árabil var hún formaður félagsins. í félagsskap þessum er fólk hvaðanæva í Pól- landi og fyrir atbeina félagsins hefur þekkingin á fslandi og ís- lenskri menningu stóraukist þar í landi, ekki síst vegna útgáfu þess á smáritum um ísland og íslensk málefni en rit þessi eru nú orðin um 50 talsins. Margaret Schlauch var sæmd íslensku Fálkaorðunni 1968 fyrir starf sitt í þágu íslands og ís- lensku þjóðarinnar. Margaret Schlauch kom nokkrum sinnum til íslands og kynntist þá allmörgum íslending- um, bæði lærðum og leikum. Þrátt fyrir meðfædda hlédrægni dró hún að sér athygli manna hvar sem hún fór. Ég kynntist henni fyrst fyrir rúmum aldarfjórðungi. Sam- fundir okkar urðu ekki ýkja margar, ýmist í Varsjá eða hér í Reykjavík, en ég kynntist henni mætavel vegna þess að bréfin sem hún skrifaði mér voru mörg. í bréfi sem núverandi forseti Pólsk-íslenska vináttufélagsins í Varsjá, Leon Ter-Oganian, skrif- aði mér í tilefni af láti prófessors Schlauch segir svo m.a.: „í mínum augum var Margaret ekki aðeins prófessor, mikil manneskja og sérstæður per- sónuleiki. Hún var einnig vinur í bestu merkingu þess orðs. Hún var alltaf reiðubúin að hjálpa, hún var hollráð, hún var úrræð- agóð, hún hvatti til dáða...“ Ég tek undir þessi orð. Þau eru að mínu viti hárrétt lýsing á Margaret Schlauch. Ég þakka henni fyrir góða sam- vinnu og mikla vináttu. En fyrst af öllu vil ég sem íslendingur þakka henni fyrir að vinna svo vel - í orði og verki - íslandi og ís- lenskri menningu. Haukur Helgason Grunnskóli Siglufjarðar Enn vantar okkur kennara í eftirtaldar greinar: Stæröfræði og eðlisfræöi 7.-9. bekk. Samfélagsgreinar 7.-9. bekk. íþróttir drengja. Almenn kennsla í yngri bekkjum. í skólanum eru um 300 nemendur og yfir 2C kennarar. í boði er húsnæðisstyrkur. Frekari upplýsingar gefa formaður skólanefndar síma 96-71616 (96-71614) og skólastjóri í símé 96-71686. Skólanefnd Kennarar Tvær lausar kennarastöður við Grun skólann Eiðum, sem er heimavistarskc Ódýrt húsnæði, góðir tekjumöguleikar. Upplýsingar gefur Sigtryggur Karlsson í sírr 97-3828 og formaður skólanefndar Kristjf Gissurarson í síma 97-3805. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.