Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 9
þá, sem ætluðu að gerast meðlim- ir að koma á sunnu- dagsmorguninn milli klukkan tíu og tólf og skrifa sig á. Þegar ég kom þangað, hafði ég meðferðis bók með sömu yfirskriftinni og verið hafði á blaðinu. Enginn vildi verða fyrstur til að skrifa sig á. Mér þótti ekki heppilegt, að ég gerði það. Loks fékk ég einn til að verða fyrstan til. Næsta dag var haidinn fundur í Bárunni. Pá var kosin stjórn. Formaður var Jón Bach. - Hvað var næst á dagskrá? - Þá fórum við að undirbúa að mynda verkalýðssamtök og stjórnmálaflokk, hvort tveggja í einum samtökum. Áður höfðu verið gerðar tvær tilraunir til að mynda verkalýðssamband. Að fyrri tilrauninni stóðu Bárufé- lögin, en að hinni síðari stóð Dagsbrún, en það var 1907. Bæði samböndin urðu skammlíf. í undirbúningsnefndina voru kosnir tveir fulltrúar frá hverju fimm félaga í Reykjavík, að mig minnir, og líka tveir fulltrúar frá hvoru tveggja félaga í Hafnar- firði. Með mér í nefndinni voru meðal annarra Ottó Þorláksson og Jónas Jónsson frá Hriflu, sem tekið hafði þátt í stofnun Jafnað- armannafélagsins. Kosning fimm bæjarfulltrúa í Reykjavík stóð þá fyrir dyrum, átti að fara fram í janúar 1916, en í bæjarstjórninni voru 7 fulltrúar. Við í undirbún- ingsnefndinni beittum okkur fyrir samstarfi verkalýðsfélag- anna um framboð þriggja manna. Jón Bach átti að vera efstur þeirra, en honum var bolað út af kjörskrá. Frambjóðendurnir urðu Jörundur Brynjólfsson, Ág- úst Jósepsson og Kristján Guð- mundsson. Þeir náðu allir kosn- ingu. Greidd voru 2028 atkvæði og hlaut listi verkamanna 911 at- kvæði. Heimastjórnarmenn fengu hina fulltrúana tvo. Stofnþing Alþýðusambands ís- lands og Alþýðuflokksins var haldið 12. marz 1916. Að því stóðu í Reykjavík: Dagsbrún, prentarafélagið, hásetafélagið, bókbandssveinafélagið og verka- kvennafélagið Framsókn; og frá Hafnarfirði: Hlíf og hásetafé- lagið þar. í fyrstu stjórninni var forseti Ottó Þorláksson. Á fyrsta reglulega þinginu þá um haustið var Jón Baldvinsson hins vegar kosinn forseti. - Sætti Alþýðusambandið og Alþýðuflokkurinn mikilli andúð í fyrstu? - Já, hjá einstöku mönnum. Framsóknarflokkurinn var stofn- aður um líkt leyti. Að stofnun hans stóðu bændasamtökin, sem kölluð voru. Þar var fremstur í flokki Sigurður Jónsson frá Yzta- Felli, hinn mesti höfðingi, og Jónas Jónsson frá Hriflu. Jónas studdi verkalýðsfélögin til þess, að verkamenn yrðu ekki allir með auðvaldinu á móti bændum. - Urðu harðar vinnudeilur á þessum árum? - Hásetaverkfallið 1916 var hart verkfall. Togarasjómenn höfðu þá um 70 krónur á mánuði í kaup. Að auki fengu þeir lifrar- hlut. Þegar lifrin hækkaði í verði í stríðinu, vildu útgerðarmenn komast hjá því að greiða lifrar- hlutinn. í febrúar 1916 var gerður samningur milli hásetafélagsins og útgerðarmanna um lifrarverð- ið, 35 krónur fyrir fatið. Samn- ingurinn átti að gilda til mánaða- mótanna apríl-maí þá um vorið. Þegar samningurinn rann út, neituðu útgerðarmenn að fram- lengja hann. Hásetafélagið sam- þykkti þá, að enginn sjómaður mætti ráða sig á skip, nema á það væri skráð samkvæmt samþykkt- um félagsins. Hásetar á fjórum togurum neituð að láta skrá sig 29. apríl. Hófst þá verkfallið. Það stóð til 12. maí. Útgerðarmenn reyndu allt hvað þeir gátu til að koma togurunum út. Þeim tókst aðeins að koma tveimur togurum á veiðar. Loks féllust útgerðar- menn á að greiða 60 krónur fyrir fatið. Það þótti mikill verkfalls- sigur. - Tók Alþýðuflokkurinn þátt í síðasta áfanganum í sjálfstæðis- baráttunni gegn Dönum? - í lok heimsstyrjaldarinnar deildu menn um það í Dan- mörku, hvort Danir ættu að taka allt Suður-Jótland af Þýskalandi eða aðeins þau héruð, sem vildu vera með Danmörku. Þá fóru þeir að sjá, að best væri að semja við íslendinga. Hallbjörn Hall- dórsson prentari, sem þá var for- maður jafnaðarmannafélagsins, bar upp þá tillögu, að Alþýðufl- okkurinn sendi menn til Dan- merkur til að ræða við danska jafnaðarmenn um sambandsmál- ið. Þá var það, að þeir Jón Magnússon og Jón Baldvinsson hittust ög ræddu um það, hvort Alþýðuflokkurinn gæti sent mann til Danmerkur. „Það er enginn sem getur farið þessa ferð nema Ólafur", sagði Jón Bald- vinsson. Jón Magnússon spurði þá, hvort ég þekkti forystumenn danskra jafnaðarmanna. Jón Baldvinsson sagði það ekki vera. Þá segir Jón Magnússon: „Hann kemur þvífram. Efþeirviljaekki tala við hann, þá boðar hann til fundar eða gerir eitthvað svo- leiðis". Það varð úr, að ég tókst þetta erindi á herðar. Þegar ég kom til Kaupmannahafnar, æskti ég viðtals við Stauning. Það gekk fljótt og vel. Þegar ég fer að tala við hann, finn ég, að hann tekur erindi mínu illa. Hann segir: „Nei, þetta hefur enga interessu fyrir okkur". - Danska ríkis- stjórnin átti þá meirihluta sinn á þingi undir jafnaðarmönnum. - Ég bið hann að vera ekki of fljótan á sér að taka ákvörðun. Síðan fer ég að finna Borgbjerg. Þeir Stauning voru helztu leið- togar jafnaðarmanna þá. Borgb- jerg tók rnáli mínu undir eins vel. Og þar með var málið unnið. Það var síðan fyrir atbeina jafnaðar- manna, að danska samninga- nefndin um sambandslögin var send hingað. Þjóðfræði Vöknum vonandi af mókinu Ögmundur Helgason: Erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum í þjóðfræðirannsóknum Undanfarna daga hefur staðið yfir í Reykjavík ráðstefna þjóðfræðinga frá öllutn Norðurlöndunum. Eru slíkar ráðstefnur „norðlenskra“ þjóðfræðinga engan veginn neitt nýmæli þótt þær hafí ekki fyrr verið haldnar hér- lendis. Mög merk erindi hafa verið flutt á ráðstefnunni, bæði af ís- lendingum og öðrum en þess á milli hafa verið heimsóttar þær stofnanir, sem helst tengj^st þessum fræðum, svo sem Árna- stofnun, Þjóðminjasafnið og Ár- bæjarsafn. Einn þeirra íslendinga, semer- indi flutti á ráðstefnunni, var Ög- mundur Helgason, cand. mag. starfsmaður við Landsbókasafn- ið. Þjóðviljinn náði tali af Ög- mundi og bað hann að segja eitthvað frá ráðstefnunni, þótt báðum væri raunar ljóst, Ög- mundi og blaðamanni, að óger- legt er að gera efninu veruleg skil í stuttu máli. Á Norðurlöndunum mun þjóðfræðin vera mest þróuð með- al Finna, sagði Ögmundur. Þegar Einar Ólafur Sveinsson skrifaði t.d. bók sína um gerðir íslenskra ævintýra á þriðja áratugnum þá voru það Finnar, sem gáfu hana út. Síðan má segja að Banda- ríkjamenn hafi tekið forystu í þessum fræðum en það eru ein- mitt Finnar þar vestra, sem þar hafa einkum gert garðinn frægan í þessum efnum. Bent hefur verið á, og fyrir því má færa haldkvæm rök, að þjóðfræðin segi e.t.v. ekki minna um samfélagið en tölur og hagskýrslur. Hún er bara einfaldlega önnur hlið á mannfé- laginu. Mörg athyglisverð erindi voru flutt á ráðstefnunni og vil ég í raun og veru alls ekki gera upp á milli þeirra. Finninn, Lauri Hanko flutti t.d. mjög athyglis- vert erindi um strauma og stefnur í þjóðfræðum. Norðmaðurinn Brynjolf Alver ræddi um þróun þessarargreinar, einnig merkt er- indi. í þessum erindum var fjall- að fræðilega um greinina. Juha Pentikainen, einn af yngri kyn- slóðinni og leiðandi maður í þjóðfræðum, flutti erindi í Nor- ræna húsinu á sunnudaginn var og einnig á ráðstefnunni. Fjöll- uðu þau um þróun þjóðfræða al- mennt. Síðan greindu aðrir fyrir- lesarar frá eigin rannsóknum. Nefna má fyrirlestur sænskrar konu um fyrirbærið „sagna- mann“. Hefur hún heimsótt sama sagnamanninn oftar en einu sinni og látið hann segja sömu söguna. Hallfreður Örn hefur gert hið sama en niðurstöður hans hafa enn ekki verið birtar. Finnsk kona ræddi um nútíma rannsókn- ir í þjóðfræði. Hefur það t.d. ein- hverja dulda merkingu að ganga undir stiga, hvrnig sígarettan reykist, talan 13 o.s.frv.? Nú, ef við víkjum aðeins að ís- lendingunum þá flutti Guðrún Bjartmarsdóttir erindi um huldu- fólk, álfkonur. Benti hún á að huldukonan væri gerandinn í sögunum, sæti þar í öndvegi og réð örlögum en það væri óþekkt annarsstaðar á Norðurlöndum. Jónas Kristjánsson nefndi að e.t.v. bentu þjóðfræðin á nýja leið til skilgreiningar á þeim vandamálum, sem tengdust nor- rænum fræðum og vörpuðu á þau nýju ljósi. Gat hann í því sam- bandi starfa Óskars heitins Hall- dórssonar. Davíð Erlingsson kom inn á vandamálið með notk- un einstakra orða, túlkun þeirra og skilgreiningu. Og nú var Ögmundur inntur eftir því um hvað hann hefði einkum fjallað í sínu erindi. - Ég ræddi einkum um hvern- ig hin fornu goð kæmu fram í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þjóðsögur þær, sem tengjast guð- unum, eru ekki ýkja gamlar. Þær Ögmundur Helgason eru arfur frá endurreisn nor- rænna fræða. f þjóðsögunum finnur maður hinsvegar andblæ allt frá heiðni, sem hefur lifað af alla kristnina. Gott dæmi um þetta eru draumarnir og sú merk- ing, sem menn leggja í þá. Þjóð- sögurnar eru tiltölulega ungar en þjóðtrúin, sem þar flýtur með og fléttast inn í, á sér miklu eldri rætur. Jón Hnefill Aðalsteinsson er nú að rannsaka hinar elstu ís- lensku sagnir, skilja þær frá hin- um yngri. Það er merkilegt við- fangsefni. Við þurfum að greina á milli þjóðsagnanna og þjóðtrúar- innar, sem lifir af siðaskiptin. Hin nýja þjóðtrú, ef svo má að orði komast, er á hinn bóginn ekki beinn arfur frá gamla bænda- samfélaginu heldur aðflutt og stendur í sambandi við tækni- þjóðfélagið. Við íslendingar fórum seint að huga að þessum arfi okkar, sem grundvallarfræðigrein. Og ég fann til þess nú á þessari ráð- stefnu hvað við erum langt á eftir öðrum Norðurlandaþjóðum í rannsóknum á þjóðfræðum. Hallfreð Örn Eiríksson og Jón Hnefil Aðalsteinsson ber kannski einna fyrst að nefna af þeim, sem við þetta fást nú. Áður fengust við þetta menn eins og Einar Ólafur Sveinsson, en eftir að hann varð prófessor í norrænum fræðum, tók það starf eðlilega meginið af tíma hans. Hér hafa tiltölulega litlar rannsóknir verið gerðar, sem snerta nútíma samfé- lag en þar ber þó helst að nefna Árna Björnsson, þjóðhátta- fræðing. - Ennþá eiga þessi fræði undir högg að sækja hér á landi. Þau hafa ekki enn verið viður- kennd sem sérstök fræðigrein og því ekki að undra þótt við séum skemmra á veg komnir í þessum efnum en aðrar Norðurlanda- þjóðir. Ánægjulegt væri ef þessi ráðstefna yrði til þess, að við vöknuðum af mókinu. -mhg Laugardagur 16. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Bökréttar lausmr HUGBÚNAÐUR FYRIR MS-DOS TÖLVUR frá Rökvcr hf. BOKARI er fjárhagsbókhald með ótrúlega miklum möguleikum. Engin takmörk á færslum. Vinnur bæði á diskettum og hörðum disk. Efnahags- og rekstrarreikninga má skrifa út í skrá og vinna síðan í ritvinnsiu. Kristinn Kolbeinsson, viöskiptafrœflingur: „8ÓKARINN uppfyiiirallar þær kröfur sem geröar eru til fjárhagsbókhalds, og býöur auk þess upp ó fjölbreytta möguleika I uppgjöri." BURÐARÞOL reiknar rammavirki þar sem allir virkishlutar flytja vægi, eða grindarvirki þar sem tengingar milli virkishiuta flytja eingöngu krafta. Hentar sérstaklega verk- og tæknifræðingum. Pátl Bjarnason, Verkfræðistofu Suflurlands: „Innsetningarmyndir eru lýsandi og vel uppbyggöar. fíeiknitími er mjög stuttur og niöurstööur aögengilegar. Bylting frá handreikn- ingil" ROKLAUN er launaforrit sem hentar sérstaklega vel minni og meðalstórum fyrirtækjum. Benedikt Valtýsson, PAPCO hf„fíöklaun spara mikla skriffínnsku og auka á allt öryggi varöandi launaútreikninginn. Bn umfram allt er öll vinna viö þaÖ einföld og þægileg." FELAGATAL er fyrir félagasamtök sem vilja nota tölvuna til að halda uton um félagaskrá, prenta límmiða og gíróseðla auk þess að halda utan um bókhald um árgjöld. Sigurflur Ingi Olafsson. Steinsteypufélogi Islands: „Það er atskaplega inægjuleg breyting sem ó sér stað, þegar félagaskró eins og okkar er tölvuvædd. Oll vinna viö hana veröur aö leik." BREFASAFN Er orðið vandamál að finna skjöl og bréf í öllum möppunum? Þá er Bréfasafn góð fjárfesting. Þú skráir bréfin eftir ákveðnu kerfi og eftir það sér tölvan um leitina fyrir þig og hún er fljótari! Krlstjön Guðlaugsson. Framleiflsluráði landbúnaöarins: „Við höfum nýveriö tekiö BfíBFASAFN f notkun og byrjunin lofar góöu. Nú er margra klukkutfma leit ímoppum fram- kvæmdá fóeinum sekúndum, og hinar fjölbreytilegustu upplýsingar liggja fyrir útprentaÖar / aðgengilegum lista." VIDEOLEIGAN Mjög fullkomið bókhald fyrir vídeóleigur. Skróning á myndum, útlánum og viðskiptamönnum; vinsældalisti mynda; svartur listi viðskiptamanna o.fl., o.fl.. í notkun m.a. hjá SKALLA vídeó. FORRITUN ARVINN A Við hjá RÖKVER HF. tökum að okkur alla almenna forritunar- vinnu, t.d. f PASCAL og dBASE III. Líttu við eða hringdu. HUGBUNADARÞJONUSTA Nýbýlavegi 22 (gengið inn að sunnanverðu) Kópavogi Sími: (91) 641440

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.