Þjóðviljinn - 30.08.1986, Qupperneq 8
Sagnfræði
Saga
ísafjarðar
Annað bindi
eftir Jón Þ. Þór
Eins og f lestum ætti að vera
kunnugtátti Ísafjörður200ára
kaupstaðarafmæli þann 18da
ágúst. Af því tilefni kom á dögun-
um út annað bindi sagnfræði-
verks sem fjallar um sögu ísa-
fjarðar og tekur yfir árin 1867-
1920. Sögufélag ísfirðinga
stendur fyrir þessari sagnaritun
ogþaðer Jón Þ. Þórsagnfræð-
ingursem skráir.
Þessi bók skiptist í eina tólf
kafla sem fjalla um ýmsa þætti
bæjarlífsins. Þar á meðal má
nefna byggingu og vöxt bæjarins,
um stéttarfélög og hagsmunafé-
lög ýmis konar og um bæjarbrag
og lífshætti á ísafirði á árunum
1867-1920. Þá er fjallað um
skólamál, prent- og útgáfumál og
kemur Þjóðviljinn eðlilega nokk-
uð við sögu í þeim kafla. Þá eru
kaflar um menningarmál al-
mennt og listir og fjallað er um
pólitík á ísafirði þessara ára.
-pv
MENNING
Stjörnugjöf: ★ ★★★ frábær, ★★★ mjög góð, ★★ sæmileg, ★ uppfyllir lágmarks kröfur, 0 léleg
Svo sem allt
í lagi...
★ ’/2
I kapp við tímann
(Racing with the Moon)
Regnboginn
Bandarísk, 1984
Leikstjóri: Richard Benjamin.
Handrit: Steven Kloves
Tónlist: Dave Grusin.
Framlei&endur: Alain Bernheim og
John Kohn
Helstu leikarar: Sean Penn, Nicolas
Cage og Elizabeth McCovern.
í kapp við tímann er ein af þess-
um myndum sem eru um margt
prýðilega gerðar, en gjörsamlega
lausar við að vera sérstakar, og
skilja því ósköp takmarkað eftir
að sýningu lokinni. Og ef einhver
spyr hvernig manni hafi þótt;
„jújú, svo sem allt í lagi...“, og
síðan ekki söguna meir. Sagan,
sém er langt frá því að vera
sláandi frumleg, gerist í litlu sjá-
varþorpi á vesturströnd Banda-
ríkjanna veturinn ’42-3 og greinir
frá samskiptum vinanna Nash og
Nickys við kvenpeninginn, á
meðan þeir bíða þess að vera
kallaðir til fjarlægra vígstöðva,
handan hafsins. Þeir fóstbræður
eru óttaiegir gaurar og því gengur
á ýmsu í Amorsglímu þeirra, eins
og við er að búast.
Þrátt fyrir fremur ófrumlega
hugmynd er ég ekki í minnsta
vafa um að gera hefði mátt betur,
ef rétt hefði verið haldið á spilun-
um. Það er einfaldlega eins og
vanti herslumuninn á flestum
sviðum. Það vantar ekki að sum
atriðanna séu bæði skemmtileg
og falleg, og ekki er hægt að
kvarta yfir lélegum leik; hann er
langt yfir meðallagi, eins og við er
að búast af hæfileikapiltunum
Penn og Cage, og reyndar einnig
Elizabeth McCovern sem fer
ágætlega með hlutverk kærustu
Nash. Þetta er allt saman gott
fólk sem þegar hefur sannað
ágæti sitt í merkum myndum á
borð við „Fálkann og snjómann-
inn“, „Birdy" og „Ragtime“.
Samt sem áður hefur í kapp við
tímann ekki tilætluð áhrif, því
einstökum efnisþáttum eru gerð
fremur yfirborðsleg skil, per-
sónur eru ekki ýkja áhugaverðar,
kátbroslegu atriðin ekki nógu
næm og spennuaugnablikin ekki
nógu æsandi. Frásögninrís því
sjaldan og heildin verður í
daufara lagi. Og ég hef ekki
meira að segja um kvikmyndina I
kapp við tímann, að svo stöddu.
H.O.
Hljómsveit í Kristskirkju
Sónötur o.fl. í Norræna
Flðlu- og píanótónleikar Hlífar Sig-
urjónsdóttur og Davld Tutt í Nor-
ræna húsinu sl. sunnudag.
Efnisskrá: Schubert ... Sóntana
op. 137 nr. 1. Prokoffiev ... Fimm
lög fyrir flðlu og píanó. Stravinsky
... ítölsk svíta f. fi&lu og píanó.
Brahms... Sonata í d moll op. 108.
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu-
leikari hefur veri hálfgerð huldu-
kona hér í tónlistarlífinu, þó oft
hafi maður heyrt fallega um hana
talað. í það minnsta hef ég ekki
heyrt hana leika á opinberum
tónleikum fyrr en um daginn í
Norræna húsinu. Ekki svo ég
muni og ég myndi muna það því
hún er ljómandi.
Hún hafði fengið til liðs við sig
aldeilis ágætan píanóleikara frá
Kanada, David Tutt að nafni, og
saman léku þau bráðskemmti-
lega og vandaða efnisskrá.
Tónleikarnir hófust með smá-
sónötunni í D dúr eftir Schubert,
einu af þeim verkum sem allir
fiðluunnendur fikta við tiltölu-
lega snemma á námsferlinum. Þá
er þetta kannski hálfgert ómark
og engin sérstök músisering, en
mikið höfðum við krítikker
Morgunblaðsins samt gaman af
op. 137, öllum þrem, fyrir uþb.
35 árum. Ætli við búum ekki að
því ennþá?
En það voru sannarlega engin
nemendatök f spilamennsku
þeirra Hlífar og Davids, og út-
koman var ekta Schubert með
ljúfsárrí lýrík í hverjum tóni.
Svo komu fiðlulögin fimm eftir
Prokoffiev, sem eru litaglaður
impressjónismi og ekkert sérlega
háreist í hugsununni. En þau eru
sniðug og snúin og voru flutt með
miklum elegans.
ítalska svítan eftir Stravinsky,
sem er samin upp úr Pulcinella-
ballettinum, sem er saminn upp-
úr Pergolesi, var svo síðast fyrir
hlé. Þetta er auðvitað orkester og
söngmúsík fyrst og fremst, en það
er ótrúlegt hvað hún er samt
skemmtileg í þessum búningi,
enda heppnaðist meistara Stra-
vinsky allt sem hann tók sér fyrir
hendur. Eða næstum allt. Meira
að segja að skrifa fílaballett, sem
er eftir á að hyggja kannski ekk-
ert þrekvirki, því fflar munu vera
sérlega músíkalskir og fágaðir í
hreyfingum þegar þeim tekst
upp.
Eftir hlé var svo hápunktur
tónleikanna: d moll sónatan eftir
Brahms. Fyrir utan að vera þó-
nokkur „fingurbrjótur“ fyrir
bæði hljóðfæri, útheimtir hún
mikið listrænt úthald og stflvissu.
Hvorugt vantaði. Þetta var að
vísu enginn „þungaviktar"
Brahms, heldur tær og „músíkal-
skur“ Brahms, og það var fallegt.
Hlutur Davids Tutts var sannar-
lega ekki síðri en Hlífar, og sann-
ar orð Berkofskys, að píanó-
leikur veltur mest á píanóleikar-
anum, en ekki hljóðfærinu sem
hann hefur undir höndum, þó
vissulega hjálpi góður Steinway
eða Bechstein til. Hvaða tegund
er annars í Norræna húsinu?
Hlíf sannaði vissulega þarna að
hún er í fremstu röð íslenskra ein-
leikara og væri vissulega þarft og
ánægjulegt að heyra hana leika
með Sinfóníuhljómsveitinni. t.d.
Mozart eða Beethoven. Já eða
Stravinskykonsertinn sem alltof
fáir þekkja.
LÞ
Við sem eigum kirkjusókn í
Landakoti vorum svo heppin um
daginn að fá á milli 25 og 30 ung-
menni í heimsókn. Og það sem
meira var, þau höfðu myndað
með sér aldeilis ágæta hljóm-
sveit, að vísu ekki stóra, en sam-
stillta og lifandi hljómsveit sem
unun var að heyra.
Þetta var einkum að þakka
framtaki tveggja ungra manna,
þeirra Guðna Franzsonar klarin-
ettuleikara og Hákonar Leifs-
sonar, sem fæst við hornleik,
tónsmíðar og stefnir í hljóm-
sveitarstjórn af miklu kappi. Og
útkoman var sannarlega ánægju-
leg og sannaði enn einusinni hví-
líkir framtíðarmöguleikar eru í ís-
lensku músíklífi, ef vel er á hald-
ið.
Efnisskráin var alveg mátulega
löng og fjölbreytt, eitt nútíma-
verk, eitt úr síðrómantíkinni og
loks klarinettukonsertinn eftir
Mozart. Hún hófst með Winter-
nacht, áferðarfallegu og innilegu
verki eftir Hans Abrahamsen,
sem er líklega besta tónskáld
dana af yngri kynslóð. Þarna
gætti ýmissa stflþrifa, allt frá Ni-
elsen, í gegnum Stravinsky og
upp í Schönberg eða jafnvel We-
bern, með viðkomu hér og þar.
En einhvernveginn varð samt úr
þessu sannfærandi og beinlínis
falleg heild, sem var að auki
prýðilega flutt og kurteislega.
hugaverðast, sjálfur klarinettuk-
onsert allra klarinettukonserta
(sem eru reyndar ekki margir);
Klarinettukonsert í A dúr eftir
W. A. Mozart. Og hann var ótrú-
lega vel fluttur og þrátt fyrir
mikla akkústíkk kirkjunnar, fur-
ðu skýr og klár. Að vísu á þykkur
tónn Guðna kannsi betur heima í
venjulegum konsertsal, og
styrksins vegna (sem var mikill)
átti hann til að drukkna í sjálfum
sér, einkum í hröðum hlaupum.
En leikur hans var samt brilljant
og dramatískur. Spennandi. Og
þarna sýndi Hákon hvað í honum
býr, því það er erfitt að leiða
hljómsveit í einleikskonsert, svo
allir aðilar njóti sín til fulls. Það
var ekki annað að heyra en það
heppnaðist prýðilega. Fín byrj-
un.
Stoltur faðir, L.Þ.
Hópurinn sem stóð að Töðugjöldunum.
Svo komu Lieder eines fa-
hrenden Gesellen eftir Mahler, í
kammersveitarbúningi Schön-
bergs, og þau söng Ragnheiður
Guðmundsdóttir ekki aðeins vel,
heldur af sannri og hreinni til-
finningu. Það er annars merkilegt
að við skulum eiga jafn radd-
prúða söngkonu sem næstum
aldrei heyrist í. Að vísu erum við
meðal ríkustu þjóða heimsins og
þykjumst því þessvegna hafa efni
á furðulegustu hlutum. En við
megum ekki fela og hundsa tal-
LEIFUR
ÞÓRARINSSON
entin okkar. Það er einfaldlega
vondur bisniss.
Auðvitað var lokaverkið á-
Safnahús
Skjöl sýnd
Þjóðskjalasafn
minnist afmælis
Þjóðskjalasafn (slands hefur í til-
efni tveggja alda afmælis
Reykjavíkurkaupstaðar, sett upp
nokkurskjalagögn safnsinstil
sýnis í anddyri Safnahússins við
Hverfisgötu.
Meðal sýningarskjala má
nefna sálnaregistur Reykjavík-
ursloknar frá því í desember
1786, tíundarreikníngar, upps-
kriftir á dánarbúum og umsóknir
tómthúsanna um sveitarstyrk. Þá
má nefna ýmis málskjöl, gerða-
bók Alþingis frá 1799 og 1800, og
margvíslegan fróðleik um saka-
fólk t.d. um Steinunni
Sveinsdóttur frá Sjöundá.
Þá má nefna auglýsingu frá
Jörgen Jörgensen „hundadaga-
konungi“ rituð af hans eigin kon-
unglegu hendi og setningarbréf
frá Trampe greifa þar sem hann
setur Finn Magnússon í embætti
bæjarfógeta í Reykjavík 1806.
Og er hér fátt eitt nefnt af sýning-
arplöggum. - pv
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. ágúst 1986