Þjóðviljinn - 30.08.1986, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 30.08.1986, Qupperneq 9
Fáguð og fín... Það er ekki ónýtt að hafa í kallfæri slíka snillinga sem Marti- al Nardeau flautuleikara og fiðlu- leikarann Szymon Kuran. Þessir ungu músíkantar eru hér í sjálf- viljugri útlegð frá sínu heima (Frakklandi og Póllandi) og von- andi berum við gæfu til að njóta hérvistar þeirra sem lengst og best. Þeir hóuðu saman í kvartett um daginn og fengu til liðs við sig tvær yndislegar stúlkur, sem fyrir utan að vera ágætt augnayndi kunna svo vel að spila á sín hljóð- færi, að hvaða stórstaður i heimsbyggðinni sem er gæti verið fullsæmdur af þeim. Þetta voru Ásdís Valdimarsdóttir víólu- leikari og Guðrún Theódóra Sig- urðardóttir sellóleikari. Það sem er öllu verra er að eftir sem ég best veit ætlar Ásdís að vera í sjálfviljugri útlegð við tónlistar- störf í Þýskalandi, í það minnsta næstu árin og Guðrún mun einnig hyggja á dvöl erlendis á næst- unni. En vonandi koma þær til baka, því hér er þörf fyrir þær og nauðsyn. Ég held að þau fjórmenning- arnir hafi ekki æft saman lengi, líklega bara part úr sumri. En mikið voru þau vel samstillt, fág- uð og fín, en þó um leið full af eldmóði æskunnar. Maður heyrði að þetta var velheppnað allt saman strax í upphafi, í Tríó- divertimento Haydns. Svo lék Szymon einleik í Ciacconettu eftir sjálfan sig og það var frá- bært, en alltof stutt. Serenaðan í D dúr op. 25 eftir Beethoven, sem ég held samt að MENNING Martial, Guðrún, Ásdís og Szymon. sé samin á undan op. 1 og sé æskuverk, er gullfalleg og heyrist eiginlega alltof sjaldan. Ég held t.d. að hún hafi aldrei áður verið flutt hér á opinberum tónleikum. Hún er í sjö þáttum, og sumum finnst hún eflaust löng og hljóð- færaskipanin er býsna óvenjuleg: flauta, fiðla og víóla... sumsé ekkert bassahljóðfæri. En hvílfk glæsimennska í rithætti, hvílík hugkvæmni við nýtingu blæ- brigða hljóðfæra á tiltölulega þröngu tónsviði. Og serenaðan var eins vel flutt og mann gæti dreymt um við allrabestu aðstæð- ur. Martial Nardeau hefur víst ekki samið mikið af tónverkum, það má líklega telja þau á fingr- um vinstri handar. Þeim mun meira komu Deux piéces hans fyrir flautu fiðlu og selló á óvart, vegna fagmannlegs forms og eðli- legs leiks lags og hljóms. En þeg- ar Martial hóf að leika Piéce pour flúte seule eftir Ibert, var maður ekkert lengur hissa, því sá sem getur leikið svona snilldarlega á eina flautu er auðvitað til alls vís. Tónleikunum lauk svo með einum af flautukvartettum Moz- arts, og auðvitað voru þau mála- lok til að gera mann snarlukku- legan það sem eftir var vikunnar. LÞ Nýjar gerðir □ □ m m □ □ □ □ • E L D H 0 s JL Byggingavörur kynna nýjar gerðir eldhúsinnréttinga frá breskum framleiðendum. Þetta eru smekklegar og stílhreinar innréttingar. Verðið er mjög hagstætt og greiðsluskilmálar við allra hæfi. Komið og skoðið uppsett kynningareldhús í nýrri verslun okkar að Stórhöfða. BYGGINGAVÖRUR Stórhöfða,Sími671100

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.