Þjóðviljinn - 30.08.1986, Page 15

Þjóðviljinn - 30.08.1986, Page 15
Ættfrœði Greiðir leið um heimildafmmskóginn Rœtt við Jón ValJensson um námskeið Ættfrœði- þjónustunnar Áhugi manna hér á landi á ætt- fræði þykir mikill og nú er Ætt- fræðiþjónustan farin að auglýsa námskeið þar sem leiðbeint verð- ur um ættfræðiieg vinnubrögð. Við höfðum samband við Ætt- fræðiþjónustuna og þar var í fors- vari Jón Valur Jensson. Við spurðum hann um fyrirkomulag námskeiðsins. „Markmið með þessum nám- skeiðum er að gera hverjum sem er kleift að rekja ættir sínar eða annarra af kunnáttusemi og ör- yggi. Það vill oft fara mikill tími í súginn hjá fólki sem byrjar á að rekja ættir sínar og oft fæst jafnvel lítill árangur. Við höfum reyndar ágætar aðstæður til ætt- arannsókna í þjóðskjalasafni og í ýmsum söfnum úti á landi, s.s. á Sauðárkróki, ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Vand- inn er aðeins sá að þegar í safnið er komið eiga margir erfitt með að átta sig á hvar þeir eiga að grípa niður í þeim frumskógi heimilda sem þar er að finna, t.d. hvar þeir eigi að leita viðkomandi forfeðra sinna. Ættfræðinám- skeið eins og þetta á að veita mönnum innsýn í eðli og umfang heimildanna sem eru margvísleg- ar og kenna þeim rétt vinnubrögð sem skila góðu verki á sem styst- um tíma.“ - Geta þá allir rakið œttir sínar? „Já, vissulega. Þó að mjög margir séu hvergi á blaði í út- gefnu niðjatali geta flestir fundið miklar upplýsingar um forfeður sína í prentuðum heimildum, að ekki sé talað um í ættfræðihand- ritum sem eru mörg. Satt að segja hefur verið gert gífurlegt átak í ættfræði og útgáfu ættfræðiverka á þessari öld. En það eru fyrst og fremst kirkjubækur og manntöl sem við þurfum að vinna úr, ekki síst fólk af alþýðustéttum og stór hluti af námskeiðinu er fólginn í vinnu með slíkar frumheimildir." - Nú talar þú um kirkjubœkur og manntöl. Verður þá ekki að treysta alfarið á það aðfólk sé rétt feðrað? Getur ekki hafa verið misbrestur á? „Jú reyndar og stundum fylgja sögusagnir um slíkt á meðal ætt- menna. Oft hefur verið hægt að leiða sterkar líkur á annarri ætt- færslu en þeirri sem kirkjubók hermir. En af minni reynslu hygg ég að röng feðrun hafi ekki verið eins algeng á seinni öldum og margir virðast telja. En það er vissulega svo að þegar komið er að vafaatriðum í ættrakningnum, er betra að staðnæmast en að spinna langan lopa aftan við.“ - Vinnur fólk á námskeiðinu þá við að rekja œttir sínar? „Já við hefjum strax vinnu í upphafi námskeiðs og rekjum ættir þátttakenda eins og tími vinnst til. Þannig fá þeir nauðsyn- lega þjálfun í vinnubrögðum við rannsóknir á sínum eigin ættum og þá má geta þess að veitt verður ýtarleg ráðgjöf hverjum einstök- um varðandi ættir hans eða frændgarð." - Hefur þú haldið svona nám- skeið áður? „Ég hef haldið námskeið á ísa- firði og þar var áhugi mjög mikill. Hvað mína menntun snertir er ég eins og fleiri ættfræðingar að mestu leyti sjálflærður af að fást við þetta um langt árabil, en var Jón Valur Jensson. þó svo lánsamur að vera einn þeirra fáu sem nutu leiðsagnar Einars heitins Bjarnasonar, próf- essors í ættfræði við Háskólann. - Annað um námskeiðið. „Þátttakendur eru mest 8 í hópi og námskeiðið inniheldur 25 kennslustundir,", sagði Jón Val- ur Jensson að síðustu. - G.H. DEUTSCHES SPRACH- DIPLOM II fur Auslánder Voriö 1987 veröur í fyrsta skipti boöiö upp á aö taka hér á landi próf, sem er jafngilt inntökuprófi í þýsku við háskóla í V-Þýskalandi. Prófiö er bæði skriflegt (55%) og munnlegt (45%). Undirbúningsnámskeið hefst um miöjan sept- ember. Þeir sem hafa áhuga á aö taka þetta próf, veröa að tilkynna þátttöku strax núna í haust, því útilokað er að komast aö seinna. Skiiyrði fyrir þátttöku er allgóð þýskukunnátta, því kennslan miðar eingöngu aö markvissum undirbúningi prófsins. Undirbúningsnámskeiö verður á vegum Georgs Föhrweissers, sem veitir jafnframt nánari upplýs- ingar í síma 23553 dagana 2.-10. september kl. 14-17. Útför Guðmundar Bjarnasonar frá Mosfelli fer fram frá Mosfellskirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 14. Sigrún Þóra Magnúsdóttir Aðalbjörg S. Guðmundsdóttir Bjarni Sigurðsson Þórunn Bjarnadóttir Sif Bjarnadóttir Þóra Sigurþórsdóttir Bjarki Bjarnason Yr Þórðardóttir Eiginmaður minn Ingvar Indriðason Engjavegi 1, Selfossi er andaðist 25. þ.m. verður jarðsunginn frá Skálholts- dómkirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður að Torfastöðum. Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 12.00 og frá afgreiðslu Sérleyfisbíla Selfoss kl. 12.45. Þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Torfastaðakirkju njóta þess. Fyrir hönd vandamanna Halldóra Jósefsdóttir Blaðburður er besta trimmið og borgar sig! Við leitum að blaðberum til starfa víðsvegar um borgina. einnig i Hafðu samband við okkur PJÚÐVHMN Síðumuli 6

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.