Þjóðviljinn - 04.09.1986, Side 1

Þjóðviljinn - 04.09.1986, Side 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Þetta er lágkura Hjörleifur Guttormsson: Hugmyndir Þorsteins og Steingríms lágkúra aflœgstu gráðu. Rainbowmálið bara angi af aronskunni. Herinn verður að einangra sem mestfrá íslensku efnahagslífi Hugmyndir Steingríms Her- mannssonar og Þorsteins Pálssonar um leiðir til lausnar á Rainbowmálinu og kjötinnflutn- ingi hersins eru gjörsamlega út í hött og að mínu mati skín í gegn- um þær lágkúra af lægstu gráðu, sagði Hjörleifur Guttormsson þingmaður Alþýðubandalagsins og fulltrúi flokksins í utanríkis- Verkamannabústaðir Alltof stirt Ásmundur Stefánsson, forsetiASÍ: Kerfið stirt að laga sig að breyttum forsendum. Kaupleigu- kerfið kemur vel til greina, sömuleiðis leiguí- búðir „Það getur beinlínis orðið æskilegri kostur að kaupa eldri íbúð á almennum markaði, en nýja íbúð í verkamannabústað- akerflnu,“ segir Ásmundur Stef- ánsson, forseti ASÍ, í grein um nýju húsnæðislögin, sem birtist í blaðinu í dag. „Að mínu viti hefur verka- mannabústaðakerfið verið alltof stirt að laga sig að breyttum for- sendum á húsnæðismarkaðnum. Það hefur verið haldið áfram að byggja á tíma þar sem mun hag- kvæmara hefur verið að kaupa eldra húsnæði. Þetta er að vísu ekki algilt, því t.d. í Kópavogi hefur verið gert töluvert af því að kaupa eldri íbúðir. En verka- mannabústaðakerfið er eftir sem áður nauðsynlegur kostur,“ sagði Ásmundur þegar hann var spurð- ur að því hvort hann væri ekki með þessum orðum sínum að segja að verkamannabústaða- kerfið væri úrelt. Ásmundur sagði að það kæmi vel til greina að breyta ýmsu varðandi verkamannabústaða- kerfið, en allar slíkar breytingar þyrftu að skoðast vandlega áður en ráðist væri í þær. Ein leið er að breyta kerfinu þannig að greiðslukjör íbúa í verka- mannabústöðum breyttist eftir greiðslugetu þeirra. Samkvæmt núgildandi lögum lánar Bygging- arsjóður verkamanna 85% í íbúðunum en jafnframt er í lög- unum heimild til að lána meira séu aðstæður sérstaklega slæmar. Sagði Ásmundur að það yrði að setja vinnureglur í því sambandi. Þá taldi Ásmundur að vel kæmi til greina að taka upp kaupleigu- kerfi, þar sem leiga eða greiðslu- skilmálar kaupanda breytist eftir greiðslugetu, þannig að miðað verði við breytilega vexti og breytilegan endurgreiðslutíma. Þá er vel hugsanlegt að hans mati að breyta verkamannabústaða- kerfinu þannig að það bjóði í rík- um mæli upp á leiguíbúðir og leigukjörin yrðu þá breytileg eftir aðstæðum hjá fólki. _Sáf málanefnd alþingis í samtali við Þjóðviljann í gær. Sem kunnugt er hafa Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra lýst yfir þvf að til greina komi að setja íslensk ein- okunarlög til að tryggja íslensk- um skipafélögum flutningana til varnarliðsins. Þá hefur Stein- grímur viðrað hugmyndir um að endurskoða varnarsamninginn til þess að koma inn ákvæðum um ýmis ágreiningsmál. Hjörleifur sagði í gær að þarna væru þeir félagar að blanda sam- an annars vegar því sem þeir kalla stundum öryggismál, og hins veg- ar því að hirða molana af borðum hersins. „Hugsunarhátturinn á bak við þessar hugmyndir ráð- herranna eru ekki samboðnar ís- lendingum að mínu mati. Rain- bowmálið er bara angi af aronsk- unni, þeirri hugmynd að íslensk fyrirtæki eigi að geta hagnast sem mest af hersetunni. Ég tel hins vegar að herinn megi hafa alla þætti varðandi hersetuna í sínum höndum. Herinn á að einangra sem mest frá íslensku efnahags- lífi, hann er krabbamein sem ís- lenskt samfélag þarf að verjast meðan skammsýnir stjórnmála- menn leggja blessun sína yfir dvöl hans hér,“ sagði Hjörleifur. -gg Stöðugur straumur fólks hefur verið undanfarna daga í Húsnæðisstofnun. Mynd Sig. Húsnœðisstofnun Eyðublöðin upp urin Mikil örtröð hefur verið hjá Húsnæðisstofnun þessa vikuna, síðan nýju húsnæðislögin tóku gildi. Húsnæðisstofnun lét prenta 3000 umsóknareyðublöð að Ián- um og voru þau öll uppurin í gær fyrir lokun. Þá hefur verið gífur- legt álag á símum stofnunarinnar. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar, sagði í gær, að sú mikla eftirvænting sem nýju húsnæðislögin hefðu vakið, væri að skila sér nú og það mætti marka af þrennu. „í fyrsta lagi hefur símaverk- fræðingur sagt mér að mælingar sem hann gerði á kerfinu nú í lok ágúst sýndu að tífelldur munur hefði verið á álagi miðað við meðalálag. Hvað þá nú eftir D- dag. Það er því ljóst að það verð- ur að kaupa nýja símstöð fyrir stofnunina." í öðru lagi sagðist Sigurður aldrei áður hafa séð biðraðir í stofnuninni en það væri kannski til marks um það að biðraða- menning væri að myndast á fs- landi. í þriðja lagi kláruðust öll eyðu- blöðin í gær en ný eyðublöð átti að prenta í nótt þannig að fólk sem kemur til stofnunarinnar í dag ætti að fá glóðvolg umsókn- areyðublöð. Sigurður sagði að það væri ljóst að stoínunin þyrfti að bæta við starfsfólki, enda væri hún að taka að sér stóran hluta af starfsemi lífeyrissjóðanna. -Sáf Menntamálaráðuneytið Sniðgekk æskulýðsráð Sverrir Hermannsson skipar Erlend Kristjánsson ístöðu œskulýðs- fulltrúa. Fjórir affimmfulltrúum í œskulýðsráði mœla með Inga Þór Þorgrímssyni. Töldu Erlend óhœfan Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra skipaði flokks- bróður sinn Erlend Kristjánsson í stöðu æskulýðsfuiltrúa ríkisins fyrir helgina þrátt fyrir að fjórir af flmm meðlimum æskulýðsráðs hafl lagst gegn skipun Erlends og mælt með því að Ingi Þór Þor- grímsson yrði skipaður í stöðuna. Erlendur var skipaður til fímm ára. Æskulýðsráð er aðeins um- sagnaraðili um ráðninguna, en viðmælandi Þjóðviljans úr ráðinu taldi það óþolandi vinnubrögð af Sverris hálfu að sniðganga þannig vilja yfirgnæfandi meirihluta þess. Fjórmenningamir sem lögðust gegn því að Erlendur yrði ráðinn töldu að hann væri óhæfur til starfans, m.a. vegna allsendis ó- fullnægjandi tungumálakunn- áttu. Heimildamenn Þjóðviljans segja mikla óánægju ríkja í Æskulýðssambandi Islands með skipun Erlends, enda er talið að hún sé einungis af pólitískum toga spunnin. Þess má geta að Erlendur hefur gegnt starfi æsku- lýðsfulltrúa til bráðabirgða frá áramótum. -gg írland Bamaskipti Tvær írskar mæður skiptust á börnum um helgina eftir að hæstiréttur landsins kvað upp úr- skurð að þær ættu ekki þau börn sem hvor um sig fór með heim af fæðingarheimili fyrir tveimur vikum. Rétturinn komst að því að nafnspjöld höfðu ruglast og þarmeð einnig börnin. Önnur móðirin uppgötvaði mistökin og krafðist eigin barns, en hin hélt fast við sitt. Eftir úrskurðinn varð hún að láta í minni pokann fyrir blóð- og vefjaprófum. Reuter

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.