Þjóðviljinn - 04.09.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.09.1986, Blaðsíða 2
FRETTIR Suðurland Hlaup í Markarfljóti Einnig er nokkuð hlaup íMúlakvísl. Megn jöklafýla afvatninu. Jarðskjálftakippir í Torfajökli og Mýrdalsjökli. Öskubólstrar úr Heklu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur: Á þessu svœði getur allt gerst að hafa komið tvö hlaup í Markarfljót nú á tveimur vik- um og er það síðara nú að fjara út. Þessu hefur fylgt megn jökla- Heimsmynd Fengiö nóg af Könum Halldór Ásgrímsson í Heimsmyndarviðtali: Sýnis Bandaríkjamönnum veitast margt of auðvelt ísamskiptum við okkur. Minnirá Helguvík og ratsjárstöðvar. Pólitísktsam- band hefði verið rofið efvið hefðum verið beitt viðskiptaþvingunum „Mér finnst að Bandaríkja- mönnum veitist margt of auðvelt í samskiptum við okkur. Vil ég til dæmis nefna mannvirkjagerð í Helguvík og ratsjárstöðvar. Bandaríkjamenn verða að skilja að hagsmunir þeirra verða ekki tryggðir hér nema að hagsmunir íslensku þjóðarinnar verði tryggðir,“ segir Halldór Ásgríms- son m.a. í viðtali sem birtist í nýju tbl. Heimsmyndar, sem kemur í verslanir í dag. Halldór segist vera búinn aö fá nóg af Ameríkönum í bili. það er mat mitt að bandarísk stjórnvöld séu á villigötum. Þeir eiga ekki að vera einhver Rambó eða í eftirlitshlutverki." Hann er spurður að því hvað gerst hefði ef bandarísk stjórnvöld hefðu fylgt eftir hót- unum um efnahagsþvinganir. „Pólitískt samband ríkjanna hefði verið rofið,“ segir Halldór og minnir á viðbrögð íslendinga við innflutningsbanni Breta í þorskastríðinu. Hvað sem gerist þá munu ís- lendingar halda áfram hval- veiðum í vísindaskyni, en hins- vegar munum við reyna að breyta nýtingu okkar á afurðunum. -Sáf fýla, enda kraumar undir Mýr- dalsjökli eins og allir vita. Eftir svona hlaup er allmikið af grá- leitri leirdrullu í farvegi árinnar. Hlaup í Markarfljóti koma stöku sinnum og oft er það svo að mað- ur merkir þau á því að vatnið dökknar mjög, án þess að vaxa að ráði og skilur svo eftir sig svona leirburð, sagði Ólafur Kjartans- son bóndi í Eyvindarholti í V- Eyjafjallahreppi í samtali við Þjóðviljann í gær. Páll Einarsson jarðeðlisfræð- ingur sagði að einnig hefði komið hlaup í Múlakvísl og því fylgt jöklafýla. Þá hefur orðið vart jarðskjálftakippa í Mýrdalsjökli sem Páll sagði að væri algengt, en aftur á móti hefur einnig orðið vart jarðhræringa í Torfajökli og eru nú menn frá Orkustofnun og Eldfjallastöðinni við rannsóknir þar. Þá hafa öskubólstrar komið úr Heklu, þannig að töluverður órói virðist vera á þessu mikla eldfjall- asvæði. Páll sagði enga leið að Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? DJÖÐVIUINN ÞAÐ ER ODYRARA AÐ BYRJA SKÓLANN HJÁ OKKUR 5 stórar Kollegi bækur í pakka Fullt verð: 325 5 stórar jormðbðökur í pðkka Fullt verð: 312 3 stílðbækur 09 2 glósubækur Fullt verð: 205 2 möppur 09 skiptiblöð Fullt verð: 290 Iðusðblöi 50 blöð í pðkkð Fullt verð: 30 OkWar verð: 285 Okkar verÖ: 280 Okkar verb: 184 Okkar verð: spá neinu um framhald þarna en benti á að tími Kötlu væri löngu kominn og á þessu svæði gæti alltaf dregið til tíðinda varðandi eldsumbrot. Menn eru vel á verði, sagði Páll. -S.dór 'TORGIÐ1 Já, bæði Halldór og Valur orðnir hernámsandstæðingar. Svo þetta er þá nýja andlitið á maddömunni. „Stjornin of undirgefin“ Þjóðviljinn spyr um samskiptin við Bandaríkin Þjóðviljinn brá sér í bæjarferð í gær og spurði vegfarendur um afstöðu þeirra í deilumálum ís- lendinga við risaveldið í vestri: Hvernig finnst þér að við ætt- um að bregðast við versnandi sambúð Islands og Bandaríkj- anna? Bjarni Tómasson: Viðeigumekkiaðlíða Bandaríkjamönnum neinn yfirgang eins og þeir sýndu í hvalamálinu og fleiri málum. Það er sjálfsagt að endurskoða varnarsamninginn og semja við þá, en ef ekki er hægt að ná viðunandi samningum við þá verða þeir einfaldlega að taka saman og fara héðan. Þór Mýrdal: Mér sýnist að stjórnin sé allt of undirgefin Bandaríkjamönnum. Við eigum auðvitað ekki að taka það í mál að þeir hagi sér eins og þeir höguðu sér í hvalamálinu. Það var hrein og klár kúgun og Bandaríkjamenn eiga bara alls ekki að vera að vasast í íslenskum innanríkismálum. Ég erfrekarfylgjandi því að herinn verði látinn fara, en ég sé engin merki um að það sé fyrirsjáanlegt og á meðan svo er eigum við að endurskoða varnarsamninginn og láta þá borga fyrir sig hérna. SS Eiríkur Á Carlsen: Við þurfum að taka þennan varnarsamning til all rækilegrar endurskoðunar og láta þessa vini borgafyrirsig. Viðerumeina landið í heiminum sem látum þá ekki borga fyrir svona aðstöðu. Ég er alveg á móti því að láta herinn fara, en við eigum ekki að þola Bandaríkjamönnum yfirgang eða frekju á nokkurn hátt. Bara að láta þá borga og það engasmáaura. Erla Björk Guðjónsdóttir: Ég fylgist nú ekki sérstaklega vel með þessu, en mérfinnst sjálfsagt aðtaka varnarsamninginn til endurskoðunar. Ég er á móti hvalveiðum, en hins vegar finnst mér ekki að Bandaríkjamenn eigi að skipta sér af þeim. Og ef við tökum flutningana til hersins sem dæmi, þáfinnst mérsjálfsagtað láta þá sem bjóða best sjá um þá. Kristín Adda Guðmundsdóttir: Mérfinnst nauðsynlegt að sambúðin við Bandaríkjamenn verði bætt. Ég vildi ekki iáta þá fara héðan með herinn, en þeir verða auðvitað að fara eftir því sem við viljum og taka tillit til þess. Égert.d.allsekkisáttvið framkomu þeirra í hvalamálinu og því síður finnst mér að þeim eigi að leyfast að flytja hingað inn kjöt eða annan varning. Þeir eru ekki of góðir til að borða það sem erframleitthérálandi. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 4. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.