Þjóðviljinn - 04.09.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.09.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Kvennaknattspyrna Sjö mörk Blikanna Breiðablik vann auðveldan sigur á botnliði Hauka, 7-0, í 1. deild kvenna á Hvaleyrarholts- vellinum í Hafnarfirði í gær- kvöldi. Staðan var 5-0 í hálfleik og Breiðablik, án margra sinna bestu leikmanna, hafði mikla yfirburði. Magnea Magnúsdóttir skoraði 3 mörk, Ásta María Reynisdóttir 2, Svava Tryggva- dóttir 1 og Lára Ásbergsdóttir 1. -MHM England Fyrsta tap Liverpool fra því í febrúar QPR að hlið Wimbledon á toppnum. Man. Utd eittneðst Kenny Dalglish skoraði fyrir Liverpool en þaö dugði ekki til. Liverpool tapaði í gærkvöldi sínum fyrsta leik í ensku deilda- keppninni í knattspyrnu síðan í febrúar. Það var lið Leicester, sem hefur haft ótrúlegt tak á Li- verpool undanfarin ár, sem sig- raði 2-1 á Filbert Street í Leicest- er. Gary McAllister og Russell Osman komu Leicester í 2-0 en Kenny Dalglish skipti sjálfum sér inná sem varamanni hjá Liverpo- ol og náði að skora mark fimm mínútum fyrir leikslok. Urslit í ensku knattspyrnunni í gærkvöldi urðu þessi: 1. deild: Aston Villa-Luton.................2-1 Leicester-Liverpool...............2-1 Manch.City-Norwich.................2-2 Newcastle-Q.P.R....................0-2 2. deild: BradfordCity-Cr.Palace.............1-2 Brighton-Birmingham................2-0 Deiidabikarinn -1. umferð, seinni leikir, heildarúrslit í svigum Chester-Derby County..........1-2 (2-2) (Derby áfram á útimörkum) Fulham-Aldershot............2-0 (5-1) Northampton-Gillingham......2-2 (2-3) Peterborough-Colchester.....2-0 (2-0) PortVale-NottsCounty..............4-1 (7-2) Reading-Bristol Rovers......4-0 (6-1) -VS/Reuter Landsliðshópurinn Sigi Held: 15 duga. „Þessir 15 leikmenn eru sterk- asti landsliðshópur sem ég get teflt fram og enginn einn til við- bótar á sérstaklega heima í hon- um. Ég þarf ekki sextánda mann ef þessir sleppa allir við meiðsli um næstu helgi,“ sagði Sigfried Held, landsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu, eftir að landsliðs- hópurinn fyrir leikinn gegn Frökkum á Laugardalsvellinum Atli Eövaldsson - fyrirliöi í fyrsta sinn. Heid valdi aðeins fimmtán leikmenn Viðar kemur inn efÁgúst Már getur ekki leikið. Atlifyrirliði í sínum 40. Held útskýrðifjarveru Guðmundar Torfa og Porsteins Gu&mundur Torfason — kemst ekki að. leik. næsta miðvikudag var tilkynntur í gær. Hinsvegar má segja að Viðar Þorkelsson úr Fram sé sextándi maðurinn í hópnum. Ef Ágúst Már Jónsson verður ekki heill eftir næstu helgi kemur Viðar í hópinn í staðinn. Tvö atriði til viðbótar í vali Helds koma nokkuð á óvart. Stefán Jóhannsson markvörður úr KR er valinn en flestir áttu von á að Þorsteinn Bjarnason frá Keflavík yrði í hópnum. Þá er langmarkahæsti leikmaður 1. deildar, Guðmundur Torfason, ekki í náðinni. Held útskýrði báðar þessar ákvarðanir sínar: „Ég valdi Stefán þar sem hann er ungur og býr yfir miklum hæfi- leikum og getur bætt mun meiru við sig en Þorsteinn. Þarna er ég að hugsa til framtíðarinnar. Með Guðmund Torfason vil ég benda á að í hópnum eru sóknarmenn- irnir Pétur Pétursson, Arnór Guðjohnsen og Ragnar Mar- geirsson. Ég tel ekki að Guð- mundur geti ýtt neinum þessara út en ég hef fylgst vel með honum og veit að hann er góður leikmað- ur,“ sagði Held. Landsliðshópurinn er þannig skipaður, landsleikjafjöldi fylgir: Markverðir: Bjarni Sigurðsson, Brann...........12 Stefán Jóhannsson, KR...............2 Aðrir leikmenn: Ágúst Már Jónsson, KR...............5 ArnórGuðjohnsen, Anderlecht........20 ÁsgeirSigurvinsson, Stuttgart......35 Atli Eðvaldsson, Uerdingen.........39 Guömundur Þorbjörnsson, Baden....37 Guðni Bergsson, Val...............8 GunnarGíslason, KR................22 ÓlafurÞórðarson, (A................7 ÓmarTorfason, Luzern.............21 PéturPétursson, (A................28 RagnarMargeirsson, Waterschei....20 Sigurður Jónsson, Sheff.Wed........7 Sævar Jónsson, Brann..............29 Atli Eðvaldsson verður fyrir- liði íslands í fyrsta skipti en hann leikur einmitt sinn 40. landsleik á miðvikudaginn. Sigurður Grétarsson, Pétur Ormslev, Lárus Guðmundsson og Janus Guðlaugsson eru allir útúr myndinni vegna meiðsla. Það er ekki ólíklegt að Sigi Held stilli upp eftirfarandi byrj- unarliði: Markvörður, Bjarni Sigurðsson. Varnarmenn, Gunn- ar Gíslason, Sævar Jónsson og Ágúst Már Jónsson. Tengiliðir, Sigurður Jónsson, Ómar Torfá- son, Atli Eðvaldsson, Ásgeir Sig- urvinsson og Guðmundur Þor- björnsson. Framherjar, Pétur Pétursson og Arnór Guðjohn- sen. Tveir tengiliðanna leika sem nokkurs konar bakverðir, samkvæmt þýskri fyrirmynd, og þeir Sigurður, Ómar, Atli og Guðmundur koma allir til greina í þær stöður. _VS Stefán Jóhannsson - býr yfir hæfileikum, segir Held. 4. deild Hlutkestið réði! Sindri í úrslitgegn Aftureldingu Það verður Sindri frá Horna- firði sem leikur til úrslita um meistaratitil 4. deildarinnar ' í knattspyrnu næsta laugardag, gegn Aftureldingu úr Mosfells- sveit. Mótanefnd KSÍ þurfti að kasta upp um hvort Sindri eða HSÞ.b ættu að leika þar sem liðin urðu jöfn að stigum og markatölu í úrslitakeppninni. Bæði leika í 3. deild að ári og bæði samþykktu að kastað yrði upp til að losna við ferðakostnað af aukaleik. Urslit- aleikurinn fer fram á Valbjarnar- velli í Laugardal á laugardaginn og hefst kl. 17. V. Pýskaland Jafnt í Stuttgart Stuttgart varð að láta sér nægja jafntefli, 1-1, gegn ný- liðunum Blau Weiss Berlin í Bundesligunni í knattspyrnu í gærkvöldi. Bayern Munchen vann Nurnberg 1-0 á útivelli og Kaiserslautern sigraði Boc- hum 4-1. Eftir 4 umferðir eru Leverkusen, Hamburger og Bayern með 7 stig á toppnum. Uerdingen er í 7. sæti með 5 stig og Stuttgart í 9. sæti með 4 stig. -VS/Reuter Pétursmálið Staðfesting Pétur löglegur samkvœmt dómstóli KSÍ Dómstóll KSÍ staðfesti í fyrra- kvöld úrskurð héraðsdómstóls ÍBH þess efnis að Pétur Pétursson væri löglegur leikmaður með ÍA. Það var áfrýjun FH-inga til dóm- stóls KSÍ sem var tekin fyrir. Samskonar kærur eru á leiðinni frá Val, Þór og Breiða- bliki og ljóst er að þær fá sömu niðurstöðu hjá dómstól KSÍ, verði þær ekki dregnar til baka. Hinsvegar eiga félögin eftir þann möguleika að kæra til dóm- stóls ÍSÍ senr er æðsta dómstig íþróttahreyfingarinnar hér á landi. Forkeppni OL Fjórir næsta ár Leikdagar hafa verið ákveðnir hjá íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu fyrir forkeppni Ólympíu- leikanna í Seoul árið 1988. ísland leikur fjóra leiki á næsta ári, gegn Itölum ytra 15. apríl, Hollendingum heima 26. maí, Austur-Þjóðverjum heima 2. september og Portúgölum ytra 7. október. Sfðan verður seinni um- ferð riðilsins leikin í apríl og maí 1988. Gjaldgengir eru þeir leikmenn sem ekki hafa leikið í heimsmeistarakeppni þannig að allir atvinnumenn íslands og nokkrir sem leika hér heima eru úr leik. -VS Akureyri Framarar sigruðu Framarar sigruðu Víkinga 2-1 í úrslitaleik í 3. flokksmóti pilta í knattspyrnu sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi. Mótið fór fram á vegum unglinganefndar KSÍ og átta lið tóku þátt. -K&H/Akureyri -VS Kvennahandbolti Hollandsferð A-landslið og unglingalandslið kvenna í handknattleik fara á morgun, föstudag, til Hollands til æfinga og keppni. Dvalið verður þar í viku og alls leiknir 8 leikir auk þess sem liðin æfa stíft. A-landsliðið býr sig undir C- keppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Valencia á Spáni í lok október og stendur fram í nóvem- ber. Unglingalandsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku í október. Þjálfari liðanna er Hilmar Björnsson. -VS Fimmtudagur 4. september 1986 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.