Þjóðviljinn - 04.09.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.09.1986, Blaðsíða 16
MÖOVIUINN 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Einar Kárason, Stefán Baldursson og Kjartan Ragnarsson fyrir framan nýjasta leikhús borgarbúa. (Mynd E.ÓI). Leikhús r Eyjur Einars í BUR Leikgerð úr skáldsögum Einars Kárasonar leikin ískála Bœjarútgerðar Meðal verkefna Leikfélags Reykjavíkur í vetur verður leik- gerð Kjartans Ragnarssonar á skáldsögum Einars Kárasonar, „Þar sem Djöflaeyjan rís“ og „Gulleyjan“. Kjartan bjó þessar sögur í leikbúning með leiknemum við Leiklistarskólann síðastliðinn vetur og fékk við þá vinnu hug- mynd um að gera úr sögunum heildstæða leikgerð og sýna al- menningi. Þegar farið var að huga að húsnæði, kom í ljós að þessi sýning hentaði illa bæði í Iðnó og í Þjóðleikhúsinu. Þá var það sem hin sáluga Bæjarútgerð Reykjavíkur kom óvænt inn í myndina og hefur Stefán Bald- ursson síðan verið í samningavið- ræðum við forsvarsmenn Granda h/f um gömlu BÚR skálana á Bráðræðisholtinu. Að sögn Stefáns hefur Leikfé- lagið fengið vilyrði fyrir BÚR skálunum, en einhver dráttur verður þó á því að Grandi rými þá til hlítar þannig að vinna við uppsetninguna getur ekki hafist eins snemma og til stóð. En stefnt er að því að „Eyjurnar“ verði leiknar á Bráðræðisholtinu á þessu leikári og mun Kjartan leikstýra en Grétar Reynisson sjá urn leikmynd og búninga. Það er því ljóst að á svipuðum slóðum og eitt sinn stóð bragga- hverfið Kamp Knox munu í braggalaga fiskiskála spranga íbúar annars braggahverfis: holdi klæddar persónur Karólínu spá- konu, Tómasar smákaupmanns, litla hórkallsins Grettis auk töff- arans Badda, Magga bjútí og Bóní Móróní svo fáeinar úr lit - ríkupersónugalleríiEinars Kára- sonar séu nefndar. Nánar verður fjallað um vetrardagskrár leikhúsanna í Reykjavík í næsta sunnudags- blaði Þjóðviljans. -pv Fiskvinnslustöðvarnar Lán leysa ekki vandann Soffanías Cecilssonformaður Sambandsfiskvinnslustöðva: Viðbótarlán eykurávanda margra fiskvinnslustöðva. Áhœttufé eða aukið eigiðfé það eina sem getur leyst vanda stöðvanna Skreið Italir Það er alveg Ijóst að aukið lánsfé leysir ekki vanda þeirra fiskvinnslustöðva, sem verst eru settar, og allra síst þegar þau eru með öfgavöxtum. Það eina sem leysir vanda þeirra er einhvers- konar áhættufé eða aukið eigið fé í formi hlutabréfaútboðs. En hver leggur fé sitt í slík fyrirtæki? sagði Soffanías Cecilsson formaður Sambands flskvinnslustöðva, að- spurður um aðgerðir ríkisstjórn- arinnar til lausnar vanda flsk- vinnslunnar. Soffanías sagði að ný lán leystu vanda sumra þeirra 50 fisk- vinnslustöðva, sem ættu í erfið- Ieikum. En hjá þeim sem eru að kikna undir vaxta og verðbóta- greiðslum lána frá verðbólgutím- abilinu myndu lán aðeins auka á vandann, því greiðslubyrðin myndi þyngjast. Hann sagði að rekstur þeirra fiskvinnslustöðva, sem ekki hefðu tekið mikið af lánum þegar verðbólgan var sem mest væri í lagi. Hin sem tóku lán eiga í mest- um erfiðleikum og reksturinn eins og hann er nú stendur ekki undir greiðslum þeirra. Þá benti Soffanías á að einhver mesti vandi sem fiskvinnslan ætti við að glíma nú væri fólksekla. Fiskvinnslunni væri haldið gang- andi af húsmæðrum, en þeim færi fækkandi ár frá ári sem vildu vinna þessi störf og nú á haustmánuðum, þegar skólabörn hætta vinnu væri vandinn vegna fólkseklunnar óskaplegur. -S.dór boraa vel Framleiðendur fá 300-400fyrir hvert kíló afskreið á Ítalíu. Árni Bjarnason: Man ekki eftir svo góðu verði í nokkur ár. Gætum selt meira til Ítalíu Eg man ekki eftir að verðið fyrir ítalíuskreiðina hafí verið svo gott í nokkur ár. Skilaverðið er á bilinu 300-400 krónur fyrir kflóið og þeir sjá margir eftir því núna að hafa ekki hengt meira upp í vor, sagði Arni Bjarnason hjá íslensku umboðssölunni í samtali við Þjóðviljann í gær. ftalir hafa keypt skreið af ís- lendingum um árabil, en árið í ár hefur verið talsvert hagstætt. Verðið hefur hækkað bæði í krónum og dollurum þar sem lír- an hefur styrkst gagnvart dollar að sögn Árna. ítalir kaupa ekki nema gæðavöru og Ítalíuskreið á fátt sameiginlegt með því sem menn selja til Nígeríu. Aðeins er hengt upp 1. flokks hráefni, ein- göngu þorskur, og verkunin er mjög vandasöm. Enda fylgir þessu nokkur áhætta. Árni sagði í gær að um 30 fram- leiðendur seldu skreið til Ítalíu og sagðist búast við að salan myndi nema 600-700 tonnum í ár. „Það er hægt að selja miklu meira af þessu, en menn virðast ekki vera tilkippilegir til þess að framleiða Ítalíuskreið.“ Þess má geta að fyrir skömmu voru sendir 61000 skreiðarpakk- ar út til Nígeríu. Enn hefur ekki fengist borgun fyrir farminn, en hámarksverð á hvert kíló af þeirri skreið verður 140 krónur. Þar er um að ræða þorsk, en fyrir til að mynda ufsa fæst mun lægra verð. -sg Dagvistun barna Við hrópum á fólk Skortur á starfsfólki í dagvistunargeirann sjaldan verið meiri. Einni deild í Tjarnarborg lokað eftir helgi. Steinunn Auðunsdóttir: Vonlaust aðfáfólk tilstarfa Víða á dagvistunarhcimilum borgarinnar ríkir mikill skortur á fóstrum og ófaglærðu starfsfólki, sem virðist, að sögn forstöðu- kvenna nokkurra dagvistarheim- ila, sjaldan hafa verið meiri. Á leikskólanum Tjarnarborg hefur verið gripið til þess ráðs að loka einni deild heimilisins eftir næstu helgi, en þar hafa 20 börn verið vistuð. „Það er auðvitað algjört neyð- arúrræði hjá okkur að loka þess- ari deild. Dagvistarkerfið er gjörsamlega komið í þrot. Það er ekki endalaust hægt að bjarga ástandinu fyrir horn eins og við höfum gert á síðustu árum. Það er orðið vonlaust að fá fólk í þessi störf og það hriktir í þeim sem fyrir eru. Og að sjálfsögðu eru það launamálin sem þarna skipta miklu máli,“ sagði forstöðukona Tjarnarborgar Steinunn Auðuns- dóttir um ástandið. Aðspurð um heildarfjölda starfsfólks sem vantar nú á dag- vistarheimili borgarinnar, sagði Fanný Jónsdóttir umsjónarfóstra hjá Dagvistun barna að þær upp- lýsingar lægju ekki enn fyrir en verið væri að safna þeim saman. „Það er ekkert launungarmál að dagvistunargeirinn hrópar á fólk og fær litla svörun", sagði Fanný. „Ástæðurnar fyrir því eru m.a. þær að á þessum starfsvett- vangi eru launin lág eins og í öðr- um kvennastéttum, en auk þess er ekkert samræmi á milli fjölgun dagvistarrýma og fjölgun fag- lærðra fóstra, en aðsókn í námið hefur minnkað," sagði Fanný að lokum. K.ÓI. Skákin Karpoff á öndinni Askorandinn Karpoff frestaði í gær fyrstu skákinni í síðari hluta heimsmeistaraeinvígisins sem nú hefur verið flutt frá London til Leníngrad. í bréfi til aðstoðardómarans Robert Wade sagði læknir Karp- offs að áskorandinn ætti við öndunarerfiðleika að etja. Karp- off hefur þá frestað tvisvar, Kasparoff einu sinni; hvor um sig má fresta þrisvar alls. Fyrir þrettándu skákina í Len- íngrad á föstudag er staðan 6V2- 5Vi heimsmeistaranum Kaspa- roff í vil. -m/reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.