Þjóðviljinn - 04.09.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.09.1986, Blaðsíða 7
 MANNLIF Frá sekkjun fóöurblöndunnar. Guðmundur Einarsson er hér viö að smeygja pokum á sekkjun- arvélina sem síðan sér um að fylla þá og loka fyrir... ...pokinn dettur síðan á færiband og við enda þess er Ingólfur Valur Ingólfsson sem staflar pokunum upp fyrir lyftarann. Tœkjalíf Og hér er Valdimar Tracey sem vinnur á lyftaranum. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri I einum tækjasal verksmiðjunnar. Verksmiðjustjórinn, Olafur Benediktsson, fylgist með allri starfsemi verksmiðj- unnar af tölvuskjánum þeim arna. Kornblandan heimsótt Kornblandan er fyrirtæki með aðsetur við Sundahöfn og þangað lögðum við Ijósmynd- ari blaðsins leið okkar einn rigningardag í vikunni til að afia efnis í mannlífssíðu blaðs- ins í þeirri trú að þar væri gnótt líflegs myndefnis. Á skrifstofu fyrirtækisins hittum við fyrir Arna Gunnarsson fram- kvæmdastjóra og byrjuðum við á að rekja úr honum garn- irnar varðandi fyrirtækið. „Fóðurblandan var stofnuð 1961 og hafði lengi aðsetur á Grandavegi og þá var hún í eigu Lýsis hf. 1984 flutti verksmiðjan síðan hingað en hér eru þrír fóð- urframleiðendur í þyrpingu, Fóð- urblöndunarstöð MR og Sam- bandsins auk okkar. Verksvið okkar er að fram- leiða kjarnfóður til landbúnaðar og útvegum við til þess bæði er- lent og innlent hráefni, og er hlutur innlends um fjórðungur. Við rekum ásamt MR kornhlöð- una, en þangað er dælt öllu hrá- efni úr skipum og síðan unnið úr því alls kyns fóðurblöndur." -Hvaða hráefni er aðallega nýtt? „Það er til dæmis fiskimjöl frá fiskmjölsverksmiðj um, grasmjöl, þangmjöl og bruggklíð sem við fáum frá ölgerðum. Það erlenda er mest bygg og soja- mjöl. Úr þessu vinnum við marg- ar gerðir fóðurblanda, s.s. fyrir nautgripi, sauðfé, hesta, svín, kjúklinga og jafnvel kanínur og laxa. Það nýjasta hjá okkur er framleiðsla laxafóðurs og er það unnið með leyfi erlendra fram- leiðenda. Samdráttur hefur verið í framleiðslu nautgripafóðurs en aukning í framleiðslu til svína- og kjúklingabænda. Og nú er e.t.v. að skapast markaður í fóður- framleiðslu fyrir kanínur. Við erum einnig komnir með þær nýj- ungar að bjóða upp á fóður sem blandað er lýsi og fitu sem þýðir að fóðrið verður orkumeira. Við höfum sent út tilraunafóður til bænda sem hafa prófað það og viðtökur, bæði manna og skepna hafa verið mjög góðar“. -Hve margir starfsmenn eru í vinnu hjá verksmiðjunni? „Hér vinna alls 12 - 13 starfs- menn. Verksmiðjan fór af stað í aprfl en hún er mikið til sjálfvirk. í raun vinna við hana 4 menn, einn verksmiðjustjóri sem stjórn- ar verksmiðjunni af tölvuskjá og þrír sem vinna við afgreiðslu og pökkun, aðrir vinna við bókhald og annað slíkt. Ég held að óhætt sé að segja að þetta sé sjálfvirk- asta verksmiðja í Evrópu". Nú renna tvær grímur á okkur ljósmyndarann, því hugmyndin hafði verið að taka líflegar mynd- ir á mannlífssíðuna okkar. Allir eru jú að tala um að Þjóðviijinn sé að verða líflegt blað. Eftir að hafa farið undir leiðsögn fram- kvæmdastjórans um verksmiðj- una erum við komin á þá skoðun að mannlífssíðan að sinni verði með fyrirsögninni tækjalíf. -GH Sjá Ifvi rkasta verksmiðja Ewópu Flmmtudagur 4. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.