Þjóðviljinn - 04.09.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.09.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Refsiaðgerðir gegn Líbýu áhugi í Evrópu Ritskoðun hefur aftur verið tekin upp í S- Afríku eftir að henni hafði verið aflétt í viku. Aftur hefur verið tekin upp sú reglugerð sem fylgdi neyðarástandslögun- um, að fréttamönnum er bann- að flytja fregnir af óeirðum í landinu aðrar en þær sem Upp- lýsingaskrifstofa stjórnvalda hefur látið þeim i té. Fyrir tveimur vikum síðan viður- kenndu stjórnvöld í S-Afríku að reglugerð neyðarástands- laganna um ritskoðun væri óg- ild þar sem hún hefði ekki ver- ið tilkynnt á lagalegan hátt. Öllum fréttamönnum er nú bannað að koma nálægt óeirðasvæðum. Nató ráðamenn hafa nú miklar áhyggjur út af afstöðu stjórnarandstöðuflokka i ýms- um löndum Atlantshafsband- alagsins, eftir því sem David Owen, leiðtogi sósíaldemó- krata í Bretlandi sagði í gær. Owen hafði þetta eftir David Steel, formanni Frjálslynda flokksins i Bretlandi. Steel hitti Bandaríkjamanninn Bernard Rogers, yfirmann herafla Nató í Evrópu á dögunum. í tæplega fjögurra tíma spjalli þeirra í millum mun Rogers hafa orðið tiðrætt um þær róttæku breytingar sem gætu orðið í varnarmálum í Evrópu ef þess- ir stjórnarandstöðuflokkar kæmust til valda eftir næstu þingkosningar. Rogers mun hafa nefnt sérstaklega jafnað- armenn í Vestur-Þýskalandi og Verkamannaflokkinn í Bret- landi. Friðarsöngur sem ríkisstjórn S-Afríku hefur lagt í mikinn kostnað við að koma á framfæri til að koma á sáttum milli kynþátta landsins, hefur mætt mikilli andúð hjá hvítum jafnt sem svörtum ibú- um landsins. Fólk segir söng- inn vera tilfinningasnauðan og grófan. Söngur þessi nefnist „Saman byggjum við bjarta framtíð". Svartur yfirmaður á auglýsingastofu sagði um sönginn að hann væri svo „grófur og tilfinningalaus að það tekur engu tali“. Þessi sami maður sagði einnig: „Við erum í miðri borgarastyrjöld og stjórnin í Pretoríu telur sig geta komist úr klípunni með friðarsöng frekar en að reyna að nálgast raunir svartra íbúa landsins." Hvítir stjórnarand- stöðuþingmenn hafa gagnrýnt þetta framtak minnihluta- stjórnarinnar harðlega. Platsprengja, tiu kíló að þyngd, lenti í gær í húsagarði í litlu þorpi í V- Þýskalandi í gær. Ástæðan fyrir þessu mun vera sú að Phantom F-4 G orrustuþota frá Bandaríkjaher var í æfinga- flugi og átti sprengjan að lenda á æfingasvæði Atlantshafs- bandalagsins stutt frá þorp- inu. Fulltrúi Nató sem skýrði frá þessu reyndi að gera lítið úr þessu með því að segja að sprengjan hefði „bara dottið í mjúkan jarðveg, enginn meiddist.“ íranskt herskip skaut varnaðar- skotum að sovésku flutninga- skipi í Persaflóanum í gær, til merkis um að það skyldi stöðva svo mögulegt væri að rannsaka farminn. íranir munu hafa stöðvað ein 10 skip á flóanum í fyrradag, til að rann- saka hvort þau væru með varning á leið til Irak. Þeir hafa aukið mjög þessar skoðanir eftir að átök hörðnuðu í síð- ustu viku í Persaflóastríðinu. Haag - Vernon Walters, sér- stakur erindreki Bandaríkj- anna, sem nú er t Evrópu til að hvetja Natóþjóðir til að efna til refsiaðgerða, neitaði því að evrópskir ráðamenn sem hann hafði rætt við um þetta mál, væru nokkuð „pirraðir" vegna hugmynda um refsiaðgerðir. Beirut - Stríðsþreyttir íbúar Beirut borgar í Líbanon fögn- uðu í gær nýjum samningum um vopnahlé en varað var við því í gær að marga erfiðleika þyrfti enn að yfirstíga þar til mega ætti von á varanlegum friði í landinu. Kristnir og múslímskir með- limir í ríkisstjórn landsins lýstu í fyrradag yfir vopnahléi í landinu og tilkynntu um leið að stjórnin hefði ákveðið að vinna að gerð og samþykkt sáttmála sem ætlað er að kveða niður ofbeldi milli trú- flokka. Nú hafa um það bil 200 vopnahléssamningar verið undir- ritaðir frá því borgarstyrjöldin hófst, í apríl 1975. Talið er að um það bil 100.000 manns hafi látist í þeim átökum. í V-Beirút var haft eftir hátt- settum mönnum í hreyfingum múhameðastrúarmanna að sá friður sem ríkt hefði í borginni þær 24 klukkustundir frá því Vernon ræddi við hollenska ráðamenn í gær um refsiaðgerðir gegn Líbýu. Walters hefur einnig rætt við Mitterrand Frakklands- forseta um þetta mál. Walters sagðist hafa rætt um hryðjuverk og stefnuna gagnvart Líbýu við evrópska ráðamenn og hefðu þær viðræður verið gagnlegar og ríkisstjórnin kom saman, væri mjög viðkvæmur þar til alvarleg pólitísk ágreiningsefni hefðu ver- ið leyst. Þau snúast fyrst og fræðandi. Rætt hefur verið um það í blöð- um í Evrópu að undanförnu, að ráðamenn væru lítið hrifnir af á- kafa Bandaríkjamanna í að beita Líbyumenn refsiaðgerðum nú. Walters sagði við fréttamenn í gær að hann hefði ekki orðið var við að evrópskir ráðamenn væru fremst um aukna aðild múham- eðstrúarmanna að stjórnun landsins sem kristnir Maronítar hafa séð um. Kristnir menn eru argir út af þessu máli. „Ef þeir eru það, eiga þeir að nefna það,“ sagði Walters í gær. Eitt dæmið um að evrópskir ráðamenn séu ekki sérstaklega hrifnir af hörð- um refsiaðgerðum gegn Libýu nú, er að hollenskir embættis- menn sögðu í gær að Holland fylgi ekki slíkum aðgerðum nú. hins vegar hræddir um að þá aukist um leið völd Sýrlendinga í landinu en þeir hafa verið mjög áberandi í Líbanon. Kjarnorkuver Lokun æskileg Bonn - Niðurstöður í tveimur rannsóknum, sem ríkisstjórn V-Þýskalands fyrirskipaði um þá spurningu hvort fýsilegt sé að hætta við notkun kjarnorku til öflunar rafmagns í landinu, hafa nú komið ráðamönnum í bobba. Niðurstöðurnar eru nefnilega á þá leið að ef kjarnorkuverum yrði lokað á nokkurum árum, myndi það ekki hafa neikvæð áhrif á efnahag landsins. Líklegt þykir að þessar niðurstöður muni koma sér mjög illa fyrir ríkis- stjórnina fyrir komandi þing- kosningar, en veita um leið Græningjum og jafnaðar- mönnum prýðilegt fóður fyrir kosningabaráttuna. Bæði samtök hafa einmitt lýst því yfir að þetta mál verði allt að því forgangsat- riði í komandi kosningum. Það var umhverfismálaráðu- neyti landsins, sem fól tveimur stofnunum, RWI í Essen (Ein helsta rannsóknarstofnunin í V- Þýskalandi um efnahagsmál), og OEKO stofnuninni, sem ein- beitir sér að umhverfismálum, að framkvæma rannsóknina. Þær voru óháðar hvorri annari. Stofn- anirnar voru hins vegar ekki sam- mála í niðurstöðum sínum um vistfræðilega áhrif þess að hverfa frá notkun kjamorku og að loka verunum strax en voru hins vegar sammála um að það myndi ekki leiða af sér neikvæð efnahgasleg áhrif að loka kjarnorkuverum landsins á nokkrum árum. Sú var einmitt ein helsta röksemd ríkis- stjórnarinnar fyrir að loka ekki kjarnorkuverum á næstu árum. Amnesty Blóðrauð skýrsla um Chile Námsmenn fóru í tveggja daga verkfall í vor tll að mótmæla herforingjastjórn- inni, þá var þessi mynd tekin. Öryggislögreglan gekk þá mjög hart fram gegn þeim og öðrum sem mótmæltu á þessum tíma þúsundir manna hurfu spor- laust. Lundúnum, Santiago- Öryggis- sveitir herforingjastjórnarinn- ar í Chile hafa þróað með sér nýjar aðferðir ógna, m.a. með því að nota leynilegar sveitir til að fremja mannrán, pynta og myrða. Svo segir í nýlegri skýrslu Amnesty Internatiónal sem birt var í gær og fjallar um mannréttindamál í Chile. Mótmæli almennings hafa aukist mikið að undanförnu gegn stefnu herforingjastjórnarinnar í landinu og hinar leynilegu sveitir hafa aukið mjög aðgerðir sínar frá því 1983, þar áður höfðu þess- ar sveitir, sem hvergi fyrirfinnast í opinberum gögnum, haft sig fremur lítið í frammi. í fréttatil- kynningu Amnesty segir að nú framkvæmi þessar leynisveitir of- beldisverk sín á götum úti um miðjan dag. f skýrslu Amnesty um Chile segir ennfremur að samtímis haldi öryggissveitir áfram handtökum og pyntingum á þeim sem grunaðir eru um and- stöðu við herforingjastjórnina. Aðgerðir öryggissveitanna hafa aukist að mun, líkt og leynilegu sveitanna, síðan 1983. Fjölda- handtökur eru einnig mun al- gengari en fyrr, tilkynnir Amn- esty. I þessari 22 bls. skýrslu Amn- esty segir að þrátt fyrir afneitanir herforingjastjórnarinnar séu nægar sannanir fyrir því að innan hinna leynilegu sveita séu félagar öryggissveitanna í samstarfi við óbreytta borgara. Slíkar sannanir er m.a. að finna í niðurstöðum rannsókna dómsvalda, en slíkar rannsóknir munu hins vegar vera mjög sjaldgæfar. Samkvæmt herlögunum frá því í valdaráni hersins 73, eru pólitískir flokkar bannaðir. Fréttamenn, stjórn- mála- og félagsmálaleiðtogar og starfsmenn verkalýðsfélaga hafa verið beittir þvingunum og hand- teknir fyrir að gagnrýna stjóinvöld eða fyrir að skipu- leggja friðsamleg mótmæli. Þessa dagana eru allir flokkar í landinu, jafnt frá vinstri- til mið- flokka, að undirbúa mótmæla- herferð gegn stefnu stjórnvalda. Upphafið er í dag. Stuðnings- menn flokkanna hafa verið hvatt- ir til að taka þátt í að efna til „Lýðræðisdags" stöðvunar til að heiðra daginn í dag, hinn hefð- bundna dag forsetakosninga í landinu. Með deginum í dag hefj- ast síðan vikulöng mótmæli gegn herforingjastjórninni. Búist er við að öryggissveitirnar muni svara þeim með harkalegum að- gerðum. Hinn stöðugi ótti al- mennings við öryggis- og leyni- sveitirnar er einmitt það sem stjórnarandstæðingar óttast að muni letja mikinn fjölda fólks frá að taka þátt í mótmælunum. Fólki er enn í fersku minni hand- taka 15.000 manna í máli síð- astliðnum þegar stjórnarand- stæðingar efndu til mótmæla. Herforingjastjórnin hefur hins vegar að undanförnu auglýst af miklum krafti sérstaka útihátíð í miðborg Chile þann 9. september til að minnast valdatöku hersins fyrir 13 árum. Stjórnarandstæð- ingar fá hins vegar ekki að vekja athygli á mótmælaaðgerðum sín- um í fjölmiðlum. Beirut Viðkvæmu vopnahléi fagnað ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.