Þjóðviljinn - 04.09.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.09.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Útvarpsmenn sýknaðir Það er vissulega ærin ástæða fyrir alla sanna verkalýðssinna að fagna innilega niðurstöðu Sakadóms frá í fyrradag. Tíu útvarpsmenn sem voru þá sýknaðir af öllum ákærum um meint brot á lögum um skemmdarverk. Málabúnaður- inn á hendur útvarpsmönnum var reyndar allur hinn undarlegasti. Þeim var það eitt gefið að sök að hafa notað þann rétt sem hingað til hefur talist til grundvallarmannréttinda, verkfallsrétt- inn, til að styðja kröfur sínar í kjarabaráttu. Það gátu sjálfskipaðir varðhundar atvinnurekenda- valdsins hártogað og kallað skemmdarverk. Lýðræðisleg verkalýðsbarátta fór því með frægan sigur af hólmi úr þeirri viðureign sem háð var fyrir Sakadómi. Og það má fullyrða að sá sigur á eftir að blása byr undir vængi þeirra sem í framtíðinni vilja ekki una ofríki atvinnurek- endavaldsins í landinu. Að þessum málalokum fengnum munu afturhaldsöfl trauðla reyna að tyfta verkfallsmenn fyrir dómstólum. Niðurstaða málsins er líka ótvíræður sigur fyrir réttarríkið. Atvinnurekendur og flokkur þeirra, Sjálfstæðisflokkurinn, hafa hvað eftir annað reynt að misnota réttarkerfið í landinu, og oftar en ekki haft erindi sem erfiði. Einungis sú staðreynd að ríkissaksóknari gaf út hina fráleitu kæru á hendur útvarpsmönnunum tíu staðfestir það. Einmitt vegna þessa er sýknudómurinn sigur og mikilsverður stuðningur fyrir réttarríkið, - hann gefur mönnum nýja trú á því. Það er athyglisvert að skoða hverjir það voru sem upphaflega vildu draga útvarpsmennina tíu fyrir lög og dóm. Sá hópur er skrautlegur í meira iagi og skýrir betur en allt annað þau viðhorf sem lágu að baki hinum furðulegu ákær- um. í honum voru allir ritstjórar DV, eigendur þess Sveinn Eyjólfsson og Hörður Einarsson, en síðast en ekki síst voru það oddvitar Frjáls- hyggjufélagsins, sem vildu sakfella útvarps- menn. Frjálshyggjufélagið er auðvitað löngu frægt um allt land fyrir gegndarlaust ofstæki sitt í garð allrar verkalýðsbaráttu. Aðild þess að ákærunni kemur því engum manni á óvart. En það er á hinn bóginn ótrúleg - og um leið sorgleg - staðreynd, að ritstjórar DV skuli slást í þessa gæfulitlu sveit. Þetta er þeim mun nöturlegra þegar hugað er að eðli ákærunnar. í henni fólst nefnilega, að útvarpsmennirnir tíu skyldu sakfelldir fyrir brot á lögum sem tengjast hryðjuverkastarfsemi. Þessi lög voru sett í miðjú síðari heimsstyrjald- arinnar þegar allt gat gerst, og áttu fyrst og fremst að beinast gegn skemmdarverkum. Brot á þeim gátu varðað allt að þriggja ára fangelsi. Eftir þessum lögum hefur hins vegar aldrei verið dæmt. Það er því heldur hráslagaleg staðreynd, að ritstjórar fjölmiðils sem kallar sig frjálsan skuli ganga fram fyrir skjöldu og krefjast þess að starfsmenn annars fjölmiðils skuli vegna verkfalls í kjaradeilu dæmdir fyrir brot á lögum um skemmdarverk og lokaðir í svartholi í þrjú ár. Útvarpsmenn ákváðu á sínum tíma að hefja vinnustöðvun sökum þess að þáverandi fjár- málaráðherra, Albert Guðmundsson, ákvað að greiða opinberum starfsmönnum ekki laun á lögboðinn hátt. Vinnustöðvun útvarpsmanna var hins vegar ekki ákveðin af stjórnum stétt- arfélaga þeirra. Ákvörðunin um hana var þess í stað tekin með einkar lýðræðislegum hætti á opnum starfsmannafundi. Stjórnir stéttarfélaga þeirra eiga því enga aðild að ákvörðuninni. En eigi að síður eru það stjórnarmennirnir sem voru ákærðir. Ástæðan er einföld: Það átti að nota réttarkerfið til að refsa þeim, og þar með hræða og ógna þeim forystumönnum úr verka- lýðshreyfingunni sem í framtíðinni kynnu að íhuga svipuð ráð og útvarpsmenn gripu til. Þessvegna er niðurstaða dómsins ef til vill mikilvægari en margir hyggja við fyrstu sýn. Það tókst ekki að nota úrelt lög til að skapa fordæmi hræðslunnar, til að skelfa baráttumenn framtíð- arinnar. í Chile og Póllandi eru starfsmenn fjölmiðl- anna ekki frjálsir og fyrir bragðið vita allir hvern- ig fjölmiðlun er í þessum löndum. Frjálsir fjöl- miðlar þurfa frjálst starfsfólk. Þar er enn ein ástæða til að fagna sýknudómnum. -ÖS. KUPPT OG SKORHE) Nýir þjóðlífs- straumar Stjórnarformaður SÍS og kaupfélagsstjóri KEA, Valur Arnþórsson flutti skörulega ræðu á Hólahátíð. Valur kom víða við, en ræddi fyrst og fremst um nýja þjóðlífsstrauma. Gefum kaupfé- lagsstjóranum orðið: „... þjóðlífsbyltingin, sem ég hef nefnt svo, ber í sér innri hætt- ur, sem stefnt gætu sjálfstæði þjóðarinnar í voða, en mannkynssagan geymir fjölda dæma þess að innri hættur, innri veikleiki, eyðileggi sjálfstæði þjóða miklu fremur en aðsteðj- andi utanaðkomandi hættur. Við getum einnig orðað það svo, að þegar ríki veikist innan frá bjóði þau heim utanaðkomandi hætt- um. Við skulum nú gera okkur grein fyrir nokkrum atriðum í þeirri byltingu sem er að gerast í þjóðlífinu...:“ „... Fyrir eigi alllöngu bjuggu 85% þjóðarinnar í dreifbýli og 15% í þéttbýli. Þetta hefur snúist við þannig að 15% búa í dreifbýli og 85% í þéttbýli. Nokkurt jafnvægi hafði þó komist á þannig að þéttbýlið var hætt að vaxa á kostnað dreifbýlisins. Það jafnvægi hefur nú raskast illilega þannig, að aðalþéttbýlið vex hröðum skrefum en landsbyggð- in dregst saman. Hefðbundnar greinar landbún- aðarins hafa verið ein af megin- stoðum íslensks atvinnulífs öldum saman og hafa verið undir- staða byggðar um land allt. Óða- verðbólga innanlands undan- farna áratugi samfara miklum niðurgreiðslum á landbúnaðar- vörum erlendis hafa gert hinar hefðbundnu landbúnaðarvörur ósamkeppnisfærar á erlendum mörkuðum og síbyljuáróður inn- anlands hefur kippt pólitískum grundvelli undan stuðningi við útflutning á þessum landbúnað- arvörum...“ Mengun hugarfarsins Til viðbótar við byggðaröskun og landbúnaðarvandann nefnir Valur fleiri áhyggjuefni, svo sem miðstýringu, og samþjöppun innflutnings og þjónustu í einum punkti - og á þá vitaskuld við Reykjavík - og bendir einnig á hættur samfara því að safna flest- um helstu menntastofnunum saman á eitt landssvæði. Ennfremur hefur Valur áhyggjur af því að uppvaxandi kynslóðir á höfuðborgarsvæðinu þekki ekki grundvallaratvinnu- vegi þjóðarinnar, og stefni á þjónustugreinar og stjórnsýslu en forðist sjávarútveg, fiskvinnslu og landbúnað. Allt er þetta spaklega hugsað og vel fram sett eins og maður reiknar með þegar duglegur kaupfélagsstjóri á í hlut, en það er ekki öll sagan sögð - það er meira blóð í kúnni: Valur hefur sig til flugs og tekur að tala í tón- tegund sem núorðið er orðið fá- gætt að heyra í Samvinnuhreyf- ingunni eða Framsóknarflokkn- um: „Óheft markaðshyggja að er- lendri fyrirmynd hefur hafið innreið sína. Velferðarþjóðfé- lagið skal að ýmsra dómi lagt fyrir róða að meira eða minna leyti. Þeir sem vilja menntast eiga í vaxandi mæli að greiða fyrir menntunina og þeir sem verða sjúkir eiga að greiða fyrir meðöl og læknishjálp. Heilbrigðiskerfið skal reka meira eða minna á hagnaðargrundvelli menntakerfið sömuleiðis. Samhjálpin, aðals-* merki íslendinga Um aldaraðir á þessu eykríli við nyrstu hafs- brún, skal að ýmsra dómi hverfa að meira eða minna levti, en óheft samkeppni koma í staðinn að fyrirmynd erlendra stór- þjóða. íslensk tunga er í verulegri hættu. Bylting í fjölmiðlun á ríkan þátt í að skapa þá hættu. Miklu magni erlends máls er hellt yfir þjóðina dag hvern, íslensk tunga er orðin útlenskuskotin og meðal ungs fólks, sérstaklega í stærsta þéttbýlinu hefur myndast eins konar „slang“, svo að ég noti nú útlent orð, sem áður var óþekkt fyrirbrigði í íslenskri tungu. Hættan af áhrifum er- lendra mála vegna vaxandi fjöl- miðlunartækni á eftir að hrað- vaxa. Rótleysi og mengun hugarfars- ins fylgir þessu mikla umróti í þjóðfélaginu... Á íslandi er það orðin þjóðanþrótt að stela undan skatti og þykir ekki tiltökumál. Það jaðrar hins vegar við glæp að hafa miklar tekjur, jafnvel þótt fyrir mikið vinnuframlag sé, en þykir sniðugt að ýmsir, sem augljóslega hafa mjög góð lífs- kjör, greiði aðeins „vinnukonu- útsvar" og engan skatt...“ Meistari Valur Og enn sækir Valur í sig veðrið og er nú svo komið að hann er farinn að minna á góða siðvönd- unarmenn úr íslandssögunni og maður spyr: Hefur Samvinnu- hreyfingin loksins eignast sinn meistara Jón Vídalín - eða er það bara prédikunarstóllinn í Hóla- dómkirkju sem virkar svona vel á Val? Sjá: „Andstaða gegn sívaxandi hernaðarumsvifum í landinu virðist nánast alveg horfin. Þjóð- in virðist ekki lengur skynja nauðsyn þess að halda hernaðar- umsvifum í lágmarki og halda þeim afmörkuðum og fráskildum frá þjóðlífinu. Jafnhliða vex þeirri skoðun fylgi að útlendingar megi eiga jafnvel meirihluta í ís- lenskum atvinnufyrirtækjum og það sé síður en svo nokkuð at- hugavert við að peningastofnanir landsmanna geti að meira eða minna leyti orðið í eigu útlendra aðila..." Því miður er hér ekki rúm til að rekja frekar ræðu meistara Vals, en það er ástæða til að óska hon- um til hamingju og vona, að hann gefist ekki upp, þótt undirtekt- irnar kunni að vera daufar í Sam- vinnuhreyfingunni og Framsókn- arflokknum. En jafnframt er það merkilegt umhugsunarefni, að síðasta siðvæðingarhreyfing í Framsóknarflokknum var kennd við Möðruvelli. Er að rísa upp ný hreyfing, sem verður þá væntanlega kennd við Hóla? - Þráinn DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðins- son. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur- dórSigurdórsson, SiguröurÁ. Friðþjófsson, VíðirSigurðsson (íþróttir), Vngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.