Þjóðviljinn - 04.09.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.09.1986, Blaðsíða 9
Meðal atriða á heimilissýningunni í Laugardalshöll, sem nú stendur yfir, er sérsýning sem ber heitið Hugvit '86. Þar eru kynntar 24 uppfinningar íslenskra hugvitsmanna og einnig fjármálastofnanir og ráðgjafar sem hafa verið þeim til aðstoðar. Ætlunin með Hugviti ’86 er að tengja saman hugvitsmenn annars vegar og eigendur fjármagns og atvinnutækja hins vegar, eins og segir í frétt frá sýningunni. Mjög hefurskort áað uppfinningamenn hafi greiðar leiðir til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og hefur það m.a. leitt til þess að tiltölulega fá einkaleyfi hafa fengist til handa íslenskum hugvitsmönnum. Iðnaðarráðherra rann blóðið til skyldunnar og ákvað að efna til kynningar á verkum þessara manna, sem almenningur getur nú barið augum í Laugardalshöll. HUGVIT SETT í ASKA Hugvit ’86 er í 400 fermetra sal í kjallara Laugardalshallar. Þar er tekiö í notkun nýtt og fullkomið sýningarkerfi sem nýtir mjög vel möguleika salarins. I tengslum við þessa sýningu sem stendur fram til 7. september verða haldin nokkur námskeið, m.a. um einkaleyfismál, áhættufjármagn, vöruþróun og stofnun fyrirtækja. Hugverkastofnun Sameinuðu þjóðanna veitir gullverðlaun þeirri hug- mynd sem telst best á sýningunni að mati dómnefndar og önnur verðlaun fyrir þá sem talin er nýta best íslenskar náttúruauðlindir. Við Þjóðviljamenn gengum á milli sýningarbásanna og kynntum okkur nokkrar þær hugmyndir sem þar er að finna. - v. Ásýningunni Hugvit’86erað finna 24uppfinn- ingar íslenskra hugvitsmanna og bentáleiðirtil að hrinda þeim í framkvæmd Undirbúningurinn YfirlOO verk voru send til sýningar Þorleifur Þ. Jónsson hjá Iðntæknistofnun: Ekki vafi á því að fjöldi manna er með hugmyndir í pokahorninu sem ekki hafa komið fram í dagsljósið Upphaf þessarar sýningar var það að Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra ákvað að halda sýningu þar sem ís- lenskir hugvitsmenn kæmu saman með hugmyndir sínar og aðrir stoðaðilar til skrafs og ráðagerðar um hvernig væri hægt að hrinda þeim í fram- kvæmd. Ráðherra fól jafnframt Iðntæknistof nun að koma sýn- ingunni á laggirnar og var mér sem innanbúðarmanni þarfal- in umsjá verksins, sagði Þor- leifur Þ. Jónsson viðskipta- fræðingur og rekstrarráðgjafi hjá Iðntæknistofnun íslands í samtali við Þjóðviljann. Á Hugviti ’86 er að finna 24 hugverk allmargra íslenskra upp- finningamanna. Þar má sjá m.a. vindmyllu með breytilegum skurði, plastkör í opna fiskibáta, fiskistiga, gámakerfi sem taka má sundur, fiskilínu með innbyggðri beitu, þrýstiskynjara fyrir hjól- barða, hálfsjálfvirka handfæra- vindu, snjóblásara, netavél, keðjuhlekkinn Snara, flísalista við flfsalögn, glerslípunarvél, ör- yggistappa fyrir flöskur, raf- geymatengi, dýptarmæli fyrir gröfur og raftengjabyssu. Þá eru básar þar sem fjármögnunarfyrir- tæki kynna starfsemi sína og einnig ýmsir ráðgjafaraðilar. Auk þess sýna fjögur fyrirtæki þróaðar hugmyndir: Traust hf., Björgunarnetið Markús hf., Kvikk hf. og Marel hf. „Eins og þið sjáið hefur um- gjörð sýningarinnar tekist mjög vel og heiðurinn af því starfi á Björn Björnsson í Hugmynd, en við fóium honum hönnun og upp- setningu sýningarinnar að öllu leyti“, sagði Þorleifur ennfrem- ur. „Tilgangurinn með sýningunni er auðvitað að gefa mönnum kost á að koma verkum sínum á fram- færi og kynna fyrir þeim og öðr- um þá möguleika sem eru fyrir hendi hvað varðar fjármögnun og tæknilega aðstoð. fþvísambandi er vert að minna á einkaleyfin, en þeim sem taka þátt í sýningu af þessu tagi er mjög nauðsynlegt að hver sem er geti ekki gengið út með hugmyndir þeirra og full- hannað eða breytt eftir sínu höfði. Þess vegna urðum við fyrst að leggja inn umsóknir vegna þeirra hugmynda sem ekki hefði verið fengið leyfi fyrir.“ Þorleifur sagði undirbúning að Hugviti ’86 hafa byrjað skömmu eftir síðustu áramót. Um 50 aðil- ar hefðu sent inn yfir 100 hug- myndir, en síðan hefði sá fjöldi verið grisjaður niður í þær 24 sem á sýningunni væru. „Við létum íslensku einkaleyfa- og vörumerkjastof- una gera nýnæmisathugun á öllum þessum fjölda innsendra hugmynda og voru margar þeirra dæmdar úr leik. Einkaleyfa var búið að afla fyrir mörg verkanna, en við sóttum um leyfi fyrir sjö þeirra og hafa því allar hugmynd- irnar öðlast lágmarksvernd á þessari sýningu." „Þessi mikli fjöldi umsókna sýnir okkur að það er gríðarlegur fjöldi manna sem veltir ýmsu fyrir sér og enginn vafi á því að margir menn úti í bæ eru með hugmyndir á takteinum, sem þeir koma aldrei á framfæri af ýmsum ástæðum. Kannski má segja að meginvandinn sé sá að hér á landi vantar áhættufjármagn til að gera mönnum kleift að vinna að þróun hugmynda. Bankakerfið telur sig ekki í stakk búið að lána mönnum fyrr en allt liggur klárt fyrir, þ.e. framleiðandi og markaður. Fram að því stigi eiga menn hins vegar erfitt með að þreyja þorrann og góuna og er ekki að efa að margir gefast upp af þeirri ástæðu einni.“ f tengslum við sýninguna Hugvit ’86 verður haldin námstefna um áhættufjármagn á Hótel Esju á morgun, 5. september. Þar munu flytja fyrirlestra þeir Ken Hart frá samtökum evrópskra áhættufjár- magnseigenda, Bragi Hannesson bankastjóri Iðnaðarbankans og Sigurður Stefánsson frá Kaupþingi. „Hugvit ’86 sýnir okkur svo ekki verður um villst að það eru margargóðar hugmyndir í kollin- um á íslenskum uppfinninga- mönnum og ég vona, raunar vænti þess, að við getum staðið fyrir þvf að koma þeim á framfæri með reglulegu millibili á næstu árurn", sagði Þorleifur Þ. Jóns- son rekstrarráðgjafi að síðustu. Ragnar Þór Bóasson: Með nýja lásnum er hægt að losa festingar með einu handtaki og auk þess helst fiskilínan alltaf í réttri stöðu. Ljósm. KGA. Keðjulás Snarí leysir margan vanda Ragnar Þór Bóasson: Reynsla mín af sjónum fékk mig til að hugsa upp nýja aðferð við að lása vörpuna I einum bása Hugvits '86 rek- um við augun í sérkennilegan keðjulás sem ber nafnið Snari. Uppfingamaðurinn Ragnar Þór Bóasson er þar fyrir og hann er tekinn tali. Fyrst spurðum við Ragnar hver hafi verið ástæðan fyrir því að Snari komst á laggirnar: „Sem sjómaður í fjölda ára hef ég kynnst því vandamáli skip- verja að hefðbundnu keðjulás- arnir vildu festast. Ef t.d. varpan rifnaði urðu menn að losa lásana með tilheyrandi fyrirgangi og tapaðist oft dýrmætur tími við það verk auk þess sem a.m.k. tveir menn þurfti til að slá pinn- ann úr lásnum. Þess vegna fór ég að velta fyrir mér lausn á þessu vandamáli og niðurstaðan varð þessi lás, sem ég kalla Snara. Hann læsir millibobbingakeðj- unni þvert inn á fiskilínuna og heldur henni í réttri stöðu. Með einu handtaki er hægt að losa og skiptir þá engu máli hvort hafrót er eða ekki“. Ragnar sagði að Iðntækni- stofnun hefði aðstoðað sig við að þróa hugmyndina auk þess sem stofnunin hefði eftirlit með fram- leiðsunni og framkvæmdi reglu- legar togþolsprófanir. „Hins vegar er æði erfitt fyrir okkur að standa í þessu því venj- an er sú að maður leggur í þetta mikinn tíma og kostnað án þess að hafa neitt fast í hendi um ái- angur síðar meir. Þá hefur líka verð vandamál að uppfinninga- menn vita gjarnan ekkert hvað þeir eiga við sínar hugmyndir að gera. Það var ekki fyrr en ég hafði snúið mér til Iðntæknistofnunar að málið fór að þróast og núna hef ég fengið einkaleyfi á þessum lás mínum“. Snari er samsettur með MIG suðu og gerður af stáli. Ragnar Þór hefur stofnað fyrirtæki í kringum smíðina sem hann kallar Snartak auk þess sem hann fær aðstoð frá vélsmiðju við að setja lásinn saman. Þess iná geta að lásinn Snari hefur verið notaður í fjölda íslenskra skipa og ekkert komið fram sem rýrir gildi hans. Er þess því að vænta að íslenska uppfinningin góða taki við af hefðbundnu keðjulásunum innan skamms. -v. Þorleifur Þ. Jónsson: Iðnaðarráðherra átti hugmyndina að þessari sýningu og hér geta hugvitsmenn komið verkum sínum á framfæri. Vonandi getum við haft svona sýningar með reglulegu millibili. Ljósm. KGA. Björn J. Guftmundsson meö snjóruðningsblásarann, sem eflaust á eftir að koma í góðar þarfir þegar vetur færist yfir. Ljósm. KGA. Gangbrautarskilti Axels. Gangbrautarskilti' Gangbrautir betur merktar Axel Einarsson með blikkandi gangbrautarskilti Því miður er það svo að öku- menn taka allt of sjaldan eftir gangbrautum yfir akreinar, m.a. vegna þess að þær eru illa merktar. Ég fór að velta ein- hverri lausn fyrir mér og árangurinn varð þessi blikk- andi gangbrautarkarl sem hef- ur verið settur upp í tilrauna- skyni á nokkrum stöðum með ágætum árangri að þvíerég held. Þetta sagði Axel Einarsson einn fjölmargra uppfinninga- manna á Hugviti ’86, en hann sýnir þar sérstaka tegund af gangbrautarskilti. Um er að ræða glerkassa með blikkandi perum innaní sem gerir það að verkum að „karlinn" sýnist á fleygiferð! „Ætli það séu ekki svona 12-14 ár síðan fyrstu hugmyndirnar að þessu voru framkvæmdar og síð- an hefur þessi hugmynd tekið nokkrum breytingum. Þeir hjá Reykjavíkurborg hafa verið svo vinsamlegir að setja skiltið mitt upp á nokkrum stöðum, m.a á Hringbrautinni og núna við nýja Útvarpshúsið á Horni Háaleitis- brautar og Bústaðavegar". Axel er rafvélavirki að mennt og aðalstarfi og kvaðst hafa getað sinnt uppfinningunum tiltölulega lítið í gegnum árin. „Maður verð- ur að hafa ofan af fyrir sér og sínum og þeta dútl hefur nú ekki leitt af sér nein auðævi, að minnsta kosti ekki ennþá“, segir Axel. „Það er einmitt á pening- unum sem svona starf strandar og ég varð að skrifa mörg bréfin áður en farið var að hlusta á mig. Ætli það sé ekki svipað með aðra sem eru að fást við einhvers kon- ar uppfinningar". En Axel hefur meira í poka- horninu. Hann minntist sérstak- lega á „spólbretti", sem hann hef- ur hannað. „Ég hugsaði þetta bretti sem hjálpargagn fyrir öku- menn bíla sem festast í snjó og hálku. Hann Óli H. Þórðarson hjá Umferðarráði hefur prófað þetta tæki mitt og gefur því ágæt meðmæli svo ég er vongóður um að koma því í framleiðslu. Raun- ar smíða ég sjálfur svona bretti og sel hverjum sem hafa vill en ég þyrfti að koma því í fjöldafram- leiðslu”. Þess má geta hér í lokin að upp- haf gagnbrautarskiltanna voru auglýsingaskilti sem Axel hann- aði og hefur nú fengið einkaleyfi á í Danmörku. -v. Snjóblásari og þrýstiskynjari Það er margt í gerjun Björn J. Guðmundsson: Ákvað að koma snjóruðningsblásaranum á framfæri þegar ég frétti af sýningunni Ég hafði velt þessu lengi fyrir mér þar sem ég hefi um margra ára skeið unnið við snjómokstur á vegum fyrir norðan. Þegar ég svo frétti af þessari sýningu, sem nú er hafin, ákvað ég að koma þess- ari hugmynd minni um snjó- ruðningsblásarann á framfæri. Þetta sagði Björn J. Guð- mundsson uppfinningamaður frá Laugum í S-Þingeyjarsýslu, en hann sýnir tvö verka sinna á Hug- viti ’86, snjóruðningsblásara og þrýstiskynjara fyrir hjólbarða. „Þessi blásari er settur framan á venjulegar vörubifreiðar og búnaðurinn ætlaður til snjóruðn- ings af vegum og flugvöllum. Að- alkostur blásarans er að hann skilar snjónum vel út fyrir vegar- brún hvort sem ekið er á litlum eða miklum hraða og hann getur líka hreinsað snjó frá kyrrstæðum bifreiðum sem fennt hefur að“, sagði Björn í viðtali við Þjóðvilj- ann. Þessi búnaður er f raun sára- einfaldur. Framan á vörubifreið er komið fyrir snjótönn eins og þeim sem notaðar eru í dag. Mið- flóttaaflsblásara er komið fyrir á vörupalli bílsins og má gjarnan nota gamlan bílmótor til að knýja hann áfram. Frá blásaranum liggur loftrör að stút sem áfastur er öðrum enda snjótannarinnar. í blástursopinu er komið fyrir loftspjöldum sem ökumaður get- ur stýrt úr sæti sínu. „Búnaðurinn virkar þannig að þegar snjó er mokað færist hann eftir tönninni að blástursopinu þar sem tönnin er skekkt ofur- lítið. Loftblásturinn rífur snjóinn með sér og blæs honum út fyrir vegarbrún með yfir 100 kílómetra hraða." Eins og áður sagði kynnir Björn J. Guðmundsson einnig þrýstiskynjara fyrir hjólbarða á sýningunni í Laugardalshöll. Sú hugmynd er eldri og hefur þegar verið kynnt, en búnaðurinn fylg- ist með þrýstingi í hjólbarðanum og gerir stjórnendum farartækis- ins viðvart ef loftþrýstingurinn lækkar. „Með þessu móti er hægt að mæla þrýstinginn í hjólbörð- unum á ferð og það er auðvitað mikið öryggi fólgið í því að vita í tíma ef þrýstingurinn fellur skyndilega“, sagði Björn enn- fremur. Skynjarinn vinnur þannig að ef loftþrýstingur fellur niður fyrir ákveðið mark opnar loftloki fyrir loft úr hjólbarðanum og er hann opinn í ca. 15 sekúndur. Loft- streymið er notað til að koma boðum til ökumanns með þremur mismunandi aðferðum. „f fyrsta lagi er hægt að mynda hljóð með flautu sem ökumaður heyrir ef hávaði er ekki mikill t.d. í fólksbflum. Einnig er hægt að mynda hljóð með ákveðnu tíðni- sviði og er þá notaður hljóðnemi sem skynjar aðeins þá tónhæð og gerir ökumanni viðvart. í þriðja lagi er hægt að mynda rafmagn sem notað er til að senda radíó- merki og gera þau ökumanni við- vart. Leki þrýstingur úr dekkinu meðan bfllinn er kyrrstæður, sendir móttakarinn merki um leið og bfllinn fer í gang“, sagði Björn. Við spurðum Björn J. Guð- mundsson að lokum um það hvort hann væri með fleiri hug- myndir í pokahorninu: „Það er margt í gerjun en ætli það sé ekki best að segja sem minnst á þessu stigi málsins". - v 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.