Þjóðviljinn - 10.09.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.09.1986, Blaðsíða 8
MENNING ÚR SJÓ SÚANNS Vú Sann Súann í Hlaðvarpanum Hann er kominn frá Kína, hann Kári, og fór laglega yfir landa- mærin meö upprúllaöan stranga af hrísgrjónapappír blekvættum af ungum og einangruðum Chejang-verja, Wu Shan Zuan. Og í J<vikmyndavél bing-dárans leyndist óframkölluð filma af listamanninum að störfum og samlöndum hans í hraðáti sem síðar var þýdd á vídeó. Þetta er því ekki lítill fengur okkur frónverj- Vú Sann Súann við eitt verka sinna. Tónlistarmót ungmenna Tónlistarmót ungs fólks frá höfuðborgum Norðurlandanna var haldið hér um daginn og fór ekkert sérstaklega mikið fyrir því. Þetta blíðskaparsumar okkar 1986 var reyndar mesta hátíða- sumar síðan 1974 og hætti hlutum til að kafna hver í öðrum: Listahátíð, Davíðshátíð, Nart, ungafólkið... og enn er von á há- tíð, Norrænum músíkdögum, sem hefjast um mánaðamótin. Fyrr má nú gagn gera. Þetta tónlistarmót ungafólksins heppnaðist þó vel og komu þarna saman hátt í hundrað kornungir hljóðfæraleikarar úr tónlistar- skólum borganna og héldu tvenna tónleika. Þeir fyrri voru í Norræna húsinu mánudaginn 1. september og var þar flutt ýmis einleiks- og kammermúsík og var unun að heyra í sumu af þessu unga fólki. Að vísu skáru finn- arnir sig úr, hvað snerti þroska og gæði, þeir voru einnig flestir eða uþb. helmingur þátttakenda. Sérstaklega er minnistæður leikur píanistanna Malla Rallo og Ursúlu Lerber, sem léku De- bussy í Norræna húsinu og f-moll fantasíuna eftir Schubert daginn eftir, í sal Hamrahlíðarskólans, en á þeim tónleikum kom einnig fram hljómsveit allra þátttakend- anna, semsé stór sinfóníuhljóm- sveit undir stjórn Mark Reed- mans. Hljómsveitin lék tvö verk, Epitaffio eftir Jón Nordal og Kar- eliasvítuna eftir Sibelius og var það bæði gagnlegt og gott. Kam- mertónlistin í Hamrahlíðinni var hinsvegar næstum sú sama og í Norræna húsinu, tildæmis léku finnar strengjakvartett eftir Rautavaara, sem hljómaði yndis- lega og tvær danskar stúlkur, Hanne Chr. Sevald og Ulla Sa- very léku 5 dúetta fyrir fiðlur fyrir Bartók, frábærlega vel. íslenska framlagið var ekki stórt, en býsna skemmtilegt: Gyrðisljóð (Gyrðir Elíasson) eftir Helga Pétursson, fyrir sópran, slagverk og „græj- ur“. Þetta var smellið og sönghlu- tverkið var glæsilega flutt af ungri Þessi litli söngflokkur (11 manns) hefur nær eigöngu sinnt nýrri eða nýlegri tónlist sl. miss- eri, en annars hefur hann á stórri efnisskrá sinni mikið af músík frá endurreisnartímabilinu. Hann söng um daginn á vegum Tónlist- arfélags Kristskirkju í Dómkirkju Krists Konungs í Landakoti úrval úr þessari efnisskrá, nokkur ný verk frá Norðurlöndum, verk eftir Josquin des Prés og William Byrd og síðast Avemaríu eftir Stravinsky og Sesselju-músík eftir Britten. Af norrænu verkunum voru ís- lensku verkin forvitnilegust; gullfallegt Locus iste eftir John Speight og Aldarsöngur við vísur úr kvæði Bjarna borgfirðings Jónssonar og Maríukveðskap eftir Jón Helgason, eftir Jón Nor- dal, en það verk ásamt Hymn to St. Cecilia Brittens var í sérflokki hvað snerti lengd og breidd. Ekki ber þó að lasta verk Knut Ny- stedts við texta úr Jóhannesar- guðsspjalli eða Benedicte Dom- ino eftir Vagn Holmboe, sem bæði eru snilldarlega samin söngkonu, Mörtu Halldórsdótt- ur. Pétur Grétarsson stóð við sla- gverkið og brást ekki frekar en fyrri daginn, en rafmagnstruflan- ir eða eitthvað í þá áttina, settu „græjurnar" út af laginu. Og það var margt fleira ánægjulegt á þessu móti, sem of langt mál er upp að telja, og áheyrendur létu sannarlega ekki á sér standa og fylltu húsin báða dagana. stykki í varfærnum „nútfrna" stíl. En verk Nordals er eftirminni- legast, vegna sérkennilegrar formbyggingar og látlauss kór- stíls sem hittir í mark. Og allt var þetta sungið af mikilli snilld og sannri ást á verkefnunum. Já það var meiri falslaus gleði á þessum tónleikum en maður á að venjast og er þó músíklífið hér í bænum með því fjörugasta sem þekkist á byggðu bóli. LÞ. Hljómeyki í Kristskirkju um sem eigum þess óskiptan kost að vappa inn i Hlaðvarpann undir austurlenskum áslætti og reykelsi í vitum fjær. Þiggja þar- lenda sígarettu og láta umkringj- ast af breiðtjöldum hins skúflipra handanhnattarmanns. Myndir sem etv. eru málaðar nóttina sem Stuðmenn léku í félags- heimilinu ögn utar í bænum. Er ekki heimurinn lítill og Kína stórt? Vú er þó fæddur enn austar á lítilli eyju út af meginlandinu en synti sjálfur í land, kom hálf- meðvitundarlaus upp og lítur til- veruna öðrum augum eftir það. Hann er fiskur á þurru landi kín- verskrar myndlistar, sem sér heiminn í einum úthafsdropa og í heimi hans er fólkið fiskur og fiskur fólk. Og sá dropi, sem forðum lá í lófa gamals manns sem afi Vús var, hefur enst hon- um vel og gerir enn. í honum los- ar blekið svertu sína og flæðir undan pensilskúfnum um gólfið vinnustofunnar þar sem pappír- inn liggur og drekkur í sig enda- lausar myndir þeirrar handar sem frjáls er af þúsund árum hefðar en hefur þó ekki flett ofan af mörgum vestrænum tímaritum né öðrum listbókum sem út konta handan múrsins. Þetta er þerri - pappír ogþaðrennurekki af hon- um á veggjum kvennahússins HALLGRÍMUR HELGASON heldur rennur á mann hinn þægi- legi höfgi framandi ferskra áh- rifa. Maður svamlar í lygnurn Kínasjó og getur rólegur gleymt þeim sundtökum sem lærð voru í sundlaugum þess Vesturbæjar sem okkar heimshluti er. Þær heita ekkert ntyndirnar og ekkert vill hann heldur heita, listamaðurinn, sem ekki signerar verk sín. En þó er eins og nafn og titill sé innskrifað í hverja mynd, það hvarflar að manni að Vú sé frekar að skrifa en mála, hið fræga myndletur Kínverja sem myndar svo skemmtilegan ramma utan um stærsta verkið. Hver mynd er stafur í symmetríu sinni og hver stafur er maður með útlimum sínum og hver þeirra er fiskur, áll eða krabbi, myndir sem saman mynda letrið. Þetta eru sjórekin sendibréf, frá „þeirri einu heimsálfu sem við öll til- heyrum“. Hvalreki á fjörur okk- ar hvalkjötsneytenda. Og sem p.s. með þessum bréfum fylgir lítil athugasemd á vídeóspólu frá Kára Schram varðandi verk Vús og umhverfi hans. í svart-hvítu eins og sýning- in og sýnd á þeim hraða sem verð- ur að viðgangast í því landi þar sem 700 menn eru um hvert borð og 200 um hvern stól. Þau eru borðuð með hraða lestarinnar hrísgrjónin, jafnmörg íbúum landsins. Og eins og eldingar á himni eru handahreyfingar lista- mannsins í myrkri vinnustofunn- ar þó að sígarettan víki lítið fyrir hinu talaða orði. Kári talar við Vú sem er eins og eyja í þessu mannhafi og dreymir um að kom- ast burt í gegnum breska sendi- ráðið. í bakgrunninum suða út- varpsstöðvarnar á endalausum rásum og einmitt þannig er þessi sýning eins og ný rás á veður- börðum viðtækjum hinnar súr- legnu sálar okkar íslendinga. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.