Þjóðviljinn - 10.09.1986, Side 6

Þjóðviljinn - 10.09.1986, Side 6
Framtíðin FRÉTTIR Framtíðarspá í haust Framkvœmdanefnd umframtíðarkönnun skilar afsér í nóvember Við erum að búa skýrslur starfshópanna til prentunar og vonumst til þess að geta komið þeim frá okkur ásamt yfirlitsriti í nóvember, sagði Jón Sigurðsson forstöðumaður Þjóðhagsstofnun- ar í samtali við Þjóðviljann, en Jón hefur síðastliðið ár haft um- sjón með vinnu 15 starfshópa sem unnið hafa að gerð víðtækrar framtíðarspár fyrir íslenskt þjóðlíf næstu 25 árin. Frumkvæöi að þessu verkefni er komið frá Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra og hafa um 50 manns unnið við það frá upphafi en fleiri bæst í hópinn með tímanum. Að sögn Jóns er spáin mjög víðtæk og mun ná til nær allra sviða þjóðlífsins, jafnt til efnahagsmála, menntunar- mála og menningarmála. Skýrsl- ur hópanna munu koma út í 5 sérritum og einnig er unnið að samantekt yfirlits um verkið. Jón vildi ekki láta neitt uppi um nið- urstöður hópsins, þannig að við verðum bara að bíða og sjá.- vd. Niðurskurður Sama rétt til náms Framsóknarkonur og Kvennalisti mótmœla tillögum Sverris Framkvæmdastjóri Landssam- bands Framsóknarkvenna hefur nýlega mótmælt „aðför menntamálráðherra að jöfnum Rauði krossinn Aðhlynning í heimahúsum Rauði Kross Islands gengst á næstunni fyrir námskeiði fyrir þá sem sjá um aldraða eða sjúka ættingja sína í heimahúsum. Námskeiðið hefst þann 22. september og stendur yfir í fjóra daga þ.e. tvo mánudaga og mið- vikudaga frá kl. 9-14. Á nám- skeiðinu verður meðal annars lögð áhersla á réttar starfsstell- ingar við aðhlynningu og ýmis hjálpartæki kynnt. Námskeiðið er opið öllum og námskeiðsgjald verður kr. 1000,- Kennt verður í kennslusal RKÍ, Nóatúni 21, 2. hæð og í Sjúkra- liðaskóla íslands við Suður- landsbraut. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu RKÍ, Nó- atúni 21, s. 91-26722. rétti barna til náms með hug- myndum sínum um niðurskurð fjárveitinga til skólaaksturs“. All- ir sama rétt til náms, er yfirskrift ályktunar Framsóknarkvenn- anna. f sama streng hefur Kvenna- listinn tekið og mótmælt hug- myndum Sverris um lækkun framlaga til sérkennslu, skóla- aksturs, mötuneyta og gæslu í grunnskólum. „Kvennalistinn telur fráleitt, að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sé í stakk búinn til að taka yfir kostnað vegna þessara þátta, enda hafa lögboðnar tekjur hans verið stórlega skertar nú síðustu árin. Kvennalistinn bendir á, að til- gangurinn með þessum þáttum í rekstri grunnskólanna er að jafna aðstöðu allra til náms án tillits til efnahags og búsetu. Nái tillögur menntamálaráðherra fram að ganga mun það leiða til mismun- unar og stórfelldrar skerðingar á lögboðnum rétti grunnskóla- barna í dreifbýli til náms. Slíkum aðgerðum hafnar Kvennalistinn einarðlega." Starfsmenn Hótels Keflavíkur: Hildur Sigurðardóttir og Guðlaug Helga Jónsdóttir í móttöku og Steinþór Jónsson hótelstjóri. Ljósm.: Sig. Keflavík Hotelin spretta upp Fyrsta eiginlega hótelið í Keflavík var opnað í vor. SteinþórJónsson hótelstjóri Hótels Keflavíkur: Nýtingin hefur verið 100% hingað til oghver veitnema við stœkkum innan tíðar! Þrátt fyrir að miliiiandaflug okkar íslendinga hafi um ára- tugaskeið farið um Keflavíkur- flugvöll hefur ekkert hótel ver- ið til skamms tíma í nágrenni hans. Nú hefur hins vegar ver- ið opnað glæsilegt hótel í Keflavík og annað smærra í Njarðvíkum. Þriðja hótelið er í byggingu auk þess sem ýmsir aðilar munu um árabil hafa hugleitt að reisa hótelbygg- ingu í nágrenni nýju flugstöðv- arinnar. Þjóðviljamenn litu við í Hótel Keflavík og spurðu hótelstjórann Steinþór Jónsson hvenær hótelið hefði verið opnað: „Við opnuðum 17. maí í vor, á þjóðhátíðardag Norðmanna. Framkvæmdir við bygginguna hófust um miðjan janúar þannig að segja má að við höfum byggt af svipuðum hraða og eigandi Hótel Arkar í Hveragerði. Við höfum ekki tekið allt hótelið í notkun ennþá því auk þeirra 22ja her- bergja sem við erum nú með er verið að innrétta efstu hæðina í húsinu þar sem verða 5 svítur og fimm herbergi að auki“. En hvernig hefur reksturinn gengið fram að þessu? „Hann hefurgengið alveg skín- andi vel. Frá því við opnuðum hefur verið 100% nýting og í þessum mánuði eru aðeins örfáir dagar óbókaðir. Það hefur verið mikið um stórar pantanir og við höfum hvað eftir annað þurft að vísa gestum frá. Hér koma bæði útlendingar og fslendingar og það hefur verið athyglisvert að fólk utan af landi, sem erá leið til útlanda, sækir hingað í vaxandi mæli.“ Nú fer samkeppnin ört vax- andi. Þú er ekkert banginn? „Nei, alls ekki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að á þessum stað getur þrifist mjög mikið hótelrými, bæði vegna legunnarr við millilandaflugvöllinn og einn- ig hefur staðurinn mikið upp á að bjóða. Suðurnesin eru sérkenni- leg, sérstaklega í augum útlend- inga, sem eiga trjám og miklum gróðri að venjast. íslenskt lands- lag í sinni snörpustu mynd á að vera okkar söluvara í túrisman- um enda hefur það sýnt sig að útlendingar eru heillaðir af þessu landslagi, sem við fslendingar kunnum stundum ekki að meta eins og skyldi. Ég var þeirrar skoðunar áður en við fórum út í reksturinn að Keflavík gæti aldrei orðið ferðamannastaður í eigin- legum skilningi. Hér myndu einkum gista farþegar sem væru á leið yfir landið til annarra staða. En eftir að hafa rætt við okkar gesti í sumar er ég kominn á aðra skoðun“, sagði Steinþór Jónsson hótelstjóri. Hótel Keflavík er fjölskyldu- fyrirtæki og eingöngu rekið af fjölskyldu Jóns W. Magnús- sonar, sem einnig á Ofnasmiðju Suðurnesja. Við hótelið vinna, auk Steinþórs, Guðlaug Helga Jónsdóttir kona hans og Hildur Sigurðardóttir í móttöku. Starfs- menn hafa verið 1-2 til viðbótar á álagstímum. „Lykillinn að gengi svona hót- els, sérstaklega þegar það er að hefja rekstur, er að halda öllum kostnaði í lágmarki. Auk þess þurfa menn fyrirgreiðslu í banka- kerfi og það höfum við fengið í því formi að Sparisjóður Kefla- víkur hefur boðist til að vera okk- ur öflugur bakhjarl ef eitthvað bregst. Miðað við bókanir hingað til og horfurnar á næstu mánuð- um eru við bjartsýn, og hver veit nema við stækkum innan tíðar?“, sagði hinn glaðbeitti hótelstjóri Hótels Keflavíkur um leið og við kvöddum. —v. KONUR OG KJÖR Hefjum kvennastéttir upp Þjóðviljinn spyr 1. Hvað veldurað illa gertgurí kjarabaráttu kvenna? " 2. Hvað er til ráða? Hulda S. Ólafsdóttir svarar 1 ■ Konur búa enn við tvöfalda ábyrgð, þær eru samviskusamar í vinnu og eru líka með alla ábyrgð á börnunum og heimilinu. Þótt margir ungir menn taki núna ein- hvern þátt í heimilisstörfum, eru konurnar miklu fastari við. Þeir geta farið út á kvöldin án þess að börnin æmti né skræmti, en það geta mæðurnar ekki. Þá kemur sektarkenndin og afleiðingin verður miklu minni þátttaka kvenna í félagsstörfum. Þess vegna eru karlarnir í for- ystu í stéttarfélögunum og í samningagerð og viðsemjend- urnir eru líka karlmenn. Þeir hafa lítinn vilja og skilning og þykja kvennastörfin minna virði. Þegar þarf svo að velja hverjir fá hækk- un, þá halda þeir okkur niðri. Þeir líta alls ekki á okkur sem fyrirvinnur, það er vandamálið. Og ennþá eru til konur, sem líta á sín laun sem aukagetu til per- sónulegra þarfa. Fleira kemur til, konur van- treysta sér og sínum kynsystrum og bera sjálfar ekki næga virð- ingu fyrir kvennastörfunum. Það þekki ég úr minni stétt, sjúkralið- um, sem vinna mjög mikilvægt en öðruvísi starf en hjúkrunarfræð- ingar og læknar. Éf við værum öruggari um gildi okkar starfs værum við kröfuharðari með launin. Það er varla von að aðrir meti okkar störf ef við gerum það ekki sjálfar. En þetta tengist kannski þeim viðhorfum, sem voru uppi í kvennahreyfingunni um að kon- ur ættu að hasla sér völl í karla- störfum. Mér finnst mikilvægara að hefja kvennastéttirnar upp, því oft liggur það beinast við fyrir okkur, sem höfum lengi verið húsmæður að velja störf þar sem okkar lífsreynsla nýtist, s.s. í hjúkrun. Öll störf eru mikilvæg og þarf að launa réttlátlega. Þess vegna verður að koma á því viðhorfi að uppeldis- og umönnunarstörf séu verðmætasköpun, rétt eins og’ karlastörfin. . Svo einhver veruleg breyting eigi sér stað, verðum við konur að líta á okkur sem fyrirvinnur og verða fjárhagslega sjálfstæðar. Þess vegna verðum við að grípa til allra þeirra ráða sem tiltæk eru. Þegar allt um þrýtur eru hóp- uppsagnir nauðvörn, sem getur minnt á mikilvægi kvennastarf- anna. Að auki verður að efla félags- lega þjónustu s.s. að auka upp- byggingu dagvistarheimila, svo konur verði frjálsari að sinna sín- um störfum svo og baráttumál- um, annars stöndum við í stað. Þá geta konur fremur sótt í að komast til áhrifa í stéttarfélögun- um og í samningagerð, en þá verðalíkakonuraðstyðjakonur. — Hulda Ólafsdóttir er formaður Sjúkraliðafélags íslands. 6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 10. september 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.