Þjóðviljinn - 10.09.1986, Blaðsíða 16
MODVIUINN MfITfff«r JW/UM
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA
Míðvlkudagur 10. september 1986 204. tðlublað 51. ðrgangur
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663.
Fulltrúar minnihlutans í borg-
arstjórn telja að komið sé í algert
óefni með yfirstjórn skólamála í
borginni vegna stofnunar skóla-
málaráðs, sem meirihlutinn kom
á fót I vor að því er virðist í blóra
við grunnskólalög. Minnihlutinn
lagði til í borgarráði í gær að
leitað yrði úrskurðar mennta-
málaráðuneytisins um lögmæti
skólamálaráðs, en meirihlutinn
vísaði henni frá.
Borgarstjórnarmeirihlutinn
kom á fót skólamálaráði í vor og
segir í sameiginlegri greinargerð
minnihlutans sem send var fjöl-
miðlum í gær að það hafi einungis
verið gert í þeim tilgangi að bola
kennarafulltrúum og Áslaugu
Brynjólfsdóttur fræðslustjóra frá
áhrifum á fræðslumál. Sjálfstæð-
ismenn hafa lengi haft horn í síðu
fræðslustjóra af pólitískum
ástæðum og vilja gera hann á-
hrifalausan með þessum hætti.
Fræðslustjóri situr fundi fræðslu-
ráðs, sem samkvæmt grunnskóla-
Kópavogshœlið
Loksins
eldvarnir
í gær afhenti Kiwanishreyfing
íslands Kópavogshælinu fullkom-
ið viðvörunarkerfi að gjöf.
Björn Gestsson forstöðumað-
ur Kópavogshælis sagði í samtali
við Þjóðviljann að Kiwanishreyf-
ingin hefði farið af stað nteð söfn-
un strax eftir að kveiknaði í Kóp-
avogshæli í janúar síðastliðinn.
„Okkur þykir mjög vænt um
þessa gjöf og þann hlýhug sem
Kiwanismenn sýna okkur með
þessu", sagði Björn.
Tjernobylslysið
Lítil
geisla-
virkni
Fundi forstöðumanna geisla-
varna á Norðurlöndunum lauk í
gær, en eitt meginumræðuefni
fundarins var kjarnorkuslysið í
Tjernobyl.
Það var samdóma álit for-
stöðumannanna að sé litið til
lengri tíma þá sé ekki þörf á að
grípa til almennra aðgerða vegna
sesjums í matvælum.
Á blaðamannafundi sem for-
stöðumennirnir héldu til kynn-
ingar á yfirlýsingu sinni var
Gunnar Bengtson spurður að því
hvQrt Svíar hefðu e.t.v. fram að
þessu gert of mikið úr hættunni
vegna Tjernobylslyssins og svar-
aði Bengtson því til að viðbrögð
hefðu einkennst af mikilli varúð.
Á fslandi var aukningin á
magni sesíums í jarðvegi eftir
Tjernobylslysið mest á
Austfjörðum, eða um 70 bekerel
á fermetra, en fyrir slysið var
magn sesíums í sama jarðvegi á
milli 350-450 bekerel, en það eru
leyfar frá afleiðingum tilrauna
með kjarnorkuvopn í upphafi 6.
áratugarins. Til samanburðar má
geta þess að víða í Svíþjóð hafa
mælst meira en 20 þúsundir beke-
rela í jarðveginum eftir Tjerno-
bylslysið. -K.ÓI.
Keflavík
Skítkast á Suðumesjum
Prentsmiðjan Grágás hefur lagtfram kœru á hendur blaðinu
Reykjanes fyrir œrumeiðandi ummæli. Blaðið Víkurfréttir íhugar að
gera slíkthið sama. Páll Ketilsson: Niðurrifsstarf ogskítkast
Prentsmiðjan Grágás í Kefla-
vík hefur kært Sjálfstæðisflokks-
blaðið Reykjanes og blaðið Vík-
urfréttir, sem segist frjálst og
óháð fréttablað, íhugar að gera
slíkt hið sama.
Hjá prentsmiðjunni Grágás
fékkst ekki uppgefið á hverju
kæran væri nákvæmlega grund-
völluð, en samkvæmt öðrunt
heimildum Þjóðviljans eru kærð
uminæli sent lúta að því að
prentsmiðjan hafi átt þátt í að
Ijósprentunarstofa í Keflavík
varð gjaldþrota.
„Ritstjóri Reykjaness hefur
verið með hreint og klárt skítkast
í okkar garð og fullyrt ýmislegt
sem hefur ekki átt við nein rök að
styðjast", sagði Páll Ketilsson
annar ritstjóri Víkurfrétta um
deiluna. Sagði Páll að allt frá því
að Sjálfstæðisflokkurinn inissti
ineirihluta sinn í bæjarstjórn
Keflavíkur og Njarðvíkur hefði
niðurrifsstarfsemi og skítkasti
ekki linnt frá ritstjóranum. Með-
al annars hefði hann ósjaldan
notfært sér skyldleika hins ný-
skipaða bæjarstjóra og Páls til
þess að kasta rýrð á fréttaflutning
blaðsins og efast um óháðan
fréttaflutning þess. „Auðvit:
hefur ritstjórnarstefna Víki
frétta ekkert breyst við það ;
bróðir minn varð bæjarstjóri. V
viljunr hins vegar ekki heyja str
á síðum okkar blaðs þannig að
það verðurgert áeinhverjum vi
stöðvum þá verður það inn;
réttarkerfisins", sagði Páll ;
lokum.
-K.C
laust og nær öllum verkefnum
þess hefur verið komið undir
forræði skólamálaráðs.
Fræðslustjóri hefur frá því
snemma í ágúst leitast við að fá
úrskurð menntamálaráðherra
um formlega stöðu sína gagnvart
skólamálaráði, en ekkert bólar
enn á svari.
Minnihlutinn telur að ágrein-
ingur þessi setji skólastarf í hættu
með ófyrirsjáanlegum afleiðing-
um fyrir nemendur, og mun flytja
tillögu á næsta fundi borgar-
stjórnar um gagngera endurbót á
yfirstjórn skólamála í borginni.
-gg
Knattspyrna
Allir á
völlinn
Evrópumeistarar Frakka
gegn sterku íslensku liði
kl. 18 ídag. Reiknað með
lOtil 12þúsund
áhorfendum
Reiknað er með að a.m.k. 10 til
12 þúsund manns leggi leið sína á
Laugardalsvöllinn kl. 18 í dag. Þá
hefst þar leikur íslands og Frakk-
lands í Evrópukeppni landsliða í
knattspyrnu og eftirvæntingin er
mikil.
í íslenska liðinu eru níu
atvinnumenn. Ásgeir Sigurvins-
son leikur í fyrsta skipti hér á
landi í tvö ár, Arnór Guð-
johnsen, Atli Eðvaldsson, Sig-
urður Jónsson og fleiri frægir
leikmenn eru mættir til leiks.
Frakkar eru núverandi Evrópu-
meistarar og urðu þriðju í
heimsmeistarakeppninni í Mex-
íkó. í liði þeirra eru margir af
bestu knattspyrnumönnum
heims, svo sem Jean Tigana, Luiz
Fernandez, Patrick Battiston,
Manuel Amoros og Joel Bats.
Sigi Held landsliðsþjálfari ís-
lands tilkynnti byrjunarlið sitt í
gærkvöldi. Það er þannig skipað:
Bjarni Sigurðsson, Gunnar
Gíslason, Agúst Már Jónsson,
Sævar Jónsson, Sigurður Jóns-
son, Atli Eðvaldsson, Ómar
Torfason, Ragnar Margeirsson,
Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guð-
johnsen og Pétur Pétursson.-
-VS
Sjá íþróttir bls. 19
lögum fer með hlutverk skóla-
nefndar í Reykjavík. í lögunum
er kveðið á um að þrír kennara-
fulltrúar eigi að sitja í fræðslu-
ráði, en í samþykkt fyrir skóla-
málaráð íhaldsins er réttur kenn-
ara á engan hátt tryggður.
Fræðslustjóra er meinað að sitja
fundi skólamálaráðs.
Borgarfulltrúar minnihlutans
hafa snúist öndverðir gegn stofn-
un skólamálaráðs, enda er talið
að það samrýmist ekki lögum.
Fræðsluráð starfar enn að nafn-
inu til, en hefur verið gert mark-
Jean Tigana, hinn snjalli leikmaður franska liðsins, er í hópi þeirra bestu i heiminum. En dugir snilli hans gegn
baráttuglöðum islendingum? Mynd: E.ÖI.
y Frœðslumál
Aslaug gerð áhrHalaus
Minnihluti borgarstjórnar: Stofnun skólamálaráðs samrýmist ekki grunnskólalögum.
Kennarafulltrúum og frœðslustjóra bolaðfrá áhrifum. Frœðsluráð gert marklaust. Skólastarf í hættu