Þjóðviljinn - 10.09.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN
Fellibylurinn
„Wayne“, sem hefur geisað í
Suðuastur-Asiu í nokkrar vikur og
valdið miklu tjóni, er nú kominn til
Víetnams, og herma útvarps-
stöðvar þar, að hann hafi orðið
tugum manna að bana og eyðilagt
þúsundir hektara af uppskeru. Að
sögn útvarpsstöðvanna eru björg-
unarsveitir nú komnar á vettvang
og eru að sinna fórnarlömbum
feliibyisins og gera við íbúðarhús,
verslanir, skóla og raflínur. Þetta
er í fimmta skipti sem fellibylur
geisar í Víetnam á þessu ári; í júlí
olli slíkur stormur miklum flóðum,
sem eyðilögðu uppskeru og urðu
þrettán mönnum að bana í norður-
hluta landsins. Fréttastofan Nýja
Kína skýrði einnig frá því i gær að
fellibylurinn hefði valdið dauða
þrettán manna og sært 60 í Suður-
Kína. 36 menn hafa látið lifið af
völdum hans á Filipseyjum og 63 á
Taiwan.
Bretar
voru teknir á beinið á alþjóða-
ráðstefnunni um loftmengun,
sem haldin er í Stokkholmi,
vegna þess að þeir hafa neitað
að taka þátt í evrópskri áætlun
um að minnka mengun af völd-
um reyks. Adam Markham,
talsmaður nítján samtaka um-
hverfisverndunarmanna, sem
taka þátt í ráðstefnunni, sagði
fréttamönnum að stefna Breta
væri ábyrgðarlaus og þyrftu
þeir að gera einhverjar
beinharðar ráðstafanir. Sýru-
mengað regnvatn, sem talið er
valda mengun í þúsundum
vatna og skóga um öll Norður-
lönd, hefur spillt mjög sam-
skiptum Svía við Breta og
Norðmenn eru mjög gramir.
Vegna þeirrar gagnrýni, sem
Bretar hafa orðið að sæta í
þessu máii, er búist við því að
Margaret Thatcher boði ein-
hverjar ráðstafanir til að draga
úr mengun, þegar hún kemur í
heimsókn til Oslóar seinna í
þessari viku, og telja heimild-
armenn að hún muni þá skýra
frá þriggja miljarða dollara
áætlun til að takmarka meng-
un frá orkustöðvum með því
að beita sínum og öðrum
ráðum. En þeirtelja óvíst hvort
Bretar muni taka þátt í áætlun
Evrópuþjóðanna um að
minnka brennisteinssýru-
mengun um 30 af hundraði.
Sextíu þingmenn frá ýmsum
Evrópulöndum taka þátt í ráð-
stefnunni í Stokkhólmi.
Akafur
fylgismaður Corazon Aquino,
núverandi forseta Filipseyja,
kvartaði nýlega undan því að
dóttir sín, sem er jafnákveðinn
stuðningsmaður Marcosar,
fyrrverandi einvalds eyjanna,
hefði látið binda sig í rök-
ræðum um stjórnmál og síðan
lamið sig með flösku. Sýndi
hann lögreglunni skrámur og
mar víða á andliti, höfði og lík-
ama og sagði að hann væri
vanur að deila við dóttur sína
um stjórnmál, en á sunnudag-
inn hefðu deilurnar orðið of-
safengnari en venjulega, þeg-
ar talið barst að viðræðum
Marcosar við upp-
reisnarmenn. Hefði þá dóttirin
beðið tvo þjóna sína, fíleflda
karlmenn, að binda föður sinn
og síðan farið að berja hann
með flösku. Lögregiuþjónar
sögðu að þetta væri fjöl-
skyldumál og gætu þeir ekki
skipt sér af því.
Danir vilja takmarka
flóttamannastrauminn
ERLENDAR
FRÉTTIR
jónsRsonR/REU1ER
Kaupmannahöfn - Danska
stjórnin hefur í hyggju að setja
ný lög til að takmarka innflutn-
ing flóttamanna til landsins, að
því er Paul Schluter forsætis-
ráðherra sagði fréttamönnum í
gær eftir ríkisstjórnarfund.
Paul Schlúter sagði að fleiri
flóttamenn kæmu nú hlutfalls-
lega til Danmerkur en til nokkurs
annars lands. Hefðu meira en
2000 flóttamenn leitað hælis í
landinu í ágústmánuði vegna þess
hve lög um flóttafólk væru þar
frjálsleg, en þetta jafngilti 25.000
flóttamönnum á ársgrundvelli.
Sagði forsætisráðherrann að
stjórnin hefði nú úrskurðað að
ekki væri unnt að taka á móti svo
mörgum, og því myndi hún hafa
frumkvæði um að breyta núgild-
andi lögum. Yrði þess krafist, að
flóttamenn fengju vegabréfsárit-
un í dönskum sendiráðum og
ræðismannsskrifstofum erlendis
áður en þeir kæmu til landsins.
Erik Ninn-Hansen dómsmála-
ráðherra sagði, að þegar flótta-
menn fengju fjölskyldur sína til
sín gæti innflytjendatalan komist
upp í 50.000 manns árlega, en
það er um það bil jafn mikið og
árleg fæðingartala í Danmörku.
Flestir flóttamenn sem koma
til Danmerkur eru frá styrjaldar-
svæðum í Austurlöndum nær, og
komu 8700 slíkir menn til lands-
ins í fyrra, flestir í gegnurn
Austur-Berlín. Flóttamanna-
straumurinn minnkaði í byrjun
þessa árs, eftir að Austur-
Þjóðverjar höfðu samþykkt að
hleypa flóttamönnum ekki í gegn
nema þeir hefðu danska vega-
bréfsáritun. En síðan jókst
straumurinn í gegnum Vestur-
Berlín og Vestur-Þýskaland og annaþáleið. Þaðermjögntiklum öllu þessi fólki, þegar það kemur
koma urn þrír fjórðu flóttamann- erfiðleikunt háð að taka á móti inn í landið.
Tíu ára ártíðar
Maós minnst í Kína
Peking - Þess var minnst á
mjög látiausan hátt í Kína í gær
að tíu ár voru liðin frá andláti
Maós oddvita. Mikill mann-
fjöldi stóð í biðröð við Hlið
hins himneska friðar í Peking
til að ganga fram hjá kristals-
kistu Maós í grafhýsi hans, og
sögðu gæslumenn þess að
þeir byggjust við 50.000 gest-
um. Myndi grafhýsið vera opið
allan daginn til að taka á móti
öllum þessum hóp, en venju-
lega er það ekki opið nema fáar
stundir dag hvern. En hins
vegar var ekki gert ráð fyrir
neinum opinberum athöfnum
til að heiðara minningu hins
látna oddvita, enda hafa hinir
nýju valdhafar Kína gagnrýnt
mjög gerðir hans síðustu árin.
„Félagi Maó lagði fram ódauð-
legan skerf til að ryðja bylting-
arbraut Kínverja, en síðar fór
hann villur vegar“, stóð í
leiðara Alþýðudagblaðsins í
Peking.
Til að minnast ártíðar Maós
voru gefin út í gær úrvalsrit hans í
tveimur bindum, og var það í
fyrsta skipti sem menn stóðu ekki
í biðröð til að kaupa rit hans. í
inngangi þessara úrvalsrita stóð
að verkin væru valin í samræmi
við núverandi stefnu kommún-
istaflokksins. Leiðtogar hans
meta Maó mikils fyrir að hafa
verið leiðtogi byltingarinnar
1949, en þeir gagnrýna hann
harðlega fyrir róttæka stefnu
hans síðustu árin sem hann lifði
og einkurn fyrir „menningarbylt-
inguna“ sem hófst 1966. Frétta-
menn segja andrúmsloftið við
Hlið hins himneska friðar hafi nú
verið mun daufara en það var í
janúar, þegar þess var minnst að
tíu ár voru liðin frá andláti Sjú
Enlæ forsætisráðherra, sem hefur
alltaf notið mikilla alþýðuvins-
ælda í Kína, enda álíta margir að
hann hafi reynt að bjarga velferð
ríkisins eftir megni í upplausn
menningarbyltingarinnar.
Maó oddviti.
Austurlönd nœr
Litlar horfur á fundi
Mubarak og Peres
Kairo - Mikill vafi lék á að
nokkuð gæti orðið úr áætluð-
um fundi æðstu manna ísraels
og Egyptalands eftir að við-
ræður milli fulltrúa ríkjanna
um landamæradeilur höfðu
farið út um þúfur í gær.
Utanríkisráðherra Egypta-
lands, Ahmed Esnat Abdel-
Maguid, var þó vongóður um að
þessi fundur Hosnis Mubarak
forseta Egyptalands og Símonar
Peres forsætisráðherra fsraels
gæti farið fram, þar sem báðir að-
ilar vitust hafa fullan vilja til þess,
en hann sagði að landamæra-
deilurnar þyrfti að leysa fyrst.
Deilurnar standa um Taba-
svæðið en það er sjö hundruð
metra langt sandsvæði á strönd
Rauða hafsins, sem ísraelsmenn
héldu eftir, þegar þeir afhentu
Egyptum Sínaí-skaga eftir frið-
arsamningana 1979, en Egyptar
telja sitt land; hafa þeir svarið
þess dýran eið að afsala sér aldrei
einunt ferþumlungi af sandinum.
Báðir aðilar hafa komið sér sam-
an um að skjóta deilumálinu til
alþjóðlegs dómstóls, en þá grein-
ir á um einstök atriði þeirrar
lausnar.
Símon Peres hafði gert sér von-
ir um að fundur æðstu manna
ríkjanna, sem átti að hefjast í Al-
exandríu á fimmtudaginn, myndi
bæta friðarhorfur í Austur-
löndum nær og verða hápunktur-
inn á tveggja ára ferli hans sem
forsætisráðherra, þegar hann af-
hendir Yitsak Shamir völdin í
næsta mánuði. Að sögn aðstoðar-
manna Peres hafði forsætisráð-
herrann vonast til að geta komist
að samkomulagi við Mubarak um
alþjóðlega friðarráðstefnu í
Austurlöndum nær, sem Jórdanir
og Palestínumenn myndu taka
þátt í.
Stjórnarandstœðingar
Á leið
til Chile
Buenos Aires - Um þrjátíu út-
lagar frá Chile stigu upp í
flugvél í Buenos Aires í gær og
ætluðu að reyna að komast til
heimalands síns, tveimur
dögum áður en þess er minnst
að þrettén ár eru liðin síðan
herinn steypti löglegri stjórn
Allendes úr stóli og Pinochet
hrifsaði til sín völdin.
Herlög hafa verið tekin í gildi í
Chile eftir banatilræðið gegn Pin-
ochet, og hafa a.m.k. tveir leið-
togar stjórnarandstöðunnar ver-
ið handteknir og fréttastofu Re-
uters hefur verið lokað.
Miðvikudagur 10. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Deilt um ófundna múmíu
Keops faraó Egyptalands,
sem hætti stjórnmálaaf-
skiptum fyrir einum 4600
árum, veldur nú illdeilum með-
al fræðimanna.
Tveir franskir arkitektar, sem
hafa að undanförnu borað þrjár
holur í pýramídann mikla í Gíse í
leit að múmíu Keops, héldu ný-
lega heirn til að rannsaka niður-
stöður borananna áður en lagt
yrði út í frekari rannsóknir. Telja
þeir að mælingar sínar hafi leitt í
ljós að áður óþekkt herbergi séu í
pýramídanum og kunni múmía
Keops að leynast þar, en þau her-
bergi sent nú eru þekkt hafi ein-
ungis verið gerð til að villa urn
fyrir grafarræningjum. Sögðu
þeir fréttamönnum að boranirnar
bentu til þess að þessar kenningar
hefðu við rök að styðjast: væru
þeir komnir að vegg, þar sem
eitthvað virtist leynast, og bentu
mælingar til þess að þeir væru nú
aðeins þrjá metra frá markinu.
En nauðsynlegt virðist að bæta
borunartæknina til að komast
lengra, þar sem steinninn er
harðari en gert var ráð fyrir.
Þekktur Egyptalandsfræðing-
ur, Jean-Philippe Laver, hefur
gagnrýnt þessa leit harðlega í við-
tali sent birtist í dagblaðinu „Le
Figaro" í fyrradag, og sagt hana
vera „jafn fáránlega og hún er
tilgangslaus". Bendir hann á að
arkitektarnir viti mjög lítið urn
byggingu pýramídans, og engin
ástæða sé til að efast urn að hið
svokallaða „konungsherbergi" sé
gröf Keops. Því miður létu graf-
ræningjar greipar sópa um það
fyrir mörgurn öldunt.