Þjóðviljinn - 10.09.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.09.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA ÍÞRÓT71R MENNING SUÐURNES Góðœrið Stjómin þvælist fyrir Svavar Gestsson: Kaupmáttur kauptaxta enn20% lœgri en 1982. Jóhanna Sigurðardóttir: Góðœrið skilar sér til fjármagnseigenda. Guðmundur Einarsson: Eins ogstór happdrœttisvinningur. Kristín Halldórsdóttir: Láglaunafólkið fœr ekki sinn skerf Góðærið sem við upplifum nú stafar auðvitað fyrst og fremst af gífurlega hagstæðum ytri skilyrð- um, olíulækkun, hærra útflutn- ingsverði sjávarafurða og betri viðskiptakjörum. Hins vegar er kaupmáttur kauptaxta enn 20% lægri en hann var árið 1982 og launamunurinn hefur sjaldan verið meiri. Því verður í næstu samningum að hækka kaupmátt kauptaxta án þess að hleypa verð- bólgunni upp og það á góðærið að geta tryggt okkur með skynsam- legri stjórnarstefnu, sagði Svavar Gestsson formaður Abl. í samtali við Þjóðviljann í gær. „Þáttur ríkisstjómarinnar í þessum efnahagsbata er hins veg- ar verri en enginn. Hún hefur þvælst fyrir og átti auðvitað að fara frá strax eftir febrúarsamn- ingana“, sagði Svavar. Jóhanna Sigurðardóttir þing- maður Alþýðuflokksins sagði í gær að fólk ætti að treysta loforð- um ríkisstjórnarinnar varlega um að nú væru að renna upp þeir tímar að láglaunahópar færu að fá sína hlutdeild í bættum þjóðar- hag. „Það er augljóst að hjá mörgum hefur ríkt harðæri í góð- ærinu. Góðærið og efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar hafa fyrst og fremst skilað sér til fjár- magnseigenda, en ekki til launa- fólks. Það fær ekki réttmæta hlut- deild í bættum þjóðarhag meðan Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fara með stjórn landsmála‘% sagði Jóhanna. „Það er tvennt mjög neikvætt í þessu sambandi: Annars vegar mikill halli á ríkisjóði og hins veg- ar sú staðreynd að láglaunafólkið hefur ekki fengið sinn skerf af Krókódíll Leifði fótunum Tjaldbúa sporðrennt. Vaknaði ekki aftur Krókódíll át sofandi mann, sem var í tjaldi nálægt fiskiþorpi í Norður-Ástralíu, og skildi ein- ungis fótleggina eftir. Fundust fæturnir í fyrradag og voru þá settar upp gildrur í McArthur- ánni í grennd við Borroloola- þorp, um 800 km fyrir suðaustan Darwin, til að góma mannætu- krókódílinn. Yfirmaður lögregl- unnar á staðnum sagði að vitað væri um krókódíl í þessu héraði, en ekki væri víst að það væri sá sami og sporðrenndi tjaldbúan- um. Hefði lítill krókódíll glefsað í handlegginn á syndandi manni í fyrra. Astralskur krókódílafræð- ingur sagði fréttamönnum að þessir krókódílar, sem verða sjö metra langir og eru friðaðir, gætu orðið mannýgari á fengitímanum en venjulega. A.m.k. tveir menn hafa látið lífið af völdum krókó- díla í Ástralíu síðasta ár, og lenti m.a. ein kona í gini dýrsins þegar hún var á sundi. e.m.j./reuter góðærinu“, sagði Kristín Hall- dórsdóttir þingmaður Kvenna- lista þegar Þjóðviljinn leitaði álits hennar í gær. Guðmundur Einarsson for- maður BJ sagði að góðærið væri ekkert annað en stór happdrætt- isvinningur. „Það sjá hins vegar allir að það er eitthvað stórkost- lega bogið við þetta, því á sama tíma og þetta kemur yfir okkur er frystiiðnaðurinn á hausnum og fjórðungur þjóðarinnar býr við fátækt.“ -gg Sjá bls. 2 Mjólkurpósturinn Dæmigerður reykvískur framtíðarmorgunn: Blaðið okkar, hundurinn okkar og mjólkin okkar. ( E.ÓL.). Mjólkin heim að dyrum Sveinn Guðmundsson: Ætla að selja mjólk í áskrift. Sama verð og í búðum og ekkert heimsendingargjald Mjólkurpósturinn er heiti á nýju fyrirtæki sem Sveinn Guðmundsson verkfræðingur hefur stofnað og hyggst hann hefja sölu á mjólk í heimahús einsog nafn fyrirtækisins gefur til kynna. „Hugmyndin er sú að bjóða 12 lítra pakkn- ingar til sölu hverjum sem þær vill kaupa og markaðurinn verður allt höfuðborgarsvæðið", sagði Sveinn í samtali við Þjóðviljann. „Mjólk- in er í lítrafernum, sams konar og Mjólkursam- salan er með, en ég ætla að selja 12 fernur í einu því það er mun erfiðara að dreifa mjólkinni í smærri einingum. Verðið verður það sama og út úr búð og ég tek ekkert heimsendingargjald. Það er ætlunin að fá fasta viðskiptavini, áskrifendur ef svo má segja, og þeir geta þá pantað og afpantað mjólk með ákveðnum fyrirvara. Síðan er hugmyndin sú að taka tækn- ina í okkar þjónustu við viðtöku pantana, þannig að fólk geti hringt inn pantanir og á sér þá ákveðin númer í skrá í tölvu. Til að byrja með reynum við að einbeita okkur að ákveðn- um þéttbýlum svæðum en ef vel gengur færi ég svo út kvíarnar. Hugmyndinni hefur verið tekið vel og ég hef trú á að það sé þörf á þessari þjónustu, sérstaklega fyrir barnmargar fjöl- skyldur sem neyta mikillar mjólkur hverja viku“, sagði Sveinn Guðmundsson. - vd. Kaffimálið Vita ekki baun Arnór og Gísli neituðu öllu íyfirheyrslum ígœr. Hlé á yfirheyrslum í viku. Saksóknari: Erlendur og Hjalti bera frumábyrgð Gísli Theódórsson og Arnór Valgeirsson, ákærðu í kaffi- baunamálinu neituðu öllum sakargiftum í yfirheyrslum fyrir Sakadómi Reykjavíkur í gær. Þeir segjast eins og Erlendur Ein- arsson og Hjalti Pálsson enga ábyrgð bera á ólögiegum við- skiptum SÍS vegna innflutnings kaffibauna frá Brasilíu á árunum 1980 og 1981. Sigurður Árni Sigurðsson er þá sá eini af fimm sakborningum sem fengist hefur til að játa aðild að því að hafa dregið Samband- inu fé með refsiverðum hætti. Hann hefur játað að hafa gefið fyrirmæli um faktúrufalsanir, eða tvöfalda vörureikninga. Hann segist þó ekki hafa tekið ákvörð- un um það, heldur hafi þessi fyr- irmæli verið gefin í samráði við Hjalta Pálsson. Hjalti neitar því hins vegar. Jónatan Sveinsson saksóknari telur að Erlendur Einarsson for- stjóri og Hjalti beri frumábyrgð á fjársvikum og skjalafalsi, en Sig- urður, Arnór og Gísli séu hlut- deildarmenn. Þeir hafi átt að vita að þessi viðskiptamáti væri refsi- verður. Mál þetta er afar flókið og á að sögn Jónatans ekki hlið- stæðu í íslenskri réttarsögu. Yfirheyrslum verður haldið áfram 17. september. Þá verður Arnór Valgeirsson yfirheyrður auk vitna. Búist er við að dómar verði kveðnir upp jafnvel í næsta mánuði. -gg Herinn íslendingar rannsaka mengun Utanríkisráðuneytið tilkynnti herliðinu á Miðncsheiði í gær, að rannsóknir á vatnsbólum á Reykjancsi fari ekki öðruvísi fram en undir íslenskri stjórn og að íslensku frumkvæði. Tilkynning ráðuneytisins kem- ur í kjölfar frétta um að Banda- ríkjaher hafi leitað fyrir sér í Bandaríkjunum til að finna fyrir- tæki til rannsókna á vatnsbólum sem mengast hafa á hersvæðinu. Orkustofnun og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen höfðu haft veður af tilburðum hersins og boðið sig fram til rannsóknanna en fengið neitun. - m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.