Þjóðviljinn - 10.09.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.09.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTílR ISLAND Þjálfari: Sigfried Held. Fyrirliði: Atli Eðvaldsson. Varamenn: Stefán Jóhannsson (2), Guðmundur Þorbjörnsson (37), Guðni Bergsson (8), Ólafur Þórðarson (7). J= Bjarni Sigurðsson (12) Gunnar Gislason (22) Sævar Jónsson (29) Agúst Már Jónsson (5) Sigurður Jónsson (7) Atli Eðvaldsson (39) Ómar Torfason (21) Ragnar Margeirsson (20) Arnór Guðjohnsen (20) Stephane Paiile (0) Ásgeir Sigurvinsson (35) Pétur Pétursson (28) Yannick Stopyra (23) Bernard Genghini (26) Philippe Vercruysse (6) Luiz Fernandez (34) Jean Tigana (47) Basile Boli (1) Manuel Amoros (40) William Ayache (13) Patrick Battiston (50) Joel Bats (29) Þjálfari: Henri Michel. Fyrirliði: Patrick Battiston. Varamenn: Bruno Martini (0), _ mmmmm m m m mm Juen-Francois Domergue (6), ERAh Kl Fabrice Poullain (2), Philippe U Anziani (0), Gerard Buscher (1). Handbolti Island-Frakkland „Fyririiði, 40 og 200 boðar gott!“ Islendingar mœta Evrópumeisturunum á Laugardalsvellinum kl. 18 Bjarni Sigurðsson ver mark íslands í kvöld. Heldur hann hreinu gegn frönsku snillingunum eins og hann hefur svo oft gert meö Brann í Noregi í ár? Mynd: E.ÓI. „Fertugasti leikurinn, fyrirliði í fyrsta sinn og afmælisár Reykja- víkur. Þetta hlýtur allt santan að boða gott!“ sagði Atli Eðvalds- son, hinn nýi fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu í spjalli við Þjóðviljann í gær. „Það er alltaf jafngóð stemm- ing í hópnum, maður hlakkar alltaf til að koma heim í lands- leikina og lifir á þeim lengi eftirá. Það er auðvelt að taka við sem fyrirliði þegar menn eru svona samstilltir. Ef það væri jafngóður andi í atvinnuklúbbunum úti og í þessum hópi myndu þau ná mikið lengra," sagði Atli, og það þarf ekki að fylgjast með landsliðs- hópnum nema í nokkrar mínút- ur, innan vallar eða utan, til að skilja hvað Atli á við. „Það er langt síðan hópurinn hefur komið saman hér heima og við erum staðráðnir í að sýna okkar besta. Ég á von á fjörugum leik,“ sagði Arnór Guðjohnsen. Það er mikill hugur í landsliðs- strákunum fyrir leikinn við Frakka í kvöíd. Þetta er fyrsti leikurinn í Evrópukeppni lands- liða 1986-88, þriðja riðli, en í honum leika einnig Sovétríkin, Austur-Þýskaland og Noregur. Sigi Held landsliðsþjálfari ís- lands tilkynnti byrjunarlið sitt í Sigi Held - fyrsti stórleikur hans sem landslidsþjálfara er í kvöld. gærkvöldi og það sést hér til vinstri á síðunni. Val hans kemur ekki á óvart, en það segir kannski sitt um styrkleika íslenska liðsins 'að einn atvinnumannanna sem sóttur var í leikinn, Guðmundur Þorbjörnsson, situr á vara- mannabekknum. „Strákarnir eru í baráttuhug og eru reiðubúnir til að gera sitt besta. Það er ekki hægt að fara framá meira. Franska liðið er sig- urstranglegra í upphafi leiks, það er geysilega sterkt og margir leiknir og snjallir leikmenn. Eg vona að áhorfendur styðji vel við bakið á okkur, þá getur allt gerst,“ sagði Sigi Held í samtali við ÞJóðviljann í gærkvöldi. Leikurinn hefst kl. 18 á Laugardalsvellinum. Reiknað er með miklu fjölmenni, a.m.k. 10- 12 þúsund manns, þannig að það er eins gott að mæta snemma. Veðurspáin er eins og best verður á kosið, bæði lið eru þéttskipuð snjöllum leikmönnum - það stefnir allt í eftirminnilegan leik í Laugardalnum í kvöld. -VS Henri Michel „Verðum í besta „Þetta er okkar fyrsti leikur í Evrópukeppninni og hann er mjög mikilvægur fyrir bæði liðin. Við stefnum að sjálfsögðu að sigri, leikurinn verður að vinn- ast. Islenskir knattspyrnumenn hafa tekið miklum framförum síðustu árin og leikurinn verður örugglega mjög erfiður. Við verðum að vera í okkar besta formi til að sigra,“ sgði Henri Michel, landsliðsþjálfari Frakka, í gær. „Island tapaði mjög naumt fyrir Skotlandi og Spáni í undan- keppni HM. Þau úrslit voru ó- sanngjörn og ísland hefði átt betri úrslit skilin en tölurnar sýna. Ég hræðist því íslenska liðið mjög og ég er líka smeykur við völlinn. Hann er mun verri en þegar ég lék á honum fyrir 11 árum. Hann er lítill og þröngur og það háir vafalítið okkar spili. Við verðum bara að reyna að venjast aðstæðum. Ég hef því miður ekki getað að vera fonni“ fylgst með íslenska liðinu í ár og þekki enga leikmann þess nema Ásgeir Sigurvinsson, sem hefur getið sér gott orð“, sagði Henri Michel. _yg Endurfundir Bjarni og Michel Þeir rifjuðu upp gömul kynni í gær, Bjarni Felixson íþrótta- fréttamaður sjónvarpsins og Henri Michel, landsliðsþjálfari Frakka í knattspyrnu. Bjarni var sannfærður um að hann hefði leikið gegn Michel í Evrópukeppni meistaraliða árið 1966, með KR gegn Nantes. Og það kom á daginn, Michel mundi vel eftir leikjunum. Bjarni var vinstri bakvörður hjá KR og átti því að gæta Michels sem var hægri útherji Nantes. „Hann var 10 árum yngri en ég, frískur og erfiður,“ sagði Bjarni. „Hann vildi lítið ræða um leikinn á Laugardalsvellinum sem Nant- es vann 3-2 en þess meira um leikinn í Nantes sem endaði 5-2!“ -VS Frakkar Þorgils Ottar fyrirliði Island mœtir Vestur-Pýskalandi tvisvar ínæstu viku „Hefði getað fengið Platini“ Þorgils Óttar Mathiesen, línu- maður úr FH, hefur tekið við stöðu landsliðsfyrirliða í hand- knattleik af Þorbirni Jenssyni og mun halda henni a.m.k. framyfir Ólympíuleikana 1988, að öllu óbreyttu. Þorgils Óttar er einn fimmtán leikmanna sem valdir hafa verið fyrir tvo landsleiki gegn Vestur- Þjóðverjum, sem fram fara ytra í næstu viku. Liðið er þannig skipað: Markverðir: Einar Þorvarðarson, Tres De Mayo Brynjar Kvaran, KA Aðrir leikmenn: Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Jakob Sigurðsson, Val Bjarni Guðmundsson, Wanne-Eickel Valdimar Grímsson, Val Geir Sveinsson, Val Þorgils Óttar Mathiesen, FH Hilmar Sigurgíslason, Vikingi Steinar Birgisson, Kristiansand Páll Ólafsson, Dusseldorf Sigurður Sveinsson, Lemgo Kristján Arason, Gummersbach Július Jónasson, Val Héðinn Gilsson, FH Alfreð Gíslason fékk ekki leyfi frá Essen vegna undirbúnings liðsins fyrir Evrópukeppni meistaraliða. Sigurður Gunnars- son og Þorbergur Aðalsteinsson eru meiddir og komast ekki með af þeim sökum. Bogdan Kow- alczyck landsliðsþjálfari hefur dvalið í Póllandi undanfarið en kemur til móts við liðið í Vestur- Þýskalandi. -VS „Ég hcfði ekki þurft að leggja mjög hart að Michel Platini til að fá hann með okkur til íslands,“ sagði Henri Michel, landsliðs- Getraunir Einn með 11 Það kom enginn seðill fram með 12 réttum og aðeins einn með 11 réttum leikjum í 3. leikviku getrauna, enda voru úrsiitin furðuleg. Vinningur fyrir 11 rétta var 665,615 krónur og þar sem um gráan seðil var að ræða var upp- hæðin samtals 776,295 kr. Með 10 rétta voru 17 raðir og vinningur fyrir hverja 16,780 krónur. þjálfari Frakka, í samtali við fréttastofu Reuters í gær. Platini leikur sem kunnugt ekki með franska liðinu á Laugardalsvell- inum í kvöld. Platini heilSaði uppá frönsku landsliðsmennina á mánudaginn, áður en þeir lögðu af stað til ís- lands. Hann segist ekki hafa lengur neinn metnað til að leika með franska landsliðinu en sé til- búinn til aðstoðar ef Michel þurfi hans með. „En ég leik örugglega ekki framar í heimsmeistara- eða Evrópukeppni,“ sagði Platini. -VS/Reuter ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.