Þjóðviljinn - 10.09.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.09.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Sovétsíld Óttinn sagður ástæðulaus Sovéska sendinefndin sem hér er til viðskiptaviðræðna lagði á fundinum í fyrradag áherslu á að sá ótti sem verið hefur hérlendis um sölu saltsíldar austur væri ásíæðulaus. Hinsvegar bárust síldarútflytj- endum í fyrrakvöld skilyröi frá viðsemjendum í Sovét fyrir söl- unni, og munu þau mun óaðgengilegri en áður. Halldór Ásgrímsson sagði Þjóðviljanum í gærkvöldi nýkominn frá Finn- landi að hann hefði ekki heyrt um síðustu atburði. Aftur á móti hefði það oft gerst áður að Sovét- menn sendu hingað ýmis boð, og engin ástæða til að láta vaða á súðum fyrr en í samninga væri komið, „menn semja ekki fyrir- fram“. Það hefur komið fram, til dæmis í Þjóðviljanum og Morg- unblaðinu, að menn telja á bratt- ann að sækja í samningunum, og eru nefnd til gjaldeyrisbágindi í Sovét og kanadísk undirboð meðal annars. Síldarviðræður hefjast nú síðar en í fyrra, í lok mánaðar eða um miðjan októ- ber. —gg/-n’ Viðey Rafmagn r | nlt ■ ■ a leiðinni Þess er ekki langt að bíða að menn geti hringt út í upplýsta Viðey, því að um þessar mundir eru í gangi miklar framkvæmdir úti í Viðey. í gærdag voru menn að vinna við það að flytja gröfur og pressur á pramma út í eyju, til að hægt yrði að grafa fyrir rafmagns- lögnum. Þar með hefur nútíminn hafið innreið sína í Viðey. Guðj- ón Jónsson flokksstjóri hjá Raf- magnsveitunni sagði að þessar framkvæmdir tækju ekki langan tíma. 5 manns eru í vinnu á veg- um Rafmagnsveitunnar í Viðey. Hann sagði ennfremur að fyrir- hugað væri að fornleifafræðingur fylgdist með þeim við fram- kvæmdirnar, „því þetta er merk og friðlýst eyja“, sagði Guðjón. SA. Við verðum ekki nema svona 3 daga að leggja rafmagn í húsið og kirkjuna úti í Viðey, sögðu þeir Guðjón Jóns- son flokksstjóri hjá Rafmagns- veitunni og Páll Valdimarsson. E.ÓL. Kaipoff gaf Kasparoffþarf aðeins fjóra vinninga úrþeim tíu skákum sem eftir eru Anatólí Karpoff gaf í gær bið- skák sína við Kasparoff frá i fyrradag án þess að setjast aftur að tafli. Þarmeð hefur heimsmeistarinn náð skínandi forystu, 8-6, og þarf nú aðeins fjóra vinninga í þeim tíu skákum sem eftir eru til að halda titli sínum, þarsem heimsmeistarinn telst sigurvegari ef báðir eru jafnir að vinningum. Raunar gæti Kasparoff gert útum einvígið áður þarsem sá sigrar sem fyrr vinnur sex skákir. Kasparoff hefur nú unnið þrjár, Karpoff eina, tíu endað með jafn- tefli. Biðleikur Kasparoffs reyndist vera riddari c5. Fimmtándu skákina á að tefla í Leníngrad í dag. -m/reuter GÓÐÆRIÐ GÓÐÆRIÐ GÓÐÆRIÐ Svavar Gestsson Stjómin skilar engu Það sem eftir stendur þrátt fyrir þessi hagstæðu skilyrði er sú staðreynd að kaupmáttur kauptaxta verður 20% lægri í árslok en í upphafi árs 1982. Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hefur hækkað, en það stafar fyrst og fremst af aukinni vinnuþrælkun, einkum kvenna, sagði Svavar Gestsson formaður Abl. þeg- ar hann var inntur álits á þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar í gær. „Meginástæðurnar fyrir góðu efnahags- ástandi eru þær að í fyrsta lagi hefur olíu- reikningurinn lækkað um 2 miljarða króna, í öðru lagi er útflutningsverð sjáv- arafurða hærra en gert var ráð fyrir og í þriðja lagi hafa viðskiptakjör okkar batn- að um 11% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. Þá færir stóraukinn hagvöxtur þjóðarbúinu 7-8 miljarða króna. En þessir miljarðar eru ekki hjá fólkinu sem ber uppi kauptaxtana, ekki hjá Sókn- arkonunum og ekki hjá kennurum. Með- altöl hafa alltaf verið vitlaus en aldrei eins og nú. Mismunurinn á þeim hæstu og þeim lægstu hefur aldrei verið hrikalegri og því verðum við í næstu samningalotu að hækka kaupmátt kaupataxtanna án þess að hleypa verðbólgunni upp. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur engu skilað. Fyrir kjarasamninga og olíulækk- un var verðbólgan 35-40% og stjórnin átti að fara frá um leið og samningarnir í feb- rúar voru gerðir. Aðrir höfðu tekið af henni ráðin og knúið fram breytingar á efnahagskerfinu“, sagði Svavar. -gg Jóhanna Sigurðardóttir Harðæri í góðærinu Það er deginum Ijósara að efnahagsbat- inn er fyrst og frcmst hagstæðum ytri skil- yrðum að þakka, sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir varaformaður Alþýðuflokksins í samtali við Þjóðviljann í gær. „Olíuverðlækkunin, aflaaukningin og verðmætaaukning eru meginástæður þessa bata. Launþegar hafa fórnað fjórðu hverju krónu úr umslaginu sínu og þannig lagt sitt af mörkum til hjöðnunar verð- bólgunnar. Það voru aðilar vinnumarkaðarins sem mörkuðu þann efnahagsramma sem unn- ið hefur verið eftir síðan í febrúar og ég sé ekki betur en Steingrímur viöurkenni þá staðreynd. Enda tala verk ríkisstjórnar- innar sínu máli og óráðsían blasir alls stað- ar við, sem sést best á geysilegum halla á ríkissjóði og hrikalegri aukningu erlendra skulda. Skattalækkunin sem stjórnin gumar af hefur að mestu leyti lent hjá atvinnurekendum og fjármagnseigend- um. Hins vegar hefur almennt verkafólk, eili- og örorkulífeyrisþegar og margir op- inberir starfsmenn borið þyngstu byrð- arnar. Þeir hafa ekki notið launaskriðs eða yfirborgana og kjaraskerðingin hefur dunið á þeim með fullum þunga. Og égtel að menn ættu ekki að treysta loforðum ríkisstjórnarinnar um að nú muni lág- launahóparnir fá réttmæta hlutdeild í bættum þjóðarhag. Hjá mörgum hefur ríkt harðæri í góðærinu og ég er staðfast- lega þeirrar skoðunar að á meðan Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkur fara með stjórn landsmála muni þeir verst settu ekkifá réttmætan skerf af kökunni“, sagði Jóhanna. -gg Kristín Halldórsdóttir Láglaunafólk situr eftir Þessi góði efnahagur gefur því fólki von- andi viðspyrnu í næstu kjarasamningum sem setið hefur eftir á töxtunum og ekki notið launaskriðs. Það er auðvitað mjög slæmt að láglaunafólkið skuli ekki hafa fengið sinn skerf af góðærinu, sagði Kristín Halldórsdóttir þingmaður Kvennalista í samtali við Þjóðviljann í gær. „Spá Þjóðhagsstofnunar kemur mér raunar ekki svo feykilega á óvart. Ég átti að vísu ekki von á að fiskverð og afli myndu koma svo vel út, en allir þeir sem fylgjast með þróun mála erlendis sáu að olíuverð var á niðurleið og vextir að lækka þegar í lok síðasta árs. Þá var hins vegar eins og spámönnum ríkisstjórnarinnar væri upp á lagt að vera svartsýnir í spám sínum. En hagur okkar er sem sagt all góður þrátt fyrir stjórn landsfeðranna. Það er tvennt sem er mjög neikvætt. Annars vegar mikill halli á ríkissjóði, sem er mjög alvarlegt mál. Hins vegar hvað batinn hefur nýst fólki misjafnlega. Launafólkið hefur ekki fengið sinn skerf og það eru einkum konur og almennt verkafólk sem sitja eftir. Það vita allir að launabilið hefur aukist verulega. At- vinnutekjur hafa aukist, en það stafar af stórauknu vinnuframlagi og launaskriði, sem deilist mjög misjafnlega niður. En gott ástand efnahagsmála gefur manni von um að fólkið sem setið hefur eftir hingað til mun fá einhverj a viðspyrnu í næstu samningum og það verður að ske“, sagði Kristín. -gg Guðmundur Einarsson Meira olnbogarými í hnotskurn er þetta eins og rakarinn minn sagSi í morgun: Ekki hef ég orðið var við þetta. Og þannig held ég að mörg- um fleiri sé farið, sagði Guðmundur Ein- arsson formaður BJ í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. „Þessar bættu efnahagshorfur sem spáð er eru eingöngu að þakka ytri aðstæðum, lækkuðu olíuverði, góðu ástandi á mörku- ðum og metafla. Ríkisstjórnin þakkar þetta fyrst og fremst styrkri fjármála- stjórn og samningunum í vetur, en það er blekking að mínu mati. Samningarnir kostuðu 1,5 miljarða og sendu ríkissjóð veg allrar veraldar og við eigum eftir að fá það allt saman í bakið aftur. Það er ekki hægt að koma saman fjárlögum nema stórauka álögur eða skera verulega niður til félagsmál. Á sama tíma og við fáum þetta góðæri breytist ekkert í efnahagsmálum innan- lands. Frystiiðnaðurinn er á hausnum og fjórðungur þjóðarinnar býr við fátækt. Þetta er mergurinn málsins og sýnir að það er eitthvað stórkostlega bogið við þetta.“ Hvaða áhrif heldurðu að efnahagsbat- inn muni hafa á komandi kjarasamninga? „Það er ljóst að nú verður mun meira olnbogarými fyrir meðaltalssamninga sem umbera fátækt hjá fjórðungi þjóðar- innar. En raunveruleg velmegun mun hins vegar ekki aukast nema til komi kerf- isbreyting í efnahags- og félagsmálum. Ég held að þessi happdrættisvinningur muni annars ekki skila sér í varanlegri aukningu raunverulegrar velmegunar“, sagði Guð- mundur. -gg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 10. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.