Þjóðviljinn - 23.09.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA
HEIMURINN
ÍÞRÓTTIR
flliccornir eru komnir! Sovéska landsliðið í knattspyrnu kom til
flUOddrilir landsins síðdegis í gær og brá sér beint á æfingu á
Varmárvellinum í Mosfellssveit. Þeim þótti kuldalegt þó þeir ættu að vera ýmsu
vanir að heiman. Rinat Dasayev, markvörðurinn heimsfrægi er lengst til vinstri
og í miðjunni er sjálfur Oleg Blokhin, einn snjallasti knattspyrnumaður slðari
ára. Sovétmenn og íslendingar mætast í Evrópukeppni landsliða á Laugar-
dalsvellinumámorgun.miðvikudag, kl. 17.30. Sjá íþróttir bls. 9-12. Mynd: E.ÓI.
Þjóðviljaafmœlið
Húsfyllir í
Gerðubergi
Samkomusalirnir í Gerðubergi
voru þéttsetnir um helgina þegar
þar fór fram fjölmennasta opna
bridgemót sem haldið hefur verið
í landinu og hátíðardagskrá úr
verkum Jóhannesar úr Kötlum,
hvorutveggja í tilefni 50 ára af-
mælis Þjóðviljans.
Færri komust að en vildu til að
hlýða á dagskrána úr verkum Jó-
hannesar úr Kötlum en dagskráin
tókst hið besta og góður rómur
gerður af flytjendum.
Alls tóku 62 pör eða 124 spilar-
ar þátt í bridgemótinu. Tókst
mótið vel í alla staði en sem sigur-
vegarar stóðu upp í lokin þeir
Hermann Lárusson og ísak Orn
Sigurðsson.
Sjá nánar bls. 5
Steingrímur Þormóðsson hdl. krefst nauðungaruppboðs á
bifreið Guðbjörns Breiðfjörð vegna skuldar. Bíllinn löngu
seldur, skuldin löngu greidd. Höfuðstóll skuldar: 35.179
krónur. Þóknun Steingríms: 31.887krónur. Hvarerféð?
Ég ætla mér ekki að mæta á
þetta uppboð enda álít ég mig
ekkert hafa þangað að gera, sagði
Guðbjörn Breiðfjörð verkamað-
ur á Hvammstanga í samtali við
Þjóðviljann í gær, en hann hefur
verið boðaður á nauðungarupp-
boð á bifreið sem hann seldi fyrir
mörgum mánuðum síðan, vegna
skuldar sem hann greiddi í mars
sl.
Verslun Sigurðar Pálmasonar
á Hvammstanga fékk Steingrím
Þormóðsson héraðsdómslög-
mann í Reykjavík til að inn-
heimta rúmlega 35 þúsund krón-
ur sem Guðbjörn skuldaði versl-
uninni í júlí í fyrra. Guðbjörn
greiddi inn á skuldina í fyrra-
haust, 10 þúsund krónur, en
greiddi hana síðan að fullu með
gíróseðli hjá Sparisjóði V-
Húnvetninga á Hvammstanga
19. mars á þessu ári. Þá hafði
skuldin vaxið í rúmlega 80 þús-
und krónur, en þar af nam þókn-
un Steingríms rúmlega 31 þúsund
krónum. Guðbjörn hefur kvittun
fyrir greiðslunni og taldi að þar
með væri málinu lokið frá hans
hálfu.
En svo brá við í síðustu viku að
sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu
tilkynnti Guðbirni að Steingrím-
ur lögmaður hefði krafist þess að
bifreið hans yrði seld á uppboði
„til lúkningar“ þessarar sömu
skuldar og ætti það að fara fram
nú á föstudaginn við lögreglu-
stöðina á Blönduósi. Þangað seg-
ist Guðbjörn ekki ætla að koma,
enda skuldi hann Steingrími þess-
SÝSLUMAÐUHINM
1 hvnavatnssvslu
105 Reykjavik
hafiS/hefur krafm þess, a«
bifreiðjj!. a_54Q....
talin eign ......... .............
Gu*hjörns Breiöfjör4
1 SCId á “pinbenr „ppboSi W lúlningar
b. j5 173 SkUld VÍÖ VMS1' Sl9' PáÍmaS<>"
h... w,™ - —- ■ ■ ■
.. ............-
um ekkert og bifreiðin sé alls ekki
í hans eigu lengur.
Hjá Verslun Sigurðar Pálma-
sonar á Hvammstanga fékk Þjóð-
viljinn þær upplýsingar í gær að
engin greiðsla hefði komið þaðan
frá lögmanninum, þótt nú séu
liðnir sex mánuðir frá því að
Guðbjörn greiddi skuldina til
hans. Blaðamanni tókst ekki að
ná sambandi við Steingrím í gær
til þess að leita skýringa á þessu
máli.
í skjölum sem Þjóðviljinn hef-
ur undir höndum segir að höfuð-
stóll skuldarinnar hafi verið
35.179 krónur. Þar á ofan námu
dráttarvextir í desember sl.
13.761 krónu, en þóknun lög-
mannsins nemur 31.887 krónum.
Guðbjörn þurfti því að greiða alls
80.827 krónur. -gg
Alþýðuflokkurinn
Amundi í æðstaráðið
Fulltrúaráðið íReykjavík kýs Ámunda Ámundason í flokksstjórn. Ragnheiður
Björk Davíðsdóttir úti í kuldanum. Ungkratar reiðir
Ámundi Ámundason hægri
hönd Jóns Baldvins Hannibals-
sonar var kosinn i flokksstjórn
Alþýðuflokksins á fundi fulltrúa-
ráðs Reykjavíkurfélagsins i síð-
ustu viku, en Ragnheiður Björk
Davíðsdóttir náði ekki kjöri í
þetta æðstaráð flokksins.
„Menn eru hissa á þessu og
sumir reiðir, mest ungkratarnir,
því Ragnheiður var þeirra fram-
bjóðandi í flokksstjórnina,"
sagði heimildamaður Þjóðviljans
í flokknum í gær, en hann vildi
ekki láta nafns síns getið. „Ég
held nú að þetta hafi gerst alger-
lega af vangá, að Ámundi hafi
dottið þarna inn fyrir mistök. Það
var stungið upp á tveimur
ungkrötum í flokksstjórnina, svo
atkvæði þeirra dreifðust og þann-
ig hjálpuðu ungliðarnir Ámunda
svo að segja þarna inn.“
Það var Bjarni P. Magnússon
borgarfulltrúi sem stakk upp á
Ámunda í miðstjórnina, en þess
má geta að Ragnheiður og Bjarni
störfuðu mikið saman fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar í vor, þar
sem Ragnheiður var í þriðja sæti.
Mikillar óánægju gætir víða í
flokknum með skjótan frama
Ámunda, einkum meðal ungliða.
Nú velta menn sem kunnugir eru
innviðum Alþýðuflokksins því
jafnvel fyrir sér að Ámundi hyggi
á framboð fyrir flokkinn.
-€g
Innheimtumenn
Skuldlaus
á uppboði