Þjóðviljinn - 23.09.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.09.1986, Blaðsíða 5
Erlingur Gíslason Bríet Héðinsdóttir María Sigurðardóttir Inga Backman Afmœli Þjóðviljans „Þessa dagskrá verður að endurtaka hið bráðasta og reyndar ætti sjónvarpið að taka hana upp,“ sagði stórhrifinn gest- ur í Gerðubergi á sunnudag, en þar var flutt hátíðadagskrá um Jóhannes úr Kötlum í tilefni 50 ára afmælis Þjóðviljans, sem nú er minnst með ýmsu móti þessa dagana. Og úr því að þessi ánægði gest- ur fór fram á að dagskráin yrði endurtekin má gera ráð fyrir að fleiri séu sama sinnis, því margir misstu af hátíðinni vegna þess fjölmennis sem var samankomið í Gerðubergi. Því miður urðu margir frá að hverfa og aðrir gerðu sér að góðu að sitja á gólf- inu eða stóðu jafnvel frammi á gangi, enda varð aðsókn mun meiri en menn höfðu gert ráð fyrir á þessum síðustu og svæsn- ustu fjölmiðlatímum. Dagskráin „Ljóðasmiðurinn síungi", sem fékk svona góðar viðtökur var í umsjá þeirra leikkvennanna Bríetar Héðins- dóttur og Maríu Sigurðardóttur, en auk þeirra lásu leikararnir Er- lingur Gíslason og Jóhann Sig- urðarson úr ljóðum skáldsins og verkum. Háskólakórinn söng lög úr Sól- eyjarkvæði í útsetningu og undir stjórn Árna Harðarsonar. Einnig söng Inga Backman nokkur lög Hvert sæti var skipað í salnum og allmargir urðu frá að hverfa, þegar fólk á öllum aldri kom saman í Gerðubergi til að hlýða á dagskrá þeirra Bríetar Héðins dóttur og Maríu Sigurðardóttur úr verkum Jóhannesar skálds úr Kötlum. (Myndir Sig) jpp '* # P AAZ. $ ■■M’A m ImL ■gfffr ss #1» .' 4 JP > f .v m ííJl!!i AAkÆf % > Á .ajBI, J- H W \ h A í i * S. ' við ljóð Jóhannesar, við undir- leik Þórhildar Björnsdóttur, þar á meðal lag eftir Arnmund Bac- kman, sem fyrrum átti sæti í út- gáfustjórn Þjóðviljans. Umsjónarmönnum hátíðar- innar og þeim sem fram komu var vel og innilega fagnað af gestun- um sem áttu ljúfa stund með Jó- hannesi úr Kötlum, ljóðasmiðn- um síunga. -Þráinn Háskólakórinn flutti Sóleyjarkvæði. Jóhann Sigurðarson Þriðjudagur 23. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.