Þjóðviljinn - 23.09.1986, Blaðsíða 12
KUÓÐVIUINIi
1936-1986 ÞJÓÐVIUINN 50 ÁRA
Þriðjudagur 23. september 1986 215. tölublað 51. örgangur
Rœkjuveiðar
Herðir eftirlit
Talsverð brögð aðþvíað ákvœði um útivistartíma séu ekki virt. Henda hefurþurft
rœkju ístórum stíl. Ríkismatið bœtir við mönnum eftirþörfum
Ríkismat sjávarafurða hefur
ákveðið að herða eftirlit með
rækju sem kemur að landi á
næstu vikum. Ástæðan fyrir þess-
um aðgerðum ríkismatsins er sú
að henda hefur þurft talsvert
miklu magni af rækju, þar sem
rækjubátar hafa ekki virt ákvæði
um útivistartíma.
Guðrún Hallgrímsdóttir hjá
Ríkismati sjávarafurða sagði í
samtali við Þjóðviljann í gær að
bætt yrði við mönnum í eftirlitið
eftir þörfum, til þess að tryggja
gæði rækjunnar sem fer í vinnslu.
Afli hefur verið geysilega mik-
ill á þessari vertíð og verð með
því hæsta sem þekkst hefur.
Rækjuvinnslur keppast því um að
fá sem mesta rækju til vinnslu og
bátarnir leitast við að fá sem
mestan afla í hverri veiðiferð. Því
vill það bregða við að þeir séu
lengur að veiðum en 4 sólar-
Sjálfstœðisflokkur
Vilja kjósa
í apríl
Ólafur G. Einarsson:
Teldi réttastað láta kjósa
11. apríl
„Mér sýnist samkvæmt þessari
samþykkt okkar að það sé í síð-
ustu lög að kosningar fari fram
11. apríl,“ sagði ÓlafurG. Einars-
son þingflokksformaður Sjálf-
stæðismanna í samtali við Þjóð-
viljann í gær en þingflokkur og
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
samþykkti á fundi sínum um helg-
ina að stefnt yrði að því að næstu
alþingiskosningar færu ekki fram
síðar en í aprílmánuði n.k., en að
venju ættu þingkosningar að fara
fram fyrstu helgi í júní.
„Við viljum með þessari sam-
þykkt taka af skarið allar bolla-
leggingar um þingrof í apríl og
kosningar í júní. Við viljum halda
okkur við að kjörtímabilið sé
fjögur ár, því ljúki 23. apríl og að
þing verði ekki rofið fyrir kosn-
ingar“, sagði Ólafur.
-Ig-
hringa sem er hámarks útivistar-
tími samkvæmt reglugerð. Rækj-
an er hins vegar mjög viðkvæm,
sérstaklega smárækjan sem hefur
verið stór hluti aflans.
Guðrún sagði í gær að það
kæmi oftar fyrir nú en áður að
menn kæmu með of gamla rækju
að landi og það kallaði á meira
eftirlit af hálfu ríkismatsins. Sjó-
menn mega því eiga von á því að
sjá í enn meira mæli á eftir afla
sínum fara í súginn ef þeir ekki
halda sig við leyfðan útivistar-
tíma. -gg
Stundarfriður í fjörunni. Þessa mynd tók EÓI í Eyvíkurfjöru við Húsavík, - og knapinn er einn danskra
áhugaleikara frá bænum Bagsværd, en leikhópurinn kom til bæjarins í boði Leikfólags Húsavíkur með leikrit
Guðmundar Steinssonar, Stundarfrið. Myndin gæti því einnig heitið Stundarfriður frá Stundarfriði. Eða bara
Maður, hestur, sjór og land.
Keflavíkurstöðin
Samið um flutninga
Ríkisstjórnir íslands og Bandaríkjanna semja umflutninga til
bandaríska hersins. íslensku skipafélögin geta boðið í verkið.
Ekki Ijósthvortsamningurinn verður lagðurfyrir alþingi
Ekki virðist Ijóst hvort ríkis-
stjórninni ber lagaleg skylda til að
bera samkomulag sem náðst hef-
ur um flutninga til herliðsins á
Keflavíkurflugvelli undir alþingi
þegar það kemur saman í næsta
mánuði. Eyjólfur Konráð Jóns-
son formaður utanríkismála-
nefndar alþingis vill ekki tjá sig
um málið fyrren að loknum fundi
í utanríkismálancfnd alþingis í
dag. Hjörleifur Guttormsson sem
einnig á sæti í utanríkisnefnd tel-
ur hinsvegar undarlegt að utan-
ríkisráðherra skuli hafa lýst því
yfir að hann leggi samninginn
ekki fyrir þingið. Hvorugur
þeirra hafði séð samninginn í
gær.
Samkomulag náðist milli ríkis-
stjórna íslands og Bandaríkjanna
í svokölluðu Rainbow Navigati-
on máli á föstudag og gerir samn-
ingurinn ráð fyrir því að íslensk-
um skipafélögum verði veitt
heimild til að bjóða í flutninga
fyrir herliðið á Miðnesheiði. Þar
sem samningurinn gengur gegn
bandarískum lögum verður að
samþykkja hann í öldungadeild
bandaríska þingsins.
Utanríkisráðherra dvelst nú í
Bandaríkjunum og mun hann
undirrita samninginn í næstu
viku. Ríkisstjórnarfundur verður
um málið árdegis í dag og einnig í
utanríkismálanefnd eins og áður
sagði.
-v.
Kjöthœkkun
Milli-
liðirnir
dýrir
Kindakjöt og nautakjöt hækk-
uðu f smásölu f gær. Nautakjöt
hækkaði um 3,7% og kindakjöt
um 4,71 - 5,68% kflóið. Sem
dæmi um hækkanir einstakra
flokka má nefna að heildsöluverð
nautakjöts í 1. flokki hækkar úr
256 kr. í 264 og hámarks smásölu-
verð sama flokks hækkar úr
276,20 í 285,70.
Dilkakjöt af úrvalsflokki
hækkar úr 209,80 í 219,70 í
heildsöluverði og úr 229,10 í 240 í
hámarks smásöluverði. Hámarks
smásöluverð 1. flokks dilkakjöts
hækkar úr 221,50 í 232,20. Þessar
upplýsingar fengust hjá Sveini
Nikulássyni. framleiðsluráði
Iandbúnaðarins, en hækkanir
koma misjafnlega niður á flokk-
ana.
Sveinn sagði að hækkun verðs
til bænda væri áætluð 2,86% og
að sláturkostnaður væri nú 65 kr.
á kílóið af dilkakjöti en var í fyrra
56 kr.
Þjóðviljinn hafði samband við
Jóhannes Gunnarsson formann
Neytendasamtakanna og innti
álits á þessum hækkunum.
„Verðhækkanir hafa venjulega
verið á þriggja mánaða fresti,
þannig að hækkun nú er eiginlega
uppsöfnuð. Mér sýnist fljótt á
litið að þessi hækkun sé ekki um-
fram verðlagsþróun. Hins vegar
er hún vegna milliliða í landbún-
aðinum og við gagnrýnum mjög
hve mikill kostnaður fer til
þeirra. í stað þess að velta þessu
sífellt yfir á neytendur verður að
grípa til annarra ráðstafana, t.d.
má fækka sláturhúsum, þau eru
jú í öðru hverju plássi í landinu.
En það er staðreynd sem ekki
verður umflúin að milliliðakostn-
aður hér er allt of hár og eitthvað
þarf að gera“. -GH
Reykjavík
Banaslys
Banaslys varð í umferðinni í
Reykjavík á aðfararnótt laugar-
dags, rétt fyrir 01.00 við
Laugarnestangann, á mótum
Kleppsvegar og Sætúns. Bifreið
fór út af með þeim afleiðingum að
bflstjórinn, 18 ára piltur lést.
Nafn piltsins sem Iést var
Þráinn Arngrímsson. _ih
Metár í laxafeng
67þúsundlaxar veiddir ísumar. Laxá íAðaldal
vœnstsemfyrr. Sástœrsti30pund.
••
Árið 1986 er metár um laxa-
feng. 91 þúsund laxar fengust alls
á stöng, í net og úr hafbeit og hafa
aldrei verið fleiri samkvæmt
bráðabirgðatölum frá Veiðimála-
stofnun.
Eldra metár var 1978 og feng-
ust þá rúmlega 80 þúsund laxar,
og það ár veiddust fleiri laxar á
stöng og í net, en nú munar um
hafbeitarfiskinn.
í sumar veiddust 48 þúsund
laxar á stöng, 19 þúsund í net og
24 þúsund laxar komu í hafbeitar-
stöðvar. Gengd var mjög góð um
allt land, laxinn gekk snemma í
árnar og töluvert bar á vænum
laxi. Sá stærsti á stöng fékkst úr
Víðidalsá og var hann 30 pund.
Laxá í Aðaldal er sem fyrr mest
Iaxá á landinu, þar veiddust í
sumar 2800 laxar. í Laxá í Dölum
veiddust 1907 laxar, og aðrar ár í
fyrsta aflatpgi eru Laxá á Ásum
(1863), Grímsá og Tunguá
(1826), Langá á Mýrum 1770),
Miðfjarðará (1722), Hofsá í
Vopnafirði (1680) og Laxá í
Leirársveit (1613).
Af 24 þúsund löxum úr hafbeit
gengu rúmlega 14 þúsund í Lax-
eldisstöð ríkisins í Kollafirði, um
3000 laxar í Pólarlax í
Straumsvík, 2200 gengu í Lárós-
stöðina á Snæfellsnesi og 2163 í
Vogalax á Vatnsleysuströnd,
annarsstaðar minna.
-m
I tilefni af50 ára. afmæli Þjóðviljans höldum við
ljóðakvöldíHlaðvarpanum, Vesturgötu 3,
miðvikudagskvöldið 24. sept. kl. 20.00.
15 ljóðskáldlesa úreigin verkum.
Ljóða unnend ur!
Missið ekki afþessu einstæða tækifæri.
veitingará vægu
Afmælisnefndin.