Þjóðviljinn - 23.09.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.09.1986, Blaðsíða 7
HEIMURINN Messuvín er nú orðið að miklu deilumáli í Danmörku, og deila bindindis- menn harðlega á lútherskan biskup fyrir orð hans um altar- issakramentið nýlega. Vincent Lind biskup af Fjóni leyfði að notað væri áfengislaust mess- uvín við altarisgöngu í kirkju í Óðinsvéum, en lýsti því þó yfir í sjónvarpsviðtali að hann vildi heldur að við slík tækifæri væru notaðar höfgari veigar, svo sem sérrí eða púrtvín, vegna þess að bragðið af þeim væri fyllra. Þetta tók Jorgen Larsen, talsmaður danskra bindindissamtaka, mjög illa upp, og sagði hann að með þessu sýndi biskupinn hroka og lítilsvirti þá fjölmörgu sem hvorki gætu né vildu neyta áfengis. Sagðist Larsen þekkja menn sem færu ekki til messu, þar sem áfengi væri þar haft um hönd. Eiturnöðrum fjölgaði svo grimmt í dýragarði í Brúgge í Belgíu um helgina, að yfirmenn hans eru í ofboði farnir að leita að nýjum heimkynnum fyrir þær. Sagði einn gæslumaðurinn í orma- deild safnsins, að afríkönsk eiturnaðra hefði eignast 85 af- kvæmi um helgina, og væru þau öll víð góða heilsu og ætu fleiri mýs en hægt væri að finna handa þeim. Venjutega eignast nöðrur af þessu kyni ekki nema tuttugu slöngubörn í einu. Þrælasala viðgengst stöðugt á Ítalíu, og skýrði júgóslavneskt blað frá því í gær, að þrátt fyrir sam- eiginlegar aðgerðir ítalskrar og júgóslavneskrar lögreglu hef ði ekki tekist að stöðva sölu á júgóslavneskum sígauna- börnum til Ítalíu. Sagði blaðið, Vecernje Novosti í Beigrad, að eftir skotbardaga í grennd við ítölsku landamæraborgina Po- drice nýlega hefði lögreglan gómað tvo smyglara meö fimm sígaunabörn á aldrinum frá 14 til 18 ára. í mars sl. var gefin út í Mílanó handtöku- skipun gegn 77 ítölum og Júg- óslövum, sem þjálfuðu unga þræla af Sígaunaættum í vasa- þjófnaði, innbrotum og vændi. Yfirvöld landanna beggja hafa skýrt frá því að þótt þungar refsingar séu lagðar við smygli á börnum, hafi hundruð Sígaunabarna verið flutt ólög- lega til Ítalíu á síðustu árum. Brugg er nú talsvert útbreitt í enskum fangelsum, að sögn tals- manna breska fangavarðafé- lagsins, og hafa margir fangar veikst af þeim sökum. Nota fangarnir að sögn alls kyns matarleifar úr eldhúsum fang- elsanna, og koma því jafnvel til leiðar að jastri er smyglað til þeirra í kiefana. Úr þessu búa þeir til einhverja blöndu, sem þeir láta síðan gerjast í öllum fáanlegum ílátum, jafnvel næt- urgögnum, og fela í fangaklef- unum. Talsmennirnir sögðu að þetta væri algengt meðal þeirra 55.000 tugthúslima sem gista prísundir Bretlands, og hefðu fangar orðið svo sjúkir af þessum görótta drykk.að nauðsynlegt hefði verið að dæla upp úr þeim. ERLENDAR FRÉTTIR JÓNSSON /RELHER Samkomulag tókst í Stokkhólmi Stokkhólmi - Friðarráðstefn- unni í Stokkhólmi lauk í gær eftir nærri þriggja ára þreytandi samningaþóf með því að gert var samkomulag um eftirlit með vígbúnaði. Er það fyrsta samkomulagið af þessu tagi sem gert er síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. Friðarráðstefnunni var slitið þremur dögum síðar en áætlað hafði verið, en það tók fulltrúa þátttökuríkjanna 35 ekki nema einar fjörutíu mínútur að sam- þykkja samninginn formlega. Meðan á athöfninni stóð voru all- ar klukkur í fundarsalnum kyrrar og sýndu nokkrar mfnútur fyrir ellefu. Klukkurnar vorð stoppað- ar í þessari stöðu á föstudaginn, þegar sýnt var að ráðstefnan myndi fara yfir þau tímamörk sem henni voru sett, og verður dagsetning föstudagsins á samn- ingnum. Allir viðstaddir sögðu að samningurinn myndi bæta öryggi Evrópu. Samkvæmt honum skuldbinda stjórnir þeirra ríkja sem þátt tóku í ráðstefnunni sig til að tilkynna 42 dögum fyrir- fram um allar heræfingar sem meira en 12.000 hermenn eða 300 skriðdrekar taka þátt í. Komið verðu'r upp rannsóknarkerfi til að fylgjast með heræfingum og standa að verki þá sem kynnu að reyna að brjóta gegn ákvæðum samningsins. Auk þess skuld- binda stjórnirnar sig til að skipt- ast á árlegum áætlunum um stríðsleiki sína og verða þær að gefa sérstakar viðvaranir um stærri heræfingar. Fréttamenn segja, að þessi samningur sé mikil framför frá síðustu ákvæðum um heræfingar, en' þær voru í samkomulaginu, sem gert var á öryggisráðstefnunni í Helsinki. Verður nú rætt nánar um samkomulagið í Stokkhólmi á ráðstefnu sem haldin verður í Vínarborg. Hefst undirbúningur hennar í dag. Að ráðstefnunni lokinni skáluðu allir fulltrúarnir í kampa- víni fyrir árangrinum. í Bonn lýsti utanríkisráðherra Vestur- Þýskalands að árangur ráðstefn- unnar lofaði góðu og sýndi að hægt væri að ná mikilvægu vesturs um eftirlit með vígbún- samkontulagi milli austurs og aði. Hústakamir fómaiiömb valdabaráttu í borgarstjóm Frá Gesti Guömundssyni: Kaupmannahöfn - Hústakarnir í Ryesgade í Kaupmannahöfn eru kornnir vel á veg með að vinna sigur í baráttu sinni. Fyrir helgi kom í Ijós að tæpur helmingur borgarfulltrúa var tilbúinn að fallast á allar kröfur hústakanna og að hluti borgar- fulltrúa myndi sitja hjá við slíka atkvæðagreiðslu. Þennan nýja „meirihluta" mynda flokkarnir vinstra megin við sósíaldemókrata ásamt nokkrum miðjumönnum og ein- um íhaldsmanni, en sá síð- astnefndi snerist í málinu eftir að hafa heimsótt hústakana í Ryes- gade. Þar með virtist björninn unninn. En um helgina lýstu borgarfulltrúar sósílíska Þjóðarf- lokksins því yfir, að þeir myndu mynda traustari meirihluta ef sósíaldemókratar yrðu aðilar að lausn málsins. Þeir hafa því neit- að að kalla á skyndifund borgar- stjórnar, sem leyst gæti málið en vilja halda áfram að semja við krata. Það er því áframhaldandi taugastríð í Ryesgade, þótt lög- reglan hafi haft sig á brott úr hverfinu, og eru hústakar von- sviknir yfir þessari afstöðu sósía- lista. Hann ber eflaust að skoða í samhengi við vilja sósíalfska þjóðarflokksins til að ná sam- starfi við krata um verkalýðs- stjórn. Áframhaldandi taugaspenna ríkir við Ryesgade. Aróður fyrir New York - Stjórnvöld Kanada og forsvarsmenn asbest- iðnaðarins hafa nú sameinað krafta sína og lagt í það miljón- ir doliara að sannfæra aðrar stjórnir um að asbest hafi ekki neina hættu í för með sér ef vissra öryggisreglna sé gætt. Talið er að asbest geti valdið vissum tegundum krabba- meins og hefur umhverfis- verndarstofnun Bandaríkj- anna lagt til að það verði bann- að með öllu. Ef slíkt bann Inka-rústir fiimast Cuzco, Perú - Fornleifafræð- ingar hafa fundið rústir af týndri Inkaborg, sem er nálægt hinum þekktu rústum frá tím- um Inka í Macchu Picchu og um það bil helmingi stærri. Það voru fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Perú sem sáu rústirnar af þessari borg, sem nefnd er Marampata, úr flugvél í síðustu viku. Sagði talsmaður þjóðmenningarstofnunarinnar í Perú að vegna mikilla rigninga hefði ekki verið hægt að senda leiðangur að rústunum. Væri staðurinn þakinn þéttum runna- gróðri en úr flugvélinni hefðu sést byggingar og um 200 m langur múr. Þessar rústir eru um tvo km frá Macchu Picchu, og gætu þær stuðlað að því að leysa gátur þeirra borgarrústa. Rústirnar í Macchu Picchu, sem fundust ekki fyrr en á þessari öld, standa á 200 m háum kletti í miðjum Andes- fjöllum. kemst í framkvæmd, myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir stór svæði í Austur- Kvíbekk, sem eru mjög auðug að asbesti. Kanadískir vísindamenn halda því fram, að þótt of mikil snerting við asbest kunni að vera hættu- leg, sé engin sönnun fyrir því að lítil snerting hafi sömu áhrif. En almenningsálitið er nú orðið mjög andsnúið asbest-notkun, og þegar svo er komið að verka- menn með andlitsgrímur eru farnir að rífa asbest burt úr skólum og skrifstofubyggingum, verður erfitt að breyta því. For- svarsmenn kanadfska asbest- iðnaðarins höfðu vonast til þess að geta haldið áfram að selja as- best til landa þriðja heimsins, þar sem reglugerðir um öryggi og heilbrigðismál eru ekki eins strangar, en ljóst er að stefna Bandaríkjamanna í þessu máli hefur mjög mikil áhrif. Þriðjudagur 23. september 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Mafíustríð á Sikiley Agrigento - Sex menn létu lífið á Sikiley í gær, þegar byssubófar ruddust inn á bar og hófu skothríð á viðskiptavini sem voru að spila á spil í bakherbergi. Er talið að þessi morð séu tengd valdabar- áttu innan Mafíunnar. Að sögn lögreglunnar voru bófarnir a.m.k. þrír og ruddust þeir inn á bar við aðalgötuna í smábænum Porto Empedocle, þegar staðurinn var troðfullur af fólki, sem var að njóta sunnu- dagshvíldarinnar. Þrír hinna föllnu voru úr Grassonnelli- fjölskyldu, sem lögreglan telur að standi í baráttu við aðra Mafíu- fjölskyldu um yfirráð yfir eitur- lyfjasmygli. Hundruð manna voru í grenndinni þegar árásin var gerð, en þeir lýstu því allir yfir, að þeir hefðu ekki séð neitt sem gæti komið lögreglunni að gagni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.