Þjóðviljinn - 23.09.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Deildu-og-drottnaðu!
Hvarvetna þar sem ríkisstjórnir hafa brotist til
valda undir fána frjálshyggjunnar hafa harð-
neskjulegar aðgerðir gagnvart verkalýðshreyf-
ingu viðkomandi landa siglt í kjölfarið.
Bretland undir hæl járnfrúarinnar Margrétar
Thatcher er dæmigert. Það eru ekki ýkjur, að
hvergi kristallast betur viðhorf öfgakenndrar
frjálshyggju gagnvart samtökum verkafólks en
einmitt þar.
Þegar Margrét Thatcher varð forsætisráð-
herra sumarið 1979 lét hún morgunverk sitt
verða að lýsa því yfir að hún ætlaði sér að brjóta
á bak aftur samtakamátt verkalýðshreyfingar-
ingar. Fljótlega varð Ijóst hvaða herfræði hún og
íhaldsflokkurinn ætluðu að fylgja, - friða
stærsta part hreyfingarinnar en ráðast gegn
einstökum samböndum í einu. Deildu-og-
drottnaðu stefnan.
Þannig náði íhaldsflokkurinn breski að kljúfa
mikilvæg sambönd út úr heildarhreyfingunni og
kljást við þau án þess að samtakamætti allrar'
hreyfingarinnar væri beitt þeim til verndar. Því
miður skildu forystumenn hreyfingarinnar ekki
fyrr en um seinan hvert stefndi.
Eftir liggur verkalýðshreyfing sundruð og
tætt.
Hér á íslandi er svipuð þróun á hreyfingu og
því miður virðist sem óhóflegs andvaraleysis
gæti hjá allt of mörgum.
Það er ekkert launungarmál innan Sjálfstæð-
isflokksins, að haukadeildin svokallaða, þeir
sem áður voru hinir ungu tyrkir flokksins en hafa
nú þokast að valdamiðjunni, ætla sér að brjóta á
bak aftur baráttuþrek íslenskrar verkalýðshreyf-
ingar.
Launafólk beið vissan sálfræðilegan ósigur
með kjaraskerðingunni 1983. í ofanálag bætist
svo, að þeir taxtar sem verkalýðshreyfingin
semur um, eru í fjölmörgum tilvikum undir því
kaupi sem í rauninni er greitt. Launaskrið er
ekkert annað en sönnun þess, að umsamdir
taxtar eru í mörgum tilvikum undir greiðslugetu
atvinnurekandans. Honum er þá í sjálfsvald
sett, hvort - og hverjum - hann greiðir kaup
umfram taxta. Auðvitað er þróun af þessu tæi
uggvænleg fyrir verkalýðshreyfinguna í meira
lagi. Með henni er hún svipt mikilvægum áhrif-
um.
Víðar og harðar er þó sorfið að verkalýðs-
hreyfingunni. Þannig er nú vegið hart og títt að
BSRB, og fyrir aðförinni renna frjálshyggju-
haukarnir í Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa haft
uppi stór orð um nauðsyn þess að lama BSRB
frá því í verkfallinu fræga 1984, þegar ekki mun-
aði nema hársbreidd að ríkisstjórnin félli. Fyrir
það hefur frjálshyggjudeildin viljað refsa sam-
tökunum, og jafnframt búa svo um hnútana að
langt um líði þar til samtökin geti aftur reist
flaggið jafn myndarlega og 1984.
Aðferð Þorsteins Pálssonar og frjálshyggju-
deildarinnar undir hans stjórn er fengin að láni
frá Bretlandi. Hún heitir deildu-og-drottnaðu.
Fyrir tilstilli Þorsteins var lögreglumönnum gert
tilboð fyrr í sumar um kauphækkun gegn því að
þeir afsöluðu sér verkfallsrétti. Með naumum
meirihluta tóku lögreglumenn boðinu, - og vik-
ust þannig úr þeirri breiðfylkingu sem BSRB
gæti mögulega myndað í orrahríð erfiðrar kjara-
baráttu.
Deildu-og-drottnaðu aðferðinni er líka beitt
þessa dagana á tollverði, og næsta starfsgrein
sem fær svipuðu agni veifað í andlitið verða
starfsmenn við heilsugæslu. Nú þegar eru til
skriflegar hugmyndir um það í fjármálaráðu-
neytinu. Hvenær koma svo svipaðar tillögur um
til dæmis Sóknarkonur í heilsugæslustörfum?
Þannig á að ráðast að hreyfingunni með því
að ná einu og einu félagi út úr baráttuheildinni,
launa þeim tímabundið fyrir afsal verkfallsrétt-
indanna, og lama þannig heildarsamtökin.
Auðvitað má segja sem svo, að fyrir viðkom-
andi félög sé nokkur fjárhagslegur ávinningur
fólginn í skiptunum. En - því miður, ekki nema í
stutta stund. Baráttugeta heildarsamtakanna
minnkar. Þau verða auðveldari viðfangs fyrir
ríkisvaldið. Hinn sameiginlegi styrkur allrar
hreyfingarinnar verður því minni. í kjaraátökum
er spurt um styrk andstæðra fylkinga fyrst og
fremst. Ekkert annað. Og minnkaður styrkur
heildarsamtakanna mun leiða til þess að kjör
allra verða síðri fyrir vikið.
Þetta verða menn að skilja.
Sem betur fer er loksins að renna upp Ijós
fyrir mönnum. Við erum loks að skilja nauðsyn
samstöðunnar. Það ber að fagna því að BSRB,
Bandalag kennarafélaga og BHMR ætla að
hafa samflot gagnvart ríkinu um breytingar á
samningsrétti.
Af reynslu síðustu ára hljótum við að geta
dregið einn lærdóm: við megum ekki láta
sundra okkur. Við erum systkin í baráttunni og
einungis þannig getum við staðist atlögurnar!
-ÖS
KLIPPTOG
SKORHD
Gróandi Pjóðlíf
Þrátt fyrir augljósa barnasjúk-
dóma virðist hið ágæta Þjóðlíf
ekki af baki dottið í harðri
keppni á skeiðvelli tímaritanna.
Septemberheftið virðist bera
þess merki að ritstjórnin sé að
koma sér loksins nokkurn veginn
niðrá útgáfustefnu, sem í fyrri
heftum hefur verið á flökti, - eitt
blaðið uppfullt með tískumyndir,
annað myndalaus fræðitexti. Nú
sýnist fundin hæfileg blanda af
áhugaverðum viðtölum, bita-
stæðum greinum, fólksfréttum og
léttum fantasínum einsog þeirri
um stjórnmálaástandið rétt fyrir
aldamót þegar vinstrimenn eru
komnir bæði í ríkisstjórn, eina
sæng og sama blað.
Ritskoðun
Meðal þeirra sem taka til máls
á síðum Þjóðlífs eru Valur Arn-
þórsson, Guðmundur J. Guð-
mundsson, Jón Rúnar Sveinsson
og Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir (sem höfð er í
einkaviðtali, hvað sem það nú
merkir, - er einkaviðtal um
einkalíf? Eða er það andstæða
við opinbert viðtal? Eða ríkisvið-
tal? Eða kannski félagslegt við-
tal? Um síðustu helgi var popp-
stjarnan Boy George líka í einka-
viðtali, við DV, viðtali, sem virt-
ist hráþýtt úr einhverju erlendu
systurblaði, Gætum okkar, ágætu
kollegar!)
í Þjóðlífsheftinu er líka grein
eftir fornkunningja Þjóðviljales-
ara, Óskar Guðmundsson og
fjallar um sjálfan andskota blaða-
mannsins, ritskoðunina. Það er
margt ruglað og þvælt þessa daga
um svokallað frelsi í fjölmiðlun
hér á landi, og meðal annars þess
vegna er verulegur fengur að
framlagi Óskars. Auðvitað er
enginn fjölmiðill óháður, „hvað
þá frjáls. Fjölmiðlar eru háðir
eigendum, neytendum, flokkum,
ríkisvaldi, markaði, þeim sem rit-
stýra, blaðamönnum" og full
ástæða til að varast innistæðu-
lausan sjálfbirging. Hinsvegar á
það að vera guðspjall fjölmiðla-
manna að „vera kröfuharðir við
sjálfa sig. Peir eiga að vera trúlof-
aðir upplýsingunni og gagnrýnni
umfjöllun. Frelsi þeirra er einskis
virði efþað er ekki notað til hinna
erfiðu skylduverka: að miðla
upplýsingum, að grafast fyrir um
sannleikann. “
Arflausir
borgarar
Óskar fagnar því að ísland er
ekki í hópi þeirra ríkja þar sem
ritskoðun er alvani. Hinsvegar
telur hann ríkja hérlendis „meiri
varfærni - ritskoðun og sjálfsrit-
skoðun en víðast á Vestur-
löndum, og segir ástæðurnar
þessar: fámenni og ættartengsl,
meira flokkshald á fjölmiðlum en
annars staðar, samtryggð verka-
lýshreyfing, lág laun og atvinnuó-
öryggi, einn ráðandi miðill á
blaðamarkaði, sérkennileg út-
varpsráðsvöld. Og er hér komið
efni í mörg Þjóðlíf og enn fleiri
Þjóðvilja.
Enn ein rót þess að frammá síð-
ustu ár hafi ritskoðunartilhneig-
ingar ekki verið stórmál á íslandi
er svo samkvæmt Þjóðlífsgrein
Óskars sú að í raun sé ráðandi
hftir Oskar (iuömundssoii
i,ilum .di uiii ,.ð iii.ilIrel-K
Kði.iðiNþ|..ðlel.ig'
iii' m eiuni \ið ,.ð iii'k**ðui
lou.. hiii ei 'v ..Ivðr.iðis
'l’l
okk.ll
'k..ðuiiiiim i n.iliii Ivði.fði'in' I
um df.itlmli éi nl'k..ðim v.ild.il.t
.iðieið nl ,ið h.ild.i tolki mðii. .iðl
til .ið tiðh.dd.i Mildttm og Mtiit -II’
Segj.i
•iði .illt.il
'eiiikimium ei l|..'iiti
Iteil.i henleild llun
"l..iMiut i eieu .iliu
t.ibn
l|"ll|.'Ulimin ei emunei' .i teeum nk
l'lll' (I■ .kk'iil' S.ne'k.i 'klill.fðlð
'ein ei viðt.fk.i'l.i ..g n.ikn.i'l.i keili
'Iiin.ii teemid.il veiðui .ið neit.i 'ei
n.mð'vnium mittm.i 'kipul.ienme.n
■íi 'i id 'k.ið.i Iviii eiii'tiiklme
þ|..ðlel.igið KiiskinVm et ,ið •
'"eðu ekki btmdin við ritm.ihð
hun ei .ueið.mleiM
ui.ilmu I at.'kum 'tett.mn.
vein.i t lnmim þekkt.i Iteiim h.
ii.'k.iðu þurlt áð Imi.i
ktietm <\e ainkin milli Melta h
leill 'iiui'l að miklu levlt tiltt tt
ml I
'ktið.u
allrv
eliita.
hverium »em
lun.ii Þ.ið '
t t.tki
,lð'|"ðu til
'ie 'iallt að
ið />.
/«-i
llu
iit'koðtin heitu I
ut i Þv'kalandi þet
stétt í landinu arflaus um allar
áherslur á mannréttindi. í Evr-
ópu var það borgarastéttin ,jem
braut af sér hlekki ritskoðunar-
innar sem afturhaldssamur aðal
og kirkjustofnanir höfðu hneppt
almenning í frá því á miðöldum.
... Borgarastétt sem hefur í
reynslu sinni lifað við ritskoðun
gerir sér betur grein fyrir nauðsyn
frelsisins, - hún hefur með
átökum og fórnum nálgast frelsi
sitt. íslensk borgarastétt er að
þessu leytinu til ólík evrópskri. ís-
lenska borgarastéttin þurfti ekki
að berjast fyrir mannréttindum
sínum einsog systur hennar ann-
arsstaðar. Hún fékk mannréttindi
afhent á silfurdiski kóngsins, eftir
að danska borgarastéttin hafði
náð völdum í kjölfar áratuga
átaka. “
Tortryggni
í grein Óskars er spjótum lagt
ýmsa vegu, fleiri en svo að taldir
verði hér og nú. Hlustum þó á
þetta vopnabrak:
„Vinstri menn eru lafhrœddir
við fjölmiðla. Ég hef setið ófáa
fundina í stjórnmálaflokki, þar-
sem frammámenn í þjóðfélaginu
hafa lýst tortryggni sinni gagnvart
fjölmiðlum. Stjórnmálamönnum
og reyndar fleirum er gersamlega
fyrirmunað að skilja, að hverfjöl-
miðill býr yfir mörgum og mót-
sagnakenndum eiginleikum.
Hœgri fjölmiðill þarf ekki að
framleiða hœgra fólk. Lesendur,
neytendur, eru líka gerendur í
skoðanamyndun samkvæmt ein-
faldri díalektik og almennri
reynslu. “
Sú kenning að vinstrimenn séu
„lafhræddir“ við fjölmiðla hvers-
konar er raunar ekki furðuleg f
samfélagi þarsem ægivald hægri-
sinnaðra viðskiptajöfra hefur
ráðið mestu um fjölmiðlun í ára-
tugi. Aðstæður ýmsar, - meðal
annars hrein og tær
markaðslögmál-, hafa að vísu
leitt til þess að sú pressa er um
margt opnari og frásagnaglaðari
en áður á tímum harðvítugri
stéttabaráttu og kaldari stríða.
Arfleysi íslensku borgarastétt-
arinnar og skeytingarleysi um
raunveruleg borgaraleg mann-
réttindi ætti hinsvegar að verða
vinstrimönnum og verkalýðs-
sinnum hvatning til að forðast
„lafhræðsluna“ og taka forystu
um gagnrýna blaðamennsku og
heiðarlega blaðamennsku sem
samkvæmt skilgreiningu getur
hvorki verið frjáls né óháð í hin-
um borgaralega skilningi, en er
þeim mun frjálsari og óháðari
sem betur er beitt þeim marxísku
vopnum að hlutverk okkar sé
ekki aðeins að athuga heiminn
heldur einnig að breyta honum.
-m
HJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðins-
son.
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Inaólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs-
dóttir, Maanús H. Gíslason, Möröur Árnason, Sigurdór Sigurdórsson,
Sigurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri)
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Utlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýsingastjóri: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Siðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. september 1986