Þjóðviljinn - 23.09.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.09.1986, Blaðsíða 6
MINNING FLÓAMARKAÐURINN íbúð óskast Starfsmaður Þjóðviljans óskar eftir að taka á leigu 2-3ja herb. íbúð sem fyrst. Tvennt í heimili. Reglusemi og öruggar mánaðargreiðslur. Uppl. í síma 681331 kl. 9-17. íbúð óskast 26 ára einstæð móðir með eitt barn óskar eftir 2ja herb. íbúð sem fyrst. Öruggar mánaðargreiðslur. Góðri umgengni heitið. Meðmæli ef ósk- að er. Uppl. í s. 73426 eftir kl. 17. íbúð óskast Systkin óska eftir 3ja-4ra herb. tbúð. öruggar mánaðargreiðslur, s. 73426 eftir kl. 17. Til sölu eru eftirtalin húsgögn og munir Hjónarúm úr tekki með áföstum náttborðum án dýna, dívan (sófi) með Ijósum viðarörmum, strau- borð, eldhúsvaskur með áföstu frá- leggsborði og forn skíði. Ennfremur gardínubrautir af ýmsum lengdum. Verð ákveður kaupandi. Nánari upplýsingar er að fá í síma 30672 eftir kl. 19. Vesturbæingar! Kjartan Orra, sem er 8 ára, vantar athvarf fyrir hádegi frá kl. 9-1 í vetur. Hann á heima á Brávallagötu og er í Vesturbæjarskóla. Er nú ekki ein- hver sem býr á þessu svæði, sem vill leyfa honum að koma til sín eða koma heim til okkar? Þeir sem áhuga hafa hringi í Gerðu í síma 21647. Bráðvantar 28. heftið af Andrési Önd Þarí á að vera framhaldið af „Dular- fulla dómkirkjudraugnum"; sonur minn þriggja ára bíður í ofvæni. Haf- ið samband við Hjörleif vs. 681333. Citroén GS statíon árgerð 1979 Ég vil gjarnan skipta um eigendur, þar sem mínir fyrri eigendur eru að flytja af landi þrott. Er lúinn og blett- óttur og selst því ódýrt. Upplýsingar í síma 19567. Óska eftir að kaupa kvikmyndatökuvél Super 8 fyrir kodak filmur. Uppl. í síma 51018. fbúð óskast Er einhver sem getur leigt mór litla íbúð helst miðsvæðis í Reykjavík. Er að koma frá Færeyjum í nám hér. Uppl. í síma 621737 á morgn- ana og eftir kl. 20. Barnfóstra - heimilisaðstoð Okkur bráðvantar barngóða mann- eskju til að passa Sif 6 ára og vinna að léttum heimilisstörfum mílli kl. 9 og 12 á morgnana. Uppl. í síma 28372 eftir kl. 18. Til sölu Buick Skylark árg. '71. Lítur vel út. Verðtilboð. Nánari uppl. í síma 36135 eftir kl. 19. Til sölu Amstrad tölva Model CTM 644 með litaskjá. Ónotuð. Uppl. ísíma36135 eftir kl. 19. Tii sölu skrifborð (140x60 cm). Verð kr. 3.500.- og Happy-stóll ásamt litlu borði, verð kr. 1.000.- Uppl. í síma 13895 eftir kl. 19. Óska eftir að kaupa fjarstýrðan bensínbíl Uppl. í síma 13092. Óska eftir að kaupa fjarstýrðan rafmagnsbíl (helst tor- færu). Hringið í síma 13044. Til Kúbu um jólin Farið verður í vinnuferð til Kúbu 12. des. og komið heim 11. jan. Þeir sem hafa áhuga skrifi til Vináttufé- lags fslands og Kúbu og við send- um uppl. Umsóknarfr. er til 1. okt. Vináttufélag ísl. og Kúbu Pósthólf 318 121 Rvík. Óska eftir að kaupa ódýrar barnakojur. Uppl. í síma 622706. Atvinna óskast ca. 3-4 tíma í viku. Uppl. í síma 37363. Hildur. Rafmagnshellur Óska eftir að kaupa rafmagnshellur (til að hafa á borði). Vinsamlegast hringið í síma 74508. fsskápur til sölu á kr. 2.000.- Hæð 130 cm og breidd 61 cm. Uppl. í síma 39648. Saumanámskeið er að hefjast. Aðeins 6 nemendur í hóp hjá Siggu. Uppl. í síma 17356. Takmarkaður fjöldi. Atvinna óskast 17 ára stúlku vantar vinnu. Getur byrjað strax. Vinsamlegast hringið í síma 84563. Fæst gefins plastblómapottar í öllum stærðum og gerðum, lítið stofugróðurhús frá IKEA, ullargarn í öllum litum og gerðum (hentar vel fyrir leikskóla), fataefni (tilvalið í gólfmottur). Guð- rún sími 26482 eftir kl. 19.00 heima- sími og á daginn í síma 19535. Sófasett tii sölu 3-2-1 á 7 þúsund, svefnbekkur með rúmfatageymslu við höfuðgafl og hliðargrind með hillu fyrir ýmsa muni kr. 6 þús. Eins manns dívan ódýr kr. 2 þús. Uppl. í síma 29498. Vill gefa kettiinga en kaupa píanó Píanóið þarf að vera vel með farið og helst ódýrt. Kettlingarnir eru gull- falleg gæludýr, kelnir og kattþrifnir. Hringið í síma 93-7384. ísskápur tvískiptur Philips ísskápur til sölu með nýuppteknu kælikerfa á kr. 15- 16 þús. Hæð 160 cm og þreidd 60 cm. S. 41410. Ath. ársábyrgð er á viðgerðinni. Óska eftir að kaupa ódýrt rúm 1V2-2 á breidd. Sími 41410. Ritarastarf Okkur vantar góðan ritara og að- stoðarmann, helst eldri en þrítugt sem getur skrifað íslensku, ensku og eitt norðurlandamál. Um er að ræða fjölbreytilegt starf þar sem reynir á frumkvæði og skipulags- hæfni. Uppl. í síma 21428 næstu kvöld. Kettlingar Svartir og bröndóttir, þrifnir og góðir óska eftir hlýju heimili. Upþl. í síma 28892. Stór pottofn fæst gefins Sími 15075. Herbergi með aðgangi að salerni eða einstaklingsíbúð í námunda við Laugarnesskóla óskast til leigu í vetur. Er kona í öruggri atvinnu og heiti öruggum mánaðarlegum greiðslum. Uppl. í síma 34498. Svart/hvítt sjónvarp fæst gefins eða fyrir lítið. Einnig fiskabúr, fæst líka fyrir lítið, sími 21503. Vantar hjónarúm og stóra kommóðu Má vera gamalt. Uppl. í síma 18473 eftir kl. 8 í kvöld og næstu kvöld. 5 herbergi óskast leigð Erum að leita að 5 herb. íbúð í gamla bænum eða Norðurmýrinni. Skilyrði að íbúðin sé björt og snyrti- leg. Uppl. í síma 79926 eftir kl. 6 í kvöld og næstu kvöld. Þvottavél Ódýr þvottavél óskast. Uppl. í síma 24834. Dagmamma óskast fyrir 4ra mánaða dreng, sem býr í Hlíðunum. Fyrir hádegi á mánu- dögum og föstudögum og eftir há- degi á fimmtudögum 3-4 tíma í senn. Einnig kemur til greina að barngóð manneskja komi heim á þessum tíma. Sími 18482. Óska eftir að kaupa fiskabúr með fiskum og öllu tilheyrandi. Uppl. í síma 14329. Tek að mér að gæta litsjónvarpstækis um lengri eða skemmri tíma. Hugs- anleg kaup. Sími 13144. Til sölu á góðu verði Bókahilla úr eik, spilaborð, borð sem hægt er að stækka, góður dí- van, tveir stólar og borð úr borð- krók, fallegt sófaborð og annað lítið borð. Einnig talsvert af bókum á mjög lágu verði sem seljast helst allar saman. Uppl. í síma 15462 í dag og á morgun kl. 2-5 e.h. í síma 29434 eftir kl. 6. Innihurð 50x200 cm með lömum, læsingum og karmi til sölu á 800 krónur. Sími 37365 e.h. Tll sölu 2 karlmannaleðurjakkar, meðal- stórir, Grundig hljómflutningstæki (ódýr), Nova '73, Volvo B-18 vél og kassi. Á sama stað óskast ýmiss ódýr húsgögn. Sími 622373. Ljós hillusamstæða til sölu með 2 skápum og glerskáp. Selst á kr. 15 þús. Sími 622706. Jörgen Guðni Þorbergsson Fœddur 06.12. 1900 - Dáinn 16.9. 1986 Elskulegur tengdafaðir minn er látinn. Ég var ung að árum þegar ég kynntist manni mínum, Sigurði og fjölskyldu hans. Mér er minn- isstætt þegar ég í fyrsta sinn var boðin heim til þessarar nýju fjöl- skyldu minnar. Ég var feimin og kvíðin. Hvernig yrði mér nú tekið og hvernig mundi þetta ganga. Þá kynntist ég tengdaföður mínum í fyrsta sinn og þeim viðtökum mun ég aldrei gleyma. Hann tók á móti mér með útbreiddan faðminn, heilsaði mér og bauð mig velkomna með þeirri hlýju og einlægni sem honum var svo eðlileg. Hann veitti mér þá það traust sem ég þarfnaðist og æ síð- an naut ég einlægni hans og hlýju. Betri og elskulegri tengdaföður held ég að ekki sé hægt að eignast. Jörgen var einstakur öðlingur. Drengskapur var honum í blóð borinn, drengskapur sem skýrt kom fram í leik og starfi. Á sínum yngri árum iðkaði hann íþróttir og keppti bæði í frjálsum íþrótt- um og glímu. Hann var lands- kunnur glímumaður um árabil og þar sem annars staðar sat dreng- skapur í fyrirrúmi. Á þeim árum voru veitt verðlaun fyrir fallega glímu og komu þá fegurðarglímu- verðlaunin ósjaldan í hlut tengdaföður míns. Ég hygg að því hafi að miklu leyti ráðið sú virð- ing sem Jörgen bar fyrir því sanna og rétta. Því var aldrei bolað né böðlast áfram heldur staðið rétt að íþróttinni og aldrei ólöglegum brögðum beitt. Þannig var Jörg- en í öllum sínum háttum. Hann umgekkst alla með hlýju og vin- semd, enda eignaðist hann marga trausta vini bæði fyrr og síðar. Þegar hann missti konu sína Laufeyju Jónsdóttur, 26. nóvem- ber 1980, var hann orðinn nærri blindur og gat því ekki búið einn, þá stóð honum til boða að flytja til barna sinna og mátti hann ráða hjá hverju okkar hann vildi búa. Það vildi hann ekki, sagðist ekki vilja vera börnum sínum til byrði, þótt hann væri velkominn. I maí 1981 fluttist hann því að Hrafn- istu í Hafnarfirði. Þar hefur hann dvalið síðan, og vil ég fyrir hönd okkar allra barna hans, tengda- barna og barnabarna þakka af hjarta fyrir þá umhyggju sem hann hefur notið þar, bæði af hálfu starfsfólks og heimilisfólks. Á Hrafnistu var hann ánægður og allir góðir við hann, en þar eins og annars staðar uppskar hann eins og hann sáði, þeir sem alltaf eru hlýir og notalegir við aðra hljóta líka að laða fram það besta í fari samferðamannanna. Nú er hann búinn að fá lang- þráða hvfld eftir erfið veikindi síðustu ár. Hann var líka orðinn alveg blindur og þegar ég fyrir nokkru talaði um við hann hve erfitt hlyti að vera að sjá ekkert og hvað dagarnir hlytu að vera langir, sagði hann að það gerði ekki svo mikið til. Hann hlustaði á útvarpið og hljóðbækur og svo legði hann sig bara og sofnaði á milli og þá sæi hann alveg jafn vel og við hin. Börnum okkar Guðna Þór og Sigþrúði var hann kærleiksríkur afi og lét hann sér annt um vel- ferð þeirra. Þetta fundu þau að sjálfsögðu og þótti þeim mjög vænt um afa sinn og gaman að heimsækja hann og ræða við hann. Nú vilja þau þakka afa fyrir allar góðu stundirnar. Elskulegi tengdapabbi, nú eru allir þínir erfiðleikar að baki og þú búinn að hitta aftur ástvini þína sem farnir voru á undan þér. Guð blessi minningu þína. Sigrún Sprengisandur Ekki aukin slysahætta Athugasemdfrá Katrínu Fjeldsted Hr. ritstjóri, Ég undirrituð óska eftir því að þér birtið eftirfarandi athuga- semd frá mér í blaði yðar hið fyrsta: { Þjóðviljanum 18. sept. sl. er forsíðufrétt þess eðlis að ég hafi launað Tómasi Tómassyni, eiganda Sprengisands, „dyggi- legan stuðning í prófkjöri" á þann hátt að valda muni stór- aukinni slysahættu í umferðinni. Inni í blaðinu er síðan heilsíðu- grein eftir Ö.S. sem aðallega eru dylgjur um mig og ekki svara verðar. Mér þykir rétt að fram komi að þeir 4 borgarráðsmenn sem sam- þykktu innkeyrslu að Sprengi- sandi frá Reykjanesbraut telja ekki að um aukna slysahættu verði að ræða. Katrín Fjeldsted. Umferðarsérfræðingar borgar- innar hafa bent á þá meginreglu að stofnbrautir þurfi að vera sem heillegastar og ekki rofna nema nauðsyn bæri til. Þessa megin- reglu megi þó brjóta í vissum til- fellum, t.d. ef um bensínstöðvar sé að ræða. Ég sé ekki mun á því hvað um- ferðaröryggi varðar hvort öku- maður sveigir ef stofnbraut til þess að setja bensín á tankinn í bflnum eða til þess að setja mat í tankinn á sjálfum sér. Innkeyrsla að Sprengisandi var heimiluð af borgarráði til eins árs og að sjálfsögðu verður málið endurskoðað að þeim tíma liðn- um. Það er von mín að hrakspár í blaði yðar, hr. ritstjóri, falli sem ómerk orð. Virðingarfyllst, Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi. Sprengisandur Sérfræðingamir vom á móti í athugasemd sinni sneiðir Katrín Fjeldsted hjá kjarna máls- ins. Hann er sá, að allir sérfræð- ingar í umferðarmálum sem leitað var til lögðust gegn tillögu hennar um innkeyrslu af Reykjanesbraut að veitingahús- inu Sprengisandi, af öryggisá- stœðum. Umferðarteymi borgarverk- fræðings, skipað helstu sérfræð- ingum borgarinnar, sagði nei. Guttormur Þormar, þáverandi yfirmaður umferðardeildar borg- arinnar og Baldvin Baldvinsson, annar sérfræðingur í umferðar- málum, voru fengnir til að lýsa sínum skoðunum fyrir umferðar- nefnd borgarinnar. Báðir sögðu nei. Niðurstaða umferðarnefn- dar við tillögu Katrínar var einnig eitt stórt NEI: hún felldi til- löguna! Að sjálfsögðu mótaðist afstaða umferðarsérfræðinganna af því, að þeir töldu slysahættu stafa af innkeyrslunni sem Katrín vildi leyfa að Sprengisandi. Þrátt fyrir harða andstöðu sér- fræðinga tók Katrín sér það fyrir hendur að knýja málið, eftir að það var fellt í umferðaenefnd, í gegnum borgarráð með tilstyrk Davíðs Oddssonar. Það sýnir auðvitað fullkomið ábyrgðar- leysi. Spyrja má: Hvemig stendur á þessari afstöðu Katrínar, sem að öðru jöfnu hefur getið sér einkar gott orð fyrir ábyrga afstöðu í umferðarmálum? - Hvernig stendur á því að ekki liðu tíu dag- ar frá því prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar lauk þar til Katrín tók málið upp af miklum krafti í umferðarnefnd? Gæti það stafað af því að Tómas Tómasson eigandi Sprengisands var harður stuðningsmaður Katrínar - auk þess sem hann er náfrændi henn- ar? Staðreyndin er auðvitað sú, að þetta mál er dæmigert fyrir það fyrirgreiðslukerfi sem Sjálfstæð- isflokkurinn rekur fyrir gæðinga sína. Það er mergurinn málsins. Össur Skarphéðinsson, ritstj. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.