Þjóðviljinn - 23.09.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.09.1986, Blaðsíða 11
Stærsta opna mótið Hermann Lárusson og ísak Orn Sigurðsson urðu sigurvegar- ar á Opna afmæiismótinu sem Þjóðviljinn gekkst fyrir sl. laug- ardag, í tilefni 50 ára afmælis blaðsins. Jafnir þeim Hermanni og ísak að stigum, urðu Jörundur Þórð- arson og Hjálmar S. Pálsson, en það par sem fleiri stig hafði eftir fyrri umferðina taldist ofar. Þetta Opna mót er sennilega stærsta bridgemótið í tvímenn- ing, sem haldið hefur verið hér á landi (í Reykjavík) frá upphafi. Alls tóku 62 pör þátt í mótinu. Spilað var eftir Mitchell- fyrirkomulagi, alls 60 spil í tölvu- útreikningi. Keppnisstjóri var Ólafur Lárusson en Vigfús Páls- son annaðist útreikning. Sigurvegararnir hlutu svo ferð til Kaupmannahafnar/Salzburg, að vali með Samvinnuferðum/ Landsýn. Alls voru veitt sjö verð- laun í mótinu, auk þess sem spil- að var um silfurstig. Röð efstu para varð annars þessi: 1. Hermann Lárusson - ísak Örn Sigurðsson 973 stig 2. Hjálmar S. Pálsson-Jörundur Þórðarson 973 stig 3. Gissur Ingólfsson - Helgi Ing- varsson 962 stig 4. Rúnar Magnússon - Stefán Pálsson 956 stig 5. Kristján Blöndal - Valur Sig- urðsson 948 stig 6. Hjalti Elíasson - Hörður Arn- þórsson 937 stig 7. Sigfús Örn Arnason - Svavar Björnsson 936 stig 8. Ingvar Hauksson - Sverrir Kristinsson 927 stig 9. Haukur Hannesson - Ragnar Björnsson 922 stig 10. Júlíus Snorrason - Sigurður Sigurjónsson 921 stig. ól. Sigurvegarar: T.v. fsak örn Sigurðsson. T.h. Hermann Lárusson. Á afinað hundr- að þátttakendur á afmœlisbridge- móti Þjóðvilj- ans. Hermann Lárusson og Isak Orn Sig- urðsson urðu í efsta sœti. Spllalok. Á myndinni má þekkja m.a.: Sverri Kristinsson, Gissur Ingólfsson, Hjálmar S. Pálsson, Valgarð Blöndal og Ragnar Magnússon. Bridgemót Þjóðviljans Anton R. Gunnarsson, Val Sigurðsson, Rúnar Magnússon, Júlíus Snorrason, FORVITNAST UM FÓLK Slökkviliðið Eldljós og slysaljós Eldvarnarfrœðslafyrir 9 ára börn Kjartan, Magnús, Eva og Arna voru svo sannarlega galvösk í eldvarnarfræðslunni hjá Slökkviliðinu. Enda búin að læra heilmikið um hvernig á að hafa eldvarnir á heimilum og ákveðin í að laga það þar sem þarf. Ljósm. Sig. „Svona fer fyrir krökkum sem fara með cldspýtur í skemmti- ferð“, segir einkennisklæddur slökkviliðsmaður frammi fyrir hóp af áhugasömum krökkum. Hann hcldur á mynd sem sýnir fólk vera að berjast við eld í kjarri. Við erum stödd á Slökkvi- stöðinni í eldvarnarfræðslu sem fer fram þessa viku fyrir 9 ára börn. Það eru ótal hendur á lofti, því allir vilja segja frá reynslu sinni af eldi. Einn hafði t.d. verið nálægt kerti og gleymt sér, beygt sig fram og samstundis kviknaði í hárinu.. -Já það er betra að gæta sín nálægt eldinum, segir slökkvi- liðsmaðurinn, Sigurður Ágúst Sigurðsson. „Við tökum á móti 9 ára börn- um grunnskólanna þessa viku. Strætisvagn sækir þau og keyrir þau hingað og síðan aftur í skólann. Hér förum við í gegnum starfsemi slökkviliðsins, sýnum hvernig við förum í brunaútköll og t.d. hve alvarlegt það er að plata slökkviliðið. Við sýnum tækin sem notuð eru s.s. hjálma, eldgalla, slöngur og þ.u.l. Áð því loknu horfum við saman á And- rés önd þar sem hann lærir um eldvarnir, og spjöllum saman um myndina. Þau fá síðan spurninga- lista í hendur sem þau fara með heim og kanna ástandið hvað snertir eldvarnir. Listana á síðan að senda hingað til okkar, útfyllta og við sendum viðurkenningar- skjal til baka. Lokaþáttur fræðsl- unnar fer síðan fram hér úti í porti þar sem við kveikjum eld og sýnum hvernig á að bera sig að við notkun slökkvitækja“, segir Sigurður Ágúst. Hópurinn sem var í heimsókn var 3. bekkur úr Laugarnesskóla. „Við sáum mynd á námskeiðinu og lærðum um slökkvibílana og sírenurnar og ljósin í húsinu..“ -Ljósin í húsinu? „Já, það kvikna nefnilega alls konar ljós hérna í slökkvistöðinni svo mennirnir viti hvað er um að vera og viti hvað þeir eiga að gera. Það geta verið símaljós, eldljós eða slysaljós“. í sama bili kviknar ljós og allir hafa á hreinu að það er símaljósið. „Við lærum hvernig ekki á að slökkva eld..“ -Ha, ekki? „Já ef maður ætlar að slökkva eld í logandi feiti má ekki nota vatn því þá skvettist feitin út um allt. Maður á að nota teppi til þess. Svo sáum við hvernig á að nota slökkvitæki". Krakkarnir sem við töluðum við heita Magnús Þór Magnús- son, Kjartan Marinó Kjartans- son, Arna Björk Kristinsdóttir og Eva Þorsteinsdóttir og þau ætl- uðu svo sannarlega að athuga hvort allt væri í lagi heima með reykskynjarann, slökkvitækin og allt það. Hjá sumum var allt pott- þétt, reyndar. „Pabbi minn er nefnilega slökkviliðsmaður“, segir Kjartan svolítið rogginn. „Það er allt í lagi heima og meira að segja erum við með slökkvi- tæki í bflnurn". Magnús var eitthvað í vafa og sagði að það vantaði slökkvitæki og reykskynjara heima hjá sér. I sama streng tóku Arna og Eva. En því verður örugglega kippt í lag á næstunni. Þau voru öll sammála um að þau hefðu lært mikið hjá Slökkvi- liðinu. Og þrjú þeirra sögðust ætla að verða slökkviliðsmenn þegar þau verða stór, en Arna Björk sagðist ætla að verða tölvu- fræðingur eða lögfræðingur. -GH Þrlðjudagur 23. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.