Þjóðviljinn - 23.09.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.09.1986, Blaðsíða 2
“SPURNINGIN'n Er vinnutíminn of langur? Jóhanna Jónsdóttir starfsstúlka: Nei, alls ekki. Hann mætti vera lengri. Ég vinn 10 tíma á dag fjóra daga vikunnar og ég vildi gjarnan vinna meira. Launin eru ágæt en maður getur alltaf eytt meiru! Sigurjón Úlfarsson bílstjóri: Allt of langur. Á mínum vinnustað vinna menn til 8 og 10 á kvöldin til að endar nái saman. Kaupið fyrir dagvinnuna er einfaldlega of lágt. Erla Guðnadóttir verkakona: Hann mætti alveg vera lengri. Ég vinna bara frá 8 til 4 og manni bara leiðist eftir það. Það er alveg eins gott að vinna eins og að slæpast. Guðmundur Tómasson verkamaður: Hann er nógu langur. Ég vinn dagvinnuna hér en það dugir eng- an veginn svo ég er að fara að skipta um vinnu. Verð að vinna meira til að geta lifað. Róbert Jónsson verkamaður: Já, en það er vegna þess að kaupið er of lágt. Maður verður að vínna næturvinnu öðru hverju til að það dugl. ______________FRÉTTIR___________ Þroskaheftir Erum of vemdaðir Málþing þroskaheftra: Viljum vera meira sjálfráða. þeim að hjálpa sér sjálf“, sagði Landssamtökin Þroskahjálp stóðu um helgina fyrir mál- þingi fyrir þroskahefta í Hvera- gerði. Það stóð í tvo daga og þátt- takendur voru 15 auk 5 leiðbeinenda. „Markmið málþingsins er að efla og styrkja þroskahefta til að tala sínu máli sjálf, gera þau með- vituð um sína fötlun og hjálpa Halldóra Sigurgeirsdóttir hjá Landssamtökum Þroskahjálpar. „Málþing þetta tengist starfshóp- um á vegum Þroskahjálpar sem starfað hafa í fundaformi. Þar er þroskaheftum léiðbeint í sama skyni. Niðurstöður málþingsins um helgina voru einkum þær að þroskaheftum finnst þeir of verndaðir, þeir vilja fá að ráða sér meira sjálfir. Þeir töluðu mikið um neikvæð viðbrögð fólks, finnst að litið sé niður á þá vegna þess að þeir eru þroska- heftir. Þetta brann mikið á þeim og mér finnst sorglegt til þess að vita að við séum ekki meiri mann- eskjur en það að við getum ekki umgengist þroskahefta eðlilega", sagði Halldóra. „Þeim finnst þau vanta sama- stað til að koma saman á og geta boðið öðrum til sín, en vilja ekki sífellt vera þau sem er boðið ann- að. Við leggjum áherslu á að þetta starf haldi áfram og hug- myndin er að næsta ár sjái þroskaheftir algerlega um mál- þingið. -GH Kópavogur Deilt um fóstrulaun Kjaranefndfóstra: Erum á lægri launum enfóstrur íReykjavík. Björn Þorsteinsson, bœjarritari: Ýmis ákvæði hækka launin. Þjó ð viljaafmæli Ljoð- skáld lesa Fimmtán skáld lesa í Hlaðvarpan- um á miðviku- dagskvöld Það er skammt stórra högga á milli í afmælishátíðarhaldi Þjóðviljans. Aðeins þrír dagar líða frá glæsilegri dagskrá um Jó- hannes úr Kötlum til þess að fimmtán Ijóðskáld troða upp á Þorsteinn frá Hamri. Ijóðadagskrá sem Þjóðviljinn gengst fyrir í tilefni fimmtíu ára afmælis. I þeim hópi eru mörg af helstu Ijóðskáldum landsins. Þetta ljóðakvöld Þjóðviljans verður í Hlaðvarpanum á miðvikudagskvöldið og hefst lesturinn klukkan 20. Þau skáld sem þegar er öruggt að mæti til Vilborg Dagbjartsdóttir. lestrar eru Vilborg Dagbjarts- dóttir, GyrðirElíasson, Bragi Ól- afsson, Vigdís Grímsdóttir, Jón úr Vör, Elías Mar, Nína Björk Árnadóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Ingibjörg Haralds- dóttir, Kristinn Freyr, Sjón, Þor- steinn frá Hamri og Þóra Jóns- dóttir. Ennfremur mun Geirlaug Sjón. Þorvaldsdóttir lesa úr verkum Þuríðar Guðmundsdóttur. Eins og sjá má góð blanda virðulegra góðskálda og einnig obbinn af vonarpeningi ljóðlistar á íslandi. Með ljóðunum í Hlað- varpanum geta menn einnig feng- ið léttar veitingar og byrja herleg- heitin klukkan átta. -pv. Fóstrur í Kópavogi eru ekki betur launaðar en fóstrur í Reykjavík segir í bréfi frá kjara- nefnd fóstra í Kópavogi. Þar segir meðal annars. „Vegna viðtals við Kristján Guðmundsson bæjar- stjóra Kópavogs í Þjóðviljanum ó.september s.l. langar okkur að koma eftirfarandi á framfæri: Við viljum byrja á því að lýsa ánægju okkar yfir þeim ummæl- um sem starf á dagvistarheimil- um fær í umræddu viðtali og þeirri viðurkenningu að gerð sé krafa um að tvær fóstrur og einn starfsmaður starfi á hverri deild. En við viljum leiðrétta þann mis- skilning sem fram kemur í viðtal- inu að fóstrur hjá Kópavogsbæ séu betur launaðar en hjá Reykja- víkurborg“. Máli sínu til stuðnings senda fóstrur Kópavogsbæjar saman- burðartöflu um grunnröðun starfa á dagvistunarstofnunum samkvæmt sérkjarasamningum frá 1.9. 1986. Þar kemur fram m.a. að byrjunarlaun fóstra í Kópavogi eru 1-2 launaflokkum lægri en fóstra í Reykjavík og í nágrannasveitarfélögum og 4 flokkum lægri en fóstra á Akur- eyri. Þjóðviljinn hafði samband við Björn Þorsteinsson, bæjarritara í Kópavogi og spurði hann út í málið. „Kjaranefndin segir ekki nema hálfa söguna í bréfi sínu. Þær voru settar í sama flokk og fóstrur í Reykjavík samkvæmt kjarasamningum, en þar á ofan hafa þær fengið ýmis sérkjör. Frá l.des. 1984 hafa þær hækkað um einn flokk og að auki fá þær einn launaflokk út á námið, þannig að þær byrja a.m.k. tveimur flokk- um hærra en þær halda fram í bréfinu (sbr. grein 31 og 23 í kjarasamningum). Þærsleppa að geta um þessi sérákvæði sem eru í raun falin grunnkaupshækkun. Flestar fóstrur hér eru í 63 flokki. Innan hvers flokks er síð- an raðað í þrep eftir starfsaldri sem fer hratt upp. Laun í 63 flokki eru 27.240 og í 8. þrepi sama flokks eru þau 37.070. Það er undantekning ef starfsfólk er í tveimur lægstu þrepum flokks- ins“. -Ber á skorti á fóstrum í Kópa- vogi? „Við höfum ekki þurft að kvarta yfir skorti. Við reynum að hafa sem flestar fóstrur í deild, þannig að á móti hverri ófag- lærðri starfsstúlku séu tvær fóstr- ur. En fóstrur eru óánægðar með laun og fjöldauppsagnir myndu bitna illa á okkur vegna þess að hlutfall þeirra á dagvistarheimil- unum er stórt og mun stærra en t.d. í Reykjavík", sagði Björn Þorsteinsson bæjarritari í Kópa- vogi. -GH Skákin Karpoff vann Karpoff saxar áforskot Kasparoff. Aðeins einn vinningur skilurþá að nú Það reyndist svo að biðstaðan úr 18. skák heimsmeistaraeinvíg- isins var unnin á svart. Karpoff tefldi úr stöðunni af nákvæmni og gaf Kasparoff engin færi á að koma skipan á stöðu sinna manna. Eftir 58. leik gafst Kaspa- roff upp. Hann hefur nú 9Vi vinn- ing en Karpoff 8‘/2. Þessir tveir sigrar Karpoffs hleypa nokkurri spennu í einvígið á ný því flestir voru búnir að afskrifa hann. Það er þó hæpið að honum takist að sigra í einvíginu því til þess þarf hann að vinna tvær skákir í viðbót og aðeins eftir að tefla sex. ,________________ jon TORFASON 1 I I i & £2 i # m í v m ii®ii m ■ m !H li§ Hvítt: Kasparoff Svart: Karpoff 41. Hh4 - Hg-d8 42. c4 - Hdl+ 43. Ke2 - Hcl 44. a6 - Hc2+ 45. Kel - Ha2 Hvítur getur með engu móti komið kóngshróknum í leikinn. Eina von hans er bundin frípeð- unum en svartur stöðvar þau og vefur jafnframt mátnet um hvíta kónginn. 46. Hb6 - Hd3 47. c5 - Hal+ 48. Ke2 - Ha2+ 49. Kel - g3 50. fxg3 - Hxg3 51. Kfl - ... Ef 51. Hh2 He3+ 52. Kfl Hd3 53. Bel Hdl og biskupinn fellur. Ef hins vegar 52. Kdl Hd3+ 53. Kcl e3 með hótuninni e2 og Hdl mát. 51. ... - Hgxg2 52. Bel - Hg-c2 53. c6 - Hal Hótar Hc-cl og biskupinn fell- ur. Hvítur á óhægt með að valda hann. 54. Hh3 - f4 55. Hb4 - Kf5 56. Hb5+ - e5 57. Ha5 - Hdl 58. a7 - e3 Hvítur gafst upp vegna hótun- arinnar Hf2+ og Hxel mát. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.