Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI ísland og afvopnunannálm Nú líður að leiðtogafundi, sem menn gera sér vonir um að verði jákvætt skref í afvopnunar- málum. Um leið og menn binda vonir við samkomulags- og friðarvilja þeirra Gorbatsjovs og Reagans er ekki úr vegi að kynna sér ís- lenska stefnu í afvopnunarmálum. Nýverið rifjaði Matthías Á. Mathiesen utan- ríkisráðherra þessa stefnu upp fyrir kjörræðis- mönnum íslands á fundi þeirra í Reykjavík í síðasta mánuði. Ráðherrann sagði: „Hinn 25. maí 1985 samþykkti Alþingi ályktun um stefnu íslendinga í afvopnunarmálum. í á- lyktuninni er lögð áhersla átvö undirstöðuatriði: Annars vegar gagnkvæman samning kjarn- orkuveldanna um alhliða afvopnun og hins veg- ar að framkvæmd afvopnunar verði tryggð með alþjóðlegu eftirliti sem aðilarnir uni og treysti. Þá var stefnan varðandi allsherjarbann við tilraun- um, framleiðslu og uppsetningu kjarnavopna tengd samkomulagi um að árlega verði dregið úr birgðum slíkra vopna. Varðandi kjarnavopnalaus svæði var í álykt- un Alþingis hvatt til könnunar á möguleikum þess að ná víðtæku samkomulagi um kjarna- vopnalaus svæði í Norður-Evrópu, í lofti, á láði og legi. Markmið slíks samkomulags væri að draga úr vopnakapphlaupinu og slaka á spennu. Það svæði, sem hér um ræðir, afmark- ast af Úralfjöllum í austri og Grænlandi í vestri og nær til ríkja innan Varsjárbandalagsins og Atlantshafsbandalagsins, svo og hlutlausra ríkja sem áhuga hefðu á aðild að slíku samkomulagi. Tillögur um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum voru þannig tengdar víðtækara samkomulagi í ályktun Alþingis en verið hafði í umræðum á vettvangi Norðurland- aráðs...“ Þessa túlkun sína á ályktun Alþingis las ís- lenski utanríkisráðherrann yfir kjörræðis- mönnum íslands. í stað þess að taka afstöðu með öðrum Norðurlandaþjóðum um kjarnavopnalaus Norðurlönd er lopinn teygður og sagt sem svo, að betra sé að ná samkomulagi um að ennþá stærra svæði sé kjarnavopnalaust - eða frá Grænlandi að Úralfjöllum. Svona kröfur um allt eða ekkert eru ekki merkilegt framlag til friðar og afvopnunar. En sem betur fer hefur þessari stefnu eða stefnu- leysi verið hressilega mótmælt, og í því sam- bandi er tímabært að rifja upp ummæli Hjörleifs Guttormssonar í Þjóðviljanum fyrir nokkru, en hann á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis: „ísland er að einangrast meðal Norðurland- anna. ísland er að slitna úr öllum tengslum við hin Norðurlöndin í afstöðu til afvopnunarmála vegna stefnu ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. Þetta gerist þrátt fyrir einróma samþykkt Alþingis um stefnu íslendinga í af- vopnunarmálum frá23. maí 1985. Ríkisstjórnin lætur sér hana í léttu rúmi liggja og hvað eftir annað er komið í veg fyrir að Alþingi taki af skarið. Þjóðþing Natóríkjanna Noregs og Danmerkur hafa ítrekað lýst andstöðu við stigmögnun Reagan-stjórnarinnar á vígbúnaðarkapphlaup- inu. Þar hefur skapast meirihluti gegn geimvopnaáætlun Pentagon, með frystingu kjarnavopna og gegn framleiðslu og dreifingu nýrra efnavopna. Vegna afstöðu ríkisstjórnar undir forsæti Framsóknarflokksins er ísland að einangrast á norrænum vettvangi og að lenda í þeim fá- menna hópi ríkja sem gagnrýnislaust hneigja sig fyrir sprota kúrekans í Hvíta húsinu. Þessi afstaða var orðin kækur hjá Geir Hallgrímssyni og Matthías Á. ætlar að festast ísama farinu..." Nú þegar augu alls heimsins beinast að þeim friðarviðræðum sem fara eiga fram í Reykjavík er eins gott að þjóðin geri sér Ijóst hvernig ein- lægur og afdráttarlaus friðarvilji hennar er túlk- aður af ráðamönnum. - Þráinn KUPPT OG SKORHE) W BUSTMA 01 MINEfflU Að kyrkja blaðamenn Flosi Ólafsson segist hafa eina trausta meginreglu í helgarpistl- um sínum: að skrifa ekki um það sem allir eru að skrifa um. Kannski er rétt að fylgja hans fordæmi og setja saman svosem eitt Klipp sem ekki fjallar um Bandalag jafnaðarmanna eða leiðtogafundinn um helgina. Kannski ekki heldur um þann undarlega engisprettufaraldur sem blaðamenn eru orðnir. Tvö þúsund stykki koma til Reykja- víkur og hafa ekkert iðja lengst' af. Pað eru líka margir orðnir leiðir á því góða fólki. Einn þeirra er sá ágæti ítalski prófessor í miðaldafræðum, höfundur skáldsögunnar frægu, Nafn rós- arinnar, sem íslendingar hafa verið að lesa ekki síður en aðrir góðir menn. Umberto Eco semsagt. Umberto Eco var í Danmörku á dögunum að taka við heiðurs- doktorstitli. Blaðamenn vildu tala við hann, en hann var hinn versti. Hann kvaðst ekki vera að skrifa nýja bók vegna þess að hann eyddi öllum sínum tíma í að svara heimskulegum spurningum blaðamanna (sem er reyndar ekki satt - því Umberto Eco skrifar vikulegar viskugreinar í L’Espresso, er einskonar Flosi Ólafsson á því blaði). Og hann hafði í hótunum um að kyrkja blaðamann sem á hann var send- ur. Svo sefaðist karlinn. Svo fór hann að tala. Það er alltaf þannig. Tvennir tímar Umberto Eco var reiður yfir því að þeir í Árósum höfðu verið að skera niður kennslu bæði í ít- ölsku og heimspeki. Hann sagði að í hvert skipti sem menn misstu af tungumáli væru þeir að glata hluta af sál sinni. Hann taldi líka að í „upplýsingaþjóðfélaginu“ yrði mikil þörf fyrir heimspek- inga og aðra húmanista. Þeir væru „mýktin“ (software) í „hörku“ (hardware) vélanna. Stöðugar breytingar En annars fór Umberto Eco meðan á stóð heimsókn hans í Árósum mest út í samanburð á miðöldum og okkar tíma. En það fer víst ekki milli mála hjá þeim sem lesið hafa Nafn rósarinnar að þar er í sífellu verið að vitna á milli gamals tíma og nýs. Umberto Eco segir fráleitt að tala um hinar myrku miðaldir - sú einkunn gæti kannski átt við um sjöttu til níundu öld, en alls ekki þann tíma sem hann lýsir (og er ekki langt frá íslenskri gullöld í bókmenntum). Hann talar um þennan tíma sem afar fróðlegt millibilsástand þegar ný Evrópa hefur ekki enn fengið á sig form. Það eru svo mörg deiluefni sem rísa, m.a. innan kirkjunnar, svo margar uppgötvanir. „Okkar tími, “ segir Umberto Eco, „er einnig tími stöðugra breytinga. Við höfum árekstra tveggja heimsvelda nú sem þá og margt annað er sameiginlegt, til dcemis hugtakið „öryggisleysi". Þar höfum við afturgengið ,,se- curitas" endurreisnartímans. Kannski segi ég ekki annað en það sem allir vita, en um er að rœða tímabil þegar þjóðir blandast. „Barbarar" þröngva sér inn hér og þar og nýjar þjóðir verða til. Það er hægt að líkja saman þeim tíma á Norður-Ítalíu, þegar Langbarðar og Rómverjar runnu saman, við það sem er núna að gerast í New-York eða Kaliforníu. Eftir svosem fimmtíu ár verður Kalifornía spœnsku- mælandi ríki". Skýjakljúfar og hermdarverk Umberto Eco heldur um stund áfram að skemmta sér við sín samanburðarfræði. Hallir mið- aldanna eru honum hliðstæða við skýjakljúfa okkar tíma - í báðum tilvikum átti að smíða öryggi utan um þá sem óttuðust óvissuna á jafnsléttu! Central Park í New York líkist þá Sherwoodskógi, þar sem maður á það á hættu að rekast á Hróa hött! Það gerðist líka tæknibylting á miðöldum sem hafði ekki minni afleiðingar en kjarnorkan - til dæmis búnaður til að sigla á móti vindi. Yfir höfuð finnst Umberto Eco, að flest af því sem við búum við í dag í stjórnmálum og efna- hagslífi eigi sínar rætur í miðöld- um. Einnig finnur hann ýmsar „neikvæðar" hliðstæður eins og til að mynda þær, að bæði á sögu- tíma Rósarinnar og núna er mjög útbreidd trú á heimsslit, ragna- rök. Hann kveðst aukinheldur finna ræturnar að hermdarverk- um nútímans í heimsslitahefð miðalda. Reyndar telur hann, að hermdaverkastarfsemi nútímans eigi sér trúarlegar rætur. Hér var, segir hann, um að ræða „mystíska þörf“. Prófessora- sögur Umberto Eco var líka spurður að því, hvort hann hafi skrifað skáldsögu sína til að gera fag sitt í háskóla vinsælla. Hann sagði á þá leið, að það væru afar margir slæmir skáldsöguhöfundar í heiminum í dag og væru margir þeirra háskólaprófessorar. Því gæti hann ekki ráðlagt þeim að skrifa skáldsögu til að ýta undir vinsældir síns fags. Sannleikurinn er sá, bætti hann við, að ef pró- fessor skrifar skáldsögu sem gengur vel, þá gleyma menn að hann er prófessor í einhverju. En ef bókin er misheppnuð þá gleymist bókin.... ÁB DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðins' son. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristin Olafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason. Sigurður A. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri) Handrita- og prófarkalosarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, .Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglý8ingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Ciausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúia 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prontun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlftvikudagur 8. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.