Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 5
Kristín Ólafsdóttir niðmnuiNN Danmörk ÆTLA HEIM ÞEGAR ÉG VERÐ GÖMUL segir 79 ára Guðrún Eiríksdóttir búsett í Kaupmannahöfn Á köflum hefur Jónshús verið illa sótt, en nú dafnar starfsemin þar og er miðpunkturinn veitingasalan sem nýtur kraftmikillar stjórnar Bergljótar Skúladóttur og góðrar aðstoðar Guðrúnar Eiríksdóttur og fleiri. Á myndinni er Guðrún við störf. Langflestir íslendingar, sem búið hafa í Kaupmannahöfn einhvern tímann á síðustu 15 árum, þekkja Guðrúnu Eiríks- dóttur. Það er ekki ofmælt að hún hafi verið hjarta Jónshúss síðan hún fór á eftirlaun 1972. Hún er mætt þar fiesta daga um hádegi, flokkar þann póst, sem hefur borist, og fer í gegn- um póst íslendingafélagsins. Hún er stjórnandi veitinga - sölunnar innan handar um hvaðeina, leysir úr vanda að- komumanna og tekur þátt í flestu þvi sem gerist í þessari félagsmiðstöð íslendinga í Kaupmannahöfn. Á síðasta áratug voru litlir kær- leikar milli íslendingafélags og Námsmannafélags. I því síðar- nefnda voru róttækir námsmenn, og alls kyns hippar tóku þátt í starfsemi þess, en í íslendingafé- laginu voru eldri og virðulegri borgarar, þannig að oft varð ág- reiningur um notkun Jónshúss og önnur sameiginleg málefni. Guð- rún var þá í stjórn íslendingafél- agsins, og margir námsmenn töldu hana þar með gamlá, íhaldssama og afskiptasama. Smám saman komust menn þó að því, að hún var og er yngri í anda en margur tvítugur og jákvæð gagnvart þörfum ungs fólks. Nú er svo komið að hún er nánast í dýrlingatölu meðal þess unga fólks sem einkum notar Jónshús; hún var gerð að heiðursfélaga námsmannafélagsins á 90 ára af- mæli þess 1983, og íþróttafélag íslendinga heitir í höfuðið á henni, íþróttafélagið Guðrún. Nú er Guðrún bráðum áttræð, en fylgjast enn með öllu sem ger- ist í félagslífi íslendinga, hjálpar þar sem þörf er og er vinsæll sam- ræðufélagi í Jónshúsi. Þegar Þjóðviljinn hitti hana að máli sá hún um veitingasöluna í veikind- aforföllum Bergljótar Skúladótt- ur, „Ég sagði Beggu að hún yrði að vera heima þangað til hún verður góð. Ég hef að vísu engan mat en ég er ekki of góð til þess að hella uppá könnuna og baka brúnköku.“ „Jú það hefur breyst mikið fé- lagslíf íslendinga í ÍCaupmanna- höfn í gegnum þau 32 ár sem ég hef verið í stjórn íslendingafél- agsins. Það fór eiginlega fyrst að vera ágætt þegar unga fólkið kom inn í stjórnina. Áður var ég ein í I Danmörk Römm er sú taug tt n • / t / / / • / 77____7 Félagslíf íslendinga í Kaup- mannahöfn á djúpar sögu- legar rætur, þótt þungamiðja þess hafi flust frá kránum í háskólahverfinu og í Hús Jóns Sigurðssonar og til þeirra stú- dentagarða þar sem íslending- ar eru fjölmennastir, t.d. Eyrarsundsgarðs á Amakri, Soffíugarðs á Kristjánshöfn og Sólbakkans við Vestra Tugthús. Það er ekki laust við að gamlir Hafnarstúdentar hneykslist á þeirri hnignun góðra siða, að hitta hér fyrir önnum kafið fjölskyldufólk í stað vertshússriddara og drykkfelldra eilífðarstúdenta. I Jónshúsi við Austurveg (Öst- ervoldgade 12) starfa Náms- mannafélag og íslendingafélag. Það er miðstöð ferðaþjónustu við íslendinga á öllum Norður- löndum, og þar hittast hafnarís- lendingar til að njóta menningar, og ræða málin yfir kaffibolla eða Um starfsemina íJónshúsi í Kaupmannahöfn bjórglasi. Það hafa verið tölu- verðar sveiflur í starfi Jónshúss; á köflum hefur það verið illa sótt, en nú dafnar starfsemin þar, og er miðpunkturinn veitingasalan sem nýtur kraftmikillar stjórnar Bergljótar Skúladóttur og góðrar aðstoðar Guðrúnar Eiríksdóttur og fleiri. Fyrir um tíu árum voru þrótt- mestu samkomurnar í Jónshúsi pólitískir fundir, þar sem ýmsir straumar yst til vinstri í stjórnmálum tókust á. í lok síð- asta áratugs fór mest fyrir kvenn- abaráttunni; konurnar fjöl- menntu í grunnhópa, og á tffna- bili fengu karlmennirnir að vera með í „blönduðum grunnhóp- um“, sem ræddu jafnrétti og kynjapólitík. Eftir nokkurt skeið ládeyðu hefur starfið að undan- förnu eflst, og að þessu sinni fer mest fyrir menningarviðleitni. f vor fylltist Jónshús hvað eftir annað til að hlýða á bók- menntavökur, sem lutu hug- kvæmri stjórn Rúnars Guðb- randssonar, en hann þjálfaði fólk einnig í leiklist. Undanfarin ár hefur Gunnlaugur Sigurðsson frá Hallormsstað barist hér fyrir and- legri vakningu í anda Onundar Magra úr Indlandi og selt landan- um um leið og skyr í heimahús en á tímabili grasafæði í Jónshúsi. í fyrra var Gunnlaugur aðalræðu- maður á 1. des., en þann dag voru staddir í borginni nokkrir þing- menn til að ræða bann við kjarn- orkuvopnum á Norðurlöndum við norræna þingmenn. Þeir skeiðuðu í Jónshús til að heyra unga reiða námsmenn flytja pól- itískar eldræður og urðu ansi hreint einkennilegir í framan, þegar þeir sáu rólegan mann ganga um gólf og flytja hugleið- ingar um nauðsyn andlegrar vakningar og hreinnar áru. Félög Islendinga í Kaup- mannahöfn gefa út myndarlegt blað ca. mánaðarlega yfir vetrar- tímann, og heitir það nú Nýr Hafnarpóstur. Þá eru nýhafnar svæðisbundnar útvarpssendingar á íslensku. Allt frá því að bítlahljóm- sveitin Kristján (ættuð úr Krist- janíu) tróð upp við lítinn orðstír á 1. des. samkomu 1971, hafa gjarnan verið starfandi íslenskar hljómsveitir á svæðinu. Lengi vel voru Kamarorghestar eins konar þorpshljómsveit, en þau hafa nú dreifst. Hins vegar heldur Guð- mundur Eiríksson uppi tveim eða þrem hljómsveitum, sem spila ýmist djass eða létt dansrokk, enda eru hér haldin fjörug böll u.þ.b. einu sinni í mánuði. Meðal liðsmanna Guðmundar er Svein Arvé Hovland, sem lengi var í Haukum, og Óttar Felix Hauks- son tekur undir í nokkrum gömlum Stones-lögum, þegar vel liggur á honum, og Ólafur Sig- urðsson úr Pops og Eik þenur húðirnar bæði með íslensku danshljómsveitinni og ýmsum dönskum böndum. Messað er á íslensku um aðra hverja helgi og ýmislegt annað safnaðarstarf fer fram. AA sam- tökin hafa íslenska deild hér, ís- lensk íþróttafélög eru starfandi og eflaust mörg önnur félög, op- inber og leynileg. Ekki má gleyma barnastarfinu, en Jóns- hús býður upp á Jólaball og ýms- ar barnaskemmtanir á sumardag- inn fyrsta, sautjánda júní og aðra tyllidaga. f Jónshúsi er oft sýnt íslenskt sjónvarpsefni eða kvik- myndir á myndböndum, bæði fyrir börn og fullorðna. Félagslíf íslendinga í Kaup- mannahöfn er einkum mikilvægt fyrir þá sem eru nýkomnir og ekki farnir að tengjast dönsku mannlífi sterkum böndum, og fyrir þá sem eru búnir að vera hér lengi, eiga kannski danska maka, og hafa uppgötvað á nýjan leik að „römm er sú taug....“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.