Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 6
MANNUF stjórninni með eintómum gömlum köllum sem héldu svo mikið í það gamla. Já allt of mikið. Núna eru bara konur í stjórninni og karlarnir þora ekki lengur að gefa kost á sér. Þeir eru skíthræddir,“ sagði Guðrún og það brá fyrir skemmtilegum glampa í einbeittum og lifandi augum hennar. „Þó mér líki kannski ekki allt hjá unga fólkinu þá held ég meira með því. Það heldur manni svo vakandi. Enda hefur félagsstarfsemin í Jónshúsi orðið mjög lifandi eftir að unga fólkið fór að blanda sér í málin. Hérna er oft spilaður djass og ýmis önnur tónlist á kvöldin og alls konar aðrir menningarat- burðir fara fram hér. Fyrir utan þessa starfsemi þá eru haldnar hér árshátíðir félaganna og svo eru náttúrulega haldnar hér reglulegar samkomur eins og þorrablótin." Bjátar ekkert á óspektum og fylleríslátum á þessum samkom- um? „Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að gifta mig þegar ég kæmi á elliheimili. En nú sé ég ekki fram á það að ég hafi tíma til að fara á elliheimili." Það er eins og það fjúki lauflétt í Guðrúnu við spurninguna og hún svarar einbeitt og ákveðið: „Hérna áður fyrr var hér allt fullt af ribböldum sem gengu illa um á svona samkomum. En núna er það breytt. Sem betur fer hafa engar óspektir verið unnar á Jónshúsi. Ég man t.d. eftir mjög fjölmennu þorrablóti sem var haldið hér fýrir nokkrum árum. Maður hefði nú getað búist við því að ýmislegt gerðist á svo fjöl- mennri skemmtun, en ónei, allt var óskemmt eftir á, nema eitt glas hafði brotnað. Það gerðist þegar hún Guðrún Ögmunds- dóttir ætlaði að kveða sér hljóðs og barði svo fast í glasið að svo fór sem fór,“ sagði Guðrún og glotti. Hvað dró þig til Kaupmanna- hafnar Guðrún þegar þú komst hingað fyrst 1949? „Ég átti föðursystur sem bjó hér og ég hafði svo oft lofað að heimsækja hana. Mamma var þá nýdáin og pabbi var kominn í um- sjón bróður míns þannig að ég var ekki lengur bundin af neinu á íslandi. Það var ægilegt ástandið hérna þá, fólkið átti ekki einu sinni tuskurnar utan á sig, en áður en ég kom út hafði ég oft sent til Danmerkur fatapakka og annað sem gat komið að gagni.“ Hvað gerðir þú meðan þó bjóst á íslandi? „Ég vann svona við hitt og þetta síðustu árin. Ég hafði farið í hjúkrunarnám þegar ég var ung en veiktist af berklum þegar ég var nemi á ísafirði. Maður var að vinna þetta á föstum vöktum með berklasjúklinga sem gátu ekkert annað gert en að hósa uppí mann og uppúr því fékk ég sjúkdóminn sem ég var með í nokkur ár.“ Hvað tók svo við þegar þú komst út? „Ég fór að vinna við kjóla- saum. Ég hafði þjálfun í því, enda dugði ekkert annað en að sauma utan á sig pjötlurnar sjálfur í sveitinni. Eg var nú ekki lengi í þessu starfi því ég var svo slæm í bakinu. Ég fór því að vinna fyrir prófessor Elo Risebye sem var kennari í freskómálningu við Charlottenlund. Það var hann sem stóð fyrir því að myndirnar hans Muggs voru gefnar til ís- MÓDIflUINN 0 68 13 33 0 68 18 66 Tímiim 0 68 63 00 BESTA TRIMMIL Blaðburdur og borgar LAUS HVERFI NÚ ÞEGAR: Garðastræti 33 út og 34 út Bogahlíð Hörgshlíð Hólavallagata Háahlíð Hólatorg Hamrahlíð Klrkjugarðsstígur Hávallagata. Hafðu samband við okkur Kvisthagl Fornhagi Hjarðarhagi 45 út og 54 út Hofsvallagata að 49 Ægissíða 78-98 Neshagi Melhagi Einimelur Hofsvallagata að 49 Sogavegur 101-212 Borgargerði Rauðagerði lands. Ég hugsaði um heimili hans þar til hann dó. Þá sögðu félagar mínir við mig: Nú ertu bú- inn að drepa hann Elo. Hvern ætlarðu að drepa næst?“ í þessu kom ung stúlka inní kaffisalinn og bað um kaffi. Guðrún kallaði til hennar: „Afgreiddu þig sjálf góða mín, ég er' í viðtali“. Svo sagði hún við blaðamann: „Mér finnst ég alltaf vera í einhverjum viðtölum. Um daginn við Hafn- arpóstinn, svo við útvarpið, núna við ykkur...“. Fyrir blaðamanni var þetta enn ein staðfestingin á vinsældum Guðrúnar. Hún hélt áfram: „Næsta starf sem ég fór í var að skúra í Tívolí, en þar var ég í 8 ár. Það var mikið að gera í þessu starfi en mér líkaði það ágætlega. Mér var boðin stöðu- hækkun meðan ég vann þarna sem fólst í því að þrífa hoveð- kontórinn og skrifstofu dírekt- örsins, en ég neitaði tilboðinu. Þar var manni nefnilega ætlað að gera miklu meira fyrir lítið hærri laun. Pússa t.d. daglega allt mes- singið á staðnum. Meðan ég var í þessu starfi brotnaði á mér hand- leggurinn þannig að ég þurfti að hætta að vinna og fór á ellilaun. Ári seinna brotnaði ég aftur og síðan hef ég brotnað tvisvar sinn- um. Á tímabili var ég farin að ganga um með tvo krukkus- tokka.“ Þú hefur aidrei gifst eða eignast börn? „Nei, ég hef aldrei gifst og í þá daga þótti agalegt að eignast börn ógiftur. Annars hef ég alltaf sagt að ég ætlaði að gifta mig þegar ég kæmi á elliheimili. Ég sé hins veg- ar ekki frammá það að ég hafi tíma til að fara á elliheimili. Hér á ég svo margt ógert“ sagði Guð- rún og leit í kringum sig í salnum í Jónshúsi, örugglega með þá hugsun ofarlega í huga að hún gæti ekki látið Beggu sjá um þetta allt eina. „En ég ætla heim þegar ég verð gömul. Ég get ekki látið fólkið mitt vera að koma hingað út einungis til þess að hirða eftir mig allt draslið." Veistu til þess að það séu marg- ir aldraðir Islendingar búsettir hér í Kaupmannahöfn? „Já það er mikið af þeim. Og það er alltaf verið að grafa upp nýja og nýja. Prestsfrúin hér er mjög dugleg við það. Þetta er þá oft fólk sem hefur ekki haft sam- band við ianda sína í langan tíma og sumir eru mjög einmana. Það eru t.d. margar íslenskar konur búsettar hér sem hafa verið giftar Dönum í marga áratugi og hafa ekkert samband haft við aðra ís- lendinga. Nú eru sumar þessara kvenna farnar að mæta á konu- kvöldin hjá okkur en þau eru allt- af einu sinni í mánuði.“ DJÓÐVILJINN Síðumúla 6 0 68 13 33 Hvort heldur þú að það séu betri aðstæður fyrir aldraða í Danmörku eða á Islandi? „Ellilífeyrisþegar hafa það ágætt hér. Ég hef t.d. betri ráð eftir að ég var ellilífeyrisþegi en meðan ég var að vinna. Get m.a.s. leyft mér að skreppa heim til íslands öðru hvoru. Það er kostur hér að ellilífeyrisþegarnir fá ókeypis í strætó á ákveðnum tímum dagsins, milli 9 og 3 og síðan frá klukkan 5 og þá getur maður verið á skralli alla nóttina" sagði Guðrún og enn brá fyrir glettnislegum giampanum í augunum. „Annars segja mér margir sem eru bæði kunnugir aðstæðum hér og á íslandi að ætli ég á elliheimili þá skuli ég gera það heima frekar en hér. Mér skilst að það sé miklu færra starfs- fólk hér á elliheimilunum en heima og það sé því lítið talað við fólkið. Fólk verði því fljótt and- lega dautt inni á þessum stofnun- um.“ Þú sjálf Guðrún, þú ert hraust og vel á þig komin, ekki satt? „Ja, ef enginn hefði það verra en ég þá væri allt í lagi. Ég lifi heilbrigðu lífi byrjar alltaf á mor- gnana á því að fá mér vatnsglas og snaps áður en ég fæ mér næring- aríkan morgunmat. Ég held að það sé öllu fólki hollt að fá sér snaps á morgnana og það eru fleiri á þeirri skoðun. Þegar ég lagðist inná spítala og læknirinn spurði hvaða meðöl ég notaði sagði ég honum að mitt eina með- al væri morgunsnapsinn minn. Honum fannst þetta mjög skynsamlegt hjá mér. Það var að vísu ekki leyfilegt að bera fram snaps með morgunmatnum á spítalanum, en engu að síður fékk ég minn skammt því á spítal- anum vann íslensk hjúkrunar- kona sem sá um þarfir mínar. Einu skiptin sem ég sleppi morg- unsnapsinum mínum er þegar ég er í heimsókn hjá systur minni og mági á íslandi. Ég vil nefnilega ekki ergja hann mág minn Hall- dór Kristinsson frá Kirkjubóli.“ Að lokum Guðrún. Hvað viltu segja um pölitíkina í Danmörku? „Pólitík Schluters er að gera ríka ríkari og fátæka fátækari. Með þessu er verið að stíga mörg skref aftur í tímann.“ Og hvað finnst þér um afstöðu yfirborgarstjórans í Kaupmanna- höfn til húsakanna í Ryesgade og þeirrar baráttu sem þau eru að heyja? Nú skutu augu Guðrúnar gneistum: „í því máli er hann með bannsetta vitleysupólitík. Að vísu voru krakkarnir dálítið voldsom í fyrstu, en þau höfðu komið sér vel fyrir og ættu að fá að búa þarna áfram. Mér finnst ekki annað koma til greina á meðan húsnæðiseklan er svona mikil og fjöldinn allur af húsum standa tóm. Ég skil bara ekkert í þessari pólitík borgarstjórans,“ sagði Guðrún um leið og hún stóð upp því verkin biðu óþreyjufull eftir mjúkum en þó ákveðnum handtökum Guðrúnar í Jónshúsi. „Heyrðu góða“, kallaði hún á eftir blaðamanni, „þú klippir sem mest út úr viðtalinu". Sem blaða- maður gerði að sjálfsögðu ekki. K.ÓI./g. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN; Mlðvlkudagur 8. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.