Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.10.1986, Blaðsíða 3
Tvö hótelskip Tvö skemmtiferðaskip af þrem- ur sem hingað hefur verið stefnt vegna leiðtogafundarins iögðust að bryggju í Reykjavík í gær, norska skipið Bolette og so- véska skipið Georg Ots. Bolette kom til landsins um há- degisbilið í gær, en Georg Ots síðdegis. í dag er svo búist við sovéska skipinu Baltika. Að sögn Kjartans Lárussonar er reiknað með að á þriðja hundrað manns geti gist um borð í Bolette, en þrír bandarískir fjölmiðlar hafa þegar tryggt sér helming klefanna í skipinu fyrir starfsfólk sitt og flutti það inn í gær. Ekki er annað vitað en að so- vésku skipin muni einungis hýsa Sovétmenn og munu þar rúmast flestir þeir sem hingað koma í fylgd með aðalritaranum. -gg Ræsa pólitísk í Bandaríkjunum vekur koma Ræsu Gorbatsjóvu til Reykjavík- ur ugg í brjósti stjórnvalda, sem samkvæmt fréttum að vestan telja að heimsókn Ræsu gefi fund- inum of formlegan svip. Bandaríkjastjórn leggur áherslu á að fundurinn sé undir- búningsfundur næsta fundar, en Sovétmenn vilja gefa þessum fundi sem mest gildi, - og er nú talið vestra að samvistir þeirra Ræsu og Eddu Guðmundsdóttur konu forsætisráðherra hafi óheppileg heimspólitísk áhrif.-m Moggi í . náðinni Ablaðamannafundi sem hald- inn var í gær um gervihnött með utanríkisráðherra Banda- ríkjanna voru íslenskum blaða- mönnum skammtaðar þrjár spurningar, og fyrirfram ákveðið að spyrjendur yrðu frá sjónvarpi, útvarpi, - og frá Morgunblaðinu, einu dagblaða. Guðmundur Magnússon blaða- maður Morgunblaðsins varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að hafa tal af Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna um gervihnött, og telja kunnugir að hann og blaðið séu vel að heiðrinum kom- in eftir ítarlegan og sannferðugan fréttaflutning að vestan. -m að eru eflaust svartir sauðir innan um sem gera sér þennan fund að féþúfu með alls kyns braski og það er mjög leiðinlegt ef þeim tekst að varpa skugga á þá sem eru að reyna að taka á móti hinum erlendu gestum á það sem við getum kallað heiðarlegan hátt, sagði Kjartan Lárusson for- stjóri Ferðaskrifstofu ríkisins í samtali við Þjóðviljann í gær. Nokkuð hefur verið um að er- lendir fréttamenn kvarti um gull- æði sem runnið hefur á íslend- inga vegna leiðtogafundarins. Þannig birtist mikill reiðilestur í spænska blaðinu E1 Paiz í gær um okur í Reykjavík. Þá birtist frétt í þýska blaðinu Bild þess efnis að gistingin í Reykjavík gengi á 120 þúsund krónur yfir nóttina. Kjartan var inntur álits á þessu í gær og sagði hann þá: „Það ganga jú alls konar kjaftasögur um heiminn um svartamarkaðs- brask í sambandi við fundinn hér í Reykjavík. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hér séu að- eins fáir óprúttnir aðilar sem stunda okur og frétt eins og sú sem birtist í Bild er bara til að skemmta skrattanum. Þetta er einhver sérkennileg germönsk kímni og ég held varla að nokkur hafi verið svo vitlaus að trúa þessu, enda varla verið ætlast til þess.“ Kjartan bætti því við að vel gengi að leysa úr vanda þeirra sem þurfa á gistingu í borginni að halda. Ekki hefur enn þurft að leita til hótela utan Reykjavíkur svo nokkru nemi, enda virðast er- lendir fréttamenn til í allt annað en að gista utan við borgina. -gg Leiðtogafundurinn Stöðvið tilraunir Lœknar gegn kjarnorkuváfagna viðrœðum leiðtoganna Alþjóðasamtök lækna gegn kjarnorkuvá og íslandsdeild samtakanna fagna því í fréttatil- kynningu að leiðtogar stórveld- anna skuli hafa ákveðið að ræð- ast við á ný I Reykjavík. í frétt frá samtökunum eru leiðtogarnir hvattir til „að sam- einast um að stöðva allar tilraunir með kjarnorkuvopn þar til sam- komulag næst um alþjóðlegt bann við kjarnorkuvopnatil- raunum og frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna. Slíkt frum- kvæði yrði öðrum kjarnorkuveld- um hvatning sem draga mundi úr kjarnorkuvopnakapphlaupinu. Samtökin óska þess, að fundur- inn í Reykjavík verði heimsbyggðinni til heilla." Alþjóðasamtök lækna gegn kjarnorkuvá, er alþjóðleg friðar- hreyfing 150 þúsund lækna óháð stjórnmálaöflum. Þau eru hand- hafar friðarverðlauna Nóbels árið 1985 og hafa það að mark- miði að koma í veg fyrir kjarn- orkustríð. Ýmsar verslanir í borginni eru nú uppfullar með varning sem ætlaður er til minningar um leiðtogafundinn á næstu helgi. Á myndinni er Helena Lauzon afgreiðslustúlka í Rammagerðinni með sitthvað af því sem framleitt hefur verið gagngert vegna fundarins. Mynd Sig. Fundurinn Allt fullt af leiðtoga- dóti Þetta byrjaði að streyma til okkar strax á mánudaginn, sumt var tilbúið þegar fyrir helgi. Mér er óhætt að segja að það líti mjög vel út með sölu á þessum varningi, sagði Gunnar Hauks- son verslunarstjóri í Ramma- gerðinni í samtali við Þjóðviljann f gær, en þar og reyndar víðar er nú allt uppfullt af alls kyns vörum sem merktar eru fundi þeirra Gorbatsjofs aðalritara og Reag- ans forseta. Þar getur m.a. að líta boli frá Henson, með myndum af stór- veldaleiðtogunum, peysur frá Ice-Knit og Prjónastofu Borgar- ness, platta, servíettur, lampa, umslög, póstkort, trefla og fleira. Allt hefur þetta hlaðist upp á síðustu dögum og greinilegt að menn hyggja sér gott til glóðar- innar með þennan fund. Þessi leiðtogavarningur er yfirleitt dýr- ari en sambærilegar vörur aðrar, en það er ekki að sjá að nokkur setji það fyrir sig. -gg Krataþingiö Vericefnin hér og nú Svavar Gestssonformaður Alþýðubandalagsins: Verkefnin hér og nú sem skipta máli - Þetta flokksþing Alþýðu- flokksins virðist mest hafa verið skrautsýning. Það var ómerkileg- ur viðburður í sjálfu sér að leiða þarna fram þá Hannibal og Gylfa til að takast í hendur. Þeir hafa verið saman í flokki lengst af undanfarna áratugi. Það sem breytir einhverju er hins vegar innganga Bandalags jafnaðar- manna í Alþýðuflokkinn. Hún getur breytt því að hægri slagsíð- an verði ennþá meiri á flokknum en verið hefur. BJ gekk eins og kunnugt er í bandalag hægri flokka á Norðurlöndum og er núna komið í Alþýðuflokkinn, segir Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins í samtali við Þjóðviljann um nýafstaðið flokksþing Alþýðuflokksins. Jón Baldvin hefur sagt að fleiri en BJ-menn væru á leið inn í flokkinn, þar á meðal verkalýðs- leiðtogar úr Alþýðubandalaginu. Hvað er að gerast? - Ég held að þessar yfirlýsingar hans hafi verið venjuleg kok- hreysti, ég held að þetta sé bara réttur og sléttur glannaskapur enda hefur komið í ljós að hann hefur ekkert haft til síns máls. - Það er hins vegar augljóst mál að þó nokkrir félagar hjá okkur í Alþýðubandalaginu vilja gjarnan stuðla að alhliða samstarfi stjórn- arandstöðunnar m.a. í málatil- búnaði fyrir kosningarnar til að þessir flokkar geti náð betur sam- an eftir kosningarnar og m.a. til að koma í veg fyrir það að Al- þýðuflokkurinn hlaupi upp í fangið á íhaldinu strax eftir kosn- ingar. Ég er þessarar skoðunar og hef alltaf verið og nefndi þetta sérstaklega eftir kosningarnar í vor og hef orðið var við það hjá verkalýðsleiðtogum Alþýðu- flokksins að þeir vilja gjarnan vinna með Alþýðubandalaginu. Ég hef auðvitað orðið var við það í kosningunum bæði 1983 og í vor að Alþýðuflokksmenn hafa verið að kjósa okkur vegna þess að þeim geðjast ekki að framkomu Jóns Baldvins, telja hann of hægri sinnaðan og ég er viss um að þetta fólk vill miklu frekar vinna með Alþýðubandalaginu heldur en Jóni og þetta fólk gæti alveg hugsað sér að skipta um flokk og ganga til lið við Alþýðu- bandalagið ef Jón heldur áfram á hægri brautinni. Ég get því í þess- um efnum sagt nákvæmlega það sama með öfugum formerkjum og Jón er að reyna að gera. Mun- urinn er sá að ég hef nokkuð til míns máls. Ég er hins vegar ekki sá ódrengur í garð þessa fólks að ég sé að hengja það upp í fjöl- miðlum. í viðtali við Þjóviljann í gær dregur Jón Baldvin upp ýmsa þætti sem hann telur að hamli hugsanlegu samstarfi A-flokk- anna. Hvert er þitt álit í þeim efn- um? - Spurningin er sú hvort menn líta á sig sem stjórnmálamenn sem eru að takast á við nútíma- vandamál íslenskra stjórnmála eða hvort menn eru í pólitík til að hefna fyrir ófarir einhverra í for- tíðinni. Mér finnst gallinn við Jón Baldvin vera sá að hann er ennþá að slást við menn sem eru ekki lengur í fremstu víglínu í stjórnmálum. Hann er í hefndar- pólitík gagnvart Sósíalistaflokkn- um og þeim sem þaðan koma og hann er í hefndarpólitík gegn gömlu forystunni í Alþýðu- flokknum líka. Þessar deilur eru liðnar. Það eru verkefnin hér og nú sem skipta máli. Hvaða möguleika telur þú að þessir flokkar eigi á að ná saman fyrir og eftir komandi kosningar? - Ágreiningsefnin eru auðvitað mörg: Við höfnum kauplækkun- arstefnu krata, landsbyggðarf- jandskap og hægri stefnu Jóns í utanríkismálum. - Það fer eftir því hvað þessi hópur sem vill starfa með Al- þýðubandalaginu verður sterkur í Alþýðuflokknum og það fer líka eftir því hvað Alþýðubandalagið verður sterkt í kosningunum. Við munum beita okkur fyrir því að ná þeim öflum saman sem vilja slást gegn markaðshyggjunni. Við ætlum okkur stærri metnað fyrir hönd íslenskrar alþýðu en að taka kvistherbergi á leigu í stjórn- arráði íhaldsins. Við erum í þess- ari baráttu til að slást gegn íhald- inu en ekki til að hlaða undir valdakerfi þess, sagði Svavar Gestsson. -lg- Miðvtkudagur «. oktúter 1986 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.